Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 25
 B $5 >i* Siðareglur safnamanna - öryggismál minjasafna Frá Skúla Magnússon: Bruninn í Kópavogi ýtti án efa við ýmsum sem lítt voru kunnugir geymslumálum íslenskra safna. Sannleikurinn er sá að í íslensk söfn vantar yfirleitt tryggar geymslur. Þó hafa söfnin lengst af fylgt þeirri grundvallarreglu í störfum sínum að hafna engu sem þeim er boðið. En geymslurnar eru oftast misjafnt hús- næði út í bæ sem á engan hátt eru tryggar. En íslenskir safnamenn hafa ekki getað notast við annað. Menn hafa lengst af safnað í kappi við tímann og þannig urðu t.d. flest byggðasöfnin til. Oft varð fágætum munum þannig bjargað á síðustu stundu. Nú eru munir safnanna komnir til þeirra með misjöfnum hætti. Flestir eru þó gjafir til safnanna. Gefendur standa í þeirri trú að munir þeirra lendi í tryggri og góðri geymslu. Eiga þeir ekki kröfu á því? Oft er um að ræða merka og kæra ættar- gripi sem sterk tilfinningabönd eru tengd við. Ábyrgð safnamanna — réttur gefenda Við brunann í Kópavogi varð mér ekki síst hugsað til gefenda þeirra stóru muna sem þar fórust. Þegar safnamenn veita gjöfum viðtöku eru þeir að taka á sig skuldbindingar, bæði gagnvart gefendum og hinni óbornu framtíð. Henni er hluturinn ætlaður, gildi hans liggur ekki síst í því. Gildið vex ár frá ári, líkt og bankainnistæða, sem ávaxtar sig. Verðmæti hans eru þó oftast ofar peningagildi. Hvaða hugarfar liggur á bak við slíka gjöf? Það þurfa safna- menn að hugleiða. Þegar byggðasöfnin voru mynduð á árunum 1935-1960 áttu fæst þeirra nokkurt húsnæði. Sum að vísu áttu góða stuðningsmenn í héruðun- um en önnur lentu á vergangi í slæm- um geymslum svo hlutir lágu jafnvel undir skemmdum. Eiga safnamenn að falast eftir hlutum þegar ekki eru til tryggar geymslur undir þá? Eg veit að sumir gefendur vilja ekki láta muni af hendi til safns nema tryggt sé að þar fari vel um 'hann. A að safna saman miklu af munum á einn stað sem ekki er tryggur til geymslu? Þetta verður safnvörður að vega og meta í hvert sinn um leið og hann ábyrgist hlut- ina. Það getur verið erfitt. Starfsreglur safnamanna I ljósi þessa þurfa íslenskir safna- menn að setja sér starfs- eða siða- reglur. Sjálfsagt er að reisa sem tryggastar geymslur en jafnframt ættu safnamenn að hugleiða þessi mál út frá siðfræðilegu sjónarmiði. Nú kann einhver að segja að setning slíkra reglna vitni aðeins um tvöfalt siðgæði, enginn fari eftir þeim. Þær séu erfiðar í framkvæmd. Slíkar regl- ur eru þó nauðsynlegar gagnvart gefendum. Nú má engin skilja orð mín svo að ég ætli íslenskum safna- rriínnum slíkt innræti að þeim sé sama um muni sem söfn þeirra eign- ast. Fjarri því. Ekki eingöngu safnað söfnunar vegna En söfnun fornra muna er ekki einungs söfnunarinnar vegna. Fleira ræður þar ferðinni í dag. Þó er þetta eina aðalreglan sem öll söfn í önd- verðu voru byggð á, jafnt á tímum Endurreisnar í Evrópu, sem á eftir- stríðsárunum á íslandi. Ef til vill má setja einhver ákvæði þessa eðlis inn í næstu þjóðminjalög. Þar eru strangar reglur um bann við sölu fornra muna til útlanda eða förgun þeirra. En eru til jafn strangar regl- ur um frágang safna? Sýningarhúsnæði og geymslur? Nægir að setja samræmdar reglur um það? Tryggir það rétt gefandans og ávöxtun gjafa hans til framtíðar? Ef til vill. SKÚLI MAGNÚSSON, Nýja-Garði, Reykjavík. DANMERKURÆVINTYRI Öríá sæti laus til BILLUND. 