Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 4
4 gs n MOR^yQ^i^c-Sitj^^p^a^^et i jö.nít^ö^ ^ S verðin þrj ú Á SLOÐUM EGILSSÖGU í NOREGI eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞRJÚ SVERÐ og þrjátíu og fímm Islendingar, Hafursfjörður him- inblár og kyrr. Fyrir rúmum ell- efu hundruð árum rísu öldur þar hærra, sverðin voru til muna fleirí en að sama skapi voru þeir færri sem könnuðust við ísland. Við Pálnatóknavinir erum komn- ir til Noregs til þess að kanna söguslóðir Egilssögu, konur og karlar á ýmsum aldrí í gallabux- um og joggingfötum með sólgler- augu og myndavélar, stöndum andagtug og hlustum á andlegan leiðtoga vorn, Jón Böðvarsson, segja frá orrustunni á Hafurs- firði. Þar var háð lokaorrustan í stríði Haralds hárfagra er hann lagði undir sig Noreg. Föður- bróðir Egils Skalla-Grímssonar, Þórólfur Kveld-Úlfsson, var með- al stafnbúa í skipi Haraldar kon- ungs. Orrustunni lauk með sigrí Haralds. „Þórólfr var sárr mjök," segir í Eglu. Þótt Þórólfur greri sára sinna í þetta sinn var það skammgóður vermir. Kon- ungi þótti hann ógna sér og veitti honum aðför í Sandnes, þar sem hann bjó. Þórólfur lagði í bar- daganum sverði gegnum merkis- bera konungs og mælti: „Nú gekk ek þremr fótum til skammt. Þá stóðu á honum bæði sverð og spjót, en sjálfr konungr veitti honum banasár, ok fell Þórólfr fram á fætur konungi." Aðför konungs að Þórólfí var undan- fari mikillar átakasögu milli ætt- menna þeirra beggja og rakin er í Egilssögu sem talið er að Snorri Sturluson hafi skráð. Fall Þórólfs varð til þess að Kveld-Úlfur faðir hans og Skalla- Grímur bróðir hans sáu sig til- neydda til að gerast landnemar á Islandi. Kveld-Úlfur tók sótt í hafi og andaðist. Skalla-Grímur byggði bæ sinn þar sem kista föður hans kom að landi og kall- aði Borg, fjörðinn Borgarfjörð og kenndi héraðið við fjörðinn. Þar ólust upp synir hans Þórólf- ur og Egill og var gæfu þeirra misskipt í öfugu hlutfalli við fríð- leik þeirra. Margir afdrifarík- ustu atburðir Egilssögu gerast í Noregi. Tortryggnir og þykkju- þungir Noregskonungar áttu þátt í falli hins fríða Þórólfs Skalla-Grímssonar og lögðu lítt lið hinum úfna Agli bróður hans, þegar hann kom þeirra erínda að heimta arfshlut Ásgerðar konu sinnar i Noregi. Atburðir þesssir urðu flestir í námunda við Bergen og áleiðis þangað heldur hópurinn eftir næturdvöl í Stavangri. Kopervik Meðan Kaj bflstjóri þræðir krók- ótta vegi upp og niður snarbrattar og skógivaxnar fjallshlíðar velti ég vöngum yfír því hlutskipti forfeðra vorra að flytjast búferlum til ís- lands. Varla hefur þeim mönnum verið létt í skapi sem neyddust til þess að yfirgefa hið fagra og frjó- sama norska land og legga út"í óvissunna. Ég horfi á glaðhlakkaleg andlit samferðafólksins og reyni að ímynda mér það rogast með bús- hluti og húsdýr ofan í rammgerða knerri og sleikja svo salt tára og sjávar af kinnum sér á langri og áhættusamri siglingu norður á bóg- Sverðin þrjú, minnismerkið um orrustuna í Hafursfirði inn. Afkomendur þeirra sneru að vísu aftur, sumir hverjir til lengri eða skemmri dvalar í gamla land- inu, en fæstra beið þar eins glæst framtíð og Þormóðar Torfasonar (Thorfeusar) sem þann 10. júlí 1664 varð kamerarius í Stafangursstifti, giftur ríkri ekkju setti hann bú