Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 9
a 9 MÖRÖú^MbÍVIflfWNlölídBl1 flAlfttlllW M^1ibK<3«íí'áðflflMíí 1993 Hhitskipt Nú ber vel í veiði! SIÐFRÆÐI/£r réttlœtiö viögeröarþjónusta? Tilboð! Þegar þú kaupir nýja Cardinal Maxxar hjólið færð þú Abu Garcia veiðivörur að eigin vali fyrir 1.000 kr. í kaupbæti. 3 Maxxar hjólin eru hönnuð af Achin Storz, þau I eru með tveim kúlulegum og teflonhúðuðum diskabremsum. Nú er tækifærið að eignast þetta frábæra hjól á góðu verði. Söluaðilar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ Versturröst Laugavegi 178 ■ Musik & sport Hafnarfirði ■ Veiðibúð Lalla Hafnarfriöi ■ Akrasport Akranesi ■ Axel Sveinbjörnsson Akranesi ■ Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi ■ Verslunin Kassinn Ólafsvík ■ Verslunin Vísir Blönduósi • Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki ■ Siglósport Sigiufirði ■ Verslunin Valberg Ólafsfirði Sportvík Dalvík ■ KEA Akureyri ■ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Héraösbúa Egilsstöðum ■ Verslunin Skógar Egilsstöðum Tröllanaust Neskaupstaö ■ Verslun Elísar Guðnasonar Eskifirði Viðarsbúð Fáskrúðsfirði ■ Kaupfélagið Djúpavogi ■ Kaupfélag Árnesinga Kirkjubæjarklaustri ■ Sportbær Selfossi Rás Þorlákshöfn ■ Stapafell Keflavík LÍF BARNS hefst á örlögum. Það hlýtur land, stað og móður. Barnið er ósjálfbjarga og af- drif þess ráðast af stöðu nánasta aðstandanda. Landið getur verið snautt eða frjósamt, staður- inn heppilegur eða óheppilegur og stéttarstaða móðurinnar há eða lág. Eignarhluturinn mikill eða lítill. DRAGTIR, PILS OG BLÚSSUR Stærðir 38-52 Sími 33755 TILBOÐ! KEW Hobby hóþrýstitaeki Verðfrókr. 19.918,-s..gr- Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116 eftir Gunnar Hersvein Það sitja ekki allir við sama borð. Hlutskipti manna er ólíkt frá fyrstu stund, og allt getur brugðist til beggja vona. Eitthvað sem líkist hlutskipti ræður veganesti barnsins þegar það legg- ur út í lífsferðalagið. Það fær eitthvað gott eða vont í sinn hlut, án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut eða sagt eitt einasta orð. Eitthvað sem það þolir eða þolir ekki. Líf okkar hefst ekki á réttlæti. Við höfum hvorki unnið fyrir því eða til þess sem við hljótum í „vöggugjöf“. Okkur eru sköpuð örlög af aðstæðum og samferða- fólki sem sýnir okkur velvild, óvild eða afskiptaleysi. Við erum líka háð tilviljunum. Við getum komið á réttan stað á réttum tíma eða röngum. Við erum heppin og óheppin. Við erum háð duttlungum annarra og rangar ákvarðanir geta fyrirvaralaust bitnað á okkur. Öryggið er brothætt. Vegurinn upp er líka vegur- inn niður. Engu er treystandi. Allt getur hrunið. Við elskum, missum, grátum og söknum. Réttlæt- ið er aldrei sjálfgefið. Réttlætið kemur ekki frá náttúrunni. Það er mannleg hugsjón, sem fáir kunna að hrinda í framkvæmd - en margir nota til að villa á sér heimildir: Skert mannréttindi eru hlutskipti helmings mannkyns. Hva$ er til ráða? Ekki dugar að gefast upp þó vandinn sé viðurstyggilegur. „Iðkið daglega sam- ræður um dyggðina,“ ráðlagði Sókrates. Hversu margir hlýða boðinu? Réttlæti er ævafornt hugtak. Réttlæti er að gera boginn mann beinan. Réttlæti er að lagfæra. Rétt- læti er