Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 21

Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 21 Reuter. Jeltsín og hershöfðingjarnir ALEXANDER Rútskoj, varaforseti Rússlands, sagði í gær að Rússar ættu heima í mafíuríki og að boða yrði til kosninga þegar í stað til að afmá spillingu úr stjórnkerfinu. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur svipt Rútskoj flestum völdum og sagði hann forsetann algjörlega líta fram hjá sér við ákvarðanatöku. Hefur hann hafið mikla herferð gegn Jeltsín í hefndarskyni. Eru ummæli hans um að Rússland hafi breyst úr kommún- istaríki sem ríki í greipum „lýðræðislegrar mafíu“ túlkuð sem árás á forsetann. Á myndinni má sjá þá Jeltsín og Pavel Gratsjev varnarmála- ráðherra búa sig undir myndatöku með nýskipuðum rússneskum hers- höfðingjum. Svend Aage Malmberg um skýrslu Nansen-stofnunarinnar „Okkur stafar engin hætta af kafbátnum“ „OKKUR stafar engin hætta af rússneska kafbátnum og mér finnst einhver skrítinn blær yfir þessum yfirlýsingum. Þær eru ekki í takt við það, sem fram hefur komið við athuganir vísindamanna," sagði Svend Aage Malmberg haffræðingur um skýrsluna, sem Nansen- stofnunin í Björgvin í Noregi hefur látið frá sér fara. Þar er því haldið fram, að hætta sé á, að geislamengun frá rússneska kafbátn- um Komsomolets, sem sökk við Bjarnarey 1989, berist til íslands og Grænlands á fáum árum. Starfsmenn Nansen-stofnunar- innar, sem er einkarekin umhverfis- verndarstofnun, telja, að títan- skrokkur rússneska kafbátsins sé að tærast í sundur og því sé hætta á, að geislamengun frá tveimur kjarnorkueldflaugum og kjama- kljúfnum geti borist upp í yfirborðs- lög sjávarins og þaðan með haf- straumum til Islands og Græn- lands. Þeir slá þó ótal varnagla, til dæmis hvað varðar hafstrauma. og útþynningu geislavirkra efna, en telja þó, að geislamengunin geti borist hingað á fimm eða sex árum. Undarleg skýrsla Svend Aage Malmberg, sem þekkir vel til þeirra rannsókna, sem fram hafa farið á geislavirkni í norðurhöfum, til dæmis hvað varðar Komsomolets, sagði, að sér fyndist þessi skýrsla allundarleg og hafa á sér einhver auglýsingabrag. Kaf- báturinn lægi á 1.700 metra dýpi og jafnvel þótt hann liðaðist í sund- ur bærist geislavirknin ekki upp í yfirborðslögin nema á löngum tíma. Það væri því nær að tala um að áratugir liðu en ekki ár áður geislun bærist hingað. Svend Aage sagði, að ofan á allt þetta bættist, að þótt geislavirk efni bærust frá kafbátnum, þá myndi útþynningin verða fljótt svo mikil, að geislavirkninnar gætti lík- lega ekki þegar komið væri að ís- landsströndum. Djúpsjávarstraumar til S-Atlantshafs í skýrslu, sem norska hafrann- sóknastofnunin gaf út á síðasta ári og fjallar um geislavirkni í norður- höfum, segir höfundur hennar, Lars Föyn, að hún sé lítil og langt undir hættumörkum, jafnvel á þeim svæðum, sem næst liggja ýmiss konar kjarnorkuúrgangi. Þá sé eft- irtektarvert, að geislavirkni í fiski hafi alltaf verið mjög lítil og líka á þeim tímum, sem mest var um kjarnorkutilraunir Sovétmanna. Um Komsomolets segir Föyn, að hann sé best geymdur þar sem hann er. Hann sé á miklu dýpi og vatnsmassinn umhverfis hann muni ekki blandast yfirborðslögum sjávar fyrr en eftir 100 til 200 ár og þá ekki í Norður-Atlantshafi, heldur í Suður-Atlantshafi. Ríkisréttur vegna tamílamálsins Ninn-Hansen leidd- ur fyrir rétt í haust Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. DANSKA þjóðþingið samþykkti í gær tillögu þingflokks jafnaðarmanna um að Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, yrði leiddur fyrir ríkisrétt vegna hlutar síns í tamíla-málinu. Rétturinn verður að öllum líkindum settur í haust og búist er við að niðurstaða hans liggi fyrir