Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDÁGUR 20. JÚNÍ 1993 B 27 Það er gainan að spóka sig í miðbænum á svona góðum degi. „Hver gengur þarna eftir Austurstræti...?“ María Ellingsen sumarleg í mið- bænum. A þessum árum var María blaðamaður á Morgunblaðinu, en hún starfar nú sem leikkona í Hollywood. SfMTALID ER VIÐ HELGU OG HÖLLU THORODDSENNEMA HELGA EÐA HALLA 51892 Halló. - Góðan dag, þetta er á Morgunblaðinu, gæti ég fengið að tala við Helgu eða Höllu Thorodd- sen? ^ Þetta er Halla. - Komdu sæl. Ég var að heyra að þegar þú og tvíburasystir þín lukuð grunnskólaprófi í vor, hafið þið verið með nákvæmlega sömu einkunn. Getur það staðist? Já, við fengum alveg sömu ein- kunnir í samræmdum prófum, en skólaeinkunn var ekki eins þótt við fengjum jafnmargar níur til dæmis þegar á heildina var litið. - Hversu margar voru þær eiginlega? Við fengum fjórar tíur, átta níur og tvær áttur. - Takk fyrir, það er ekkert ann- að, til hamingju með frábæran árangur. En segðu mér nú alveg satt, tókuð þið nokkuð próf hvor fyrir aðra? Maður hefur heyrt að tvíburar geri stundum slíkt? Nei, nei. - Ekkert svindl? Alls ekki. Við lesum svipað und- ir prófin. Áður lásum við mikið saman en gerum minna af því núna. - Lesið þið upphátt hvor fyrir aðra? Ef önnur skiiur ekki eitthvað reynir hin áð útskýra það. Síðan hlýðum við hvor annarri yfir. Yfirleitt hefur aidr- ei munað nema einu stigi á okkur í prófum. - Eigið þið sömu áhugamál kannski? Við æfum báðar handbolta, þó ekki sömu stöðuna. Ég spila línu, Helga er á miðjunni. Annars er margt sem ég hef áhuga á en Helga ekki, og öfugt. Við erum ekki alltaf sam- mála um hlutina en rífumst samt mjög lítið. - Gaman að heyra það, ég þekki nefnilega tvíbura sem rífast oft hroðalega. En eruð þið alltaf tvær saman, eða eigið þið vinkonur? Við Helga deilum einni saman en svo erum við sex vinkonur sem erum mikið saman. - Heyrðu, leyfðu mér nú aðeins að heyra í Helgu. Halló. Sæl Helga, hvað finnst þér nú vera líkt með ykkur systrum og hvað ólíkt? Ég er komin í annan síma héma. - Ha? Hver? Hvað segirðu, emð þið með sama smekk? Við erum ekki með sama fata- smekk. - En skapið, er það líkt? Nei, við erum tvær ólíkar mann- eskjur. Okkur hefur verið sagt að við séum ólíkar í skapi, en við vit- um bara ekki sjálfar hvernig. - Hafa menn villst á ykkur? Já, það var hérna í handbolta- leik. Þjálfarinn vildi senda mig í stöðu Helgu og hlustaði ekki á mig þegar ég reyndi að skýra fyr- ir honum hver ég var. Sendi mig inn á völlinn þegar nokkrar mínút- ur voru til leiksloka svo ég neydd- ist til að spila stöð- una hennar sem ég var óvön. En þetta bjargaðist. - Helgu? Bíddu nú við, er ég ekki að tala við hana? Nei, Höllu. - Hvenær gerð- ist það? Jæja, en í hvaða skóla ætlið þið næsta vetur með þessar svim- andi háu einkunnir? í Verslunarskól- ann. Góður skóli og gott félagslíf. — Gangi ykkur vel og þakka ykkur fyrir spjallið. Morgunblaðið/Kristinn Fyrstu sporin á tunglinu AÐ KVÖLDI21. júlí árið 1969 fylgdist heimsbyggðin öll með því þegar maðurinn tók sín fyrstu skref á tunglinu. Fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum af þessum merka áfanga og fóru þeir ekki leynt með hrifningu sína. “Heimur í deiglu“ var forsíðufyrirsögn Morgunblaðsins 22. júlí og segir þar að tunglfararnir, Neil Arm- strong og Edwin Aldrin, skilji