Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 15
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JUNI 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 B 15 ið talið það öflugasta sem fáanlegt er. Daginn eftir komumst við 7 km upp brekk- una og næsta dag 3 km í stífum mótvindi en þá skall hann á aftur með enn einn Piteraq. Við trúðum ekki okkar eigin augum. Þessi stormur stóð í tvo sólarhringa en þá stóð tjald- ið með endan upp í storminn og haggaðist ekki. Að þessu afstöðnu gátum við gengið í einn dag. Þá rauk hann upp enn að nýju og nú með ofankomu en vindurinn var þó innan við 10 vindstig. Þetta var þó eitthvað sem maður kannaðist við. Venjuleg norðlensk stór- hríð, tilkynnti Ingþór. Þeirri hríð slotaði eftir einn sólarhring og við af stað. Brekkan beið. Erfiðleikar á austurjöklinum Frá því að illviðrinu lauk sátum við aldrei veðurfastir en vorum 10 daga að ganga upp austurhluta jökulsins og á hábungu. Skíðafær- ið var yfirleitt mjög slæmt. Um 20-40 sm háir vindbarðir snjóskárar lágu þvert á göngu- stefnuna. Við gengum að jafnaði 2-2,5 km á klukkustund og skiluðum 14 til 20 kílómetrum á dag með skinn undir skíðum og oft grímur til að verjast veðrinu. Álagsverkir og þreyta settu mark sitt á okkur. Aðeins einu sinni lent- um við óvænt inn á sprungusvæði og fórum þá í jöklalínu. Við komumst fljótt og áfallalaust út úr því þótt Ingþór missti afturhluta sleðans ofan í sprungu þegar snjóþekja brast. Þessi barningur upp austurjökuiinn var það erfíðasta í allri ferðinni, yfirleitt strekkingur, frost 12-16 stig á daginn, 20-25 kvölds og morgna og 25-30 á nóttunni. Erfitt reyndist að þurrka svitann úr fötunum og því oft hrollur í manni. Nokkrar nætur voru svefnpokamir rakir og flókin en mjög vönduð. Allt var þekkt og margreynt áður en leiðangurinn var farinn; búnaður, matur, verkskipulag, staðará- kvarðanir, þrek og skaplyndi leiðangursmanna. Allir vissu að hveiju þeir gengu. Veikleika, styrkleika og áhættu höfðum við reynt að meta. Viðbrögð við öllum hugsanlegum að- stæðum höfðum við rætt í þaula og lært af eigin reynslu og öðrum leiðöngrum, bæði þeim sem komist hafa á leiðarenda og þeim sem hafa orðið að lúta í lægra haldi. Fyrir bragðið skorti okkur aldrei neitt og ekkert af erfiðleik- unum kom okkur á óvart. Það sem kom á óvart var að við fengum að glíma við þá alla, Piteraq storma, vont skíðafæri, þreytu, sprung- ur, leysingavatn og erfiða niðurleið. En við vissum líka í öllu erfíðinu á austuijöklinum að vestuijökullinn yrði auðveldarí og dagleið- irnar langar. Þegar illa gekk börðum við kjark- inn hver í annan, sýndum hver öðrum hlýju og fórum viðurkenningarorðum um góða frammistöðu. Einnig gripum við til skynsém- innar og reiknuðum enn einu sinni út að við hefðum nægan mat, eldsneyti, þrek og allt annað sem þurfti til að ná á leiðarenda. Þetta var spurning um þrautseigju og að komast hjá óheppni svo sem veikindum og slysum. Sólbakaður vesturjökull Aldrei hvarflaði það að okkur að gefast upp eða snúa við. Þetta var ekki annað en það sem við máttum eiga von á og undir það vorum við búnir. Við vissum líka að vestan við há- bungu jökulsins biðu okkar allt aðrar aðstæð- ur. Og það reyndist rétt. Færið gjörbreyttist og batnaði, sólskin og stillur voru nær samfellt sem þarna búa í lágreistu húsi. Urðum við heldur hissa þegar þeir komu akandi á vélsleð- um til okkar. Þeir vinna þarna á sumrin en á Suðurheimskautinu þegar þar er sumar. Vildu þeir allt fyrir okkur gera. „Vantar ykkur ekki eitthvað svo sem mat eða eitthvað annað?