Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 32

Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 Minning Ingileif Sæmunds- dóttir, Kleifum Fædd 2. júní 1902 Dáin 7. júní 1993 Mig langar að minnast frænku minnar, Ingileifar Sæmundsdóttur á Kleifum, nokkrum orðum. Faðir hennar var Sæmundur Sæmunds- son. Ævisögu hans skrifaði Guð- mundur Hagalín rithöfundur og heitir bókin „Virkir dagar“ og kom út nokkru fyrir 1940. Að öðru leyti ætla ég ekki að rekja ættir hennar. Fyrstu kynni mín af Ingileifu voru daginn eftir að foreldrar mínir fluttust til Blönduóss haustið 1932. Hún kom þá til þess að heilsa frænku sjnni, móður minni, og bjóða aðstoð. Ég var þá átta ára snáði og heillaðist strax af þessari fallegu og glæsilegu konu. Þá myndaðist vinskapur, sem varað hefur síðan. Á sínum yngri árum tók Ingileif virkan þátt í félagslífi. Ungmenna- félagið hafði barnaball sem við köll- uðum svo, en nú heitir jólatrés- skemmtun, á hveijum vetri eftir jólin. Þá skemmtu félagarnir okkur krökkunum og dönsuðu við okkur. Ingileif vildi fá að kenna mér marsúka, en mér leist ekkert á það og sé eftir því enn. Maður Ingileifar hét Kristinn Magnússon. Hann var fyrst kaup- maður og umboðsmaður fyrir Shell og síðar útibússtjóri fyrir Kaupfélag Húnvetninga fyrir innan ána eins og við segjum. Þá höfðu næstum allir nokkrar skepnur svona til bú- drýginga. En hugur hans var bund- inn landbúnaðinum og að því kom að þau hjón reistu sér nýbýlið Kleifa rétt við bæjarmörkin. Það byggðu þau alveg frá grunni. Þangað flutt- ust þau um miðjan sjötta áratuginn. Þar bjó Ingileif íjölskyldu sinni fal- legt og hlýlegt heimili, ekki bara inanndyra heldur var hugað að trjá- rækt og garði við húsið. Nú eru þarna mörg vöxtuleg tré, sem vekja athygli vegfarenda. Þau hjón eignuðust þijú böm. Sæmund Magnús, sem tók við búi þegar faðirinn féll frá fyrir nokkrum árum. Sigrúnu og Ásdísi, sem báðar era giftar og búa í Reykjavík. Ingileif var glæsileg kona og bar sig ákaflega vel, enda vakti hún alls staðar athygli. Og hún var það alveg fram á síðustu ár. Hún var svo heppin að geta verið heima og haft heimili með aðstoð Magnúsar sonar síns alveg fram á síðustu mánuði er hún lagðist inn á sjúkra- deild Héraðshælis Húnvetninga, Minning Petra Jóhanna Þórð- ardóttirfrá Mel- gerði, Fáskrúðsfirði Fædd 9. desember 1911 Dáin 30. maí 1993 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Margs er að minnast þegar hugs- að er til æskustöðvanna. í huganum bregður fyrir myndum af umhverf- inu, húsunum í kringum æskuheim- ilið, mannlífinu og einstaka atvik- um. Fregn um andlát riíjar gjarnan upp liðna tíð. Þá verður svo ljós sú staðreynd hve margs er að minnast og hve margs er að sakna. Á hvítasunnudag lést mætur ná- granni frá uppvaxtaráranum, Petra Jóhanna Þórðardóttir, í daglegu tali kölluð Petra í Melgerði. Við systkin- in á Sunnuhvoli ólumst upp í góðu nábýli við heimilisfólkið í Melgerði. Vora samskiptin á milli þessara heimila sérstaklega góð. Petra var gift Níelsi Lúðvíkssyni, útgerðar- manni frá Hafnarnesi. Hann andað- ist 22. apríl 1984. Níeis var eftir- minnilegur maður, traustur vinnu- samur og ákaflega barngóður. Þau