Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ 'SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 ÆSKUMYNDIN... ERAF STEINI ÁRMANNl MAGNÚSSYNILEJKARA Margur erknár LEIKARINN góðkunni, Steinn Ármann Magnússon, fluttist þriggja ára gamall frá Borgarfirði eystri til Hafnafjarðar ásamt foreldrum sinum, Magnúsi Gunnþórssyni byggingameistara og Sesselju i Björgu Heigadóttur nuddara. Uppvaxtarárunum eyddi Steinn á Krókahrauninu og þótti í meira lagi uppfinningasamur. Hann lék sér mikið í hraun- inu, hlaut ótal göt á höfuðið, og var því tíður gest- ur á slysavarðstofunni. Ætli það hafi ekki verið í 20. skiptið sem móðir Steins þurfti að fara með hann uppá slysó sem hann fór að hafa áhyggjur,“ segir Engilbert Sigurðsson æskufé- lagi Steins, “áhyggjur af hárleysi á ákveðnum bletti þar sem götin voru flest.“ Að sögn Engilberts var Steinn fjörugt og skemmtilegt bam: „Hann var snemma með munninn fyrir neðan nefið. Hann var frekar smávaxinn og lét því heldur orðin tala. En Steinn talaði stundum fullmikið. Það reyndist oft afdrifa- ríkt að trúa honum fyrir leyndar- máli eins og hvaða stelpu maður væri skotinn í: hann gat látið það fjúka við óhentugustu tækifæri." Sesselja, móðir Steins, segir að uppátæki sonarins hafi verið ansi mörg og komið henni oft í bobba. „Hann er þó blessunarlega vaxinn upp úr þessu núna - og þó,“ segir hún. Sesselja segir að Steinn hafi f átt skemmtilega æsku og hún haldi að hann hafi verið mjög eðlilegt barn. Davíð Þór Jónsson kynntist Steini ekki fyrr en í 12 ára bekk og þá með nokkuð sérstökum hætti. „I fyrsta skipti sem ég sá Stein lamdi ég hann,“ segir Davíð, “okkur var att saman og ég hafði hann undir enda var Steinn lítill, frekn- óttur og rindils- legur.“ Davíð Þór segir að Steinn hafi átt erfitt uppdráttar á þessu ævi- skeiði: ÍV axtar- lagið háði hon- um í félagslífinu og svo var alltaf sami kjafturinn á honum - það háði honum líka í félagslífinu. Steinn er dæmi um mann sem er uppá sitt besta á seinni skeiðum. Upp úr tvítugu breytist litli mjói freknótti strákur- inn í samkvæmisljón og kvenna- gull.“ Davíð segir að Steinn hafi alltaf verið sami sýnifíkillinn: „Við gerðum saman kvikmyndir og hann gat haldið uppi heilu myndunum með uppátækjum sínum og sýni- þörf.“ Davíð segir að Steinn hafi sjaldn- ast tekið þátt í prakkarastrikum félaganna, hann hafi aðallega verið í því að leiðrétta þá. „Hann hafði fuglshjarta og þorði ekki að taka þátt,“ bætir hann við. Davíð segir að Steinn hafi verið kallaður rúskinnstappi á þessum Steinn Ármann Magnússon er sagður hafa verið skemmtilegur og stórorður sem bam. Að sögn æskufé- laga hans í Hafnarfirði var hann á unglingsárunum full- ur minnimáttarkenndar sem síðar braust út í sýniáráttu. árum. í fyrstu hafi það verið Steini tappi vegna smæðar hans en það átti eftir að breytast. Davíð Þór segir svo frá: „I skólanum áttum við að finna samheiti fyrir hreykinn og Steinn svaraði rúskinn! Það var mikið hlegið að þessu, enda rúskinn bara notað í skó og töskur. Þegar kennarinn fletti upp á orðinu kom í ljós að rúskinn merkti hreykinn. Steinn var ekki lítið rúskinn.“ Dav- íð segir að síðar hafi fengist skýring á gáfum piltsins: „Orðið var þá komið úr máli sem enginn talaði nema einhveijir bændur austur á fjörðum þar sem Steinn hafði verið í sveit á sumrin.“ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Á stuttbuxum í innkaupaleiðangur. Ó, blessuð vertu sumarsól „Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól, og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Þannig kvað skáldið Páll Ólafsson forðum og víst er að sumarið og sólin hefur löngum verið skáldunum dijúgt yrkisefni. Raunar lætur öll íslenska þjóðin sig veðrið miklu skipta enda segja sumir að veðurfar hafi áhrif á skap manna. Hér áður fyrr, þegar íslendingar gátu ekki bætt sér upp sólarleysið með ferðum suður um höfin, eins og nú tíðkast, skipti það auðvitað miklu máli að sjá sem oftast til sólar og enn fer það í skapið á mönnum þegar skýjabakkar byrgja fyrir sólarljósið svo dögum og vikum skiptir. Það voraði ekki vel í ár og langt fram í júní hefur verið fremur kalt. En nú hlýtur sumarið að fara að koma, og í trausti þess birtum við myndir frá góðviðrisdegi í höfuðborginni fyrir um það bil tíu árum. Von- andi verða slíkir dagar sem flestir á þessu sumri. 