ekki aðeins eftir sig óafmáanleg spor á yfirborði tunglsins heldur einnig i sögu mannkyns. Iblaðinu segir svo frá að sunnu- dagsmorguninn 20. júlí hafi geimfararnir Michael Collins, Neil Armstrong og Edwin Aldrin haf- ist handa við losun tunglferjunnar frá Apollo 11 sem sveif á braut í kringum tunglið. Collins varð eftir í geimfarinu en félagar hans, Aldrin og Armstrong, stigu um borð í tunglfeijuna Orninn. Eftir 14. hringferðina í kring- um tunglið hóf Örninn aðflugið og fór þá í hönd hættulegasti hluti ferðarinnar. Fyrirhugaður lend- ingarstaður á Hafi kyrrðarinnar reyndist vera gígur og tók Arm- strong þá sjálfur við stjórn Arnar- ins. Hann stýrði feijunni til lend- ingar við hliðina á gígnum og þótti mönnum hann sýna fram á mikilvægi mannaðra geimfara með þessu framtaki. Nokkrum mínútum síðar heyrðist rödd Armstrongs að nýju: „Hous- ton...Stöðin á Hafi kyrðarinnar kallar. Örninn er sestur." Það var kl. 2:56 að ísl. tíma sem Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti sínum niður á tungl- ið. Við þetta tækifæri mælti hann: „Þetta er lítið skref fyrir mann- veru, en gríðarlegt stökk fyrir mannkynið.“ Armstrong tók fjölda ljósmynda á tunglinu og tíndu upp fyrstu tunglsýnishornin. „Yfirborðið er dúnmjúkt, en loðir þó saman,“ tilkynnti hann. Ellefu mínútum síðar sté Aldrin út úr feijunni. „Fagra, fagra auðn,“ andvarpaði hann þegar hann leit yfírborð tunglsins með eigin aug- um. Meðal þess sem tunglfaramir störfuðu meðan á dvölinni stóð var að setja upp spegil til þess að mæla fjarlægð tungls frá jörðu með leysigeisla svo ekki gæti Geimfararnir tóku fjölda mynda í ferðinni. Hér má sjá Aldrin í tunglgöngunni. FRÉTTA- ■4? FORTÍÐ HEIMURIDEIGLU lU il I IfiIllMlK i tunglinu 21. jiili 1969. i samtali »ii Hixon lorseta Bandarikianna Forsíða Morgunblaðsins 22. júlí 1969. Hundruð milljóna manna gátu fylgst með orðaskiptum geimfaranna gegnum útvarp og sjónvarp. skeikað nema 15 cm. Einnig komu þeir fyrir sjónvarpsmyndavél svo jarðarbúar gætu fylgst með athöfnum þeirra. Þetta var liður í áróðursstríði austurs og vestur sem stóð sem hæst um þessar mundir. Luna 15 brotlendir Sovétmenn höfðu ekki setið auðum höndum meðan þessu fór fram. Fjarstýrða tungl- flaugin Luna 15 hafði hringsólað um tunglið undanfarna daga og voru Rússar þöglir sem gröfin varðandi tilgang ferðarinnar. Vestrænir sérfræð- ingar bjuggust sumir við að sovétstjórnin mundi tilkynna um nýtt geimvísindaafrek rétt áður en Apollo 11 kæmi til tunglsins. Svo fór þó ekki. Luna 15 brotlenti á tunglinu á Hafi kreppunnar og i stað þess að vinna vísindasigur varð úr vandræðamál. Tunglkönnun Armstrongs og Aldrins lauk kl. 17:54 er Ominn hóf sig á loft úr Hafi kyrrðarinn- ar og hélt til móts við móðurskip- ið. Hálfum degi síðar voru geimf- aramir þrír á leiðinni heim. Til Mars? Það að Bandaríkjamönnum tækist að senda mannað geimfar til tunglsins aðeins 12 ámm eftir að fyrsta gervihnetti jarðar, Spútnik, var skotið á loft er kraftaverk. Þetta verður að hafa í huga þegar atburðirnir árið 1969 eru skoðað- ir. Ummæli Spiros Agnew, vara- forseta Bandaríkjanna, þess efnis að þeir munu komast til Mars áður en öldin er úti kunna að hljóma hjákátlega í dag. Raun- veruleikinn er sá að maðurinn er óravegu frá því að ferðast frjáls um geiminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.