hjón eignuðust sex böm saman. Elst þeirra er Reynir, þá Svavar, Sigurveig, Aðalbjörg, Sævar og Guðrún og einnig ólst upp á heimil- inu dóttursonurinn Níels Pétur Sig- urðsson. Petra átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Soffíu Alfreðs- dóttur. Hún er látin. Petra verður okkur alltaf minnis- stæð. Ákveðin kona, gekk rösklega til verka, hreinskiptin, orðhvöt og oft skemmtilega orðheppin. Gaman- söm og glettin. Raungóður og traustur vinur okkar nágrannanna. Hún var mikil húsmóðir, heimilið snyrtilegt og ófáir vettlingamir og sokkarnir sem við og einnig börn okkar fengum pijónaða frá henni. t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GRÍMS EIRÍKSSONAR frá Ljótshólum, Drápuhlið 42. Ásta Sigurjónsdóttir, Eirikur Grímsson, Anna Grímsdóttir, Runólfur Þorláksson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, . JOHONNU GUNNARSDOTTUR, Bólstaðarhlíð 58. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Landspítalans fyrir alúð, og umhyggju í veikindum hennar. Jónas Jónsson, Gylfi Jónasson, Hulda Hauksdóttir, Jón Halldór Jónasson, Guðrún G. Gröndal, Þórir Jónasson, Kristrún Ýr Gylfadóttir, Össur Ingi Jónsson. Minning Guðmundur Bjarni Baldursson sem nú má ekki heita það lengur heldur héraðsspítali. Þar dó hún sl. mánudag. Það á ekki að vera hryggðarefni, þegar aldraður maður fellur frá eða fær hvíldina. En það er söknuður og þá era minningar, sem fylla upp tómarúmið, sem verður þegar náið skyldmenni eða vinur hverfur yfír móðuna miklu. Góð og starfsöm kona er gengin. Hún eignaðist góð- an mann og þau áttu mannvænleg böm, sem bera þeim og heimili þeirra gott vitni. Ég og Þórhildur vottum þeim samúð okkar og þökk- um um leið þessari látnu heiðurs- konu fyrir áratuga velvilja og vin- áttu. Jón ísberg. Eftir að við systkinin fluttumst að heiman héldust áfram góð tengsl við fjölskylduna í Melgerði. Þijú okkar sem búum lengra í burtu heimsóttum ekki svo átthagana að við litum ekki inn hjá Petra. Var þá eins og við hefðum skroppið að heiman í gær. Petra var alltaf eins, hress og tók okkur opnum örmum, fljót að seðja smáfólkið sem fylgdi okkur með einhveiju góðgæti. Ósjaldan voram við kvödd á pallin- um með fallegt pijónles í höndunum. Við munum varðveita þessar minn- ingar. Melgerði er enn á sínum stað og við systkinahópamir og fjölskyldur okkar höldum áfram góðum tengsl- um. Við þökkum systkinum frá Melgerði og fjölskyldum þeirra allan hlýhug og tryggð við okkur og for- eldra okkar sem kveðja með sökn- uði góða grannkonu sína. Með þess- um línum fylgja ástarkveðjur frá foreldram okkar til bama, tengda- bama og barnabama Petru með þakklæti fyrir allt í gegnum tíðina. Við kveðjum hana öll með góðar minningar í huga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jóhanna, Guðný, Jóna Kristín, Kristján og fjöl- skyldur frá Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. í dag er kvaddur frá Þorláks- kirkju Guðmundur Bjarni Baldurs- son Selvogsbraut 7 í Þorlákhöfn. Á vordögum árið 1975 gekk Guð- mundur Bjami Baldursson til liðs við Kiwanisklúbbinn Ölver í Þorláks- höfn, þá nýstofnaðan, og hefur verið allar götur síðan einn athafnasam- asti og traustasti