Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 LÆKNISFRÆÐI/Vinsœl?... Óvinsœl? Frattska pillan TÍÐAPILLAN sem hér var minnst á í vetur sem leið hefur nú fengið eldskírn reynslunn- ar um skeið og sögðu franskir læknar frá því fyrir skemmstu í bandarísku læknatíma- riti sem kennt er við Nýja-England. Hún er stundum nefnd fóstur- eyðingarpilla en mætti kall- ast tíðapilla; hún er ekki getnaðar- vörn eins og gamla góða „P-pillan“ sem kemur í veg fyrir egglos, held- mmmmmmmmmm ur beinir hún spjótum sínum að nýfijóvguðu eggi og skolar því burt með tíðablæðingu. Annars eru hin viðurkenndu nöfn hennar mifeprist- ón eða RU 486 af því að framleið- eftir Þórarin Guónoson andinn er lyfjafyrirtækið Roussel- UCLAF. Fljótlega kom í ljós þegar farið var að reyna hana að hún brást að minnsta kosti fimmtu hverri konu en ef prostaglandín var gefíð líka fékkst meiri og öruggari árangur. Frönsk löggjöf um aðgerð til fóstureyðingar leyfir slíkt á fyrstu tólf vikum meðgöngunnar en notk- un tíðapillunnar sem kom til skjal- anna þar árið 1988 hefur ekki enn verið leyfð nema fyrstu sjö vikurnar eftir síðustu tíðir. Rannsóknin sem greint er frá í áðurnefndri ritgerð skiptist í tvo hluta. Sá fyrri (A) fjall- aði um 505 konur og stóð yfír frá júní til október 1991, en sá síðari (B) 390 konur og tímalengdin var eitt ár (mars ’91 - mars ’92). Eins og gefur að skilja voru þetta allt konur sem óskuðu sjálfar eftir að endi yrði bundinn á meðgönguna og fyrir hverri og einni var skil- merkilega lýst hvaða aðferðum yrði beitt og samþykki hennar fengið. Aldurshámark var 35 ár. Um báða hópana giltu sömu reglur nema hvað lyfjagjöfinni var hagað eins og nú skal greina: Konurnar í A- hópnum fengu í upphafí 600 milli- gramma-töflu af mifepristóni og áttu svo að koma aftur eftir tvo daga og fá tvær 200 míkrógramma- töflur af prostaglandín-lyfínu mi- soprostól. Þá dvöldust þær á lækn- ingastofnuninni í fjórar stundir og var fylgst með blóðþrýstingi og al- mennri líðan á meðan. Næst áttu þær að koma tíl ómskoðunar eftir eina eða tvær vikur og fleiri rann- sókna ef þurfa þætti. Blóðið var mælt áður en tíðapillan var gefin og á ný til samanburðar við loka- skoðun. Konur i B-hópnum fengu sömu lyf í jafnstórum skömmtum og hinar, en ef ekki var farið að blæða fjórum stundum eftir prostaglandín-gjöfina var boðið upp á eina 200 míkrógramma-töflu til viðbótar og konan beðin að doka enn við í tvær klukkustundir. Niðurstaða þessara prófana var sú að lyfjagjöfin hafði tilætluð áhrif hjá nær öllum, 97 af hundraði í öðrum hópnum og 99 í hinum. Flestar konurnar fengu samdráttar- verki frá móðurlífi en verkjalyf þurftu einungis fáar eða 16 úr A- og 12 úr B-hóp. Um það bil 70 af hundraði misstu fóstrið á fyrstu fjórum klukkustundunum eftir í sjöttu viku. prostaglandín-gjöf en væg blæðing hélst í nokkra daga. Yfirleitt blæddi minna og skemur hjá þeim konum sem höfðu fáar meðgönguvikur að baki. Höfundar skýrslunnar taka fram að þrátt fyrir viðunandi árangur sé nauðsynlegt að lyfjagjöf af þessu tagi verði undir læknisfræðilegu eftirliti enn um