Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
29
sem á það verk, er lifir. -
Já, blessum öll hin hljóðu heit,
sem heill vors lands voru’ unnin,
hvem kraft, sem studdi stað og sveit
og steina lagði’ í grunninn.
E.Ben.
Það var ekki margt fólk sem bjó
á Höfn í Hornafirði þegar Óskar
Helgason flutti þangað ásamt konu
sinni Guðbjörgu Gísladóttur 1945.
Þar voru ekki risin nema um það
bil 50 íbúðarhús og byggðarlagið
var að mótast. Þetta var hins veg-
ar mikið tækifæri fyrir ungt fólk
að flytja í nýbyggt Landsímahúsið
að Hafnarbraut 19 og gerast þátt-
takendur í uppbyggingu kauptúns,
sem var á sínu æskuskeiði. Óskar
Helgason hefur áreiðanlega ekki
gert sér í hugarlund frekar en aðr-
ir hvað hann ætti eftir að upplifa
og taka þátt í. Hans kynslóð kynnt-
ist kreppunni sem hafði djúpstæð
áhrif en eftir að ófriðarbálið hafði
geysað í Evrópu ríkti mikil bjart-
sjni og von meðal þessa fólks og
Óskar lét ekki á sér standa sem
þátttakandi í mannlífínu og þeirri
þróun sem hefur átt sér stað í nær
hálfa öld.
Óskar hafði brennandi áhuga á
félagsmálum og þjóðmálum. Hann
trúði því að ekkert gæti náðst fram
nema með samtakamætti fólksins,
góðum vilja, sanngirni og réttsýni.
ðskar var einn þessara manna sem
alltaf var vinnandi, lagði gott til
mála og hlustaði vel á aðra. Hann
var einstaklega sanngjarn í mál-
flutningi og ég man ekki eftir því
að hafa heyrt hann hallmæla öðr-
um. Eins og aðrir sem taka þátt í
félagsmálum varð hann fýrir gagn-
rýni sem hann tók af sinni einstöku
ljúfmennsku og reyndi öðrum frem-
ur að bæta úr því sem betur mátti
fara.
Fyrstu kynni mín af Óskari
Helgasyni voru í skólastofunni í
gamla barnaskólanum á Höfn.
Hann var kennari að menntun og
hjálpaði því oft til sem stundakenn-
ari í skólanum. Hann var mikill og
einlægur bindindismaður og var í
forsvari fyrir barnastúkunni Rós-
inni frá árinu 1948. Á þeim árum
var það sjálfsagður þáttur í skóla-
starfinu að sækja reglulega fundi
í bamastúkunni og þar nutum við
krakkarnir hlýju hans, umhyggju
og nærgætni. Allt fór prúðmann-
lega fram undir umsjón Óskars og
hann naut mikillar virðingar meðal
barnanna.
Óskar hafði undirbúið sig vel
fyrir starf sitt sem stöðvarstjóri
Landsímans á Höfn með því að
vinna pg nema á verkstæði Land-
síma íslands í Reykjavík. Áður
hafði hann verið við nám í Reykja-
skóla og lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands 1941. Per-
sónulegir hæfileikar hans og stað-
góð menntun varð til þess að hann
var mjög eftirsóttur til félagsmála-
starfa á Höfn. Hann átti sæti í
stjórn Kaupfélags Skaftfellinga i
30 ár og var stjórnarformaður
Kaupfélagsins í 14 ár. Á meðan
hann var stjórnarformaður voru
miklir uppgangstímar og hann var
einstaklega laginn að tryggja sam-
stöðu um reksturinn og þær miklu
framkvæmdir sem ráðist var í á
ýmsum sviðum. Óskar var jafn-
framt lengi í hreppsnefnd fyrir
Framsóknarflokkinn og var oddviti
hreppsnefndar Hafnarhrepps um
15 ára skeið. Framsóknarmenn á
Austurlandi standa í mikilli þökk
við hann fyrir fórnfúst starf og
kveðja hann með söknuði og virð-
ingu. Hann var jafnframt fulltrúi
Austfirðinga í stjórn Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga um nokk-
urra ára skeið.
Óskar Helgason skilaði sínu
dagsverki með miklum sóma. Hann
kom til Hafnar tæplega þrítugur
að aldri og vann að málefnum
stofnunar sinnar og byggðarlags
af skyldurækni alla tíð. Hann starf-
aði með börnum og unglingum og
var í forustu fyrir sveitarfélagið
og Kaupfélagið um langt skeið.