1 ÉG HEITI_ HNIKARR ANTONSSON Morgunblaðið/RAX Hnikarr heitir rammíslensku og afar sjaldgæfu nafni. Það hefur tíðkast nokkuð að foreldrar sæki í smiðju íslenskra forn- bókmennta þegar velja á nafn handa barni þeirra. Dæmi um þetta er Hnikarr Ántonsson, starfsmaður hjá Húsasmiðjunni í Hafnar- firði. „Faðir minn rakst á nafnið sem Óðinsheiti í Snorra-Eddu og þótti það mjög athyglisvert," segir Hnikarr sem ber það einn íslend- inga að einnefni. nikarr segist undantekingar- laust þurfa að stafa nafnið sitt en það hafi aldrei valdið honum hugarangri. „Ég hef ávallt verið sáttur við þetta nafn. Ég hugsaði til dæmis ákaflega lítið um það á yngri árum,“ segir hann. Hnikarr bætir því við að það hafi líka reynst félögunum þrautin þyngri að snúa út úr því nema þá helst með sögn- inni að hnika. Nafnið er einmitt leitt af þeirri sögn í merkingunni „ýta við, hrinda“. Hnikarr rnerkir því sá sem slær eða hrindir. Þann- ig er það tilkomið sem heiti á her- konungi norrænnar goðafræði. Aðspurður segir Hnikarr að það hafi sína kosti að heita svo sjald- gæfu nafni. „Mér er sjaldan ruglað saman við aðra,“ svarar hann. En það er annars konar ruglingur sem oftar vill verða: „Póstur og sími hefur til dæmis lengi óskað þess að ég héti Hinrik og sent mér ýmislegt með því nafni. Ég hef fengið ótrúlegustu útgáfur af nafninu mínu.“ Systkin Hnikars heita Hrönn, Hlynur, Iðunn og Eifa Rún. Það er athyglisvert að tvö þessara nafna eru einnig sótt til Snorra- Eddu. Hrönn var dóttir sjávarguð- anna Ægis og Ránar og hlaut því merkinguna alda í skáldskap landnámsmanna. Iðunn var ein ásynjanna í Valhöll og varðveitti hún epli sem æsir nærðust á til þess að viðhalda æsku sinni. Það má því með sanni segja að Snorri Sturluson hafi aðstoðað foreldra Hnikars við nafnaval. ÞANNIG... ÞANNIG HNEGGJAR HROSSAGAUKURINN Lengi vel var mönnum það hulin ráðgáta hvernig hrossagaukurinn framleiddi steypihljóðin sín undarlegu, hneggið. Þótti mönnum með ólíkindum að slík hljóð gætu komið úr fuglsbarka og því var hrossagaukurinn snemma dæmdur í hóp loftanda eða einhvers þaðan af verra. Forspár var hann talinn, undarlegur í hegðun og meira en í meðallagi sérvitur. Það var ekki annað eftir en að hann gæti framleitt furðuhljóð umfram aðra fugla. En er komið var fram á þessa öld upplýsinga og þekkingarleitar fór margan áhuga- manninn að gruna að það væri öldungis fráleitt að nokkur radd- bönd gætu framleitt slík hljóð. Enda kom á daginn að það stóðst ekki. Það mun hafa komið mönnum á sporið fyrir svona 30 árum, er tveir áhugamenn geymdu dauðan hrossagauk sem þeir fundu þar til að það hvessti hressilega. Og þá dró til tíðinda. Þegar komið var hæfilegt rok, spenntu þeir dauðan gaukinn á enda spýtu og stungu honum fyrir horn. Er Kári skall á gauksa þandi hann út fjaðrir hans, meðal annars stélfjaðrirnar. Þegar þær þenjast út með þessum hætti eru þær með líku lagi og blævængur austrænna manna, auk þess sem tvær fjaðrir standa beint út sam- hliða vængjum. Þessu er bæði skemmtilega og vísindalega lýst í bókinni „Fuglar í náttúru Islands“, eftir Guðmund Ólafsson. Þar segir: „Lengi vafðist það fyrir mönnum að útskýra hrossagaukshnegg, en það er framkallað með stélfjöðrum. Hnegg hefur mælst í 600 m og 20 m hæð, en alla jafna er það í 150 til 200 m hæð. Það heyrist venjulega í 1,5 til 2 sek. í hæg- viðri, en í vindi getur það heyrst í allt að 7 sek. samkvæmt mæling- um. Hrossagaukur HANN er ekki allur þar sem hann er séður. - Þegar hrossagaukurinn hneggjar, tekur hann loftköst og stingur sér áleiðis til jarðar, sperr- ir út ystu stélfjörðina hvora sínu megin. Vængjatökin eru hröð og stutt og þau kljúfa loftstrauminn 11 sinnum á sekúndu, en um leið fá hinar stífu og útglenntu stél- fjaðrir blástursrokur, titra og verða að einföldu hljóðfæri, sem minnir á blástur í flösku. Þannig er hnegg- ið til komið. -En hneggið er miklu flóknara fyrirbæri í samfélagi hrossagauka en svo að við getum útskýrt mikil- vægi þess þó svo að við vitum hvernig það er myndað. Það er mest notað sem yfirlýsing um yfir- ráð.“ Fyrr á tímum var sem fyrr seg- ir allt á huldu um hvernig þetta hljóð var til komið og því var yfir því dulúð. Var þá kjörið að lesa úr því forspá og átti fólk þá sér- staklega að taka eftir því úr hvaða átt það heyrði fyrsta gaukshnegg vorsins. Það var lykilatriði. Gömul þula um þetta efni segir: -í austri unaðsgaukur, í suðri sælugaukur, í vestri vesalgaukur, í norðri náms- gaukur, uppi auðsgaukur, niðri nágaukur. Það leggur síðan hver sinn per- sónulega skilning í þýðingu hvers liðs. Má heita að sumir séu torræð- ir, en aðrir nokkuð augljósir...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.