Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. JUNI 1993 B 17 Amerískt fólk; Danson og Goldberg í gamanmyndinni „Made in America". WHOOPIINYRRI GAMANMYND Whoopi Goldberg er vinsæl á íslandi. Síðasta gamanmynd henn- ar, Systragervi, var í sjötta sæti yfir aðsóknarmestu myndir hér á landi síðasta ár, sáu hana 35.000 manns. Hún hefur nú leik- ið í nýrri gamanmynd sem heitir „Made in America" en hún er væntanleg í Sambíóin innan skamms. Leikstjóri er Richard Benjamin en mótleikari Whoopi er Ted Danson úr Staupasteini. Myndin er um svertingjastúlku sem kemst að því að hún hafi komið undir með gervi- fijóvgun og reynir að finna út hver faðir hennar er. Henni til sárrar raunar kemst hún að því að sá er hvítur og bílasali í þokka- bót (Danson) en móðir hennar (Whoopi) tekur tíð- indunum með stóískri ró. Slúðurblöð töluðu um að Danson og Whoopi hefðu verið meira en bara vinir á meðan á tökum stóð en það hefur ekki verið staðfest. í upphafí voru aðalpersónurnar í handrit- inu hvítar en því var breytt í snarhasti eftir að Whoopi samþykkti að leika móður- ina. FÓ(K MPólski leikstjórinn Agni- eszka Holland (Evrópa, Evrópa) hefur gert nýja mynd sem tekin var upp í Pinewood-kvikmyndaver- inu í Bretlandi. Hún heitir Leynigarðurinn, eða „The Secret Garden", og er byggð á samnefndri barna- sögu eftir Frances Hodg- son Burnett. Með aðal- hlutverkið fer Maggie Smith en handritshöfundur er Caroline Thompson, sem áður gerði Edda klippikrumlu. ■ Fyrsta bíómyndin sem . * Mel Gibson leikstýrir heitir Andlitslausi maðurinn eða „The Man Without a Face“. Myndin verður frumsýnd vestra í ágúst og fer ástralski hjartaknúsar- inn einnig með aðalhlut- verkið en hún segir frá ein- stæðingi í Mainefylki sem verður vinur 12 ára drengs. Gibson er iðulega talinn með fegurstu leikurum heimsins en í síðustu mynd sinni eltist hann um hálfa öld og í þessari tók á þriðja klukkutíma að breyta and- litinu á honum þannig að það liti út eins og hann hafi brunnið illilega. í BÍÓ Igamla daga var talað um að sumarið væri ekki góður tími fyrir bíó- in því enginn neiinti í bíó á sumrin. Bíóin settu þá upp myndir sem lítið var varið i og biðu haustsins. Nu er öldin önnur vegna aukinnar sam- keppni og þeirrar stað- reyndar að bíómyndir eru teknar að berast hingað til lands frá Bandaríkjunum með byltingarkenndum hraða miðað við það sem áður var. Vestra er sum- arið tími stórmyndanna þegar rándýra léttmetið frá Hollywood berst um hylli áhorfenda og ekk- ert er til sparað svo myndirnar verði sem stórfenglegastar. Aliar helstu sumarmyndimar vestra verða frumsýnd- ar hér á landi í júní, júlí, ágúst og september svo þróunin er orðin söm hér og þar; sumarið er helsti sýningartími ársins. Um íjörutíu prósent af tekj- um kvikmyndaveranna vestra fást um sumarið. Átta af tfu aðsóknar- mestu bíómyndum síð- asta árs á Islandi voru frumsýndar um sumar- tímann. Ljóst er að ef ekkert stórkostlegt fer úrskeið- is í sumar verða myndir eins og „Jurassic Park“, „Cliffhanger", „Last Action Hero“ og þær allar mjög ofarlega á listanum yfir mest sóttu myndir þessa árs. Er hann sídasti keisari stórmyndarinnarf EASTWOOD í ELDLÍNUNNI UM 5000 HAFA SÉD FEILSPOR Alls hafa um fimm þúsund manns séð spennu- myndina Feilspor með Will Paxton í Laugarásbíói að sögn Grétars Hjartarssonar. Þá hafa um 4.000 séð spennumyndina Hörkutól og á sjötta þúsund talsettu teiknimyndina Nemó litla. Næstu myndir Laugarás- bíós eru „The Temp“ með Faye Dunaway, „White Sara- gossa Sea“ frá New Line Cinema, gamanmyndin „We- ekend at Bernie’s H“, en áætlað er að hafa Evrópu- frumsýningu á henni í Laug- arásbíói í júlí. Aðrar væntanlegar myndir eru „Extreme Justice" með Lou Diamond Philips, „Surf Ninja“ með Leslie Nielsen úr „Beint á ská“-myndunum og loks „Even the Cowgirls Get Væntanleg í Laugarás- bíó; K.D. Lang gerir tónlist- ina við nýjustu mynd Gus Van Sant, „Even Cowgirls Get the Blues“. the Blues", nýjasta mynd Gus Van Sants, sem kemur að h'kindum í ágúst eða sept- ember. Bertolucci ogBúddha Samsæri?; Clint Eastwood í spennumyndinni „In the Line of Fire“. Nýjasta spennumynd Clints Eastwoods, „In the Line of Fire“, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta máriuði en kemur að líkindum í Stjörnubíó í endaðan september. I