langa hríð. Með- göngu fylgi ýmsar hættur hvort sem hún fái að renna sitt skeið eður ei og hvort sem verði uppi á teningnum eigi ráðgjöf og eftirlit læknis að vera sjálfsögð réttindi konunnar. í tímaritsheftinu þar sem greint er frá þessari frönsku tilraun og þeim vísbendingum sem i henni kynnu að felast er ritstjórnargrein eftir lækni sem starfar við Columb- ia-háskólann í New York. Hann segir að þar í landi hafi spurnir af frönsku pillunni valdið uppnámi sem fátítt sé um nýjungar í vísind- um og kennir herskáum andstæð- ingum fóstureyðinga um að pillan er ófáanleg í Bandaríkjunum. Raun- ar eru það aðeins Bretland, Kína og Svíþjóð sem hafa hleypt þessum umdeildu töflum inn til sín en seinna koma sumir ef að líkum lætur. TÆKNI/Gera tölvur rithöfunda óþarfa? ______ TÖLVANOG SKÁLDSKA PURINN Engan þarf að fræða um hvers konar byltingu tölvutæknin hefur þegar valdið í bóka- og blaðaútgáfu. Tilkoma heimilistölvu og rit- vinnsluforrita var talin bókmenntum til framdráttar. Leiðrétting, geymsla og endursamning texta var allt auðveldara, og setning texta varð heimavinna rithöfundarins. Hin opinbera mynd rithöf- undarins hefur breyst úr öldungi með fjöðurstaf í ungt glæsi- menni við skjá og takkaborð. En nú er líkt og tölvutæknin vilji ganga lengra, og svo kann að fara að jafnvel þessi nýja mynd rit- höfundarins eigi eftir að hverfa, eða renna inn í teymi bókagerðar- manna, sem eru á föstu kaupi útgáfufyrirtækjanna. Nýjustu nöfn- in sem framtíðarskipuleggjendur risaforlaga vinna með geta verið á ensku: „Content Provider", eða framleiðandi innihalds. Nú þegar stýrir tölvutæknin öll- um stigum útgáfuferlis bók- arinnar, frá samningu fram að bandi, sölu og dreifingu einnig. Geymsla texta inni á gagnageymslu mmmmmmmmmm forlags veldur að textinn er að- gengilegur í settu formi, og endur- útgáfa og breyt- .ing textans er létt. Enn sem komið er, er bókin sá rammi upplýs- inga sem kemur eftir Egil Egilsson efninu áleiðis frá forlagi og höfundi tii lesanda. Spurningin er hvað lengi. Það má hugsa sér „bækur“ útgefnar í formi disklings, og slíkt er til nú þegar. Heimilistölvan _er að verða svo algeng, t.d. hér á ís- landi, að hugsa mætti sér skáldsögu innan nokkurra ára í formi diskl- ings. Aðeins þarf heimilistölvan að verða algengari og handbærari, og e.t.v. skjárinn svolítið læsilegri einnig, til að þetta sé innan seiling- ar og verði almennt. Spurningin er einnig, hvort bókin, þ.e. sjálfstæður fagurfræðilegur texti einn sér muni verða svo afmarkað fyrirbrigði framvegis sem hann er enn í dag. Rafeindatæknin veitir oss tök á að bræða hann saman við myndefni og hljóð í hvaða hlutföllum eða formi sem vera skal. Þessi sam- bræðsla veldur því að amerísk risa- forlög eru farin að skipuleggja teymisvinnu þess sem áður var höf- undur texta í samvinnu við hljóð- menn, teiknara o.fl., uns úr verður þess konar heild, að rithöfundurinn hverfur í því formi að hann vinni sjálfstætt heima hjá sér og selji rétt útgáfu hugverks síns. Þess í stað vinnur hann á forlagi og þigg- ur mánaðarlaun. Forrituð skáldsaga Enn lengra