Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 Mondale sendiherra í Japan WALTER Mondale, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hef- ur verið skipaður sendiherra í Japan. Hann er nú 65 ára að aldri. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, lét svo um mælt við útnefninguna að „Fritz“ Mond- ale hefði helgað líf sitt föður- landinu og treyst vináttubönd þess við þjóðir um allan heim. Mondale var frambjóðandi demókrata í forsetakosningun- um 1984 og mátti þola einn stærsta ósigur sem um getur í kosningasögu Bandaríkjanna. íkveikjuárás í Noregi KVEIKT var í húsi íranskra flóttamanna í Noregi og látið líta út fyrir að um árás nýnas- ista væri að ræða. Málum var hinsvegar svo háttað að það var 18 ára piltur í fjölskyldunni sem átti heiðurinn að athæfinu. Skildi hann eftir miða með haka- krossi utandyra sem á stóð „Noregur fyrir Norðmenn". Lögreglan lét blekkjast í fyrstu en þegar hið sanna kom fram í málinu var haft eftir einum lög- regluþjónanna þetta væru sorg- leg tíðindi fyrir fjölskylduna. Ekki urðu slys á fólki. New York Times kaupir Boston Globe DAGBLAÐIÐ New York Times hefur afráðið að festa kaup á eignarhaldsfyrirtæki Boston Globe Affíliated Publications Inc. Sameining fyrirtækjanna mun kosta einn milljarð banda- ríkjadala og verður sú upphæð að mestu látin af hendi í formi hlutaíjár. Þjófnaðarfar- aldur á írlandi ÍRSKA lögreglan og ferðamála- ráð landsins hafa hvatt ferða- menn til þess að vera á varð- bergi gegn þjófaplágu sem nú heijar í Dublin. Voru sjö ferða- langar rændir í borginni á einu bretti. Dagblöð gerðu sér mat úr þessu enda hafa írar lifibrauð sitt af ferðamönnum. Hjólandi þjófur reif kvikmyndatökuvél af Finna, Nýsjálensk hjón voru rænd og Þjóðveiji nefbrotinn, svo dæmi séu tekin. Lögregluyf- irvöld taka atburðunum með jafnaðargeði, segja írskar borgir sama glæpamarki brenndar og áþekkar borgir í öðrum löndum. Talsmaður lögreglunnar sagði að vissulega mætti vara fólk við gegnum hátalara en „ef á það ráð yrði brugðið færi enginn út úr húsi,“ sagði hann. Ráðherra fyr- ir ríkisrétt? FYRRUM viðskipta- og iðnaðar- ráðherra Finnlands, Kauko Ju- anthalo, skal leiddur fyrir ríkis- rétt, samkvæmt yfirlýsingum stjórnarskrárnefndar fínnska þingsins. Liðin eru þijátíu ár síðan ríkisréttur var kallaður saman síðast í Finnlandi. Tildrög málsins eru þau að árið 1991, í ráðherratíð Juanthalos, hafði hann boðist til að greiða fyrir ríkisábyrgð á Tampelia fyrir- tækinu, sem var í eigu SKOP bankans, gegn því að Christoffer Wegelius bankastjóri veitti fyrir- tækjum hans hagstæð lán. Upp komst um viðskipti ráðherrans og bankastjórans þegar þeim síðamefnda var vikið úr emb- ætti. Allt á floti alls staðar HITABYLGJA var í Bretlandi á miðvikudag og fímmtudag en í gær brast þar á með ofsaroki og þvílíku úrfelli, að hundruð manna urðu að flýja heimili sín. Varð Wales verst úti í flóðunum og einnig Suður-England og varð víða að nota báta til að bjarga fólki úr umflotnum húsum. „Svona er breska sumarið," sagði einn fréttamanna breska ríkisútvarpsins, BBC. „Sól og hiti í tvo daga og svo er eins og allar flóðgáttir himinsins opnist í einu.