myndinni leikur Eastwood, er hlóð á sig Oskurum við síðustu út- nefningu fyrir vestrann Hina vægðarlausu, lífvörð Bandaríkjaforseta sem fyrr- um CIA-maður, leikinn af John Malkovich, hyggst myrða. Lífvörðurinn átti að. veija John F. Kennedy í Dallas fyrir 30 árum og fær nú tækifæri til að bæta fyr- ir það sem aflaga fór áður. Leikstjóri er Þjóðveijinn Wolfgang Petersen en Rene Russo leikur kvenmanninn í lífi Eastwoods, sem orðinn er 63 ára gamall. „Það er spenna og drama á milii þeirra en mest gerir Clint grín að sjálfum sér og aldri sínum,“ er haft eftir Peters- en. „Ritararnir verða sífellt sætari," segir Eastwood við Russo í myndinni og hún svarar: „Einmitt, og lífverð- irnir verða sifellt eldri.“ Leyniþjónustan, CIA, veitti alla þá aðstoð sem hún gat við kvikmyndunina og búist er við að myndin eigi eftir að fá góða aðsókn í sumar. Clint er á toppnum eftir Óskarinn og þarf ekki nema að píra aðeins augun og þá fyllir hann bíóin. Fyrir nokkrum árum þegar ítalski leikstjórinn Bem- ardo Bertolucci sendi frá sér stórmyndina Síðasta keisarann, sem fjallaði um sérkennilega ævi síðasta keisara Kínaveldis, stóðu gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur á öndinni yfir þeim tökum sem hann hafði á frásagnarformi hinnar sögulegu stórmyndar. Gagnrýnendur bæði Time og Newsweek notuðu sama orðalagið þegar þeir sögðu að Bertolucci væri síð- asti keisari stórmyndarinnar. Nú þegar David Lean er látinn eru vissulega fáir eftir sem halda uppi merkjum sögulegra stór- mynda en Bertolucci er ör- ugglega einn af þeim. Og þessa dagana virðist hann fullkomlega heillaður af austrinu. I Síðasta keisar- anum fékk hann fyrstur manna að kvikmynda í hinni forboðnu borg í Pek- ing. í næstu mynd á eftir, „The Sheltering Sky“, kvikmyndaði hann í Sa- haraeyðimörkinni. Til að kvikmynda nýjustu mynd sína hélt hann enn með kvikmyndalið sitt og leik- ara á afskekktar slóðir heims- eftir Arnold Indriðason Odrepandiáhugi á austrinu; Bertolucci ur í Himalayafjöllum. ha litli, eða „Little Buddha“, er tekin á söguslóð- um í kon- ungsrík- jum Hi- malaya- fjalla, Nep- al og Bhutan. Bertolucci vinnur nú við klippingu myndarinnar í Róm en hún er væntanleg í kvikmynda- hús undir lok ársins. Myndin gerist á tveimur tímaplönum'. Annars vegar segir af syni ungra hjóna í Seattle í Bandaríkjunum sem fá að vita að sonur þeirra geti vel verið áhrifamikill Búddha- munkur end- urfæddur en í end- urliti fer Ber- tolucei aftur í tímann um sex hundruð ár fyrir Kristburð og segir sög- una af upphafsmanni Búddhatrúarinnar, Sidd- hartha Gautama. Hann var indverskur furstasonur sem hvarf að heiman um þrítugsaldurinn að leita visku með meinlætalifnaði og trúarlegri íhugun og ferðaðist um til að boða kenningar sínar. Með hlutverk hans í myndinni fer bandaríski leikarinn Keanu Reeves sem telst nokkuð djarf- ur leikur af hálfu Ber- toluccis því Reeves er helst þekktur fyrir leik í unglingamyndum (Ævin- Það var framleiðandinn Jeremy Thomas og sam- starfsmaður Bertoluccis til margra ára sem samdi um kvikmyndunina við yfirvöld í Nepal og Bhutan en á síðarnefnda staðinn hefur vestrænum mönnum löng- um verið meinaður aðgang- ur — hvað þá til að kvik- mynda. Bertolucci og Thomas notuðu sömu samningaaðferð og hafði reynst þeim vel í Kína. „Við byijum á æðstu yfir- völdum og semjum okkur svo niður metorðastigann, “ er haft eftir Thomas. „Við höfðum marga ráðgjafa á okkar snærum og munk- arnir í Tíbet voru okkur mjög innan handar. Þeim tókst loks að fá konunginn til að leyfa kvikmyndun.“ Endurfædd- ur; Keanu Reeves í hlut- verki sínu í Búddha litla. t.ýri Billa og Tedda), sem er ljósárum frá því sem nokkur Búddhatrúarmaður hefur fengist við. Onnur hlutverk eru í höndum Alex Wiesendangers, sem leikur strákinn unga, og Chris Isaak og Bridget Fonda, sem leika foreldra hans en alls koma 130 leikarar fram í myndinni og 3.000 aukaleikarar eins og sæmir í stórmynd af þessu tæi. Einn af leikurum í mynd- inni er Khyongla Rato sem sjálfur var sagður endur- holdgaður munkur árið 1928 þegar hann var fimm ára og bjó í litlu þorpi í Tíbet. Hann nam við hin ýmsu klaustur í landinu þar til hann flúði land undan kínverskum heijum ásamt Dalai Lama árið 1959 og býr nú í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.