Hann var samstarfsmaður fólksins
í Austur-Skaftafellssýslu í félags-
málum og í aðalstarfi sínu sem
stöðvarstjóri Pósts og síma og því
í persónulegu sambandi við íbúana
í meira mæli en gengur og gerist.
Viðmót hans var traust, hlýtt og
alvörugefíð í vandasömum úrlausn-
arefnum. Hæfíleikar hans til að
laða fram samstarf og miðla málum
var meira virði en margir gerðu sér
grein fyrir. Hógværð hefur veirð
aðalsmerki Austur-Skaftfellinga og
Óskar féll vel inn í andrúmsloftið
í sýslunni. Hann hafði góð áhrif á
umhverfið og án vafa mun sá andi
sem Óskar og margir aðrir áttu
þátt í að skapa lifa áfram sem einn
mikilvægasti steinninn í grunni
framfara og farsældar í sýslunni.
Hann þjáðist af parkinsonsveiki
síðustu ár ævi sinnar. Því hafði
heilsunni hrakað á undanförnum
árum. Hann tók hins vegar alltaf
þátt í félagsmálum, mætti á stjórn-
málafundi og síðasti fundurinn sem
við hittumst á var á aðalfundi
KASK fyrir nokkrum vikum. Hann
var því þátttakandi í lífi og starfi
fólksins til hinsta dags og ég veit
að hann átti sér enga ósk heitari
en byggðarlagið kæmist í gegnum
þá erfíðleika sem nú steðja að.
Hann var jafnframt sannfærður um
að það mundi gerast ef fólkið stæði
saman og nyti skilnings samfélags-
ins^
Óskar var hamingjumaður í per-
sónulegu lífí. Eftirlifandi eiginkona
hans er Guðbjörg Gísladóttir frá
Breiðdalsvík. Þau eignuðust fímm
böm: Ingibjörgu, Gísla, Helga,
Þröst og Svölu. Gísli lést árið 1960
af völdum ólæknandi sjúkdóms.
Hann var foreldrum sínum mikill
harmdauði og það er mörgum
minnisstæð sú mikla umhyggja
sem hann naut síðustu mánuðina
sem hann lifði. Fjölskyldutengslin
hafa alltaf verið sterk og Guðbjörg
hefur staðið fast við hlið manns
síns í blíðu og stríðu.
Allir samferðamenn Óskars
kveðja hann með virðingu og þökk.
Fyrir nokkrum árum var hann
gerður að heiðursborgara Hafnar
sem sýndi vel þann hug sem allir
bæjarbúar báru til hans. Óskar
Helgason var mikið góðmenni í lif-
anda lífí og sá andi mun fylgja
honum yfir móðuna miklu. Við Sig-
uijóna biðjum góðan Guð að styrkja
Guðbjörgu, börnin, tengdabörnin
og barnabömin. Foreldrar mínir,
Ásgrímur og Guðrún, votta þeim
djúpa samúð með þakklæti íyrir
allt samstarfíð og samveruna. Ósk-
ar var góður vinur þeirra frá fyrstu
tíð og þau fátæklegu orð sem hér
eru fest á blað eru jafnframt þeirra.
Halldór Ásgrímsson.
Tengdapabbi lést í Borgarspítal-
anum eftir stutta legu þar.
Kynni mín af tengdapabba hóf-
ust fyrir tólf árum og fann maður
strax hversu gott var að vera í
návist hans og hversu mikið ljúf-
menni hann var.
T engdapabba verður sárt sakn-
að af barnabömunum. Hann hafði
sérlega gaman af að vera með
þeim og alltaf var hann tilbúinn
að taka í litla hönd og fara í smá
göngutúr. Erfitt er fyrir börnin að
skilja að nú komi afi ekki til að
leggja hönd á lítinn koll eða dást
að listaverki lítils listamanns.
Mér er sérlega Ijúft að minnast
bréfanna frá tengdapabba er við
vorum stödd erlendis, þau höfðu
svo margt að geyma og voru svo
einlæg.
Alltaf var stutt í brosið hjá
tengdapabba og margar góðar
minningar eigum við úr sumar-
bústaðnum í Lóni.
Elsku tengdapabbi, þökk fyrir
allt og allt.
Kristín Þorkelsdóttir.
í dag verður til moldar borinn
öðlingsmaðurinn Óskar Helgason
fv. stöðvarstjóri Pósts og síma á
Höfn í Hornafirði.