á Stangarlandi á eyjunni Körmt og var árið 1682 kvaddur til þessa af konungi að vera sagnaritari Nor- egs. Hann gerðist sporgöngumaður Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórð- arsonar. Þar sem þeir slepptu þræð- inum tók hann við og ritaði sögu Noregskonunga fram til 1400 að Norðurlönd urðu eitt ríki eftir Kalm- arsambandið. Til gamans má geta þess að frá þorpinu Stangarland eða Kopervik kom koparinn í kápu frels- isstyttunnar í New York. Ur kopar er líka myndarleg stytta af Thorf- eusi og eftir honum heitir líka aðal- gata bæjarins. Þormóður þessi fékk sálmaskáldið Hallgrím Pétursson til þess að skrifa skýringar á vísum Egils Skalla-Grímssonar, sem enn eru til. BERGEN - FENHRINGUR Fjölmargar ferjur tókum við á leið okkar til Bergen, langt um fleiri voru þó jarðgöngin sem við fórum um á þessari leið. Ekki er fjarri að álykta sem svo að allur olíuauður Norðmanna hafi farið í að bora sundur fjöll, leggja vegi og brýr um þetta gósenland forfeðra okkar. Árni Björn Jónasson verkfræðingur sagði enda í stuttu yfírliti um þessi mál að nýliðinn væri áratugur jarðganganna en áratugur brúargerðar genginn í garð. „Norðmenn ætla sér stóra hluti þar," sagði Árni og nefndi sem dæmi stærstu skástagsbrú í heimi, Skarnssundsbrúna í Norð- ur-Þrændalögum sem er 530 m. löng. Um Skarnsund réri Haraldur kon- ungur inn eftir fírði er hann var á leið að Sandnesi til þess að drepa Þórólf Kveld-Úlfsson. Önnur stór skástagsbrú er svo Helgulandsbrúin við Sandsnesvatn, skammt þaðan sem Þórólfur mælti hin fleygu orð sem fyrr var til vitnað: „Nú gekk ég þremr fótum til skammt." „Haraldr konungr hafði löngum atsetu_ sína á Hörðalandi eða Roga- landi at stórbúum þeim, er hann átti að Útsteini eða Ögvaldsnesi eða á Fitjum,_ á Álreksstöðum eða á Lygru, á Sæheimi," segir í 36.,kafla Egils- sögu. Alareksstaðir eru Bergen. Þar í borg fengu vinir Pálnatóka inni á Tomshóteli, 10. og 12. hæð. Ég lenti í herbergi með tveimur valkvend- um, Vilborgu Harðardóttur og Hjördísi Björnsdóttur og drógum við um hverjar okkar skyldu sofa saman í hjónarúminu. Við Vilborg drógum okkur saman og vorum hverbergisfélagar eftir það. Eins og stelpur í heimavistarskóla dútluðum við og stússuðum milli þess sem við lögðum í ferðir á slóðir Egils Skalla-Grímssonar. Það var nú ekkert kerlingarlegt dútl sem einkenndi framgöngu hans er hann kallaði eftir arfi fyrir konu sína í Noregi. Við ókum fyrst út á Askey sem nefndist Fenhringur á Ask í Egilssögu. Þar sat Atli hinn skammi. Egill hitti hann að máli og krafð- ist arfs konu sinnar, eftir að hafa nokkru áður drepið Berg-Önund vegna erfðamálanna. Þegar Atli tekur ólíklega í það mál segir Egill: „Vil ég stefna þér til Gulaþings ok hafa j)ar lagaórskurð um þetta mál." A Gula- þingi skorar Egill Atla á hólm. I hólmgöngunni bitu sverð illa og skildir ónýttust svo Egill sá sér þann kost vænstan að grípa Atla tveim hönd- um. „Kenndi þá aflsmunar, ok fell Atli á bak aftr, en Egill greyfðist at niðr og beit í sundr í honum barkann. Lét Atli þar líf sitt." SdgnstaSir(EgUs söguí9{pregi ' Vigur*., ív:&''Mms-V TALUR^ r^^áUNlNMÍRI Atley.XT' Sólundirí-^-rCO^Í \ Herðla:.';:'''' HÖRÐA- ;¦¦ >»-"'LAND Körmtí/ Hafwsfiörðurp-xJ' \ JAÐAR lOOtm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.