gengur sú hugmynd sem þegar er komin í framkvæmd, að forrit „semji“ skáldsögur. Nú þegar hefur verið markaðssett eitt- hvað af slíkum hugbúnaði, t.d. for- rit að nafni „Plot Unlimited". (Stranglega þýtt: ótakmörkuð flétta). Grunnur þess er texti, sem notandinn getur kosið að spinna saman að vild, t.d. að persónur sé gæddar þeim og þeim eiginleikum, ákveða örlög sögupersóna, o.s.frv. Fróðlegt væri að vita hvort slíkar „bókmenntir" myndu ná lengra hvað gæði varðar en afþreyingar- stigið. Vitanlega er fjarstæða að hugsa sér að tölva geti komið í stað skálds á við Shakespeare og Jónas. Spurningin er sú, hvort hægt sé að fela eitthvað sem minnir á skáld- legt innsæi og sköpun í forriti eða grunntexta sem það raðar saman. Getur „skáldskapur“ þannig orðið handverk að einhverju leyti? Enn önnur spuming sem vankar er sú hvort tilkoma slíkrar tækni verði til að hefta eða breiða út þekkingu eða ást á raunverulegum skáldskap. Verður slík iðja svo bundin við af- þreyingarstigið að það komi í veg fyrir að menn fáist við raunveruleg- ar bókmenntir, eða verður hún tii að koma mönnum á bragðið, þann- ig að tölvulekjalúinn morðmynda- vaninn vesturlenskur launaþræll heflist að marki upp fyrir afþrey- ingarstigið sem hann hefur lent á í fjölmiðlafári nútímans. VMBVEKnSMAL/Hvernig á ab efla náttúru- og umhverfisfrcedslu? Náttúruhús íReykjavík FYRIR tveimur árum lauk samstarfshópur um byggingu Náttúru- húss í Reykjavík áfangaskýrslu sinni, en fulltrúum frá Umhverfis- ráðuneyti, Reykjavíkurborg, Háskóla íslands og Menntamálaráðu- neytinu var falið að vinna að forathugun og forsögn slíks húss. Því hefur verið ætlað að rísa á lóð Háskólans í Norðurmýrinni. Iskýrslunni er gerð grein fyrir meginatriðum í tillögum hóps- ins, s.s. markmiðum og starfstil- högun og gerðar eru áætlanir um stofnkostnað. Hér er um dýra framkvæmd að ræða sem ætlað er að verði sam- vinnuverkefni Reykjavíkur- borgar, Háskóla Islands og fleiri aðila. Miklar breyt- ingar hafa orðið eftir Huldu Valtýsdóttur á undanförnum áratugum á starf- semi slíkra stofnana í nágranna- löndum okkar. Starfssviðið hefur víkkað, komið er í ríkara mæli til móts við hinn almenna borgara að því er upplýsingaþjónustu og fræðslu varðar. Náttúrugripasöfn sem áður voru aðsetur hálærðra vísindamanna, sem grúskuðu í fræðum sínum bak við luktar dyr, hafa breytt um svip. Á þeirri upp- lýsingaöld sem við lifum er reynt að ná til sem flestra og laða fólk að. Aðalhlutverk náttúrugripa- safna hefur lengi verið í því fólgið að veita vísindamönnum hæfilega starfsaðstöðu og áhersla lögð á söfnun gripa og varðveislu þeirra. Það er vissulega hlutverk slíkra stofnana ennþá, en nú aðeins eitt af mörgum. Það kemur líka fram í áfangaskýrslu starfshópsins að Náttúruhúsið á að veita almenn- ingi, skólanemendum,fjölskyldum og ferðamönnum haldgott yfirlit yfír náttúru landsins og umhverfi. Þar eiga að fara fram kynningar á atvinnuvegum þjóðarinnar og tengslum við umhverfi og náttúru. Þar á að kynna þær rannsóknir sem í landinu er unnar á sviði raun- vísinda. Fjallað verður um sam- skipti