Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 44
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 12. JUNI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Islenskur skínnaiðnaður hf. á Akureyri óskar gjaldþrotaskipta Iðnstörfum nyrðra hefur fækkað um 5-600 á áratug STJÓRN íslensks skinnaiðnaðar hf. á Akureyri óskaði eftir gjald- þrotaskiptum fyrirtækisins í gær, en hjá því starfa um 200 manns. Þegar starfsemi Iðnaðardeildar Sambands íslenskra samvinnufé- laga á Akureyri stóð í mestum blóma um miðjan síðasta áratug voru ársverk hjá fyrirtækinu í ýmsum fata-, vefjar- og skinnaiðn- aði um 800 alls, en á síðastliðnum áratug hefur störfum fækkað í 200-300 samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Byggðastofn- un á Akureyri í gær. Kristín Hjálmarsdóttir, formaður félags verksmiðjufólk á Akur- eyri, sagðist hafa miklar áhyggjur af Iðjufólki hjá fyrirtækinu, en það gæti margt staðið uppi allslaust. „Þetta er enn eitt áfallið sem yfír okkur dynur og maður er eiginlega alveg orðlaus," sagði hún. íslenskur skinnaiðnaður hf. hefur átt við verulega rekstrarerfíðleika að etja á síðustu mánuðum og hef- ur fyrirtækið tapað umtalsverðum fjármunum, 95 milljónum á síðasta ári og um 100 milljónum á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Ástæður erfíðleikanna eru einkum óhagstæð þróun á helstu sölumyntum félags- ins, en þær eru ítölsk líra og breskt pund, og þær pólitísku og efnahags- legu þrengingar sem ganga yfír Ítalíu. Enn er óvíst hvort framleiðsla íslensks skinnaiðnaðar hf. leggst niður vegna gjaldþrotsins eða hvort reynt verður að leigja starfsemina og tilraunir gerðar til að endurreisa hana. Að öðrum kosti má búast við «» Verktakar í erfiðleikum í Vestfjarðagöngunum Mánaðar- tafir í Botnsdal Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Blautir bormenn JARÐGANGAMENNIRNIR 18 eru blautir þessa dagana. VATN og hrun hafa valdið um- talsverðum töfum í Vestfjarða- göngum. Ekkert var sprengt í Botnsdal í rúman mánuð og tveggja daga töf varð vegna hruns í tvöföldu göngunum inn af Tungudal. Nú er búið að sprengja alls fjóra kílómetra af tæpum níu. Fjórða maí lentu bormenn í miklum vatns- aga í Botnsdalsgöngum. Stóðu er- lendir sérfræðingar ráðþrota. Unn- ið hefur verið að ýmsum könnunum jafnframt því sem reynt var að sprauta steypu inn í vatnsæðam- ar. Á föstudag var hafíst handa á ný og við mjög erfíðar aðstæður í miklu vatni. Grjóthrun í síðustu viku fór vatn að auk- ast í Breiðadalshlutanum og var farið í að styrkja göngin með stál- bogum, sem ekki hafa verið notað- ir við gangagerð hér lengi. Þá hrundu um 10 rúmmetrar af bergi úr lofti tvíbreiðuganganna og eyðilagði loftræsiloka. Tvo sól- arhringa tók að styrkja loftið og koma upp nýjum stokkum og var ekkert hægt að vinna í göngunum á meðan. Fram að þessum töfum hafði verkið gengið óvenju vel og eru menn ennþá á réttum tíma sam- kvæmt verkáætlun að meðaltali. Þó má gera ráð fyrir að gat verði ekki komið í gegn fyrr en eftir næstu áramót, en stefnt hafði ver- ið að því að sprengivinnu í þeim lyki um miðjan desember. MAÐUR, búsettur í Reykjavík, hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á meintum tollalagabrotum sem sýslumaður og yfir- lögregluþjónn á Siglufirði eru grunaðir um aðild að. Manninum er gert að vera í gæsluvarðhaldi í allt að viku. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um að ræða son manns sem talinn er hafa sent hestakerrur með reiðtygjum og öðrum smyglvamingi frá Þýskalandi að sögu sútunar á Akureyri sé að ljúka en í sumar eru liðin 70 ár frá því að sútun skinna hófst á Akur- eyri. Sjá fréttir á miðopnu. Flugtök og lendingar 1987-92- 200 þús. 180 173.365..........