Morgunblaðið - 01.07.1993, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
Sparisjóðir hækka
vexti um 0,3-0,75%
SPARISJÓÐIRNIR hækka vexti í dag af óverðtryggðum
útlánum um 0,5-0,75% og vexti af verðtryggðum útlánum
um 0,3%. Þá hækka vextir Búnaðarbankans af verðtryggð-
um útlánum um 0,25%. Landsbanki og íslandsbanki breyta
einungis vöxtum af gengisbundnum liðum. Þrátt fyrir þess-
ar hækkanir er íslandsbanki með hæstu vexti útlána og
eru t.d. meðalvextir af víxillánum hjá bankanum 12,8%
samanborið við 12,3% meðalvexti sparisjóðanna.
*
Tap Islands-
banka nemur
195 millj. kr.
TAP íslandsbanka fyrstu fjóra
mánuði ársins var 195 milljónir
króna. Bankinn lagði á sama
tímabili alls 493 milljónir í af-
skriftarreikning og 130 milljóna
vextir voru ekki tekjufærðir af
varúðarástæðum. Þrátt fyrir tap-
ið er áætlað að bankinn verði
rekinn með hagnaði á yfirstand-
andi ári.
Áætlun þessi byggist á því að
bankinn lagi vexti að verðbólgu á
hveijum tíma og ekki verði óvæntar
breytingar til hins veira í afskrift-
um útlána. í frétt frá íslandsbanka
er tapið á fyrsta ársþriðjungi fyrst
og fremst rakið til þess að vextir
af óverðtryggðum útlánum voru
ekki nema að hluta hækkaðir til
samræmis við aukna verðbólgu í
febrúar og mars.
Fram kemur að verðtryggðar
skuldir bankans eru mun hærri en
verðtryggðar eignir sem olli tekju-
tapi á þessu tímabili en það er sagt
jafnast út þegar á fyrri hluta þessa
Ólafur K. Ólafs, hjá peninga-
máladeild Seðlabankans, kvaðst
telja að með vaxtabreytingum á
verðtryggðum lánum væru Búnað-
arbankinn og sparisjóðimir að færa
sig nær íslandsbanka sem væri
með hæstu vexti skuldabréfalána.
„Síðan era sparisjóðimir að breyta
vöxtum víxillána, yfírdráttarlána
og óverðtryggra skuldabréfalána
sem líklega skýrist einnig af því
að þeir eru að færa vextina nær
þeim vöxtum sem era hæstir í þess-
um útlánaflokkum. Þá mótast þess-
ar hækkanir af spám um vaxandi
verðbólgu vegna gengisfellingar-
innar. Það má búast við hækkun
vaxta af óverðtryggðum lánum síð-
ar í mánuðinum miðað við fengna
reynslu ,“ sagði Ólafur.
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans, sagði
í samtali við Morgunblaðið að
vaxtamálin væra til athugunar hjá
Landsbankanum en engar ákvarð-
anir hefðu verið teknar um breyt-
ingar á vöxtum.
Fylgst með verðlagsþróun
Stefán Pálsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, sagði að ákveðið
hefði verið að hækka vexti af
Stjömubók, sem er verðtryggður
reikningur, um 0,25% vegna hækk-
ana á ávöxtunarkröfu húsbréfa og
spariskírteina að undanförnu. Á
móti því hefðu vextir af verð-
tryggðum lánum hækkað um
0,25%. Hann sagði að frekari
vaxtabreytingar myndu ráðast af
verðlagsþróuninni í framhaldi af
gengisfellingunni.
„Bankár og sparisjóðir hafa oft
beðið með að bregðast við aukinni
verðbólgu en við ætlum að reyna
að stemma strax á að ósi,“ sagði
Baldvin Tryggvason, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fiðlusnillingi fagnað
TROÐFULLT hús og mikil stemmning var á tónleikum hins
heimsþekkta fiðlulusnillings Nigel Kennedy í íþróttahúsinu í
Kaplakrika í gærkvöldi, en ýmsum unnendum klassískrar tónlist-
ar þóttu þó tónleikarnir vera of poppaðir fyrir þeirra smekk.
Listamaðurinn var ákaft klappaður upp að loknum flutningi
þeirra verka sem á dagskránni voru og lék hann fjölmörg auka-
lög fyrir tónleikagestina sem greinilega kunnu vel að meta það
sem boðið var upp á þessum lokatónleikum Listahátíðar í Hafnar-
firði.
Sjávarútvegsráðuneytið undirbýr aðgerðir til verndar smáfiski
Varanlegar lokanir þar sem
mest er um undirmálsfisk
ÞAÐ ER ekki vHji sjávarútvegsráðuneytisins að gera upp
á milli útgerðarflokka, stærðar báta, eða skipa, eða veiðar-
færa, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra.
Hann segir það hins vegar vera ijóst að athuganir hafi sýnt
í alllangan tíma að undirmálsfiskur hafi í mjög ríkum
mæli verið í afla sem fæst á línu- og krókaveiðum. Því séu
nú varanlegar lokanir veiðisvæða þar sem mest hafi verið
af undirmálsfiski í undirbúningi í ráðuneytinu.
árs.
Sjá nánar í Viðskiptablaði B2
Víkingalottóið
Norðmaður
og Dani með
25 mfflj. kr.
DANI og Norðmaður fengu
1. vinning í Víkingalottóinu
í gærkvöldi, rétt tæplega 25
milljónir króna.
