Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
Til vinstri er „The Self“ (Sjálf-
ið), verk eftir Rebekku á annarri
sýningunni í Seoul. Til hægri er
svo verk án titils eftir Rebekku
á síðari sýningunni í Seoul.
SKOPUNARINNAR
eftir Grétu Ingþórsdóttur
REBEKKA Rán Samper er ung
kona sem lauk fimm ára myndlist-
arnámi fyrir einu ári frá Facultad
de bellas artes de Sant Jordi I
Barcelona á Spáni. Að náminu
loknu gafst henni, ásamt annarri
íslenskri konu, Helgu Guðrúnu
Helgadóttur, tækifæri til að fara
til Seoul í Kóreu til frekara náms.
Þar voru þær í rúmt hálft ár, frá
því í byrjun október á síðasta ári þar til í mars sl. „Ðvölin
í Kóreu er lífsreynsla sem ég á eftir að búa að lengi. Eitt
er víst að mataræðið verður ekki samt hér eftir,“ segir
Rebekka. En mataræðið er aðeins eitt af mörgu sem Re-
bekka kynntist í Kóreu og þær stöllur gerðu meira en að
læra því þær voru fengnar til að miðla af reynslu sinni
og menntun við myndlistardeild Hong-lk-háskóla í Seoul
auk þess sem þeim var boðið að sýna verk sín á tveimur
stöðum í Seoul.
RÆTTVIÐ
REBEKKU RÁN
SAMPER
MYNDLISTAR-
MANN
Hugmyndin að Kóreu-
förinni vaknaði þegar
við kynntumst kór-
eskum manni sem var
í myndlistamámi í
Barcelona. Fyrir milligöngu hans
og aðstoð sóttum við um styrk til
Hong-Ik-háskólans í Seoul sem við
fengum eftir miklar bréfaskiftir
og pappírsvinnu sem stóð í marga
mánuði. Hong-Ik er einn þekkt-
asti háskóli Kóreu og myndlistar-
deild hans nýtur sérstakrar virð-
ingar. í styrknum var innifalið
húsnæði, fæði, vinnuaðstaða og
efni. Skilyrði fyrir styrknum var
að við færum fyrst í sex mánaða
kóreskunám og síðan sex mánaða
myndlistarnám en við vissum ekki
um það fyrr en við vorum komnar
til Kóreu. Við vorum ekki tilbúnar
til að eyða sex mánuðum í að
læra kóresku og fórum fram á að
styrknum yrði breytt þannig að
við gætum hafið myndlistamámið
strax. Við vorum beðnar um að
leggja fram möppur með kynningu
á okkar verkum og þar sem yfir-
mönnum háskólans Ieist mjög vel
á, þá var ekki aðeins fallist á okk-
ar hugmyndir um námsdvölina
heldur vorum við beðnar um að
leiðbeina við skúlptúrdeildina sem
við og gerðum.“
Rökræður um listir
„Okkar kennsla við skúlptúr-
deildina fór þannig fram að við
vorum látnar gagnrýna verk nema
á lokaári á okkar forsendum.
Kennslan þar fer mikið fram þann-
ig að nemendur búa til verk og
rökræða mikið um listir almennt.
Okkar umræður fóru þannig fram
að við ræddum á ensku og kóresku
með aðstoð túlka um listir á Vest-
urlöndum og um það hvað hreif
okkur mest í austurlenskri list,
hvaða hættur okkur fyndust steðja
að austurlenskri list og ræða um
samanburð á þróun þessara
tveggja listheima.
Við höfðum aðstöðu í skólanum
til að vinna stór verk en annars
unnum við í stúdíói sem kennari
við skólann átti ásamt fleiri starf-
andi Iistamönnum. Þar vorum við
flestum stundum og hittum ekki
aðra en eigandann og vini hans.
Við hittum ekki eina einustu konu
allan fyrsta mánuðinn.“
Boðið að sýna á tveimur
stöðum
„Innifalið í styrknum var mögu-
leiki á að halda sýningu og eftir
að möppumar okkar höfðu farið á
milli kennara og út um allan bæ
bauðst okkur að halda sýningar á
tveimur stöðum. Á öðrum staðnum
sýndum við gegn því að galleríið
héldi eftir einu verki eftir hvora
okkar. Hitt galleríið, sem er í
miðbæ Seoul, bauð okkur að sýna
frítt sem er mjög óvenjulegt með
gallerí í þeim borgarbluta en þau
eru mjög umsetin. Þetta fékkst
fyrir orð kennaranna í skólanum
sem notuðu tengsl sín til að koma
þessu til leiðar. Sýningamar stóðu
báðar nokkurn veginn á sama
tíma, frá því í lok janúar og fram
í miðjan febrúar."
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Rebekka Rán Samper í vinnustofu sinni og íbúð að Álafossi í Mosfellsbæ.
Gagnrýni á þjóðfélagið
„Ég var ánægð með að geta á
þeim stutta tíma sem ég hafði til
að undirbúa sýninguna, endur-
speglað áhrif mín og upplifun í
verkunum en þau voru öll túlkun
á þjóðfélaginu og því sem mér lík-
aði eða mislíkaði í fari þjóðarinn-
ar. Mínar forsendur voru að sjálf-
sögðu áhorfandans enda gat ég
ekki verið annað. Okkur var hald-
ið fyrir utan þjóðfélagið. Okkur
fannst við aðeins komast inní það
í gegnum fólkið sem við kynnt-
umst, eins og t.d. kennarana sem
höfðu allir verið erlendis og vissu
að við bjuggum við frelsi sem þeir
höfðu kynnst en gátu ekki leyft
sér að eiga með okkur vegna hefða
og formlegra skyldna. Fyrst voru
þeir fijálslegir og opnuðu sig en
svo urðu þeir hræddir og skruppu
til baka inn í kóreskan samskipta-
stíl. Ég fékk engu að síður góð
viðbrögð við verkunum mínum og
Kórearnir virtust vera sammála
minni gagnrýni."
Hafa ekki náð að brúa bilið
milli hefðbundinnar listar og
samtímalistar
„Listin í Kóreu skiptist í tvennt.
Annars vegar er hefðbundin list
sem felst í að túlka á mismunandi
hátt sama hlutinn, þemu eins og
blóm, tré o.s.frv. Þetta er formleg
túlkun og í henni felst mikil heim-
speki. Hins vegar er samtímalistin
sem mér finnst ekki mjög spenn-
andi. Hún er svolítið geld, sam-
dauna amerískri og evrópskri list.
Mér fínnst Kóreum ekki hafa tek-
ist að brúa bilið á milli hefðbundnu
listarinnar og samtímalistar sem
á í tilvistarkreppu. Listamenn nýta
sér ekki þá arfleifð sem list þeirra
gæti byggt á heldur hafa þeir al-
gjörlega snúið sér að vestrænni
list. Samfélagsgerðin hefur haft
þau áhrif á listamenn í flestum
listgreinum að þeir eru yfirleitt
mjög sterkir í tækni en þegar kem-
ur að túlkun tilfínninga þá eru
þeir strand. Þetta sá ég mjög
greinilega í málverkum og högg-