Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 h Aðalfundur Sambands íslenskra hitaveitna á Isafirði Sjö aðildarfélög hætta ICklega vegna kostnaðar ísafirði. MTKTT.I. ágreiningur er kominn upp á aðalfundi Sambands ís- Orkubú Vestfjarða og Vatnsveita lenskra hitaveitna, sem haldinn er á ísafirði. ísafjarðar voru heimsótt. Sjö aðildarfélög, sem reka bæði rafveitur og hitaveitur, vilja að stofnað verði eitt samband orku- fyrirtækja í landinu, en ekki starfa í og greiða til tveggja eða fleiri. Fulltrúar sérrekinna hitaveitna eru þessu yfírleitt andvígir. Fyrri hluti aðalfundarstarfa fór fram í gær föstudag og fór stór hluti fundarins í þessar umræður. Tillaga kom fram frá þessum sjö veitustofnunum, en þær eru Bæjarveitur Vestmannaeyja, Hita- veita, rafveita og vatnsveita Húsa- víkur, Hitaveita Suðurnesja, Orkubú Vestíjarða, Rafmagn- sveitur ríkisins, Selfossveitur og Veitustofnanir Hveragerðis, um að aðalfundur Sambands íslenskra hitaveitna ákveði að ganga til samstarfs við félaga í Sambandi íslenskra rafveitna um stofnun nýs sameiginlegs sambands veitufyrir- tækja. í tillögunni er lagt til að halda stofnfund hins nýja sam- bands strax í haust og að tillagan verði afgreidd strax á fyrri degi fundarins. Eftir nokkrar umræður ákvað fundarstjórinn, Eiríkur Finnur Greipsson, að fresta afgreiðslu til morguns. Síðar um daginn var almennur fundur um ýms tækni- mál hitaveitna auk þess sem í dag, laugardag, er almennur fundur fyrir hádegi, en eftir há- degi er seinni hluti aðalfundar, þar sem meðal annars verður væntan- lega afgreitt tillaga samveitnanna sjö. í Sambandi íslenskra hita- veitna eru nú 33 orkuveitur auk 14 sem eru með aukaaðild. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum, munu þessi sjö félög ganga úr sambandinu verði tillaga þeirra ekki samþykkt, en það kom fram á fundinum í gær að Bæjarstjóm Vestmannaeyja hefur þegar ákveðið að eiga einungis aðild að einu orkusambandi. Úlfar. * Ok inn en flaug út UNGUR piltur, nýkominn með bílpróf, missti vald á lánsbíl sem hann ók á tals- verðum hraða um Álfatún í Kópavogi í gærdag og þeyttist bíllinn inn í garð og stöðvaðist þar á hús- vegg. Hann slasaðist ekki að ráði en bíllinn er stór- skemmdur. Að sögn Svan- hvítar Ingólfsdóttur lög- reglufulltrúa í Kópavogi er líklegast að reynsluleysi piltsins sé um að kenna hvemig fór. Líklega hafí hann villst á hemlum og bensíngjöf í beygju. Nauð- synlegt var að fá vörubíl með öflugan krana til að ná bílnum, úr garðinum. Vagnstjórar SVR mótmæla hlutafélagi VEÐURHORFUR I DAG, 12. JUN/ YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1.038 mb hæð sem mun þokast austur en minnkandi 1.012 mb lægðardrag um 600 km suðsuðvestur af landinu. SPÁ: Austlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Skýjað með köflum um landið austanvert og hætt við síðdegisskúrum norðaustantil. Léttskýjað víðast hvar í öðrum iandshlutum. Mestur hiti verður um 17 stig í inn- sveitum suðvestantil en kaldast verður 3-6 stiga hiti ó annesjum norðan- lands og austan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hægviðri. Sums staðar þoku- loft eða dálítil súld við sjóinn, einkum við norður- og austurströndina, en víða bjartviðri annars staðar. Víða 12-16 stiga hiti um hádaginn en svalt að næturlagi. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Fremur hæg suðaustlæg átt. Bjartviöri og hlýtt á Norður- og Austurlandi en skýjað sunnanlands og vestan og ef til vill dálítil rigning. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. O £ A A M Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r * x * *** / / * / * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma --------- ----j , ..... FÆRÐA VEGUM: V ^ V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka riig.. (Kl.17.30ígær) Það er yfirleitt góð færð á þjóðvegum landsins. Á Vestfjörðum eru Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiðar ófærar, skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og má búast við ófærð með kvöldinu, Dynjandis- heiði er fær. Öxarfjarðarheiði á Norðausturlandi er ófær en fært orðið um Hólssand. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og ágrænnilínu, 99-6315. Vegagerðin. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl voöur Akureyri 11 ekýjeð Reykjavík 16 skýjað Bergen 22 fóttskýjað Helainki 14 skýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Narssarssuaq 17 léttakýjað Nuuk 6 rígning Ósló 21 hálfskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 22 hélfskýjað Barcelona 21 hálfskýjað Berlín 22 rígning Chicago 16 þokumóða Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 21 akýjað Glasgow 20 skýjað Hamborg 26 8kýj8ð London 17 rígning LosAngeles vanter Luxemborg 18 skýjað Msdrkf 18 hálfskýjað Malaga 27 heiðskfrt Mallorca 28 léttskýjað Montreal 14 skúrir NewYork 22 hálfskýjað Orlartdo 24 iéttskýjað Parls 17 skýjað Madeira 20 iéttskýjað Róm 26 skýjað Vín 28 skýjað Washlngton 23 skúrir Winnlpeg 17 léttskýjað Lítil röskun vegna fundarhaldanna VAGNSTJÓRAR lögðu niður vinnu í um eina klukkustund í gær og héldu fund um tillögur sem fram hafa komið um að breyta SVR í hlutafélag. Lítil röskun mun hafa orðið vegna þessa, að sögn starfs- manna SVR, en einhveijir þurftu að bíða lengur eftir strætó en þeir hefðu viljað. Fundur starfsmanna Strætis- vagna Reykjavíkur hófst kl. 13 og var lokið kl. 14. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur starfsmanna Strætisvagna Reykjavikur, haldinn 11. júní 1993, varar við fljótfæmislegum áformum um að breyta SVR í hlutafélag. Áform þessi varða framtíð fyrirtæk- isins og réttindi, kjör og atvinnuör- yggi starfsmanna. Fundurinn skor- ar á borgarfulltrúa að beita sér fyrir því að fram fari lýðræðisleg umræða og eðlilegt samráð verði haft við fulltrúa starfsmanna áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar." Ólík sjónarmið Unnur Eggertsdóttir, trúnaðar- maður vagnstjóra, sagði að sam- staða hefði verið á fundinum um ályktunina. Hún sagði að vagnstjór- ar væru ekki sáttir við þessa til- lögu. Þeir teldu að kjör sín myndu skerðast, t.a.m. lifeyrissjóðsréttindi og félagsmálaréttindi hjá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Einsýnt sé að verði tillagan að veru- leika muni vagnstjórar ekki geta verið áfram í Starfsmannafélaginu. Sveinn Andri Sveinsson, stjórn- arformaður SVR, sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að sér hefðu borist upplýsingar um að nokkrir fundarmanna sem hlynntir væru þessari breytingu hefðu ætlað að taka til máls en hefði ekki verið gefinn kostur á því. Einvörðungu andstæðingar breytingarinnar hefðu tekið til máls. Hann benti ennfremur á, vegna stöðvunar vagnaflotans, að á fyrri kynningarfundum hefðu trúnaðar- menn vagnstjóra gagnrýnt að ekki skyldu allir vagnstjórar hafa verið boðaðir á einn og sama fundinn. Slíkt hefði hæglega verið hægt án stöðvunar vagnaflotans með því að nota sumarafleysingarmenn. „Það er hins vegar greinilegt ,“ sagði Sveinn Andri,„að forysta BSRB vildi stöðva vagnaflotann að ástæðulausu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.