Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 1320 Stjórn Magnúsar konungs Ei- ríkssonar minnisskjaldar skipar hirðstjóra og öðrum umboðsmönn- um að veita bændum styrk gegn rangindum klerkdómsins. 1468 Kristján I skrifar borgar- ráðum á Englandi, kaerir víg Björns Þorleifssonar og kveðst hafa gert skip upptæk. 1589 Hamborgararifá leyfi fyr- ir Djúpavogi. 1627 Herhlaup Tyrkja í Grindavík. 1750 Hekla klifin fyrsta sinni af Eggert Ólafssyni og Bjarna Pálssyni. 1766 Fyrsti fjórðungslæknir skipaður. 1890 Þúsund ára landnáms Eyjafjarðar minnzt á Oddeyri. 1904 Fyrsta bifreiðin kemur til (slands. 1913 Fyrsti Ford-bíllinn kem- ur. 1923 Bann við dragnótaveið- um við ísland. 1926 Kristján X í heimsókn á íslandi. 1937 Alþingiskosningar. Stjórnarflokkarnir, Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur, halda velli. 1954 Ásmundur Guðmunds- son vígður biskup. ERLENT 1792 Múgur manns ræðst inn íTui- leries-höll í París. 1837 Vilhjálmur IV Bretakon- ungur andast og Viktoría drottning tekur við. - Hol- lenzkir landnemar stofna lýð- veldi í Natal í Suður-Afríku. 1867 Andrew Johnson Banda- ríkjaforseti kunngerir samning við Rússa um kaup á Alaska. 1898 Bandaríkjamenn taka Guam á Kyrrahafi í styrjöld sinni við Spánverja. 1900 Sendiherra Þjóðverja í Peking, von Ketteler barón, myrtur. 1945 Spáni meinuð aðild að Sameinuðu þjóðunum. 1963 Samkomulag Banda- ríkjamanna og Sovétmanna um „heita línu“ milli Hvíta hússins og Kremlar. 1960 Floyd Patterson sigrar Svíann Ingmar Johansson og endurheimtir fyrstur hnefa- leikara heimsmeistaratitil í þungavigt. 1973 Juan Perón fyrrverandi forseti snýr aftur til Argentínu eftir 18 ára útlegð. 1974 Hafréttarráðstefnan í Caracas hefst. 1976 Menachem Begin verður forsætisráðherra ísraels. AFMÆLISDAGAR Adam Ferguson 1725. Skozkur hagfræðingur. Jacques Offenbach 1819. Franskt tónskáld, f. í Köln. „Faðir frönsku óperettunnar" og höfundur óperunnar Ævin- týri Hoffmanns. Errol Flynn 1909. Ástralskur kvikmyndaleikari. Ólafur W. Stefánsson 1932. Skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu. Örn Bjarnason 1934. Yfir- læknir. Kjartan Lárusson 1945. Framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofu íslands. Frakkakonungur handtekinn á flótta 1791 Loðvík konung- ur XVI og fjölskylda hans voru handtekin í Varennes í dag og verða flutt aftur til Parísar undir öflugri vernd. Þar með hefur verið komið í veg fyr- ir tilraun konungs og Maríu Antoinette drottningar til að flýja land og bæla niður frönsku byltinguna með utanaðkomandi aðstoð. Vinur drottn- ingar, sænski greifinn Fersen, hafði skipu- lagt flóttann síðan í lok síðasta árs. Konungs- hjónin fóru frá París á næturþeli og hugðust leita ásjár Austurríkismanna í Montmédy á austurlandamærun- um. Ráðagerðin fór út um þúfur vegna mistaka konungs og aðstoðarmanna hans og árvekni póstaf- greiðslumannsins í Varennes, sem bar kennsl á hann. Flótt- atilraunin er áfall fyr- ir þá sem eru að semja stjórnarskrá og hafa gert ráð fyrir þing- bundinni konungs- stjórn og Loðvíki VXI á konungsstóli. Innrásarótti grípur um sig og hervörður verður efldur á landamærunum. Kröfur um að konungur leggi niður völd gerast háværari. Rússakeisara rutt úr vegi 1605 Feodor Godunov Rús- sakeisari var myrtur ásamt móður sinni í dag eftir aðeins örfáar vikur við völd. Morð- ingjarnir voru stuðnings- menn svikarans Dímítrís, sem gerir kröfu til krúnunn- ar. Faðir hins myrta keisara, Borís Godunov, féll fyrr á þessu ári þegar hann bældi niður uppreisn Dímítrís^ sem kveðst vera sonur Ivans grimma. Hinn raunverulegi Dímítrí, sonur ívans, lézt með dularfullum hætti 1591 og Borís Godunov var grun- aður um að hafa myrt hann. Annar sonur ívans, Feodor I, tók við völdunum og gekk að eiga systur Borísar God- unovs, sem varð ríkisstjóri. Þegar Feodor I lézt var Bor- ís kjörinn keisari i hans stað og þótti hæfur valdhafi en grimmur. Fals-Dímítrí hefur gert kröfu til krúnunnar síð- an 1601 og hlaut stuðning litháískra og pólskra aðals- manna og jesúíta þegar hann flúði til Litháens. Þrátt