félaginn í Ölver og á hvað drýgstan þátt í því öfluga starfi sem lengst af hefur einkennt klúbbinn okkar. Á þessum áram hefur Guðmundur Bjami gegnt öll- um helstu trúnaðarstörfum innan klúbbsins og oftlega verið fulltrúi klúbbsins okkar hjá íslenska um- dæminu svo sem í fræðslunefnd og víðar iog nú síðast í framboði til Kjöramdæmisstjóra íslenska um- dæmisins 1994-95 sem kjósa skal um á umdæmisþingi í sumar. Öll störf sín vann hann af atorku og trúnaði og var ávallt reiðubúinn að leggja lið öllum þeim málum sem þörfnuðust úrlausnar hvetju sinni. En fyrst og fremst minnumst við hans fyrir persónuleika hans. Hver man ekki glaðværðina, skopskynið og hressandi viðbótið, sem alltaf setti svip sinn á allt félagslíf okkar? Við munum kveðskapinn og gam- anþættina sem hann samdi og flutti á árshátíðum okkar og þá miklu leik- hæfileika sem hann bjó yfír. Klúbburinn okkar verður svo mik- ið fátækari og skarðið sem hann skilur eftir sig verður vandfyllt. En enginn má sköpum renna, kall dauðans, sem enginn fær umflú- ið, kemur fyrirvaralaust og bindur enda á öll áform og allar væntingar sem við öll ölum með okkur í um- róti hins daglega lífs. Sár harmur fylgir fráfalli Guð- mundar Bjarna meðal allra þeirra sem fengu að kynnast honum og eiga hann að vini og félaga. Sárast- ur er þó harmur nánustu ættingja sem hafa misst svo mikið og svo fyrirvaralaust. Við Ölversfélagar sendum Brynju, bömunum og öllum vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum sorgarstundum. í hugum okkar mun lifa minning- in um góðan dreng og þakklæti fyr- ir allt það sem hann gaf okkur af sjálfum sér á liðnum árum. F.h. Ölversfélaga, _ Hafsteinn Ásgeirsson. Við voram mitt í undirbúningi fyrir hátíðarhöld sjómannadags að morgni 5. júní og sumarið sýndist loksins ætla að hafa yfírhöndina yfir þessu kalda og erfíða vori, þeg- ar helkuldi settist að í hjartanu við fréttir af því að hann Guðmundur Bjarni Baldursson vinur okkar, sam- starfsmaður og nú síðást nágranni hefði látist kvöldið áður, mikill öð- lingur og ljúfmenni, aðeins 52 ára að aldri og öllum harmdauði. Að sönnu var búið að sýna okkar manni „gula spjaldið" 4 vikum áður en sama er, að enginn átti von á þessum endalokum nú og því afar erfítt að sætta sig við þau. Guðmundur Bjarni var sterkur persónuleiki sem eftir var tekið hvar sem hann fór og setti mark sitt á þar sem hann kom nærri og það er ljóst að okkar litla bæjarfélag er ekki samt eftir ótímabært fráfall hans og þá ekki Kiwanisstarfið og svo mætti lengi telja, margs er að minnast. En það er gagnslaust að deila við dómarann nú, fremur en endranær, enda hefði Bjarni öragglega viljað sjá okkur herða upp hugann og horfa til framtíðar og að því munum við stefna. Dáinn, horfínn, harmafrep hvílík orð mig dynur yfír! En ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gep. (M. Joch.) Elsku Brynja mín, við biðjum Guð að gefa þér, bömunum og fjölskyld- unni allri styrk í sorginni og ein- mannaleikanum. Guð blessi minninguna um Guð- mund Bjarna Baldursson. Fjölskyldan Selvogsbraut 11. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Okkar kæri vinur, Guðmundur Bjarni Baidursson, er látinn eftir stutta sjúkrahúslegu. Það er erfitt að sætta sig við það, en þetta er gangur lífsins. Við hjónin kynntumst Bjarna og Brynju er við fluttum til Þorláks- hafnar árið 1976, en þau bjuggu í sömu raðhúsalengjunni og við, við Hjallabraut. Hófst þá mikil og óslitin vinátta og margar ógleymanlegar stundir áttum við saman í heimsóknum, úti- legum, veiðiferðum og ófáar vora ferðimar í Bakkakot við Meðalfells- vatn í Kjós, sumarbústað Bjarna og Brynju. Guðmundur Bjami var fróð- ur maður og alltaf hrókur alls fagn- aðar og hafði gaman af að segja sögur og setja saman vísur, eins og gestabókin okkar sýnir. Það verður erfítt að sigla framhjá Bakkakoti og hugsa um það að Guðmundur Bjami sé farinn, en minningin um góðan dreng mun alltaf lifa. Við þökkum þér, Bjarni, fyrir allar góðu stundirn- ar. Elsku Brynja og böm, innilegustu samúðarkveðjur til ykkar og annarra ástvina. Hallgrímur, Sólveig og fjölskylda. * Lárus Hafsteinn Osk- arsson — Minning Fæddur 20. mars 1937 Dáinn 31. maí 1993 Hann kvaddi okkur á óðali sínu uppi á Vatnsenda um hvítasunnuna á dýrðardegi sumarkomunnar. Hann var orðinn lúinn og þráði hvíld. Við höfðum þekkst um árabil — fyrst vora það formleg kynni — seinna nákomin tengsl, í mínum augfum vinátta. Hann kenndi mér margt, maður andstæðna, glaður, þó einfari. Fölskvalausa blíðu gat hann einlæglega sýnt, hina stundina hijúfur, hvass og óvæginn. Gleði hans fólst í því að gleðja aðra. Hann var bóngóður með af- brigðum, iðandi að gera kunningjum sínum greiða og sparaði enga fyrir- höfn. Honum varð vel til vina og stóðu þeir nærri honum, bæði í hret- viðram hversdagsins og þegar allt lék í lyndi. Hann var vélamaður af Guðs náð. Allar vélar léku í höndum hans. Síð- ustu árin helgaði hann Kópavogsbæ krafta sína, bæði við snjómokstur á vetrum og hafði eftirlit með hafnar- framkvæmdum á Kársnesi. Húsbóndahollusta hans var ein- stök. Aldrei talið eftir að sýna við- vik. í mörg ár hvikaði hann nánast aldrei frá þessu verkefni sem átti hug hans allan. Hann sá fram- kvæmdimar vaxa stig .af stigi og gladdist mjög á velgengnisdögum yfír öllu, sem til framfara horfði við höfnina. í fyllingu tímans varð hann hafnarvörður. Þjónusta hans vestur á Kársnesi er bæjarfélaginu verðugt þakkarefni. Láras var tvíkvæntur og átti fjög- ur böm sem hann unni mjög. Allan þann tíma, sem við þekktumst, bjó hann einn í vin sinni uppi á Vatn- senda ásamt yngsta barni sínu, Hadda. Milli þeirra var leynistreng- ur. Natni Lárusar og fyrirhyggja gagnvart stráknum ungum var til fyrirmyndar og aðdáunarverð. I veikindum Lárasar síðustu miss- erin endurgalt Haddi föður sínum fóstrið góða og lagði sig í framkróka að þóknast honum. Það var stundum vandaverk. Hressilegt fas Lárasar gladdi okk- ur hér í Hrauntungunni. Margan morguninn renndi hann hér í hlað — oft færandi hendi. Það var eðli hans, tók púlsinn á bæjarlífinu og gaf holl ráð. Nú verður það bara góð minning. Að leiðarlokum vertu Guði falinn, vinur kær. Við Margrét og börnin okkar sendum börnum Lárusar, fjöl- skyldum þeirra og vinum hugheilar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. Kristján Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.