“ Við gátum ómögulega munað eftir að okkur vantaði nokkuð. „En viljið þið ekki koma og vera hjá okkur í einn dag? Við fáum sjaldan gesti.“ En við sögðum: „Nei takk. Við erum að flýta okkur heim. Við eigum ekki nema 220 kílómetra eftir til byggða". Leysingavatnið beið okkar Ekki máttum við seinni vera á vestuijöklin- um á leið okkar niður. Það hafði vorað snemma. Vetrarsnjórinn var að mestu horfinn, leýsinga- vatnið farið að safnast saman í lón og ár að myndast. Síðustu 10 km áttu ekkert skylt við skíðafæri þó að við færum það á skíðum. Skrið- jökullinn var tenntur og grafinn með tjörnum og lækjum í lægðum. Við vorum 10 tíma að klöngrast síðustu 5 km en þá höfðum við skil- að um 70 km á 24 tímum. Og loks höfðum við mold, gijót og gras undir fótum. Snerting- in var góð og ilmurinn yndislegur jafnvel þó að gróandinn væri lítill. Skíðagöngunni yfir Grænlandsjökul var lokið. Hún gaf méf allt sem ég gat vænst. Við vorum innilega glaðir. Við vorum 26 sólarhringa og 6 tíma. Það er með því hraðasta sem þessi leið hefur verið farin fyrir utan tvo norska kappleiðangra. Meðaltími allra leiðangra á þessari leið er um 36 dagar. Frá jökuljaðrinum og til byggða eru 40 km og urðum við að selflytja allan farangurinn mestan hluta leiðarinnar. Nú fengum við allan Jökulsporður Russeljökuls. Gengið var um stórbrotið land og farangurinn selfluttur á þremur dögum frá jökuljaðri til byggða. Eftir að hafa gengið 70 km síðasta sólarhring tók við erfið niðurleið. Skriðjökullinn var eins og völundarhús og sýndi sitt innsta eðli tenntur og grafinn með Ijarnir og ár í lægðum. Síðustu 5 km voru farnir á 10 tímum. því var kalt uns þeir þomuðu. Aldrei var tek- inn hvíldardagur það sem eftir var ferðarinnar. Skipulag og dagskipan Leiðangur af þessu tagi er óslitin vinna. Handtökin voru mörg og sum seinleg í vondum veðrum með vettlinga á höndum. Vinnan var skipulögð jafnvel upp á mínútu og verkaskipt- ing var skýr. Reynt var að hafa sem flest í föstum skorðum svo að taka þyrfti sem fæstar ákvarðanir. Lagt var af stað á föstum tíma og gengið í fimm lotum til kvölds. Lotan var einn og hálfur tími og hvíldir 30 mínútur nema sú síðasta gjaman 20 mínútur. Að morgni fóru tveir og hálfur tími í að vakna, borða, taka saman og að kveldi þrír tímar í að tjalda, elda, bræða snjó í 7,5 I vatns, reikna út stað og stefnu með Magellan GPS-tækinu, sem nemur gervihnattasendingar, skrifa dagbók og koma sér í pokana. Talstöðvarsamband var haft við flugvélar sem fluttu stuttar fréttir af okkur heim til Islands. Hver maður bar alltaf sömu hluti og þeir voru alltaf lagðir á sama stað. Hver hlutur hafði verið vigtaður upp á gramm og skráður. Nesti hvers og eins var í sérstökum poka og útreiknuð þyngd, samsetn- ing og orka en hún var 5.200 kílókalóríur á dag, 50% úr fitu, svo sem svínafitu, smjöri, kjötgraut (Pemmican), salamí, o.fl., 40% úr kolvetnum svo sem múslí, kexi, hrökkbrauði, súkkulaði o.fl. og 10% úr próteinum. Aðalmat- ur kvöldsins var Mountain House þurrmatur sem var mjög góður og kjarnmikill. Hver sleði var sjálfstæður með prímus, nesti, skóflu og allan búnað ti! að bjarga sér algerlega án hjálp- ar. Þetta tryggði líka að leiðangurinn stöðvað- ist ekki þó að sleði týndist í sprungu. Búnaður og matur var í hæsta gæðaflokki og reyndist afar vel. Tryggingar hjá Sjóvá-Almennum vegna hugsanlegrar björgunar eða slysa var í tíu daga, slreðarnir léttust, við vorum komnir í góða þjálfun líkamlega og í öllum vinnubrögð- um. Dagleiðimar lengdust fyrst í 25-30 km á dag og síðan í 35-40. Við gengum í 20 daga samfellt