Morgunblaðið - 01.07.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
5
Verð mun hækka á GrænJand fellst á
bensíni og olíu í dag miiu“ laxakvóta
Minni hækkanir á
bensíni en gas-
og svartolíu
OLÍUFÉLÖGIN hækka verð á
eldsneyti í dag. Minnst er hækk-
unin á bensíni eða frá 2,2% í
3,35%. Gasolía hækkar um 6,7%
og svartolía um 4,3%. Skeljung-
ur hækkar verð á bensíni minna
en Olís og Olíufélagið, enda
höfðu Olís og Olíufélagið lækk-
að verðið fyrir helgi áður en
gengislækkunin varð en ekki
Skeljungur.
Um ástæður fyrir minni hækk-
un á bensíni en öðru eldsneyti
sögðu forsvarsmenn olíufélaganna
að mikill hluti bensínsverðs væri
innlendur kostnaður og þar af
væru opinber gjöld stór hluti.
Olía lækkar minna
Þá lækkar svartolíuverð minna
en gasolía þar sem heimsmarkaðs-
verð á svartolíu hefur farið lækk-
andi að undanförnu.
Öllum til-
boðum hafn-
að í Sjávar-
borg GK-60
ÖLLUM tilboðum í Sjávarborg-
ina GK 60 í eigu Fiskveiðasjóðs
íslands hefur verið hafnað. Alls
bárust 15 tilboð í skipið og voru
þau öll of lág, að mati sjóðsins.
Sjávarborgin er 450 tonna stál-
skip smíðað á Akureyri 1981. Skip-
inu fylgdi 270 tonna bolfiskkvóti.
Það var áður í eigu Hafliða Þóris-
sonar útgerðarmanns en skipið var
innsiglað við bryggju í Sandgerði
vegna vangoldins virðisaukaskatts
og staðgreiðsluskulda. Skipið fór á
uppboð í mars sl. og var slegið
útgerðarfyrirtækinu Nirði í Sand-
gerði fyrir 290 milljónir króna en
ekki var staðið við tilboðið innan
tilskilins tíma. Var þá gengið að
næsthæsta tilboðinu, 100 milljón-
um króna, frá Fiskveiðasjóði.
Fiskveiðasjóður átti 359 milljóna
króna kröfu á 1. veðrétti. A 2.
veðrétti var u.þ.b. 95 rnilljóna
króna krafa Landsbanka Islands.
Geysir ekki
látinn gjósa
GEYSIR í Haukadal mun ekki
gjósa í sumar, a.m.k. ekki af
mannavöldum.
Aðspurður um hvort áformað
væri að framkalla gos í Geysi
nú í sumar sagði Þóroddur Þór-
oddsson, framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs, að Náttúr-
verndarráð hefði í fyrravor mót-
að þá stefnu að framkalla ekki
gos í Geysi. Þoroddur benti
mönnum á að Strokkur gysi á
u.þ.b. 15 mínútna fresti.
Verðhækkanir olíufélagannar
vegna gengisfellingarinnar
Verð hver lítri
DlÍS
ESSO
Skeljunrjur
92oktan Verðiðídag 67,90 67,80 67J0 ^
Hækkun 3,34% 3,35% 2,27% >
Bensín Verðið í gær 68,10 68,10 68,50 /
95oktan Verðiðídag 70,30 70,30 70,30
Hækkun 3,20% 3,20% 2,60% //
Bensín Verðið í gær 71,30 71,50 72,K)
98oktan Verðiðídag 73,70 73,80 73,70
Hækkun 3,40% 3,20% 2,20% ^
Gasolía Verðið í gær 19,50 19,50 19,50 /I
Verðið í dag 20,80 20,80 20,80 //
Hækkun 6,70% 6,7% 6,70% </
GRÆNLENSKA landstjórnin og
útgerðin hafa samþykkt nýjan
úthafsveiðikvóta á laxi við vest-
urströnd Grænlands. Kvótinn
var ákveðinn af vísindanefnd
NASCO og borinn fram af Vest-
ur-Grænlandsnefnd NASCO.
Kvótinn er 213 tonn, en til sam-
anburðar þá hefur kvóti Græn-
lendinga verið 840 tonn á ári.
