Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 eftir Súsðnnu Svavorsdóttur „ÉG VAR ekki nema fjög- urra-fimm ára þegar ég vissi hvað ég vildi gera í lífinu. Ég vildi verða óperusöng- kona. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Virginia Zeani, sem á söng- ferli sínum hefur sungið 67 óperuhlutverk á öllum helstu óperusviðum heims, söng á móti Benjamino Gigli í upphafi ferils síns og hefur síðan sungið á móti Gius- eppe di Stefano, Nicola Rossi-Lemeni (sem síðar varð eiginmaður hennar), Placido Domingo og Pava- rotti. Zeani og Maria Callas skiptu með sér hlutverkum í ýmsum óperum, m.a. í „I Puritani" í Flórens á Ítalíu og hún hefur unnið undir stjórn fremstu hljómsveitar- sljóra aldarinnar, t.d. Her- berts von Karajan og La Scala og Metropolitan eru óperusvið sem hún gerþekk- ír. Hér á landi dvaldi Virginia Zeani á dögunum og hélt námskeið fyrir söngvara og veitti leiðsögn í einkatímum. Hún kennir nú við Háskól- ann í Indiana í Bandaríkjun- um og þar hitti hún fyrst þá Islendinga sem fengu hana til að koma til íslands, þau Bergþór Pálsson og Sólrúnu Bragadóttur, en Zeani var kennari þeirra beggja. Þ að fyrsta sem maður tekur eftir við Virginiu Zeani eru þessi undurfögru augu; þau hafa ekki beinlínis lit, heldur birtu. Hún hefur mjúkar hreyfingar, en mjög ákveðið fas. Þegar mig ber að garði, er hún að leiðbeina Diddú í einkatíma; hefur lag á að benda á það sem betur má fara á uppör- vandi hátt og klikkir svo út með því að segja Diddú að fara í prufu- söng hjá stórum óperuhúsum í Evrópu og hjá Metrópólítan. „Ne- ei,“ svarar Diddú. „Jú,“ segir Ze- ani snöggt og ákveðið og málið er tekið út af dagskrá. Utrætt frá hennar hálfu. Þegar við setjumst niður segir Zeani: „Ég hefði aldrei trúað því að svo fámenn þjóð gæti átt svo mikið af góðum söngvurum. Ég held ég hafi sjaldan orðið eins undrandi. Og Diddú. Hún er dá- samleg söngkona.“ Sérkennileg prímadonna, hugsa ég þegar við höfum setið í dágóða stund, því Virginia Zeani vill helst tala um allt annað en sjálfa sig. Hún virðist hafa mestan áhuga á að ræða hæfni og frammistöðu nemenda sinna. Hún hlær dátt þegar ég spyr hana hvers vegna. „Það urðu margir undrandi þeg- ar ég tók mig upp frá Róm og hætti söngferli til að fara að kenna í Bandaríkjunum. Sumir líta svo á að þármeð sé ferill manns á enda. Ég hef hinsvegar alltaf litið svo á að listamaður hefði fullt leyfi til að skipta um áherslur á ferli sín- um. Ég var lengi framan af belc- anto-söngkona, en söngferill minn hefði ekki spannað fjörutíu ár ef ég hefði sett mér það markmið að vera alltaf belcanto-söngkona. Ég vildi breyta um áherslur og mig Iangaði alltaf til að kenna. Ég tel það vera eina af skyldum okkar í lífínu að gefa frá okkur það sem við höfum þegið; deila með öðrum því sem við höfum lært. Það eru engin endalok á ferli að hætta að syngja; það er alveg jafn spenn- andi að ná langt sem kennari og sem söngkona. Ég verð að segja Stórsöngkonan Victoria Zeani segir þeirri ákvöróun sinni aö yfirgefa óperu svióiö fyrir kennsluna ÞÚ GETUR SKIPT UM HLJOÐFÆRI EKKIRODD eins og er að ég elska nemendur mína ekki minna en áþorfendur mína. Það er ekki minni ögrun í því að taka þátt í að skapa nýja söngvara en að skapa persónur á sviði. En ég get líka trútt um tal- að, þar sem ég kenni við háskólann í Indíana, sem er örugglega besti háskóli í heimi.“ — Hvemig geturðu fullyrt það? Skólinn er geysilega vel útbúinn. Við höfum til dæmis óperuhús al- veg út af fyrir okkur og þar er sýning um hveija einustu helgi, með nemendum — en aðeins með afburðanemendum. Við setjum upp átta óperusýningar á ári, tvær á sumrin og sex á veturna og fjórar sýningar á hverri óperu. Þar fyrir utan eru ótal tónleikar og aðrir viðburðir. Það er mikið af hörku góðum nemendum við skólann og kröfurnar eru miklar. Fyrir þetta yfirgaf ég Róm fyrir tólf árum, ásamt eiginmanni mín- um, sem var stórkostlegur söngv- ari og kenndi einnig við þennan háskóla, þar til han lést fyrir tveim- ur árum.