Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 Útgáfa fréttabréfs Fiskistofu gagnrýnd FISKISTOFUSTJÓRI hefur ákveðið að breytingar verði gerðar á útgáfu Sjávarmála, fréttabréfs stofnunarinnar, í kjölfar harðrar gagnrýni útgefenda annarra fagtímarita í sjávarútvegi á hana. Gagn- rýnin beindist einkum að birtingu auglýsinga í fréttabréfinu. Fiskistofa, sem heyrir undirsjáv- arútvegsráðuneytið, hóf nýverið útgáfu á fréttabréfínu og á það að koma út mánaðarlega í fímm þús- und eintökum. Starfsfólk Fiskistofu sér um að afla og leggja til efni í ritið en útgáfufyrirtækið Farvegur hf. _sér um útgáfuna að öðru leyti. Á fundi um einkavæðingu, sem framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hélt á þriðjudagskvöld sagði Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Sjó- mannablaðsins Víkings það skjóta mjög skökku við að á sama tíma og rætt væri um spamað og flutn- ing verkefna frá hinu opinbera til einkaaðila hæfí ríkisstofnun útgáfu á riti um sjávarútvegsmál. Sjávar- mál væm ekki fréttabréf í venju- legri merkingu þess orðs heldur veglegt blað sem væri prentað í lit og í beinni samkeppni um auglýs- ingar við blöð einkaaðila. Á fundinum tók Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, undir orð Siguijóns og taldi fráleitt að opinber útgáfa sem þessi væri. að keppa við einka- aðila um auglýsingatekjur. Á fímmtudag tók Fiskistofustjóri tillit til þessarar gagnrýni og ákvað að engar auglýsingar yrðu a.m.k. í næstu tölublöðum Sjávarmála nema á baksíðu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir þessa ákvörðun teldi hann gagnrýni um óeðlilega samkeppni á auglýsinga- markaðnum ósanngjarna og lítt rökstudda. Fiskistofa væri ekki að heija samkeppni við einkaaðila með útgáfu Sjávarmála. enda bæði eðli- legt og æskilegt að hún gæfí út fræðslu- og upplýsingaefni fyrir þá fjögur þúsund aðila sem hefðu vinnsluleyfí og greiddu gjald til hennar. * Aminntir og sektaðir íaftursæti UNDANFARNA daga hafa lögreglumenn á suðvesturhominu stöðvað um það bil 500 bíla og gert athugasemdir vegna ökuhraða eða lélegr- ar bílbeltanotkunar. M.a. eru þeir áminntir eða sektaðir sem sitja í farþegasætum bfla og nota ekki bílbelti. Einnig ökumenn sem em með böm sín í ófullnægjandi öryggisbúnaði í bflum. Þessar aðgerðir em liður í því umferðarátaki sem lögreglumenn á Suðvesturlandi standa fyrir eina viku í hveijum mánuði. Að þessu sinni er athygli beint að ökuhraða í íbúðarhverfum, öryggisbúnaði og nagladekkjum en mjög fátítt er nú orðið að nagladekk sjáist undir bflum, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfírlögregluþjóns. Sérstök áhersla hefur verið lögð á öryggisbúnaðinn en hraðamælingar hafa einnig verið stundaðar og þá lögð sérstök áhersla á að mæla hraða í íbúðarhverfum. Félagasamtök - fyrirtæki - einstaklingar SUMARLEIGA akureyri Höfum til leigu nokkur herbergi og örfáar paríbúðir í stúdentagarðinum Útsteini, Skarðshlíð 46, Akureyri. • Leigutímabil er til 20. ágúst. • íbúöirnar er hægt að leigja meö innanstokksmunum og eldhúsáhöldum. □ Herbergin eru mjög rúmgóð eða 22 m2 og eru með rúmi, stól og borði. □ Hver tvö herbergi eru með sameiginlegri snyrtingu (íbúöarígildi). □ Sameiginlegt eldhús og setustofa er fyrir hver 7 herbergi. • Hægt er að leigja aukarúm, aukadýnu og sængurföt. • Nánari upplýsingar gefur Jóhanna í síma 96-11780 fyrir hádegi. FESTA Félagsstofnun stúdenta á Akureyri Ummæli dæmd ómerk TVENN ummæli í grein tveggja blaðamanna Pressunnar um kaupsýslumann, sem rekið hef- ur hljómflutningsverslanir í Reykjavík og myndbandaleigur og verslun á Suðumesjum, vora í gær dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reylqavíkur. Blaðamennirnir voru sýknaðir af krðfu um ómerkingu á fera- um ummælum til viðbótar I sömu grein. Þeir voru sýknaðir af refsi- og miskabótakröfum en dæmdir til að greiða 90 þús- und krónur í málskostnað. í grein í Pressunni í apríl á síð- asta ári var fjallað um gjaldþrot mannsins og fyrirtækjarekstur hans. Maðurinn taldi vegið að æru sinni með 6 ummælum í greininni og krafðist ómerkingar þeirra. Óviðurkvæmileg uppsetning í niðurstöðum dómsins eru tvenn ummæli ómerkt. Annars vegar fyr- irsögn um að maðurinn reki fyrir- tæki sitt gjaldþrota en í nafni ólög- ráða barna sinna. Dómarinn segir að þessi ummæli eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum en þar sem hlutafélag sé sjálfstæður lög- aðili sem ekki sé rekið í nafni þeirra einstaklinga sem því stjóma og uppsetning ummælanna í flenni- fyrirsögn sé óviðurkvæmileg beri að ómerlq'a þau. Einnig voru ómerkt þau um- mæli