Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
Góður afli á sjóstangaveiðimótinu
^ Vestmannaeyjum.
ÁRLEGT hvitasunnumót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja var
haldið um hvítasunnuhelgina. Þátttakendur voru 31 og var afli þeirra
9.383 kíló sem seldist fyrir 537.768 krónur á Fiskmarkaðnum í Eyj-
um á þriðjudag.
í einstaklingskeppni karla varð ur mótsins. Annar varð Bogi Sig-
aflahæstur Einar Kristinsson, urðsson, Vestmannaeyjum, með
Reykjavík, með 515,98 kíló, og 493,78 kíló og þriðji Einar B. Ein-
hann var jafnframt aflahæsti mað- arsson, Vestmannaeyjum, með
Laugardalur
Glæsilegar módelíbúðir
Til sölu eru í Listhúsinu v. Engjateig 115 fm stórglæsi-
legar fullinnréttaðar íbúðir á tveimur hæðum. íbúðirnar
eru m. sérinng. af svölum. Sólskáli í suður. Innrétting-
arnar eru mjög vandaðar, sérhannaðar og sérsmíðaðar.
Frábær staðsetning.
Ú
FJÁRFESTING 105 «.«.»«<
FASTEIGNASALA" s,mi 62 42 50
Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl.
490,33 kíló. í keppni kvenna sigr-
aði Katrín Gísladóttir, Vestmanna-
eyjum, með 364,68 kíló, önnur
varð Hjördís Kristinsdóttir, Vest-
mannaeyjum, með 322,12 kfló og
þriðja Heiðdís Jónsdóttir, Vest-
mannaeyjum, með 271,02 kfló.
I sveitakeppni karla varð afla-
hæst sveit Jónasar Þóris Jónsson-
ar, Reykjavík, með 1497,18 kíló,
önnur varð sveit Ríkharðs Stefáns-
sonar, Vestmannaeyjum, með
1303,63 kíló, og þriðja sveit Péturs
Árnmarssonar, með 1214,50 kíló.
Aflahæsta kvennasveitin varð sveit
Elínborgar Bernódusdóttur, Vest-
mannaeyjum, með 1184,06 kíló.
Stærsta fisk mótsins dró Ólafur
Ólafsson, Reykjavík, 13,66 kílóa
þorsk. Flesta físka dró Einar Birg-
ir Einarsson, Vestmannaeyjum,
298 talsins og flestar tegundir dró
Ólafur Tryggvason, Vestmanna-
eyjum, 8 talsins.
Aflahæsti bátur á hveija stöng
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Frá sjóstangamótinu.
varð Aðalbjörg,. með 439,33 kíló
og mest aflaverðmæti á stöng
fékkst um borð í Sigrúnu,
28.715,20 krónur.
\ Grímur
Askriftarþj ónusta Stöðvar 2
Niðjamót
á Selfossi
NIÐJAMÓT Arndísar Bjarna-
dóttur og Hákonar Magnússonar
frá Reykhólum verður haldið á
Selfossi helgina 9.-11. júlí.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
fyrir 25. júní til Jónínu Margrétar
Guðmundsdóttur (Maddýar), Mar-
grétar Magnúsdóttur, Guðborgar
Hákonardóttur eða Jóhannu Guð-
jónsdóttur.
----» *-*-
Sendiherra
í Ukraínu
Ólafur Egilsson afhenti 3. júní
sl. forseta Úrkaínu, Leonid M.
Kravtsjúk, trúnaðarbréf sem sendi-
herra Islands í Úkraínu með aðset-
ur í Moskvu.
911 RH 91 97fl LÁRUS Þ' VALD.MARSSON framkvæmoastjori
L I I jUBblÓ/U KRISTINNSIGURJ0NSS0N,HRL.lóggilturfasteignasali
Góðar eignir - flestar nýkomnar á söluskrá:
Einbhús í Smáíbúðahverfi
steinh. m. 5 herb. íb. á tveimur hæðum samt. 113 fm nt. Nýl. gler. Park-
et. Svalir. Sólverönd. 40 ára húsnán kr. 2,3 millj. Laus strax. Fráb. staður.
Glæsileg sérhæð - frábært útsýni
Efri hæð 6 herb. 149,7 fm vestast v. Rauðagerði. Þríbýli. Allt sér.
Góður bílsk. Tvennar svalir. Ræktuð lóð. Vinsæll staður.
Einstaklingsíbúð öll eins og ný
á 6. hæð í lyftuh. inni við Sund. 2ja herb. íb. á 6. hæð. Nýendur-
byggð. Rúmg. sólsvalir. Fráb. útsýni. Laus strax.