fyrir ósigurinn fyrir Borís God- unov virðist rússneska stjórnin styðja kröfu Dímítrís til krúnunnar. Erfiðleika- tímar virðast framundan í Rússlandi. Fyrsta gufuskipið yfir Atlantshaf 1819 Fyrsta gufuskipinu, sem siglt hefur yfir Atlantshaf, var ákaft fagnað þegar það kom til Liverpool í dag frá Savanna í Ge- orgiuríki í Bandaríkjunum. Savarma er að vísu aðeins með hjálparvél, sem var ekki í gangi nema 85 klst. af 27 daga siglingu, og því var siglt undir seglum mestan hluta leiðar- innar. Savanna er 320 smálesta fullreiðaskip, 27 metra langt, búið 90 hestafla gufuvél með skófluhjól- um á báðum síðum. Það var smíðað með það fyrir augum að kanna hvort gufuskip henta til úthafssigl- inga og eigendurnir fengu þá hug- mynd að sigla því yfír Atlantshaf til að selja það Evrópumönnum. í SVARTHOLI f KALKUTTA 1756 Fáir Bretar lifðu af nótt- ina í illræmdu svartholi í Kalk- útta, sem þeim var varpað í þegar furstinn í Bengal gerði innrás í nýlenduna í gær. Furstinn, Suraj ad-Daulah, lét til skarar skríða vegna frétta um að Bretar væru að víggirða nýlenduna, því að hann óttaðist að þeir mundu gera innrás í. Bengal, en Bretar sögðu að um varúðarráðstafanir gegn Frökkum væri að ræða. Þegar svartholið var opnað í morgun voru aðeins 23 Bretar af 146, sem þar höfðu orðið að dúsa, á lífí. Flestir hinna látnu köfnuðu vegna súrefnisskorts eða dóu úr þorsta í kæfandi hita og miklum þrengsl- um í klefanum, sem er fimm sinn- um fyórir metrar að stærð. Bretar eru ákveðnir í að ná Kalkútta aftur á sitt vald og koma fram hefndum. Sóru hátídlegan eió í tennissal 1789 Þegar þingmenn þriðju stéttar Frakklands hugðust ganga í þingsal stéttaþingsins í Versölum í dag komu þeir að lokuðum dyrum. Lögðu þeir þá undir sig tennissalinn, sem var opinn, og sóru þann eið í hrifningarvímu „að skiljast aldrei og koma saman til þing- funda hvar sem aðstæður leyfa, þar til stjórnarskráin hefur verið lögfest og henni komið á fastan kjöl“. Síðan stéttaþingið kom saman 5. júní hafa þingmenn þriðju stéttar beitt sér fyrir miklu róttækari pólitískum og félags- legum breytingum en þingið hefur vald til að ákveða. Fyrr í vikunni tók þriðja stétt upp nafnið stjórnlagaþing fyrir hönd allra stéttanna þriggja í trássi við vilja konungs og í gær ákváðu klerkar með naumum meirihluta að samþykkja ákvörðunina. SATCHMO SLÆRIGEGN 1930 Tónlist blökkumanna er enn í tízku og fólk virðist ekki þreytast á að hlusta á hana. í kvöld gerðu Thomas „Fats“ Waller og Louis „Satchmo“ Armstrong mikla lukku í New York þegar sýningar hófust á Broadway á revíu þeirra Heitt súkkulaði, sem frumflutt var fyrir rúmlega ári. Armstrong syngur Ain’t Misbehavin’ og nokkur lögin eru eftir Fats Waller sjálfan. Barents andast í Norðurhðfum 1597 Hollenzki sæfarinn Will- em Barents lézt í dag á leið heim úr þriðju og síðustu ferð- inni, sem Hollendingar hafa farið undir hans stjóm til þess að fínna Norð- austurleiðina til Austur- Asíu. I fyrri leiðöngrum, 1594 og 1595, sigldi Barents yfir haf það sem við hann er kennt og gerði kort af hluta Novaja Zemlja, sem norrænir menn munu hafa þekkt. í fyrra valdi hann nyrðri leið og fann Bjarna- rey og eyjaklasa, sem kann að vera Svalbarði. Stærsta eyjan er nefnd Spitsbergen. Svalbarði eða Svalbarður fannst 1194 að sögn annála, en sumir telja að hann hafi verið sunnar, því að í gömlum heimildum er aðeins talið fjögurra dægra haf þang- að norður frá Langanesi. Spits- bergen kann að hafa verið land það sem menn sem ætluðu frá íslandi til Noregs fyrr á öldum komust til „norður í hafsbotn," milli Grænlands og Bjarma- lands. Hollenzki leiðangurinn fann ekki fleiri eyjar og fór yfir Barentshaf og fyrir nyrzta odda Novaja Zemlja, sem ekki er vitað til að hafí verið reynt áður. Barents neyddist til að hafa vetursetu á norðurströnd Novaja Zemlja, þar sem hann reisti hús í hollenzkum stíl. Hann hefur verið alvarlega veikur í vetur svo að ekki kom á óvart að hann andaðist skömmu eftir að leiðangurs- menn sigldu frá Novaja Zemlja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.