að bókhald fyrirtækja manns- ins hefði verið í molum, þar sem það þótti ekki eiga við rök að styðj- ast. Ekki þótti þó ástæða til að dæma blaðamönnunum refsingu eða kaupsýslumanninum miska- bætur. Hins vegar var sýknað af kröfu um ómerkingu femra mmæla, þ. á m. um að maðurinn hafi rétt fyrir gjaldþrot sitt selt eigur sínar 12 og 15 ára bömum sínum. Eggert Óskarsson héraðsdómari dæmdi málið og ber Pressunni að birta niðurstöður hans og dómsorð á áberandi stað í næsta tölublaði. Fyrsta skóflustimgan GYÐA Ólafsdóttir tekur fyrstu skóflustunguna að nýja MS heimilinu. Framkvæmdir við nýtt MS-hús hafnar FORMAÐUR MS-félags íslands, Gyða Ólafsdóttir, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýju Dagvistarheimili MS-félags íslands á Sléttu- vegi 5 í Reykjavík. MS-félag íslands er félag fólks með sjúkdóminn Multiple Sclerosis (heila- og mænusigg), aðstandenda þeirra og annarra velunnara og hef- ur rekið dagvist í Álandi 13 í Reykja- vík um sjö ára skeið. Aðsókn hefur farið ört vaxandi og því er þörfin fyrir nýtt og stærra hús brýn. Nýja húsið verður um 600 fermetrar. Arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Ólafur Ólafsson í Batteríinu teiknuðu nýja húsið, Almenna verk- fræðistofan sá um lagnir og burðar- þol og Sigurður Jónsson hannaði raflagnir. Byggingaraðilar eru Feðg- ar sf. Óánægja vegna falls á prófi í verkfræðideild ÓÁNÆGJA hefur verið meðal nemenda í verkfræði og eðlisfræði við Háskóla íslands með próf í stærðfræðigreiningu II. í vor náðu 31,5% prófi í áfanganum en síðasta ár 56,8%. Nokkrir nemendur vilja að prófið í ár verði athugað. Forseti raunvísindadeildar segir að það verði gert. Hins vegar sé ekki hægt að kæra próf þar sem prófdómari hafi verið. Hann bendir á að upptökupróf verði i ágústlok. Allir nemendur í verkfræði og margir nemendur í eðlisfræði taka námsáfangann stærðfræðigTein- ingu II. Próf var haldið um miðjan síðasta mánuð. Þá þegar kom fram mikil óánægja nemenda og gagn- rýni á prófíð. Þegar úrslit voru kunngerð um mánaðamótin þótti mörgum nemendum gagnrýni sín vera staðfest. Af 92 nemendum sem mættu í prófið í vor, náðu 29 tilskil- inni einkunn sem var 4 af 10 mögu- Iegum. 63 nemendur féllu, þ.e. 68,5% fall. Síðasta ár var hlutfall fallinna í þessu prófí 43,2%. Morgunblaðinu er kunnugt að bréf gengur nú milli nemenda til undirskriftar þar sem lýst er óánægu með uppbyggingu og efnis- innihald prófsins og niðurstöður þess. Eftir því sem næst verður komist munu u.þ.b. tuttugu nem- endur hafa skrifað undir. Próflð kom að óvörum Einn bréfritara er Anna Karls- dóttir nemi í vélaverkfræði, hún sagði prófíð hafa verið samið þann- ig að það hefði komið nemendum að óvörum og segði ekkert til um raunverulega getu þeirra í þessu fagi. Prófíð hefði ekki verið í sam- ræmi við yfírferð í námskeiðinu og ekki heldur í samræmi við fyrri próf. Hún benti á að við undirbún- ing og prófiestur hefðu nemendur hliðsjón af prófum fyrri ára. Annar bréfritari, Marta Guðrún Daníels- dóttir, nemandi í byggingarverk- fræði, sagði nemendur fara fram á að kennari í faginu og forseti raun- vísindadeildar skoðuðu þetta mál. Hún taldi nemendur í ár varla frá- brugðna nemendum fyrri ára. Ár- angurinn í öðrum fögum væri og sambærilegur milli ára. En hins vegar hefðu mun færri nemendur náð prófí í stærðfræðigreiningu II. Það væri tilefni til að spyija hvort ekki væri ástæða til að endurmats. Halldór Elíasson, prófessor, kennari í greininni, gat ekki tjáð sig um einstök gagnrýnisatriði því hann hefði ekki séð bréf nemend- anna en honum var kunnugt um að þeir ætluðu að skrifa deildarfor- seta. Halldór sagði ljóst að nemend- ur hefðu verið óánægðir. E.t.v mætti rekja þessa óánægju að ein- hveiju leyti til þess að kröfur í þessu námskeiði væru meiri en kennslu- bókin gæfi tilefni til. Nemendum hefði verið gerð grein fyrir þessu í upphafí námskeiðsins en þeir virt- ust ekki hafa tekið nægjanlega mark á þeirri viðvörun. Halldór vildi ekki neita því að framsetning þessa prófs hefði verið nokkuð breytt frá prófum fyrri ára og hugsanlega hefði prófíð verið fulllangt en fullt tillit hefði verið tekið til þess í ein- kunnargjöf. Eggert Briem forseti raunvís- indadeildar sagði að ekki væri hægt að kæra próf eða niðurstöðu þess þar sem prófdómari hefði verið við- hafður. Hins vegar gætu allir farið fram á að mál yrði athugað og það yrði gert í þessu tilviki. Deildarfor- seti vildi einnig að það kæmi fram að upptökupróf yrðu haldin í ágúst- lok áður en næsta kennslumisseri hæfíst. > > \ I >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.