- 148.247 Farþegar 750 þús.-- áætlunarflugi* -------------735.268 L5% aukning 600-'-------'............■-....'------rr- '87 '88 '89 '90 '91 ’92 * Keflavíkurflugvöllur er undanskilinn Minni flugumferð en fleiri farþegar FLUGUMFERÐ á íslenskum áætlunarflugvöllum að Keflavíkur- flugvelli undanskildum hefur minnkað nokkuð á síðustu tveimur árum. Var fjöldi lendinga og flugtaka á íslenskum flugvöllum 148.274 á síðasta ári samanborið við 181.214 árið 1990. Á sama tíma hafa hins vegar farþegaflutningar um íslenska áætlunarflugvelli í innanlandsflugi aukist töluvert og náðu þeir há- marki á seinasta ári þegar fjöldi farþega var 735.268. Þar af voru 665.855 farþegar fluttir í áætlunar- flugi en rúm 48 þúsund í leigu- flugi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flugeftirlitsnefndar. í skýrslunni koma ekki fram skýringar á því af hveiju farþegum hefur fjölgað á sa.ma tíma og um- ferð um flugvelli landsins fer minnkandi. Heildarfjöldi flugtaka og lendinga á Reykjavíkurflugelli á seinasta ári var um 102 þúsund að snertilendingum í æfinga- og kennsluflugi meðtöldum, 14.483 á Akureyrarflugvelli _ og 12.600 í Vestmannaeyjum. í Grímsey lentu flugvélar eða tóku á loft alls 586 sinnum á seinasta ári samanborið við 858 sinnum árið 1987 og 284 sinnum á Gjögri samanborið við 328 sinnum árið 1987. 2.000 farþegar í sjúkraflugi Á síðasta ári fóru tæplega 125 þúsund farþegar í áætlunarflugi um Akureyrarflugvöll, 14.500 um Homafjörð, 12.900 um Húsavík, 462 um Hólmavík og 8 farþegar um Suðureyri. Alls var flogið með 2.012 farþega í sjúkraflugi á seinasta ári að því er fram kemur i skýrslunni. -------» ♦ ♦------ Hljóp út úr strætó í veg fyrir bifreið 13 ÁRA piltur varð fyrir bíl þeg- ar hann hljóp út úr strætisvagni og út á götu í Kópavogi i gær. Drengurinn fór úr strætisvagni á Kópavogsbraut og hljóp fram fyr- ir bílinn út á götuna, að sögn lög- reglu, og varð fyrir aðvífandi bíl. Hann var fluttur á slysadeild og var talinn beinbrotinn en ekki hættulega slasaður, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Varðhald í Siglufjarðarmáli til Sjglufjarðar, í a.m.k. fjögur skipti. í tengslum við innflutning á slíkri kerru 14. maí sl. kom upp það mál sem leiddi til þess að sýslumanni og yfirlögregluþjóni á Siglufírði var vikið frá embætti um stundarsakir og lögreglurannsóknin hófst ásamt því sem Ríkisendurskoðun tók fjárreiður sýslumannsembættisins til gagngerrar endurskoðunar, sem nú mun vera lokið. Gæsluvarðhaldúrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Þorkell Ættlæg nákvæmni ÞAÐ er líklega ekki algengt að allir sem stunda golf í einni og sömu fjölskyldunni geti státað af því að hafa farið holu í höggi. Islands- og Norðurlandameistarinn Úlfar Jónsson úr Keili og foreldrar hans, Jón Halldórsson og Ragnhildur Jónsdóttir, hafa þó öll náð drauma- högginu. Meistarinn á þtjár eldri systur, en enginn þeirra leggur stund á golf — „ekki ennþá," eins og Úlfar segir — þannig að árangurinn getur ekki verið betri. Úlfar náði fyrstur draumahögginu á Hvaleyrar- holtsvelli fyrir ellefu árum, Jón fór holu í höggi á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ í fyrra og Ragnhildur fullkomnaði svo þrennuna á Hvaleyr- inni um síðustu helgi. Þess má geta að eftir að myndin var teicin síðdegis í gær léku þau hjónin einn hring á Hvaleyrinni og litlu munaði að Ragnhildur færi aftur holu í höggi; boltinn rúllaði yfír holubarminn eftir eitt upphafshögg hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.