“ Hér er hún Linda Evans í Ffordd Glas í Llandudno í Wales að hjálpa dóttur sinni en eins og sjá má er ekki annað leiksvæði eftir utan dyra nema garðveggurinn. Japanir ætla að endurskipuleggja loftvarnir sínar Tilraunir með nýja gerð Scud-eldflauga í N-Kóreu Tókýó. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn gerðu í síðasta mánuði tilraunir með endur- bætta gerð Scud-eldflaugarinnar sem hefur nægjanlegt drægi til árása á japanskar iðnaðarborgir. Hafa Varnarmálaskrifstofa Jap- ans og Bandaríkjaher staðfest fregnir af tilrauninni. Norður- Kóreumennákváðu í gær að vera áfram aðilar að samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna. Haft var eftir japönskum emb- ættismanni í gær að Japanar yrðu að styrkja loftvamir sínar. Yfir- maður vamarmálaskrifstofu landsins sagði að sem stæði væri ókleift að veijast háfleygum eld- flaugum, en herinn ynni nú að því að endurskipuleggja bandaríska Patriot-varnarflaugakerfíð sem hann hefur yfír að ráða. í síðasta mánuði bárust fréttir þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu á þessu ári ljúka hönnun á meðaldrægum Rodong-flug- skeytum, sem em endurgerðar sovéskar Scud-flaugar, sömu teg- undar og írakar notuðu í Persa- flóastríðinu, en nú með 1000 km drægi. Áður hafði verið talið að nokkur ár myndu líða áður en Norður-Kóreumenn ættu mögu- leika á að smíða svo langdræga eldflaug en fræðilega er unnt að koma fyrir kjamaoddi í slíku vopni. Stjómvöld í Norður-Kóreu segja kjamorkuáætlun sína eingöngu vera í friðsamlegum tilgangi en í mars síðastliðnum tilkynntu þau að þau myndu fremur draga sig útúr samkomulaginu um takmörk- un á útbreiðslu kjamavopna en að leyfa utanaðkomandi eftirlit með stöðvum, sem talið er að teng- ist kjamorkuvopnaáætlun. Eftir mikinn þrýsting frá Vesturlöndum tilkynnti þó stjómin í Norður- Kóreu í gær að hún hefði skipt um skoðun, Norður-Kórea yrði áfram aðili að samningnum. Finnland Umsókn um byggingu kjarnorku- vers frestað Helsinki. Frá Lars Lundstcn, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSETI fínnska þjóðþingsins, Ukka Suominen, hefur ákveðið að frestað verði fram á haust afgreiðslu umsóknar orkufram- leiðenda um byggingu nýs kjarn- orkuvers. Frestunin er almennt talin liður í valdatafli sem miðar að þvi að breyta banni þingsins við byggingu nýrra kjarnorku- vera í Finnlandi. I Finnlandi eru nú starfrækt fjög- ur kjamorkuver en orkuframleið- endur hyggjast byggja fímmta verið sem fyrst til þess að „tryggja fram- boð ódýrs rafmagns til iðnaðarins". Finnska þingið ákvað í fyrra að ekki skuli leyfa byggingu nýrra kjamorkuvera. Kom sú ákvörðun ríkisstjóminni og stóriðnaðinum í opna skjöldu. Hafa kjamorkusinnar síðan starfað ötullega að því að fá ákvörðuninni breytt. Slysið í Tsjemobyl olli því að flest Evrópuríki hættu við að byggja fleiri kjamorkuver. Vegna þess hefur lqamorkuiðnaðurinn bæði í Vestur- Evrópu og í fyrrum Sovétríkjunum lent í miklum erfiðleikum. Mörg fyrirtæki hafa þess vegna lagt kapp á að fá að byggja fimmta kjarnorku- ver Finna. Þrátt fyrir bann þingsins hefur ríkisstjómin afgreitt umsókn oruku- framleiðenda en úrslitavald í þessu máli er hjá þingmör.num. Tvísýnt þykir um úrslitin en talið er að meirihluti þingmanna sé ennþá á móti byggingu nýrra kjarnorkuvera. Ilkka Suominen (Hægrifl.) þing- forseti og kjamorkusinni tók þá stefnu að fresta afgreiðslu málsins vegna þess að ekki væri nægur tími að afgreiða málið úr efnahagsnefnd þingsins. Esko Aho forsætisráð- herra (Miðfl.) og Iqamorkuandstæð- ingur segir það koma honum mjög á óvart að nú teljist málið ekki nægilega vel íhugað þó að í vetur. hafi kjamorkusinnar krafist fljótrar afgreiðslu í ríkisstjóminni til þess að koma byggingunni af stað sem fyrst. Viðræður um aðild EFTA-ríkjanna að EB Ólíklegt að aðild verði tryggð í ársbyijun 1995 Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FÁTT bendir til þess að loknum fyrsta áfanga aðildarviðræðna fjögurra aðildarrikja Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA) við Evrópubandalagið (EB) að tilsettum markmiðum verði náð og að aðild þeirra geti orðið í ársbyijun 1995. Flest þykir benda til þess að samn- ingaviðræðuuum Ijúki ekki fyrr en í lok næsta árs, þ.e. 1994, en reikna verður með því áð stað- festing aðildarsamninganna taki a.m.k. eitt ár. Sú staðreynd að fleiri eru andvígir aðild í ríkjun- um íjórum en hlynntir eykur ekki á bjartsýni um farsælar lyktir. í fyrsta áfanga samninga- viðræðnanna var helst fjallað um þær samþykktir EB sem samið var um í viðræðum EFTA og EB um Evrópska efnahagssvæð- ið (EES). PERTTI Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands (til hægri) er hér ásamt Jean-Pascal Delamurez, efnahagsráðherra Sviss, en Það var yfirlýst stefna dönsku Finnar eru taldir líklegastir til að fá aðild að Evrópubandalaginu. stjórnarinnar þegar hún tók við for- Austurríkismenn eru í öðru sæti, Svíar í þriðja en lítil trú virðist sæti í ráðherraráði EB um síðustu vera á, að Norðmenn gangi í bandalagið. > Finnar í fyrsta sæti áramót að leggja áherslu á að hefja samningaviðræður við ný aðildarríki sem fyrst og freista þess að þeim yrði lokið fyrir lok yfírstandandi árs. Belgar sem taka við forsæti 1. júlí hafa aðrar áherslur. Þeir hyggjast leggja áherslu á að blása nýju lífí í Maastricht samkomulagið og þau háleitu markmið evrópsks samruna sem a.m.k. að þeirra mati felast í samkomulaginu. Fiskveiðar og byggðastefna Á hinn bóginn er fullyrt að um- sækjendurnir séu að mörgu leyti illa undir viðræðumar búnir og hafí treyst um of á að yfirfæra niðurstöð- ur EES-samningsins yfir í aðildar- samning. Annar áfangi viðræðnanna kemur til með að snúast m.a. um fiskveiðar og byggðastefnu. Austur- ríkismenn einir hafa þegar samið um fískveiðistefnuna en þykir að sögn súrt í broti að taka þátt í út- gjöldum vegna hennar sérstaklega vegna fækkunar togara. Vonbiðlar eiga það allir sameigin- legt að vera svartsýnir á árangur hinna í viðræðunum. Flestir aðrir veðja á að Finnar gangi inn í EB að loknum samningaviðræðunum en efasemdir eru um hin ríkin þijú. Ef umsækjendunum er raðað eftir lík- unum á aðild verða Finnar í fyrsta sæti, Austurríkismenn í öðru, Svíar í þriðja og Norðmenn reka lestina en fáir virðast gera í alvöru ráð fyr- ir að af aðild þeirra geti orðið. Norð- menn eru í andstöðu bæði við orku- stefnu EB og fiskveiðistefnuna en breyttar áherslur bandalagsins í þeim efnum er af þeirra hálfu frá- gangssök. Augljóst er talið að samn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.