Ég vil minnast þessa mæta
manns með nokkmm orðum og þá
rifja upp störf hans hjá Pósti og
síma þar sem við vqrum samstarfs-
menn um árabil. Óskar varð sím-
stöðvarstjóri á Höfn hinn 1. okt.
1945, en þegar póstur og sími
voru sameinaðir á Höfn 1. des.
1970 tók Óskar við stjórn beggja
þessara verkþátta og sinnti af alúð
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir 30. sept. 1987. Áður
en Óskar kom til Hafnar hafði
hann sinnt ýmsum störfum fyrir
Landsímann á Borðeyri.
Til marks um skyldurækni Ósk-
ars má segja frá því að á fyrstu
árum hans sem símstjóra á Höfn
var talstöð á símstöðinni og var
honum ætlað að hafa samband við
sæfarendur eftir þörfum á daginn.
En það fannst Óskari ekki nóg að
gert og sat því hann löngum við
talstöðina á kvöldin og jafnvel heilu
næturnar þegar veður voru válynd
eða veðurspáin slæm. Þetta sjálf-
boðaliðastarf Óskars lýsti mannin-
um og hans lífsferli vel, þar fór
maður sem ekki spurði: „Hvað fæ
ég fyrir verkið?" en hafði að leiðar-
ljósi alla tíð: „Hvað get ég gert
fyrir þig?“
Guðbjörg mín, með þessum fá-
tæklegu orðum kveð ég manninn
þinn, blessuð sé mining hans. Við
Kolbrún sendum þér og þínum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Reynir Sigurþórsson.
í dag er til moldar borinn Óskar
Helgason, fyrrverandi stöðvar-
stjóri Pósts og síma á Höfn.
Með honum er horfínn af sjónar-
sviðinu einstaklingur sem um ára-
tuga skeið setti svip á mannlíf og
menningu í Austur-Skaftafells-
sýslu, var í fararbroddi þar sem
unnið var að framfaramálum og
valdist til forystu og trúnaðar-
starfa í ijölmörgum samtökum.
Hann var kjörinn heiðursborgari
Hafnarhrepps á sjötugsafmæli
sínu 14. september 1987.
Óskar var fæddur á Háreksstöð-
um í Norðurárdal, sonur Helga
Þórðarsonar bónda og smiðs þar
og seinni konu hans, Ingibjargar
Skarphéðinsdóttur. Prófi frá Hér-
aðsskólanum á Reykjum lauk hann
árið 1936 og kennaraprófi 1941.
Óskar kynnti sér síma- og radíó-
tækni á verkstæði Landssíma ís-
lands í Reykjavík og var ráðinn
stöðvarstjóri landssímastöðvarinn-
ar á Höfn í Hornafirði 1945. Upp
frá því var hans langa og farsæla
starfsævi helguð skaftfellskum
mönnum og málefnum.
Skaftfellingar lærðu fljótt að
meta þennan unga og efnilega
mann og sýndu honum verðskuldað
traust með því að kveðja hann jafn-
an til þar sem mikils þurfti með.
Hér eru ekki tök á að telja upp
öll þau störf sem Óskar var kvadd-
ur til að sinna, en nokkurra skal
þó getið.
Hann var varaformaður Kaupfé-
lags A-Skaftfellinga 1949-65 og
formaður 1965-79, oddviti
Hafnarhrepps 1966-82, stunda-
kennari við barna- og unglinga-
skólann á Höfn um árabil og próf-
dómari við sama skóla. Hann starf-
aði í byggingarnefndum félags-
heimilis, heilsugæslustöðvar og
Heppuskóla og var formaður bygg-
ingarnefndar Hafnarkirkju og
safnaðarfulltrúi. Hann sat í stjóm-
um atvinnufyrirtækja, s.s. Bor-
geyjar og Fiskimjölsverksmiðju
Hornafjarðar, var formaður Fram-
sóknarfélags A-Skaft. um árabil,
virkur félagi í Golfklúbbi Homa-
fjarðar, einn af stofnendum Lions-
klúbbs Hornafjarðar og gegndi þar
flestum trúnaðarstörfum.
Þegar litið er yfir þann vettvang
þar sem Óskar Helgason kom við
sögu og lagði fram krafta sína
gegnir mestri furðu hve miklu
hann kom í verk jafnhliða því að
sinna af kostgæfni mikilsverðu
ábyrgðarstarfi. Það lætur að líkum
að tómstundir hafi gefist fáar. Þó
mun enginn hafa heyrt hann
kvarta um annríki og ekkert var
honum fjær skapi en víkja sér
undan þeirri vinnu sem óhjá-
kvæmilega fylgir mikilli þátttöku
í félagsmálum.