23. júníí 2 vikur - 8 sæti laus 23. júní f 3 vikur - 6 sæti laus 30. júní í 2 vikur -10 sæti laus 7. júlí- Uppselt 14. júlí - Uppselt 21. júlí- Uppselt 28. júlí- Uppselt 4. ágúst - Laus sæti 11. ágúst - Laus sæti 18. ágúst - Laus sæti 25. ágúst - Laus sæti Verð aðeins kr. 26.900. Innifalið flug og öll flugvallargjöld. Á Jótlandi er margt skemmtilegt að sjá. Legolandið eða kubbalandið góða, dýragarðurinn í Givskud, vatnslandið í Djuurs Sommerland og margt fleira. Munið ódýru sumarhúsin í Bork Havn og kráargistingu að hætti Dana. Kráarávísanir seldar hjá Alís. jr FEROASKRIFSTOFAN ALIS SÍMI652266 ferðaskrifstofa fjölskyldunnar Að styrkja lífs- keðjuna - ekki raska Frá Sigurði H. Jóhannssyni: Ég má til að svara Magnúsi Skarp- héðinssyni í fáeinum línum. Hann segir að Greenpeece standi ekki fyrir ættleiðingu hvala í Banda- ríkjunum. Það vill svo til að í unglingaskólum þar koma nemendur stundum með myndir af fósturhvölum íjölskyld- unnar til að sýna félögunum. Og þó þeim sé sagt að þetta sé rugl þá þýðir það lítið þegar foreldrarnir halda þessu að þeim. Þetta væri í sjálfu sér ósköp mein- laust ef þetta væri ekki gert til að hafa fé út úr fólki á röngum forsend- um fyrir vondan málstað. Baráttumál Greenpeace varðandi náttúruvernd sem Magnús telur upp eru vissúlega háleit, en hvernig finnst Magnúsi þeir standa sig í að vinna að þeim? Er það fallegt að pynta dýr til að geta tekið myndir af dauðastríði þeirra og kenna síðan öðrum um, eða reka koparnagla í tré ti! að valda skógardauða sem að þeirra sögn stafaði af mengun frá nálægri efnaverksmiðju? Þessar og aðrar athafnir Greenpeace sýna að þetta er gróðafyrirtæki en ekki nátt- úruverndarsamtök. Magnús hefur þó sjálfsagt ekkert heyrt minnst á þetta. Hvað stórum hluta tekna sinna ver Frá Elwyn Marshall: Afi minn hét Þorlákur Sölvason og var ættaður frá Unastöðum og Fjalli í Kolbeinsdal, Skagafirði. Hann fæddist 21. desember 1862 og átti flögur systkini. Þau voru Sölvi, f. 24. apríl 1865, Gunnlaug, fædd 1. ágúst 1867, Margrét, fædd 11. ág- úst 1868, Halldóra, fædd 29. apríl 1871. Þau fluttu til Kanada 1884- 1888. Það eina sem ég veit um fjölskyld- una á íslandi er, að Sölvi skrifaði bréf til frænda síns, Björns Bjarna- sonar, er bjó á Brekku í Víðimýra- sókn. Sölvi dó í Winnipeg 22. nóvem- ber 1897. Afi minn flutti til Bresku Kólumb- íu 1898, en hann gekk í hjónaband 6. ágúst 1892, kona hans var Ingi- Greenpeace til náttúruverndar? Tvöfeldni Breta og Bandaríkja- manna sjá allir. Ég hef t.d. séð naut- gripi í Bandaríkjunum sem ekki gátu risið á fætur vegna ofeldis. Ætlar Greenpeace að standa fyrir mótmæi- um gegn nautakjötsneyslu í Banda- ríkjunum til að bæta aðbúnað naut- anna? Svo ætla ég að spyija Magnús að því hvað stór stykki hann telji að háhymingar rífi úr skrokk stórhvelis þegar þeir ráðast á það margir sam- an? Hvað er hvalurinn þá lengi að deyja? Það er nú svo sem ekkert nýtt að vissar dýrategundir séu taldar heil- agar eða að umgengni við dýr sé blandað við trúarbrögð, t.d. kýr á Indlandi og bann við hrossakjötsáti á íslandi. En þetta hefur og hafði ekkert með gróðasjónarmið að gera. Greenpeace velur sér