á jöklinum eftir að fyrstu óveðursvik- unni lauk og síðan bættust 3 dagar við á auðu landi með farangurinn til byggða. Við vorum að sjálfsögðu oft mjög þreyttir. Aðeins einn dag fengum við nægan byr til að reyna seglin. Vindur var ekki meir en svo að við urðum að ganga með þeim en þó hjálpuðu seglin okkur um 20 kílómetra aukalega þann dag. DYE-2 Mitt í óravíðáttu Græniandsjökuls birtist furðufyribærið DYE-2, um 1.000 fermetra, 6 hæða yfirgefin radarstöð, á 8 risastórum tjökk- um, sérkennilegar leifar kalda stríðsins. Radar- stöðin var einn af útvörðum Bandaríkjanna til þess að fylgjast með ferðum flugvéla á norður- hveli jarðar. Slíkir útverðir voru tengdir saman frá Kanada, um Grænland, ísland, Færeyjar og til Skotlands og mynduðu viðvörunarkerfi sem fylgdist með hvort óvinir nálguðust úr austri. I þijár vikur höfðum við gengið með stöðuga stefnu á DYE-2. Eftirvænting okkar var mikil enda höfðum við heyrt tröllasögur af staðnum. Við könnuðum allar hæðir stöðvar- innar með litlum vasaljósum. Þar ríkir myrk- ur, kuldi og ömurleiki en um leið spenna ævin- týrakvikmynda. Þar er fjöldi herbergja og íbúða ásamt mötuneyti, búri með niðursuðuvörum, barinn ér á sínum stað með frosnum bjór og kjuðarnir liggja enn á billjardborðinu. En þó að margt sé óhreyft hafa skemmdarvargar náð að umsnúa þarna miklu. Við DYE-2 er gríðar- lega löng flugbraut fyrir æfingaflug Hercules- flugvéla sem notaðar eru við rannsóknarverk- efni norðar á Grænlandsjökli. Flugbrautin er troðin í snjóinn en það verk vinna tveir menn Feðgarnir Ólafur og Haraldur komnir af jökli. Tveggja ára undirbúningur og sigur að lokum. Feginleiki og söknuður. búnað þar með talin skíðin og sleðana á bak- ið. Við vorum þijá daga að burðast með 30 kg á bakinu yfir heiðalönd og þijár jökulár. Þess- ar óbyggðir geyma stórbrotna náttúru. Sér- staklega er dýralíf fjölskrúðugt. Þar eru fjöl- mörg hreindýr, sauðnaut, snæhérar, refir og fuglar af ýmsu tagi. Frá syðri Straumfirði flugum við til Nuuk. Þar afhentum við borgarstjóranum vinabæjar- kveðju frá borgarstjóra Reykjavíkur og þeima- stjórninni kveðjur frá utanríkisráðherra íslands og Royal Articline skipafélaginu kveðju frá Eimskipi og Royal Greenland útgerðinni kveðj- ur frá Slippstöðinni Odda á Akureyri. Eitt skrefí auðninni Þann 28. maí fljúgum við heim til íslands frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin var ein þeirra sem við höfðum talstöðvarsamband við af jökl- inum. Við erum einn og hálfan tíma að fljúga sömu leið og við gengum á rúmum 26 sólar- hringum. Ég horfi út um gluggann yfir hjarn- breiðuna. Jafnvel úr þessari hæð sést hvergi til strandar. Það virðist ógerlegt að ganga alla þessa leið. Hugurinn leitar heim að Laugar- vatni til foreldra minna sem kenndu mér ferða- mennsku og þau sannindi að taka eitt skref í einu. Og þótt það beri mig skammt í yíðáttu- mikilli auðn tek ég annað skref í fullri vissu þess að um síðir kemst ég á leiðarenda. STUÐNINGSAÐILAR: Eimskip. - Sjóvá-Almennar. - Útílíf. - Reykjavíkur- borg. - Magellan GPS Groco. - Fálkinn hf. - Tjald- borg. - Flugfclag Norðurlands. - Damixa. - Gustavs- berg. - Kaffibrennsla Akureyrar. - Slippstöðin Oddi. - SS. - KEA. - Skátabúðin. - Hans Petersen. - Astm- ar Ólafsson. — Nói/Síríus. - DNG. - Jón og Óskar. - Ali. - íslandsbanki Siglufirði. - Sparisjóður Siglufjarð- ar. - Lionsklúbbur Siglufjarðar. - Þormóður rammi. - Jón og Erling. - Bílalciga Akureyrar. - Glófi hf. - Neta- og veiðarfæraverkstæðið Siglufirði. - íslux.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.