mannsins'við umhverfi sitt og áhrif hans á náttúruna til góðs eða ills. Þar eiga að fara fram umræður um umhverfi og náttúru- vernd og þar verður rekin öflug fræðslustarfsemi sem stuðlar að auknum áhuga almennings á um- hverfísmálum. Náttúrufræðistofnun íslands á að vera fræðilegur bakhjarl Nátt- úruhússins og þar á að stunda svo sem hingað til undirstöðurann- sóknir á sviði náttúrufræða. Starfshópurinn kynnti sér starf- semi slíkra stofnana á Norðurlönd- unum en þar hefur þessari nýskip- an víða verið komið á. Þar er starf- seminni í flestum tilvikum þrí- skipt. I fyrsta lagi er um að ræða tegundasafn dýra, plantna og steina, í öðru lagi eru stundaðar þar grunnrannsóknir og í þriðja lagi halda söfnin uppi sýninga- og fræðslustarfsemi fyrir almenning. Nýmæli á þessu sviði eru svo hin svoköiluðu vísindasöfn. Þau hafa nokkra sérstöðu þótt þau tengist náttúrufræðum að mestu leyti. Þar er ekki stunduð sjálfstæð rannsóknarstarfsemi en þau hafa á að skipa sérmenntuðu starfsfólki til að skipuleggja sýningarstarfíð. Þau reka eigin smíða- og viðgerð- arverkstæði og hafa á sínum snær- um leiðbeinendur til að aðstoða og uppfræða gesti. Gestir eru hvattir til beinnar þátttöku í ákveðnum verkefnum, til að gera sjálfstæðar athuganir og draga eigin ályktan- ir. Viðfangsefnin eru þá helst á sviði eðlisfræði og líffræði/Iífeðlis- fræði en þó ekki einskorðuð við þær greinar. Slíkum vísindasöfn- um er ekki ætluð hin hefðbundna starfsemi sýningarsafna, en sú tækni sem þar er hægt að beita, hefur sannað gildi sitt sem fræðsl- umiðill í vaxandi samkeppni við ýmiskonar dægradvöl. I samantekt hópsins segir að náttúrufræðisöfn og vísindasöfn séu ólík að því er uppbyggingu varðar. Náttúrufræðisöfn leggi áherslu á náttúrulýsingar og teg- undasýningar. Vísindasöfn skýri hins vegar frá ýmsum eðlisfræði- legum lögmálum og ferlum sem gestir geta kallað fram á tölvum. Slík söfn hafa átt miklum vinsæld- um að fagna, ekki síst meðal yngri kynslóða. Þar starfa safnakennar- ar sem taka á móti skólabörnum og veita þeim leiðsögn. Við þessa úttekt vöknuðu spurningar hjá starfshópnum um það hvort hægt væri að sameina á einum stað náttúrufræðisafn og vísindasafn og menn komust að þeirri niður- stöðu að það sé vel gerlegt og jafn- vel æskilegt að blanda þessum safnategundum saman, sé það gert á réttan hátt. Nú er það .svo að hin eldri náttúrufræðisöfn víða um lönd þykja „dauðar" stofnanir og aðsókn hefur mjög dvínað. Það er að sjálfsögðu öfugþróun á okkar tímum þegar aldrei hefur verið brýnna að öllum almenningi sé vel kunnugt um eðli, takmarkanir og lögmál náttúrunnar og viðskipti hennar við manninn, eða mannsins við hana. Hins vegar hefur fólk mjög laðast að vísindasöfnunum. Starfshópurinn telur því að með því að nýta það nauðsynlegasta og besta frá báðum safnagerðun- um, megi gera lifandi og áhuga- vert safn sem verði til fróðleiks og ánægju jafnt fyrir unga sem aldna. Menn hljóta að vona að gott samstarf takist um byggingu slíks húss sem gæti orðið þjóðar- stolt Islendinga í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.