aftur á móti dýrategundir til að vernda eftir því hversu auðvelt er að ná inn peningum í tengslum við það. (Hvaða hlutverk gegnir CIA í Greenpeace sbr. nýjustu fréttir?) Maðurinn er hlekkur í lífskeðj- unni. Hægt er að líta svo á að lífið sé grimmt, hvað étur annað. Það er vitað að lífverur iaga sig að aðstæð- um og mynda ákveðið innbyrðis jafn- vægi, snöggar breytingar geta valdið björg Jóhannsdóttir frá Skagafirði og ólst hún upp í fiskiþorpi þar. Hún fæddist 2. janúar 1872 og kom til Kanada 1889. Þau eignuðust 8 börn: Benedikt, Aðalbjörgu (móður mína), Önnu, Sölva, Samson Edward, Ha- rold, Jóhann og Thomas Albert. Mig hefur oft langað að vita hvort ég ætti einhverja ættingja á íslandi. Ég hef heyrt að það séu einhver tengsi í ætt afa míns, en ég veit ekkert um ætt ömmu minnar. Ef einhver veit eitthvað um ætt mína þá væri ég þakklátur fyrir allar upplýsingar. Með kærri þökk, ELWYN MARSHALL, 1754 Broadview Ave. Kelowna, B.C. Canada VIY-4G2. alvarlegri röskun á slíku jafnvægi. Maðurinn hefur með tilvist sinni og inngripi í lífskeðjuna haft áhrif á samspil lífveranna og þannig stuðlað að nýju jafnvægi. Breyting á þessum inngripum, svo sem að hætta skyndi- lega öllum veiðum, hlýtur að hafa mjög víðtæk áhrif á þetta jafnvægi, alveg eins og skyndileg aukning veiða myndi hafa. Þannig kemur t.d. hinn mesti ruglingur á sel og fugla- ver sem menn hætta að nýta og lang- ur tími líður áður en nýtt jafnvægi skapast. Vísindamenn reyna af fremsta megni að spá fyrir um afleið- ingar af gjörðum okkar á lífskerfið og benda okkur á leiðir til að valda sem minnstri röskun. Bandaríkin og Greenpeace hafna leið vísindanna. Ég er ánægður með að Magnús efast um aðferðir Greenpeace-manna og annarra slíkra. Ég vona að hann verði raunsær og viðurkenni að svona gengur ekki. Ég vona líka að hann átti sig á því að sela- og hvalaafurð- ir eru viðurkennt hollustufæði sem hefur lækningarmátt varðandi hjarta- og æðasjúkdóma. Við verðum að nota þekkingu okk- ar til styrktar lífskeðjunni, ekki raska henni. Sigurður H. Jóhannsson, Æsufelli 6, Reykjavík Pennavinir Nítján ára ísraeli með margvísleg áhugamál: David Tobias, P.O. Box 1711, Ma’aleh Adumin, 90 610, Israel. Sextán ára ísraelsk stúlka sem getur ekki um áhugamál: Andrea Tobias, P.O. Box 1711, Ma’aleh Adumin, 90 610, Israel. Tuttugu og eins árs Ghanastúlka með áhuga á bréfaskriftum og safn- ar póstkortum: Maneta Ampiah, c/o Eric Siripi, Box 328 Agoua-Swedru, Ghana. Ættingja leitað Traustar ferðir í sérflokki ókeypte meö óapP' dræW\s- m'ða áöur en upp\aö ptý\u* 1/R 200.000’- KÍNA „að hætti keisaranna“ 10. sept. 3 vikur. Það besta í Kína, Hong Kong og Thailandi. Ferð í algjörum sérflokki. Fegurstu og sögufrægustu borgir Kína: KANTON, GUILIN, XÍAN, SHANGHAI, garðar og náttúrutöfrar HANGZHOU, BEIJING, HONG KONG og í lokin besti baðstaður THAILANDS. Ótrúlega hagstætt verð ef staðfest er fyrir 15. júní. Fáein sæti laus. Perlur Austurlanda 7. okt. 3 vikur. - ÞAÐ BESTA í MALAYSÍU OG THAILANDI í EINNI FERÐ - Örfá sæti laus. Hnattreisan - umhverfis jörðina 3. nóv. 30 dagar. 2 sæti laus v. forfalla. FERÐASKRIFSTOFAN H HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTR&.TI 17,4. hæJ 101 REYKJAVÍK*SÍMI 620400*FAX 626S64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.