Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
B 19
TONLIST
STJORNUR
Breytir um
ímynd
Amold Schwarzenegger vill
breyta um ímynd — og er þar
með að gera mestu mistök sem leik-
ari, að mati gagnrýnenda. Hann hef-
ur breytt um klæðnað, kveðst meta
mikils vináttu gamalla félaga og lýs-
ir því hvernig föðurhlutverkið hafi
breytt honum. Þessi breytta ímynd
kemur fram um leið og verið er að
frumsýna nýjustu kvikmynd hans,
„The Last Action Hero“, en þar leik-
ur hann ekki minni töffara en hann
hefur gert í mörgum mynda sinna —
og þykir mörgum samt nóg um.
Hann segist einnig vera því mjög
fráhverfur að hafín verði framleiðsla
á leikfangabyssum tengdum mynd-
ínni.
Afturhvarf
til fortíðar
Svo virðist sem
afturhvarf til
gamalla tíma
eigi ekki einungis við um
fatnað og húsgögn heldur virðast
fyrrverandi hljómsveitanneðlimir
fá ákveðna ánægju út úr því að
taka upp þráðinn þar sem frá var
horfið og freista þess að ná sömu
vinsældum og áður. Nokkuð hefur
borið á þessu hér á landi, en er-
lendis hafa hljómsveitirnar Status
Quo, Black Sabbath, Led Zeppel-
in, Who, Boney M, Sister Sledge,
Emerson Lake and Palmer, Yes
og Bad Company svo einhveijar
séu nefndar reynt að endurvekja
gamlar tilfinningar með misjöfn-
um árangri.
Fyrr á árinu tókst meira að
segja að fá Cream-félagana, Eric
Clapton, Jack Bruce og Ginger
Baker, til að spila saman eftir 25
ára ijarveru. „Ef við þrír getum
spilað saman geta allir það,“ var
haft eftir Clapton og er hann hér
að höfða til illinda meðal þeirra
félaga, en lítill kærleikur hefur
verið með þeim síðan þeir hættu
að spila saman.
Hljómsveitarmeðlimir Cream eins og þeir litu út á sjöunda áratugn-
um, f.v. Ginger Baker, Eric Clapton og Jack Bruce.
Hljómlistarmennirnir eins og þeir líta út núna f.v. Eric Clapton,
Ginger Baker og Jack Bruce.
BRÚÐKAUP
Þrefalt
tilefni
Það er ekki oft sem það gerist í
einni og sömu fjölskyldu að
hægt sé að halda samtímis upp á
brúðkaup, silfurbrúðkaup og gull-
brúðkaup. Þetta átti sér þó stað í
síðasta mánuði hjá fjölskyldu á
Akureyri. Var að sjálfsögðu efnt til
mannfagnaðar af þessu tilefni sem
fram fór í Rafveituheimilinu í
Reykjavík.
Brúðhjónin eru Stefanía Kjart-
ansdóttir og Björn Róbert Jensson.
Upp á silfurbrúðkaup sitt héldu
foreldrar brúðarinnar, Helga Har-
aldsdóttir og Kjartan Kolbeinsson,
sem margir þekkja, því þau reka
gistiheimilið Brekkusel á Akureyri.
Samtímis héldu foreldrar Helgu,
Áslaug Einarsdóttir og Haraldur
Helgason, upp á gullbrúðkaup sitt.
Morgunblaðið/Kristinn
Þreföldu tilefni fagnað. F.v. Haraldur Helgason, Áslaug Einarsdóttir, Björn Róbert Jensson, Stefan-
ía Kjartansdóttir, Helga Haraldsdóttir og Kjartan Kolbeinsson.
Kripalujóga
Bika sem endist
Kynning veröur priðiudaginn
22. júníkl. 20.30.
Aliir velkomnir.
Byrjendanámskeið hefst 20. júní.
JógastWin Heimslifis
Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19).
ACO
FRÁREN NSLISTOKKAR
HALDA YKKUR
ÞURRUM
ACO DRAiN frárennsli-
stokkar eru nauðsynlegir
þar sem vatnselgs er von.
T.d. við bílastœði, bílskýli.
götur, torg, garða, svalir,
vinnuskýli o.fl.
Upplýsingar og ráðgjöf.
ÚA VATNSVIRKINN HF.
ARMULfl 21 SIMAR 686455 - 685966
FAX 91-687748
ATLAS-RF181/80
ATLAS-RR291
ATLAS-RR247
mmmmmmmm
ATLAS-RR154
* Kælir 180 Itr.
$ Frystir 80 Itr. að neðan
* Sjálfvirk affrysting
3s H:144cm B:58cm D:60cm
TILBOÐ A 0 QAA
Kr. 45.900- 40. 7 VU"«
■í: Kælir 240 Itr.
* Án frystihólfs
# Sjálfvirk affrysting
$ H:120cm B:58cm D:60cm
TILBOÐ On QAA.
Kr. 34.900- dltlVV™
* Kælir 150 Itr.
* Án frystihólfs
* Sjálfvirk affrysting
* H:85cm B:58cm D:60cm
M 26.900=
Án frystihólfs
* Sjálfvirk affrysting
$ H:142cm B:58cm D:60cm
"“”35.90(k
RONNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
1