Að sögn Alfreðs Þorsteins-
sonar, stjómarformanns ís-
lenskrar getspár, gekk bónus-
vinningurinn ekki út hér á landi
og verður hann því tvöfaldur
næsta miðvikudag, eða um 1,5
milljónir króna. Aðaltölumar í
Víkingalottóinu í gærkvöldi
voru 6, 42, 19, 10, 8 og 39,
en bónustölumar vora 45, 28
og 40.
„Meðal annars hefur það leitt
til þess að skyndilokanir hafa ver-
ið miklu fleiri á þessu ári en
nokkru sinni áður. Það hefur líka
verið meira um undirmálsfisk á
togslóð," sagði Þorsteinn í samtali
við Morgunblaðið
Sjávarútvegsráðherra segir að
nú sé verið að skoða möguleika
á því að banna viðvarandi veiði
með reglugerð, á þeim svæðum
sem mest hefur verið um skyndi-
lokanir vegna undirmálsfísks.
„Við höfum aðeins kynnt hags-
munaaðilum undirbúningsvinnu
okkar í þessu máli og ég vona
að niðurstaða fáist í því, innan
ekki mjög langs tíma,“ sagði Þor-
steinn.
Brýnt að taka á þessu
„Ég tel að það sé mjög brýnt
að taka á þessu. Það verður líka
að hafa það í huga að það er mjög
óþægilegt fyrir útgerðir og skip-
stjómarmenn, þegar skyndilokanir
eru orðnar svona tíðar. Það skapar
mikla óvissu um það hvar menn
mega veiða og hvenær. Það er því
erfítt fyrir skipstjómarmenn að
fylgjast með því og fyrir okkur að
framkvæma lokanimar og fylgja
þeim eftir. Varanlegar lokanir hafa
því einnig gildi í þeim tilgangi að
fftgrgiifiiMaftift
í dag
Ferðahelgi framundan_________
Fyrsta helgin í júlí hefur þróast f
að verða næstmesta ferðahelgin 4
Unglingavinnan_______________
Mjög misjöfn laun eru í unglinga-
vinnunni eftir sveitarfélögum og
munar t.d. helming & Höfn og í
Hafnarfirði. 26
íslandsmótið í knattspyrnu
KR sigraði Val með tveimur mörk-
um gegn engu í fyrsta leiknum í
sjöundu umferð Islandsmótsins í
knattspymu. 43
Leiðari
Stórútsala og viðskiptasiðferði. 22
Viðskipti/Atvinnulíf
► Milljarðamarkaður býðst ís-
íenskum hugbúnaðarfyrirtækj-
um - Greiðslubyrði sjávarútvegs
léttist - Grænn fatnaður slær í
gegn - Evreka samstarfið
Dagskrá
^ Háskerpusjónvarp í Evrópu -
Dýrasta kvikmynd i heimi - Líf-
verðir og þekkt fólk - Bíóin í
borginni - Fóik í fréttum - Kvik-
myndir vikunnar
auðvelda framkvæmdina fyrir báða
aðila, þ.e. þá sem eiga að hafa eftir-
lit og þá sem sækja sjóinn," sagði
Þorsteinn.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
auðvitað væri ekkert hægt að al-
hæfa í þessum efnum og segja að
allir smábátar kæmu með undir-
málsfisk í miklum mæli að landi,
en kannanir þær sem Fiskistofa
hefði staðið fyrir sýndu með ótví-
ræðum hætti að um hættulega hátt
hlutfall væri að ræða og því væri
bragðist við með þessum hætti.
Brotið gegn Marniréttmdasáttmála Evrópu
Lögnm um leigu-
bifreiðaakstur
verður að breyta
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hyggst breyta lög-
um um leigubifreiðaakstur í samræmi við niðurstöðu Mann-
réttindadómstóls Evrópu, sem í gær felldi dóm í máli Sig-
urðar A. Sigurjónssonar leigubílstjóra gegn íslenzka rík-
inu. Dómurinn telur ríkið hafa brotið 11. grein Mannrétt-
indasáttmála Evrópu um félagafrelsi með því að þvinga
Sigurð með lagasetningu árið
bifreiðastjórafélaginu Frama,
leyfi sínu.
Mannréttindadómstóllinn komst
að þeirri niðurstöðu að 11. greinin,
sem fjallar um rétt manna til að
stofna félög, þar á meðal stéttarfé-
lög, vemdi einnig svokallað nei-
kvætt félagafrelsi, þ.e. frelsi manna
til að ganga úr félagi eða vera utan
félags. í íslenzku stjómarskránni
er einnig ákvæði um félagafrelsi,
en deilt hefur verið um hvort það
vemdaði rétt manna til að standa
utan félaga.
Ágreiningur um fordæmisgildi
Samtök vinnuveitenda og laun-
þega greinir á um fordæmisgildi
dómsins varðandi aðrar reglur á
vinnumarkaði en lögin um leigubif-
reiðaakstur. Þannig heldur Lára
1989 til þess að vera í leigu-
ætti hann að halda atvinnu-
V. Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri
Alþýðusambandsins, því fram að í
raun sé ekki skylduaðild að stéttar-
félögum hér á landi, heldur séu
menn aðeins skyldaðir til að greiða
félagsgjald til stéttarfélaganna fyr-
ir að fá að vinna eftir samningum
þeirra. Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins, segir hins vegar að í
ýmsum kjarasamningum, til dæmis
samningum verzlunarmanna, séu
menn skyldaðir að vera í stéttarfé-
lagi til að fá að stunda atvinnu sína
og stéttarfélögin eigi ekki að fá að
innheimta gjöld af öðram en félags-
mönnum sínum.
Sjá bls. 16: „Brot á frelsi..."