Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 1
64 SIÐUR B/C
145. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Á heimleið
SERBNESKIR hermenn á leið heim af vígstöðvunum þegar hlé gafst frá bardögum í bænum Bratunac.
Þeir fengu þarna far með Bosníu-Serbanum á dráttarvélinni. A bak við þá má sjá hús sem hafa eyðilagst
í bardögum við hersveitir múslima.
Harðar stórskotaárásir á bæi múslima í Mið-Bosníu
Almemit herútboð til-
kynnt meðal Króata
Zagreb, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
LEIÐTOGAR króatísku hersveitanna í Bosníu fyrirskipuðu almennt
herútboð í gær og settu útgöngubann á öllum yfirráðasvæðum Kró-
ata í landinu. Múslimski bærinn Maglaj varð fyrir hörðum stórskota-
árásum Króata og Serba. Fregnir hermdu að lík hefðu sést í fljóti
sem rennur um bæinn.
Malgagn Irakssijórnar
Ovænt
gagnrýni
áyfírvöld
Baghdad, Moskvu. Reuter.
MÁLGAGN írösku stjórnarinn-
ar, al-Jumhouriyah, gagnrýndi
leiðtoga landsins í gær og sagði
þeir hefðu gert mistök með því
að Verða við kröfum Sameinuðu
þjóðanna um að eyða langdræg-
um eldflaugum Iraka. Þetta er
í fyrsta sinn sem slík gagnrýni
á hendur yfirvalda landsins
kemur fram í blaði stjórnarinn-
ar.
í óvæntri frétt á forsíðu blaðsins
segir að leiðtogum íraka hafi orð-
ið á „herfræðileg mistök" þegar
þeir gengust inn á vopnahléskil-
mála í Persaflóastríðinu, en í þeim
var kveðið á um eyðingu vopna.
Þjóðin svipt vernd
Blaðið spyr hvers vegna eld-
flaugar íraka hafi verið seldar
undir Öryggisráðið og landið þar
með svipt þeim árásarmætti sem
verndaði það og þjóðina. „Hefðum
við haft flaugamar hafði sá veik-
lyndi og óákveðni Clinton [Banda-
ríkjaforseti] aldrei vogað sér að
ráðast á íraskar borgir,“ segir
ennfremur í blaðinu.
Gagnrýni Gorbatsjovs
„[Bill] Clinton hefur gert alvar-
leg mistök,“ skrifar Míkhaíl Gorb-
atsjov í blaðið Nezavisimaya Gaz-
eta í gær. Segir hann að með eld-
flaugaárásinni á Baghdad um
helgina hafí Bandaríkin tekið upp
sína fyrri háttu sem lögregla
heimsins í kalda stríðinu. Það hafi
verið fljótfærni af hálfu rússn-
eskra stjórnvalda að samþykkja
aðgerðimar sem sjálfsvörn.
Bandaríkjamenn hefðu átt að bera
aðgerðimar undir Sameinuðu
þjóðirnar.
Króatísku leiðtogarnir fyrirskip-
uðu öllum Króötum á aldrinum
18-60, sem era hæfir til að gegna
herþjónustu, að skrá sig í herinn
innan sólarhrings. „Þetta er áskor-
un til allra Króata í Bosníu um að
sameinast og veija föðurland sitt
þar sem við teljum að framtíð
Bosníu-Króata sé í hættu,“ sagði
talsmaður leiðtoganna.
Þótt króatísku hermennirnir séu
betur vopnaðir en múslimar era
þeir síðarnefndu fjórum sinnum
fjölmennari á vígvellinum, að sögn
króatískra embættismanna.
Króatar og Serbar héldu áfram
stórskotaárásum á múslimsku bæ-
ina Maglaj, Zepce og Zavidovici í
Mið-Bosníu. Serbnesk skriðdreka-
sveit réðst inn í þorpið Novi Seher
og kveikt var í öllum húsum í þorp-
inu. Hundrað flóttamanna
streymdu frá svæðinu.
Afnámi vopnasölu-
banns liafnað
Tillaga um að stjórnarher Bosníu
yrði undanskilinn vopnasölubanni,
sem sett var á fyrrverandi lýðveldi
Júgóslavíu, fékkst ekki samþykkt í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í
fyrrakvöld. Aðeins sex aðildarríki
ráðsins greiddu atkvæði með tillög-
unni, ekkert var á móti en níu sátu
hjá — Brasilía, Bretland, Kína,
Frakkland, Ungveijaland, Japan,
Nýja-Sjáland, Rússland og Spánn.
Beiti ekkert þeirra fimm ríkja sem
hafa fastafulltrúa í ráðinu neitunar-
valdi þurfa að minnsta kosti níu
ríki að samþykkja slíkar tillögur til
að þær nái fram að ganga. Fimm
ríki — Grænhöfðaeyjar, Djibouti,
Marokkó, Pakistan og Venezuela —
lögðu tillöguna fram og auk þeirra
greiddu aðeins Bandaríkin atkvæði
með henni.