“ Virginia Zeani var aðeins þrett- án ára gömul þegar hún hóf söng- nám. Fædd og uppalin í Rúmeníu og segir að ást hennar á óperunni sé hreinlega meðfædd. Hún hafi alltaf litið á sönginn sem sína einu færu leið til að tjá sig og lifa. Og árið 1947 fékk hún leyfi til að fara til Ítalíu til að læra að syngja. Hún þótti nógu efnileg, fimmtán ára að aldri, til að fá . að yfirgefa land sitt — en aðeins í sex mánuði. Zeani sneri þó aldrei aftur heim. Þótt væri að árum, gerði hún sér grein fyrir að ekki yrði aftur snúið ef hún færi aftur til Rúmeníu, eins og stjórnmálaástandið var þá. Hún hélt söngnáminu ung áfram næstu sjö árin og var aðeins 22 ára þegar hún debúteraði í „La 5 Traviata". „Enda hef ég alltaf litið á mig sem „ít- alska“ söngkonu," segir Zeani. „ÖIl menntun mín og uppeldi í söngnum er byggð á ítalska skólanum, þótt ég E3 WIIMHIMIIIHBIMIMIII—Hll ■IIIHPIIIIIWIII lll'IIIHIIillll 1'1 ' í La Traviata hafi á sama tíma lært allt um franska tónlist og þýska og hafi seinna á söngferli mínum sungið mörg hlutverk í þýskum óperum. Ég lét röddina ráða ferðinni; eftir því sem hún þroskaðist og dýpk- aði, breyttust hlutverkamöguleikar mínir. Þau hlutverk sem ég gat ekki sungið snemma á ferlinum, lét ég eiga sig. Ég þvingaði aldrei röddina. Enda er það svo að þegar ég hætti að syngja, hafði ég sung- ið 67 mismunandi hlutverk og komið fram 648 sinnum í óperu- sýningum og söngferill minn spannaði 34 ár. Ég var óskaplega ánægð með þennan langa og giftusamlega fer- il og vissulega hefði ég getað sest í helgan stein. En, auk þess að hafa ennþá mjög mikla orku og heilmikið að gefa, hefur mér alltaf fundist að við sem höfum notið þess að ná á toppinn í söngnum, verðum að leggja allt sem við get- um af mörkum, til að aðrir geti tekið við af okkur.“ — Hvers vegna? „Til að sá mikli árangur sem við höfum náð, dali ekki. Ef við ölum ekki upp nýjar kynslóðir í okkar anda og eftir þeim kröfum sem við gerðum til sjálfra okkar, verður ekkert framhald. Við sem höfum náð langt, verðum bara ein- hver nöfn í sögunni og til á ein- hveijum gömlum skífum, en hver tími verður að fá að njóta þeirra stórkostlegu radda sem til eru. Það er hlutverk okkar sem höfum vit á röddum að finna þær og þjálfa þær upp. Ef ekkert framhald verð- ur á vinnu okkar, er hún til lítils." — Varstu ekkert óhamingjusöm yfir að hætta að syngja? „Nei. Aldrei. Ég veit að margir söngvarar verða mjög vansælir þegar þeir hætta að vinna á óperusviðinu. En ég var mjög sátt við feril minn, ennþá ung og hlakkaði til að eiga annan feril á ævinni. Ég fann að ég hafði svo mikið að gefa og var ákaflega ánægð með að fá svona stórkostlegt tækifæri. Og ég verð að játa að ég nýt kennslunnar svo mikið, að um leið og ég er komin í frí frá háskólanum, þvælist ég um allan heim til að halda nám- skeið, bæði „masterklassa" og einkatíma fyrir starfandi söngv- ara.“ Og víst er að þetta sumarið sit- ur Virginia Zeani ekki auðum höndum. Frá íslandi heldur hún aftur til Indíana, þar sem hún verð- ur með sumarnámskeið fyrir söng- kennara. Þaðan er ferðinni heitið til Ítalíu, þar sem hún verður með tvö „prógrömm“ eins og hún kallar það; það er að segja, námskeiðsvik- ur sem fela í -sér bæði „master- klassa“ og einkatíma. Þaðan held- ur hún til Tel Aviv í ísrael, þar sem hún verður með mjög stórt sumar- námskeið, sem er skipulagt af Metrópólitan-óperunni. Ollu þessu námskeiðahaldi lýkur 15. ágúst og kennslan hefst aftur í Indíana 25. ágúst. „Hingað kom ég og hélt ég mundi hafa nægan tíma til að skoða mig um. Mig óraði ekki fyr- ir því að hér væri svo stór hópur góðra söngvara sem mundi koma á námskeið og í einkatíma. Ég hef bara einn frídag. En það er svo undarlegt að þrátt fyrir langa og harða vinnudaga, þreytist ég lítið. Það er eitthvað í loftinu hér. Ég held það sé raf- magnað. Mér finnst ég hafa enda- lausa orku. Ég veit ekki hvort þessi orka er vegna eldvirkninnar í jörðu eða vegna þess hversu bjartar næturnar eru. Það er alveg öruggt að ég kem hingað aftur, ti! að ferð- ast um og skoða landið.“ — En svo við snúum okkur aft- ur að ferli þínum. Voru foreldrar þínir tónlistarfólk? „Nei. Þau höfðu ágætis söng- raddir og voru miklir listunnendur. Þau fóru með mig í óperuna á unga aldri. En ég hef ekki tónlist- arbakgrunn ef þú átt við það. For- eldrar mínir tóku samt eftir því að strax á unga aldri hafði ég mikla og fallega rödd og höfðu vit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.