viðgerðarþjónusta. Þess er þörf þegar eitthvað bilar. Þeir sem búa við bærilegt hlutskipti geta teygt fram hendurnar til að bæta hlut hinna. Hlutverk þeirra sem hafa það gott er að jafna hlutskipti manna í heiminum. Réttlæti birtist í mannlegum samskiptum, milli einstaklinga og þjóða. Sá sem ætlar að berjast" fyrir réttlæti þarf visku og hugrekki. Visku til að gera rétt og sjá í gegnum blekkingarvefinn. Hug- rekki til að þora að standa einn og láta ekki kúga sig til undirgefni. Hið sama gildir um þjóðir. En hvernig er réttlætið framkvæmt? Hér er dæmi um ranga aðferð til að ná fram réttlæti: írakar réðust inn í Kúvæt. Bandamenn ráku þá aftur til síns heima. Leiðtoginn George Bush sagði af því til- efni: „Þetta er sigur mannkynsins og réttlætisins." Það var ekki rétt hjá honum, því samkvæmt nýrri skýrslu vannst stríðið á því að stráfella menn í íraska hernum. Þannig kemst alltaf upp um menn sem blekkja með réttlætishugtakinu. Aðferðin sem þeir beita er ekki reist á réttlæti og verkin afhjúpa þá. Er réttlætið vinnandi vegur? Er von þegar rang- lætið æðir um jörðina eins og soltinn úlfur? „Guð lítur af himni, niður á mennina til þess að sjá, Speki: Heimurinn er bilaður. Það þarf að gera við hann. Verk- færið er réttlæti. Verklagið ást og við- gerðin frelsi. Biluð - vitskert veröld? A.m.k. eitthvað bilað - sem ÞARFNAST VIÐGERÐ- AR. hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Allir eru viknir af leið, allir spilltir, enginn gjörir það sem gott er, ekki einn.“ (Sálm. 53.3-4.) Ranglætið er ginnungagap og hvert á fætur öðru föllum við í tómið. Hugsjónin er réttlæti en við notum alltaf ranga aðferð til að ná því. Aðferðin er jafnröng þó við skipt- um um nöfn á fyrirbærum, eins og að kalla hernaðar- bandalag friðarbandalag. Við eigum að geta sett okkur í spor náungans, skilið hlutskipti hans og rétt honum hjálparhönd, jafnvel þó hann eigi hvorki olíu né peninga. Réttlát breytni felst nefnilega í því að lina þján- ingar annarra og bæta líðan þeirra. Minnka sársaukann og auka ánægjuna! Aðferðin er ást og afleiðingin frelsi. Ástin spyr ekki um eignir. Skilningur á mannlegu hlutskipti og vilji til að setja-sig (spor annarra er allt sem þarf. Geta íslendingar orðið málsvarar réttlætisins? íslendingar eru ekki her- menn og þeir gætu gefið frat í vígbúnað með því að segja sig úr öllum hemaðarbandalögum. Við gæt- um sagt við heiminn: „Stríð skapar hatur, friður ást.“ Við getum gert orð Erasmusar frá Rotterdam (1469-15369 að forsendu fyrir hugsjón: „Menn em fæddir til að elska, mynda vináttusambönd og hjálpa náunga sínum, en ekki til að deyða.“ Við getum skorið upp herör gegn heimskunni og miðlað visku. Við getum sýnt réttlæti með aðferð ástarinnar. Við þurfum þess ekki, það er okkur í sjálfsvald sett. Það þarf hugrekki til að standa einn og vera öðmvísi en aðrir. En við óttumst hláturinn og e.t.v. viðskiptaþvinganir. Við óttumst að viska okkar verði dæmd heimska og hugrekkið fífldirfska. Við viljum fremur þegja í eyðimörk heimsins en hrópa „því vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn“. (Matt. 7.14.) Við getum valið góða hlutskiptið, það yrði ekki frá okkur tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.