Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 17

Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 17 Morgunblaðið/Anna Rún Gísladóttir Efst í brekkunni ORN og Einar Freyr efst i brekkunni áður en lagt var af stað niður fjallið. Á fullri ferð Á FULLRI ferð niður Esjuna með höfuðborgina og Sundin í baksýn. A skíðum niður Esju TVEIR menn renndu sér á skíðum niður Esju í vik- unni en slíkur ferðamáti mun ekki vera algengur, sérstaklega ekki á þessum árstíma. Örn Gunnars- son, annar skíðamannanna, sagði að þeir Einar Freyr Jónsson hefðu á mánudag gengið á Esju að kanna hvort nægilegur snjór væri á fjallinu. Þeir fundu skafl á leiðinni upp frá Mógilsá og á þriðjudaginn fóru þeir á fjallið með skíðin og renndu sér niður. „Fólk sem sá okkur rak upp stór augu,“ sagði Örn og bætti við að þótt leiðin væri ekki nema um kíló- metri að lengd hefði fallhæðin náð allt að 400 metr- um. Hins vegar tók ferðin niður nokkurn tíma því snjórinn var bæði blautur og skítugur. Göngoiferð og messa í Viðey GÖNGUFERÐ verður farin um Viðey á laugardag, en á sunnu- dag verður messa og staðarskoð- un. Auður Hafsteinsdóttir, borg- arlistamaður, leikur einleik á fiðlu í messunni. Laugardaginn 12. júní verður far- in gönguferð á Vestureyna. Lagt verður af stað af Viðeyjarhlaði kl. 14.15, gengið fram hjá Klausturhól, um Klifíð hjá Eiðishólum, yfír Eiðið og upp á Vestureyna. Þar er útsýni fagurt, góðir göngustígar og sögu- ríkar slóðir eins og annars staðar í Viðey. Meðal þess, sem skoðað verð- ur, eru steinar með áletrunum frá 19. öld og svo hið þekkta umhverfís- listaverk Richards Serra, Áfangar. Þegar komið er aftur heim að Stofu, þá verður fornleifauppgröfturinn skoðaður. Þetta er tæplega tveggja tíma ganga. Sunnudaginn 13. júní kl. 14 verð- ur messa í Viðeyjarkirkju. Sr. Þórir Stephensen messar, en Auður Haf- steinsdóttir fíðluleikari og borgar: listamaður leikur einleik á fíðlu. í upphafí messunnar leikur hún kafla úr sónötu eftir Corelli, en að lokinni prédikun leikur hún Ave Maria eftir Bach-Gounod. Það verk er valið með tilliti til þess, að klausturkirkjan í Viðey var til foma helguð Maríu guðsmóður. Dómkórinn syngur í messunni og organleikari verður Marteinn H. Friðriksson. Ráðs- mannshjónin í Viðey annast með- hjálparastörf. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari. Kl. 15.15 verður svo staðarskoðun, sem hefst í kirkjunni, en síðan verð- ur næsta umhverfi skoðað, fornleif- auppgröfturinn og útsýnið af Hel- jarkinn. Að lokum verður skoðuð fomgripasýningin í kjallara Viðeyjar- stofu. Kaffísala verður í Viðeyjarstofu báða dagana kl. 14.00-16.30. Báts- ferðir, auk messuferðarinnar, verða á klukkustundar fresti frá kl. 13.00- 17.30 á heila tímanum úr landi, en á hálfa tímanum úr eyjunni. Þórir Stephensen. Sýning í F omalundi STEINAVERKSMIÐJA BM Vallá hf. verður um helgina með sér- staka sýningu í Fornalundi, sem er sýningarsvæði fyrirtækisins á Breiðhöfða 3. Kynntar verða ýmsar nýjungar hjá BM Vallá hf. og verður sýning- in að því leyti sérstök að fagmenn munu sýna á staðnum hvernig hlaða á vegg úr fornhleðslusteini sem er nýr hleðslusteinn sem byggður er á grásteinshleðslum sem þekktar eru m.a. frá Reykjavík fyrri tíma. Að auki býður BM Vallá hf. upp á ókeypis ráðgjöf landslagsarki- tekts um fornlínuna BM Vallá hf. Hægt er að panta tíma á staðnum en ráðgjöfin sjálf verður í næstu viku. Sýning er opin frá kl 12-18 laug- ardag og 12-16 sunnudag og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.