undir vorið. Með 105 atkvæðum gegn 45 sam- þykkti þjóðþingið að stefna ráðherr- anum fýrrverandi fyrir ríkisrétt ingar um norðurhjarabúskap, byggðastefnu og klettasyllulandbún- að í Ölpunum verði mjög sársauka- fullar. Samningamönnum EB hrýs hugur við framlögum EFTA-ríkj- anna tii þessara málaflokka. Fram- lög til landbúnaðar í EFTA-ríkjanna eru tvöföld meðalframlög EB til sama málaflokks. Uppskurður á stofnunum? Það sem kemur til með að skipta sköpum um aðild ríkjanna allra er afstaða núverandi aðildarríkja til áhrifa stækkunar á stofnanir og ákvarðanir innan bandalagsins. Á leiðtogafundi í Lissabon í fyrra var samþykkt að engar meiriháttar breytingar væru nauðsynlegar vegna aðildar EFTA-ríkjanna. Nú eru hins vegar uppi háværar raddir um nauðsyn þess að gera uppskurð á stofnunum bandalagsins og fjölga til muna þeim tilfellum þar sem ein- faldur meirihluti ræður úrslitum í ráðherraráði. Danski utanríkisráð- herrann fullyrti í Lúxemborg í vik- unni að staðið yrði við samþykktina frá Lissabon. Áðrir riija upp að á sama fundi var samþykkt að hefja ekki formlegar samningaviðræður um stækkun fyrr en Maastricht sam- komulagið hefði verið staðfest. Það væri þess vegna ljóst að ákvarðanir sem teknar væru í Lissabon gætu verið jafn forgengilegar og önnur mannanna verk. Komi til þess að dregið verði úr áhrifum smærri að- ildarríkja jafnframt því sem stærri aðildarríkin og Evrópuþingið fengju aukin völd verður erfitt að sannfæra kjósendur í ríkjunum fjórum um að EB sé betri kostur en EES og EFTA. vegna meints brots á útlendingalög- unum og lögum um ábyrgð ráðherra. Tveir þingmenn sátu hjá og 27 voru fjarverandi. Fallið var frá að ákæra ráðherrann fyrir að hafa villt um fyrir þinginu og hindrað afskipti umboðsmannsins af málinu, eins og fyrst var talað um. Hvorki Poul Schlúter, fyrrum forsætisráðherra, né H.P. Clausen, fyrrum dómsmála- ráðherra og þingforseti, verður stefnt fyrir rétt vegna afskipta af málinu. Umdeild ákvörðun innan þings og utan Innan stjórnarflokkanna fjögurra og Sósíalíska þjóðarflokksins er ein- ing um réttarhöldin, Framfaraflokk- urinn er á móti og Vinstriflokkurinn og íhaldsflokkurinn eru klofnir, þar sem minnihluti þingflokkanna fylgir stjóminni að málum. Mótrök gegn réttarhöldunum eru meðal annars að upphaflega hafí ákæruatriðin gegn Ninn-Hansen verið þijú, en nú sé aðeins eitt eftir og það sé of lítill grundvöllur fyrir réttarhöld, auk þess sem ekki hafí verið haldinn ríkisrétt- ur í meira en áttatíu ár, þó síst minni tilefni hafí gefíst en nú. Þetta form eigi ekki lengur við. Utan þingsins er málið einnig umdeilt og viðbúið að deilt verði um hvort rétturinn sé viðeigandi eða ekki. Búist er við að rétturinn taki til starfa í október, ef veijandi Ninn- Hansens áskilur sér ekki lengri frest. Réttarhöldin verða í húsakynnum þrotabús Lannungs-banka og þegar er byijað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á húsinu í þessu skyni. Rétturinn er skipaður fimmtán hæstaréttardómurum og fimmtán fulltrúum kosnum af þinginu. Réttur- inn getur sýknað ráðherrann eða dæmt hann í sekt eða fangelsi. Ninn- Hansen er 71 árs að aldri, hefur setið á þingi fyrir íhaldsflokkinn í fjörutíu ár, verið formaður þing- flokksins og ráðherra. nlftt nýtt ...dansari? Viltu halda þér íformi í sumar? Þarftu að passa línurnar eða ertu ekkert farin(n) að hugsa um að þjálfa líkamann? Skelltu þér í hópinn með hressmn krökkum og fáðu þér „Sumarkort“ hjá JSB í hörkupúl- svita- og teygjutíma. 4ra vikna kort á kr. 2000,- Tímar í gangi alla vikuna nema laugardaga og sunnudaga kl. 17:30 í Suðurveri (efri sal) Tímarnir byrja mánudaginn 14. júní ð u Suðurveri 5 - Simi 813730

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.