Leiðir okkar Óskars Helgasonar
lágu saman á vettvangi sveitar-
stjórnarmála um árabil. Eins og
fyrr segir varð hann oddviti
Hafnarhrepps 1966 og var því yfir-
maður minn flest þau ár sem ég
gegndi störfum sveitarstjóra á
Höfn. Ég get með sanni sagt að á
samstarf okkar bar aldrei skugga
og á ég fáum samstarfsmönnum
mínum meira að þakka. Fram-
gangsmáti Óskars einkenndist af
hógværð og hlýju, þó ekki dyldist
að hann hafði ákveðnar skoðanir
sem hann var reiðubúinn að
rökstyðja. Það var ómetanlegt að
geta leitað til hans við úrlausn
margskonar vanda sem óhjá-
kvæmilega verður til í ört vaxandi
sveitarfélagi þar sem fram-
kvæmdaviljinn og fjárhagsgetan
haldast ekki ævinlega í hendur.
Róleg yfirvegun Óskars leiddi oftar
en ekki til þeirra úrræða sem allir
gátu sætt sig við.
Þá var ekki síður ánægjulegt
að starfa með honum á öðrum
vettvangi og vil ég sérstaklega
nefna Lionsklúbb Hornaíjarðar þar
sem hann var virkur og áhugasam-
ur félagi frá upphafí. Bindindis-
maður á vín og tóbak var hann,
kunni þó manna best að gleðjast
með glöðum og blanda geði við
aðra. Hann var afar vel máli farinn
og átti gott með að tjá hugsanir
sínar skýrt og skipulega í ræðu
og riti. Það var eiginleiki sem nýtt-
ist honum vel á vettvangi fjöl-
breyttra starfa.
Óskar Helgason kvæntist 14.
janúar 1947 Guðbjörgu Gísladóttur
Guðnasonar póst- og símstjóra á
Breiðdalsvík og konu hans, Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur. Þeim
hjónum varð fímm barna auðið en
urðu íyrir þeirri sáru reynslu að
missa elsta son sinn, Gísla, á barns-
aldri eftir þungbær veikindi. Hin
eru talin í aldursröð: Ingibjörg,
Helgi, Þröstur og Svala, allt vel
menntað atgervisfólk, sem hefur
þegar stofnað eigið heimili. Bama-
börnin eru sjö.
Heimili þeirra Óskars og Guð-
bjargar hefur alla tíð verið eitt af
þessum gestrisnu öndvegisheimil-
um þar sem öllum hlýtur að líða
vel. Þar er hlutur húsmóðurinnar
stór, enda augljóst að tímafrek
ólaunuð störf í þágu samfélagsins
verða ekki unnin af öðrum en þeim
sem búa við stuðning og skilning
maka síns. Óskar Helgason gekk
ekki heill til skógar hin síðustu ár,
en studdur af sinni góðu konu bar
hann veikindi sín af fágætri hug-
prýði og hélt andlegu atgervi og
reisn til hinstu stundar.
Þegar leiðir skilja um sinn er
mér þakklætið efst í huga og Ósk-
ari vini mínum vil ég tileinka orð
norska skáldsins Bjömstjerne
Björnsson: „Þar sem góðir menn
fara eru Guðs vegir.“ Við hjónin
sendum Guðbjörgu, bömum Ósk-
ars og öðrum ástvinum einlægar
samúðarkveðjur.
Sigurður Hjaltason.
★ nCROPRINT
TIME RECORDER CQ.
Stimpilklukkur fyrir
nútíð og framtfð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
Tjáplöntur - runnar
VERÐHRUN!
Bjóðum eftirtaldar tegundir á ótrúlega lágu verði: Alaskavíðir,
grænn og brúnn, kr. 55, birkikvistur í pottum kr. 199, alparifs kr.
180, gljámispill kr. 150, hansarós kr. 390, runnamura kr. 290,
ásamt fjölbreyttu úrvali sígrænna plantna með 25% afslætti.
Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi,
beygt til hægri við Hveragerði.
Símar 98-34388 og 985-20388. Opið 10-21 alla daga.
Leitið ekki langt ynr skammt
er alltaf í leiðinni
Þar fást bæði skógarplöntur í bökkum og
stálpuð tré í kerum og svo allt þar á milli.
Félagsmenn fá 10% afslátt
SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR
Fossvogsbletii 1, fyrir neðan Borgarspitalann, simi 641770. Beinn simi söludeildar 641777
félaq
*«SífS
stobmb'**