Stór og glæsileg - lyftuhús
suðuríb. 4ra herb. 110,1 fm nettó á 6. hæð v. Álftahóla. Sólsvalir.
Laus strax. Ágæt sameign. Stór og góður bílsk.
Lyngmóar - bílskúr - útsýni
Nýl. og góð 4ra herb. íb. á 2. hæð á útsýnisstað. Góður bílsk. Vin-
sæll staður. Góð lán áhv.
Góð íbúð á góðu verði
4ra herb. ib. á 4. hæð v. Kleppsveg. Nýl. gler, sólsvalir, risherb. fylgir
m. snyrtingu. Mikið útsýni. Laus strax. Verð aðeins 6,5 millj.
Skammt frá nýja miðbænum
endaíb. 4ra herb. tæpir 100 fm á 1. hæð. Tvennar svalir. Rúmg. stofa.
Geymsla í kj. Mikil og góð lán fylgja. Fráb. verð ef samið er fljótl.
• • •
Opiðídag kl. 10-16.
Teikningar á skrifstofunni.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASAL AN
LAUGÁvÉGM8SÍMÁR2ÍÍ5Ö^ 21370
SUÐURLANDSBRAUT - VEGMÚLI
TIILEIGU
Þetta glæsilega hús er til leigu.
Húsnæðið leigist tilbúið undir tréverk með fullfrá-
genginni glæsilegri sameign og lyftu. Lóð fullfrágengin.
Næg bflastæði. Til afh. nú þegar. Húsið er alls 2.249 fm.
Verslunarhúsnæði
Verslunarhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði
Geymsluhúsnæði
Geymsluhúsnæði
á jarðhæð er
á 1. hæð er
á 2. hæðer
á 3. hæð er
á 4. hæð er
ájarðhæðer
ájarðhæð er
143 fm leigt
436 fm
436 fm leigt
436 fm
436 fm
125 fm leigt
237 fm leigt
Upplýsingar í síma 622991 á daginn og á kvöldin í
símum 77430, 687656 og 985-34628.
Breytingar valda óþægindum
BREYTINGAR á þjónustukerfi
fyrir áskrifendur Stöðvar 2 hafa
valdið því að sumir áskrifendur
hafa fengið gíróseðla sína seint
eða ekki. Hafa þvl einhverjir
orðið að sætta sig við ruglaða
dagskrá frá því að ný lykilnúmer
voru gefin út. Hjá Stöð 2 fengust
þær upplýsingar að unnið væri
hörðum höndum að því að laga
gallann.
Innheimta Stöðvar 2 hefur nú
öll verið flutt til Reykjavíkur en
áður voru umboðsmenn stöðvarinn-
ar víða um land. Við flutning á
gögnunum kom fram bilun í tölvu-
kerfinu að sögn Öldu Hjartardótt-
ur, þjónustufulltrúa hjá Stöð 2.
Gerðist það að nöfnum sló út og
upplýsingar misfórust. Alda sagði
að mikil vinna væri lögð í að leið-
rétta þetta og áskrifendur yrðu
aðstoðaðir um leið og þeir hefðu
samband.
ítomEÖsö ináD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Svofellt snaggaralegt bréf frá
Bjarna Sigtryggssyni í Reykja-
vík birtir umsjónarmaður með
þökkum óstytt að kalla:
„Tími okkar hefur verið öld
mikilla tækniframfara, en þær
eru einn helsti hvati nýyrða í
málinu. Oft er í þeim fólgin
óþarfa nákvæm tæknileg lýsing.
Sigurður Nordal spurði ein-
hveiju sinni hvort orð þyrftu
afdráttarlaust að lýsa sjálfu sér
og nefndi hest sem dæmi um
annað. Leiðari Morgunblaðsins
ber í dag fyrirsögn í einu orði:
Gervihnattasjónvarp. Þetta nýja
orð er samsett úr tveimur sam-
settum orðum, sem hvoru um
sig var ætlað að vera tæknileg
lýsing, eins konar réttlæting á
tilveru sinni.
Ég legg til að við viðurkenn-
um innrás þessarar nýju fjar-
skiptatækni og köllum fyrirbær-
ið hnattvarp, sem er þjálla heiti
og nægjanlega skýrt. Heitið
gervihnöttur er elsta heiti þessa
fyrirbæris og trúlega frá þeim
dögum er Sputnik fór á baug
um jörðu og sást á nátthimni
hér yfir landinu, en það lýsir
ekki notkun hnattarins, aðeins
fyrstu viðbrögðum okkar við því
að þetta væri hægt. í frétta-
flutningi hef ég reynt að notast
við orðið fjarskiptahnöttur, því
margir þeirra flytja símtöl og
tölvusamskipti eða koma áleiðis
neyðarkalli skipa í sjávarháska.
