Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 BMTTVIt ER GRÆNLANDS BRYGGJUSPORÐBR Eftir Ólaf Örn Haraldsson. Myndir: Ólafur Örn Haraldsson, Ingþór Bjarnason og Haraldur Örn Ólafsson Grænlenskir veiðimenn fluttu leiðangurinn á tveimur hundasleðum inn að jökli. Við stöndum á jökulsporðin- um við upphaf Grænlands- göngu. Muggan sem boðað hafði komu sína með rosa- baug í sólskini morguns- ins, dregur grá tjöld sín fyrir ævintýrabirtu jökuls- ins. Blákaldur veruleikinn blæs í andlitið með vaxandi snjó- komu. Ég leggst í aktygin og halla mér í jökulbrekkuna. Færið er þungt og sleðinn sem er um 90 kíló er þungur í drætti. Hægt, bara hægt, fet fyrir fet mjökumst við af stað þrír félagar. Ég geng aftastur og lít um öxl til þess að sjá einu sinni enn mennina og hundasleðana sem fylgdu okkur að jökuljaðrinum. En þeir eru horfnir. Kafaldið hefur rofið síðustu tengsl okkar við líf og byggð. Við erum einir. Framundan er bólg- inn jökull þar sem gaddur og helja drottna eins og segir í Fornólfs- kveri. Þetta er 600 kílómetra skíða- ganga án nokkurrar aðstoðar, þrot- laust erfiði og úthald vikum saman, einangrun, andlegt álag, efi, heim- þrá, jökulsprungur, frost á nóttunni um 30 stig, fárviðri og krapaleysing- ar._ Ég lít inn í innsta hugskot mitt, leita að óbyggðaóttanum sem stund- um grípur mig rétt í byijun erfiðra fjallaferða. Ég vil mæta honum strax. En þrátt fyrir heiðarlega leit finn ég ekki óttann. Ég tókst á við hann á undanfömum tveimur árum sem þessi ferð var í undirbúningi. Á síðustu misserum hef ég farið þessa erfiðu jökulbrekku og raunar hvern hluta þessarar ferðar mörg hundruð sinnum í huganum og veit fyllilega við hverju má búast. Framundan er þetta erf- iða viðfangefni okkar félaganna en að baki höfum við mikla undirbúningsvinnu, nákvæma skipulagningu, söfnun ógrynnis upplýsinga, lík- amsþjálfun, söfnun flár, prófun og útvegun besta búnaðar, val á mat, samstillingu ferðafé- laga, margra ára reynslu í Ijallaferðum og síð- ast en ekki síst þann staðfasta ásetning að ganga á skíðum yfír Grænlandsjökul. Við höf- um reynt á öllum sviðum að sneiða burt hvern veikleika þannig að leiðangurinn stöðvist ekki nema eitthvað algerlega ófyrirsjáanlegt gerist. Og nú stöndum við hér. Það er eins og öllum undirbúningnum hafi verið safnað saman í einn átakspunkt. Langur aðdragandinn hefur þjapp- að sér í eitt augnablik og endalausar umræður í orðin „af stað“. Ævintýrí, ögrun og heillandi náttúrusmíð Allir þeir sem hafa ánægju af ferðalögum þekkja þá lokkandi löngun sem því fylgir að velja sér ferð og þá tilhlökkun að undirbúa hana af kostgæfni. Fjallamenn og náttúruunn- endur eru sennilega ekki síður alteknir af slíku en aðrir. Það sem heillar er ævintýraþráin, útþráin, metnaður, löngunin til að takast á við ögrunina, leggja fyrir sig erfiðar þrautir og síðast en ekki síst sú ánægja sem fylgir ferð um fagurt land. Slík ferð er eins og eign sem aldrei verður frá manni tekin hversu gamall eða fátækur njaður verður. Fyrsti skíðaleiðang- ur Isiendinga yfir Grænlandsjökul uppfyllir þetta allt. Það var Norðmaðurinn Friðþjófur Nansen sem fyrstur gekk á skíðum yfir Grænlandsjök- Ólafur