Grænlendingar hafa þó ekki náð
slíkri veiði hin síðari ár, heldur
verið að veiða 300 til 500 tonn
árlega. Alþjóðlega kvótakaupa-
nefndin, sem Orri Vigfússon veitir
forstöðu, mun hitta talsmenn
Grænlendinga á fundi í Kaup-
mannahöfn í bytjun næstu viku þar
sem fjallað verður um hugsanleg
kaup nefndarinnar á kvótanum.
Áfangasigur
„Þetta er mikilvægur áfangasig-
ur. Það var nauðsynlegt að vita
hvað nefndin væri að bjóða í stóran
kvóta. Það að Grænlendingar sam-
þykkja svona samdrátt lofar góðu
um framhaldið. Nú göngum við til
framtíðarsamninga við þá og ég
er mjög bjartsýnn á að niðurstaða
Kaupmannahafnarfundarins verði
okkur að skapi,“ sagði Orri Vigfús-
son.
♦ ♦ ♦----
Yarð undir
jeppabifreið
MAÐUR á áttræðisaldri slasað-
ist töluvert er hann varð undir
jeppa við eyðibýlið Kirkjuhól í
Skagafirði í gær. Maðurinn, sem
búsettur er í Varmahlíð, var
fluttur í Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Maðurinn fór að huga að hross-
um á bíl sínum við Kirkjuhól fyrir
hádegi í gær. Talið er að hann
hafi gengið frá jeppanum en jepp-
inn runnið af stað á eftir honum
og farið yfir hann. Eiginkona hans
fann manninn um kl. 14 og til-
kynnti hún það lögreglu á Sauðár-
króki um hálftíma síðar.
Maðurinn hlaut opið fótbrot á
vinstri fæti og kenndi eymsla í síðu,
* +
STAÐARFELLSHATIÐ ’93
Hátíö fjölskyldunnar
Dagana 2. til 4. júlí.
DAGSKRA
Föstudagur.
W: 19.00
XI: 22.30
K: 22.45
Laugardagur.
W: 10.00
Kl: 12.00
Kl: 18.00
Kl: 20.00
Kl: 21.00
W: 21.30
Kl: 23.30
Sunnudagur:
Kl: 11.00
Kl: 13.00
K>: 14.15
Fríar sœtaferðir frá SÁÁ Slðumúla 3 til 5
stundvíslega.
Hátíðin sett.
Hjaltl BJÖrnsson forstöðumaður Staðarfells
Dlskótek.
Guðmundur BJÖrnsson plötusnúður þeytir plötum um allt svœðið fram eftir nóttu.
Málað á andlit barna.
Karnival-Tívolfhátlð á vegum ungs fólks í SÁÁ.
Mótsgestum er boðið upp á fríar pylsur og kók meðan birgðir endast. Trúðar gefa
börnum uppblásnar blöðrur, og ganga á stultum um svœðið.
Keppt verðurí allskonar skemmtilegum leikjum.
Ekta Kamival-Ttvolí stemming allan daginn fyrir alla fjölskylduna. Nú geta mamma
pabbi og krakkarnir skemmt sér saman og enginn er svo töff að hann finni ekki eitthvað
við sitt hœfi.
Gömlu dansarnlr.
Stiginn verður dans á pallinum við undirleik
Guðbjartar harmonikkuleikara eins og það var I gamla dag<
Dúndur stuð í gömlu og suðuramerísku dönsunum.
AA fundur.
Mótsgestum boðið upp á frftt kakó og kex.
Skemmtidagskrá.
Avarp:Krlstlnn T Haraldsson formaður SFS.
Hátíðarrœða: Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ.
Söngur: HörðurTorfa.
Grín: örn Árna og Jónas Þórlr.
Leikhópurinn Vinlr Tóta.
Atriði úr söngleiknum: Leikur að vonum eftir Ólaf Þórarinsson og margt fl.
Dansleikur. Hljómsveitin Karma frá Selfossi
risteikur. Hhomsveitin Karma tra beirossi
og Guömundur Björnsson þeytir plötur í pásum.
fól I ^
Hugvekja.
AA fundur.
Mótsslit.
Kœru félagar hjálpið okkur að hjálpa SÁA með því að mœta og taka með ykkur
gesti. Sýnum fram á, að til er stór hópur fólks sem er á móti lokun Staðarfells.
Þessi hátíð gœti skipt sköpum.
Verö aðgöpgumiða er 3000 kr. fyrir 15 ára og eldri en frítt fyrir alla hina.
SAÁ hátíöin sem vera atti í galtarlœk í júlí fellur niður.
SÝNUM SAMSTÖÐU OG MÆTUM ÖLL