Uppreisnin í
Azerbajdzhan tókst
Völdin í
hendur
Guseinov
Baku. Reuter.
ÞINGIÐ í Azerbajdzhan kaus í
gær uppreisnarleiðtogann Suret
Guseinov forsætisráðherra
landsins og setti varnar-, innan-
ríkis- og öryggismálaráðuneytið
undir hans stjórn. „Guseinov er
þjóðhetja og mikill foringi,"
sagði Geidar Alijev, forseti
þingsins, þegar hann lagði til,
að hann yrði kosinn.
Guseinov, sem er 35 ára gamall,
fyrrverandi ullarvörakaupmaður,
sagði í þingræðu, að hann myndi
gera allt til að koma á friði í land-
inu. Sakaði hann Abulfaz Elchibey
forseta, sem leitað hefur hælis í
heimahéraði sínu, Nakítsjevan, um
að bera ábyrgð á upplausninni í
Azerbajdzhan en í skjóli hennar
hafa Armenar náð öllu Nagorno-
Karabakh á sitt vald og einnig hluta
af Azerbajdzhan.
Mikil völd
Forsætisráðherra í fyrrverandi
lýðveldum Sovétríkjanna hafði
venjulega aðeins efnahagsmálin á
sinni könnu og því er ljóst, að Gus-
einov er mjög valdamikill ef ekki
allsráður í landinu. Elchibey var
kosinn forseti fyrir ári með atkvæð-
um 60% landsmanna og hann nýtur
stuðnings Bandaríkjamanna og
Tyrkja, sem hafa mótmælt því, sem
þeir kalla valdarán í Azerbajdzhan.
Kjarnorkutilraunir
Clinton
framleng-
ir frestun
Washington. The Daily Telegraph.
BILL Clinton, forseti Banda-
ríkjanna, hefur ákveðið að
verða við tilmælum þingsins
um að hefja ekki aftur til-
raunir með kjarnorkuvopn
neðanjarðar, svo fremi sem
engin önnur lönd hefja slíkar
tilraunir.
í september síðastliðnum
samþykkti þingið að frekari
kjarnorkutilraunum í Bandaríkj-
unum skyldi frestað um níu
mánuði, og yrðu endanlega af-
lagðar árið 1996. Þrýst hefur
verið á þingmenn að fresturinn
yrði framlengdur. Rökin hafa
verið þau, að ef Bandaríkin
héldu tilraunum áfram myndi
það ýta undir önnur lönd, þar á
meðal Rússland og Kína, að
gera slíkt hið sama. Andstæð-
ingar frekari frestunar segja
hinsvegar að frekari þróun
kjarnavopna sé nauðsynleg,
ekki síst í ljósi þess að þriðja-
heims ríki, þar á meðal Iran og
Norður-Kórea, vinni að því að
koma sér upp kjarnavopnum.
Þýska stjómin boð-
ar mikiim niðurskurð
Atvinnuleysis- og tryggingabætur lækkaðar og einnig
niðurgreiðslur í iðnaði og landbúnaði, sem og barnabætur
KBln. Reuter.
ÞÝSKA stjómin boðaði í gær mikinn niðurskurð
á ríkisútgjöldum næstu þrjú árin ásamt öðrum
aðgerðum til að bæta efnahagsástandið. Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í gær, að lands-
menn hefðu lifað um efni fram og því væri óhjá-
kvæmilegt að skera niður til að tryggja framtíðar-
velferð þjóðarinnar.
Samkvæmt áætlun stjórnarinnar verða útgjöld skor-
in niður um rúmlega 21 milljarð marka, 880 milljarða
ísl. kr., á næsta ári, um 27,39 milljarða marka 1995
og 28,75 milljarða marka 1996. Segir Theo Waigel,
fjármálaráðherra, að niðurskurðurinn eigi að auðvelda
þýska seðlabankanum að lækka vexti og talsmenn
bankans hafa fagnað sparnaðaráætlunum stjórnarinn-
ar. Fjárlagahallinn í Þýskalandi var 39 milljarðar marka
á síðasta ári og verður líklega 68 milljarðar á þessu.
Er búist við, að hann verði svipaður á næsta ári en
hefði orðið um 90 milljarðar ef ekkert hefði verið að
gert.
Sparnaðurinn mun meðal annars felast í því, að á
næsta ári munu atvinnuleysis- og tryggingabætur
verða lækkaðar og einnig niðurgreiðslur í iðnaði og
landbúnaði. Laun opinberra starfsmanna munu ekki
hækka og barnabætur verða lækkaðar.
„Þessar fórnir verðum við að færa, við höfum eytt
meira en við höfum aflað,“ sagði Kohl kanslari í Köln
í gær og Waigel sagði, að sá, sem hafnaði þessum
tillögum, væri að snúast gegn sinni eigin þjóð á erfið-
um tímum.