Örn yljar sér við Brennu Njáls sögu meðan úti geisar fárviðri. Hver mátti taka með sér eina bók og tvær hljóðsnældur. Ingþór undirbýr verðlaunaskál á hábungu jökulsins. Ymislegt var gert til þess að marka áfanga í stöðugu erfiði dag eftir dag. Haraldur Örn. Þrátt fyrir sólskinið á vestur- jöklinum læsti hrímþokan sig í hár og skegg. Úr ólíkum heimum. Grænlensk börn og upprennandi veiðimenn og skrítnir útlendir kallar sem koma með þyrlu og æða upp á jökul þar sem engin veiðidýr eru. En börnin og glettnin eiga auðvelda samleið. ul ásamt félögum sínum árið 1888. Einn íslend- ingur, Vigfús Sigurðsson, fór um þvert Græn- land 1912 til 1913 í dönskum leiðangri J.P. Koch og vann þar mikið þrekvirki. Vigfús var síðar í sérstæðum leiðangri á skipinu Gottu árið 1929 sem fór ti! Austur-Grænlands og flutti þaðan sauðnaut til íslands. Ýmsir íslend- ingar hafa síðar farið lengra eða skemra inn á jökulinn, yfirleitt til rannsókna eða vinnu við verkefni á jöklinum. Leiðangursmenn Á síðustu árum höfum við feðgar, Haraldur .Örn, Örvar Þór og ég, gengið á skíðum yfir íslenska jökla. Við Haraldur höfðum nokkuð lengi verið ákveðnir í að ganga á skíðum yfir Grænlandsjökul, ætluðum í raun vorið 1992 en frestuðum því. Jafnt og þétt söfnuðum við upplýsingum um jökulinn og reynslu fyrri leið- angra. Athuganir okkar fóru leynt eins og títt er um slíkar ófarnar ferðir. Við vorum jafn- framt stöðugt með augun opin í leit að góðum ferðafélaga eða félögum. Við töluðum við nokkra en það var á haustdögum 1992 að við höfðum samband við Ingþór Bjarnason, sál- fræðing á Akureyri, og buðum honum að koma í Grænlandsferðina. Betri ferðafélaga gátum við ekki fengið. Ingþór, 42 ára Siglfirðingur að uppruna, er góður skíðagöngumaður, uppal- inn við sjómennsku og sveitastörf og vanur að bjarga sér, hugprúður og harðduglegur ferðamaður, auk þess að vera velmenntaður sálfræðingur. Haraldur Örn, 21 árs laganemi, er einn af öflugustu fjallamönnum hérlendis. Hann hefur alhliða reynslu úr ís- og klettak- lifri og fjallaleiðöngrum hér á landi, í Ölpum og á Grænlandi. Greinarhöfundur er 45 ára og hefur víða þvælst. Veðurhörkur eða leysingavatn Apríl og maí eru bestu mánuðirnir til skíða- ferða yfir Grænlandsjökul aðallega vegna þess að þá er snjór í sprungum og leysingavatnið á jaðri vestuijökulsins hindrar síður niðurleið- ina. Leysingavatnið fer að safnast þar í víðáttu- mikl lón strax fyrri hluta júní. Einnig safnast það saman í læki og straumharðar ár sem grafa sig niður í djúpar v-laga rásir í jökulinn. Renna þær ýmist í lónin eða hverfa beljandi ofan í sprungur og svelgi. Jafnframt þessu hverfur vetrarsnjórinn og jökuisporðurinn sýn- ir sitt innsta eðli glerharður og úfinn. Þegar verst árar kemst enginn þarna yfir nema fugl- inn fljúgandi enda hafa ýmsir leiðangrar í júní og júlí þurft að kalla á hjálp og láta þyrlu sækja sig 20 til 30 kílómetra inn á jökulinn. Þetta vildum við fyrir hvern mun forðast en fyrir bragðið áttum við vísar meiri frosthörkur og illviðri í apríl og maí. Leiðangurinn lagði upp 20. apríl sl. Með okkur í ferð var Ingimundur Stefánsson, vinur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.