Skýringin í því nafni er þó
hugsanlega óþörf. Þótt búnaður-
in sé reyndar ekki hnöttóttur í
laginu, þá hentar hnattheitið
ágætlega. Síðari liðurinn er til
samræmis við annað form út-
sendinga af þessu tagi, og benda
má á til skýringar að með hverri
sjónvarpsrás sem fer um hnatt-
varp fylgja ein til fjórar útvarps-
rásir, sem þó er sjaldnast sagt
frá í fréttum. Flestum sjónvarps-
rásanna fylgir líka ritvarp, sem
illu heilli hefur fengið það óþjála
nafn textavarp.
Notendur hnattvarps eiga að-
gang að útvarpi (hljóðvarpi),
sjónvarpi og ritvarpi - og ekki
kæmi mér á óvart þótt tækninni
fleygði svo fram að við bætist
ný not.
Ekki kemst ég hjá því að
ítreka margtuggnar ábendingar
um notkun óþarfa orða í málinu.
Þau eiga það sameiginlegt með
málalengingum að vera villandi
og vekja grun um að hugsun
þess, sem tjáir sig, sé ekki nægj-
anlega skýr. Þetta eru orðin
aðili og einstaklingur, sem eru
oftast óþörf.
Sé þessum orðum sleppt úr
setningum standa þær oftast
fyrir sínu óbreyttar, jafnskiljan-
legar en hljóma jafnvel betur.
„Þeir aðilar, sem sótt hafa
um ...“ og „margir einstaklingar
hafa greinst með veiruna eða
„ýmsir aðilar hafa komið að
máli við mig“. Orðið aðili á ör-
sjaldan við, en hefur þá beina
merkingu, svo sem málsaðili.
Einstaklingur hefur ákveðna
merkingu, svo sem til aðgrein-
ingar frá hópi eða til að undir-
strika einsemd mannsins.
Nútíma merking beggja þess-
ara orða er oftast einhver óljós
skarðhleypa fyrir önnur orð, sem
menn hafa ekki lengur fyrir að
leita uppi. Ofangreind dæmi:
„Þeir umsækjendur... Margir
sjúklingar... Ymsir viðmælend-
urÉg get ekki komist hjá
því að halda að hér sé á ferð
einhvers konar leti eða doði,
hugsanaleti.
Eitt grátbroslegasta dæmi
sem ég hef séð af þessu tagi var
í DV fyrir allnokkru, þegar sagt
var frá fyrri konu Reagans fyrr-
um forseta Bandaríkjanna, Jane
Wyman, og sagt að hún hefði
„... verið aðili að lengsta kossi
kvikmyndasögunnar“.
Þetta hefur nú hafið innreið
sína í málfar alþingismanna,
bæði í lagamál og ekki síst í
málfar ræðumanna, sem auk
696. þáttur
þess virðast æði margir haldnir
þeirri ljótu áráttu að tvítaka
hluta setninga, eins og til
áhersluauka.
Ég vona að þú komir inni-
haldi þessara ábendinga með
einhveiju móti fyrir í þínum
ágætu og ómissandi pistlum í
Morgunblaðinu.“
★
Vitrir eru fuglamir,
þeir vefa ei né spinna,
en vorsins kalli sinna
að kveikja líf.
Óvitur er ég,
því að oftast sömu sporin
eigra ég á vorin
og reyni stundum of lítið að véla víf.
(Bjöm á Botnastöðum, fæðingar-
og dánarár óvíst.)
★
Umsjónarmaður hefur oft
fundið að ofnotkun orðsins ver-
tíð, einkum í máli íþróttafrétta-
manna. Ekki fer milli mála að
þarna er um að ræða áhrif frá
enska orðinu season. Frétta-
maður útvarpsins á Spáni, Krist-
inn R. Ólafsson, gerði heiðarlega
tilraun til þess að auðga málið
að þessu leyti ekki fyrir löngu.
Hann sagði: „í leiktíðarlok", er
hann greindi frá lokum deilda-
keppni í spánskri íþrótt. Auðvit-
að má nota orðið vertíð í yfír-
færðri merkingu, sé það gert
með gát og list. Bólu-Hjálmar
kvað:
Fari Mammon flár úr skut
fyrr en sjór er rokinn.
Annars stelur hann öllum hlut
í vertíðarlokin.
■ ★
Vilfríður vestan kvað:
Þegar Ósk fann hvað Krissi var klár,
fékk hún kikk út í neglur og hár,
„varð eitt bros, eitt svar“,
„eitt eilífðar
smáblóm með titrandi tár“.