Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JULI 1993 Skattlagning ís- lenskrar tungu eftir Ólaf Ragnarsson Frá og með deginum í dag, 1. júlí 1993, þurfa íslendingar að gjaida yfirvöldum sérstakan skatt ef þeir leyfa sér að kaupa og lesa bækur, blöð eða tímarit á íslensku. Þannig heimtir fjármálaráðherra gjald af tjáningu landsmanna, hugsmíðum þeirra, upplýsingum og fræðslu, mennta- og menningarefni sem birt er á síðum prentmiðla. Þessi nýja skattheimta er ákveðin af stjórnvöldum fámennrar eyþjóðar sem á hátíðastundum kennir sig við bækur og bókmenningu. Á þeim stundum tengja leiðtogar tilvist þjóð- arinnar umfr'am allt því ástkæra, ylhýra máli sem hér er talað. En nú skal íslenskan skattlögð hvar sem hún birtist á prenti. Engum vafa er undirorpið að þessi skattlagning tungunnar mun veikja grundvallarstoðir menningar okkar. Augum lokað fyrir staðreyndum Undanfarna mánuði og misseri hefur verið reynt að tala um fyrir alþingismönnum og ráðherrum af hálfu allra þeirra hópa þjóðlífsins sem beint eða óbeint tengjast bókum Samkomulag það, sem Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra gerðu um Þróunarsjóð sjávarútvegsins síðastliðið vor felur í sér að 1.000 króna lágmarksgjald verður lagt á sérhvert þorskígildis- tonn fisktegunda innan kvóta. Þetta gjald, ásamt gjöldum af fískiskipum og vinnslustöðvum, á að standa undir greiðslum af láninu, sem sjóð- urinn mun taka til að geta keypt upp fiskiskip og vinnslustöðvar. Reynist skuldbindingarnar meiri en gjaldið stendur undir, þarf sam- þykki Alþingis til að hækka það. Lánið greitt út í skömmtum Frumvarpsdrög þau, sem samin ALPINA vandaöir gönguskór fyrir meiri og minni háttar gönguferðir. Frábærverð frá ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstððina, slmar 19800 og 13072. og bókaútgáfu. Minnt hefur verið á að menningarlegar röksemdir, bent á afleiðingar þessarar nýju skatt- lagningar á atvinnu fjölda fólks og færð fram fjármálaleg rök fyrir því að áætlaðar tekjur ríkissjóðs af skatti á bækur muni ekki skila sér nema að litlum hluta vegna samdráttar í bóksölu og kostnaðar ríkissjóðs af auknu atvinnuleysi í þeim greinum sem tengjast gerð, útgáfu og sölu bóka. Nefnd sem stjómvöld skipuðu á liðnu vori aflaði margvíslegra gagna er studdu þessa röksemdafærslu og skilaði hún skýrslu um málið á borð ríkisstjórnar - en allt kom fyrir ekki. Forystumenn þjóðarinnar lokuðu augum fyrir þeim staðreyndum sem fyrir lágu. Skatturinn skyldi koma til framkvæmda hvað sem tautaði og raulaði! Frá þessum degi skal inn- heimta 14% virðisaukaskatt af hverri seldri íslenskri bók. Þvert á menningarstefnuna Bókmenning hefur verið burðarás íslenskrar menningar og er saga hennar órofin frá tólftu öld. Á uml- iðnum áratugum hefur dregið nokk- uð úr vægi ritlistar samhliða því að aðrar listgreinar hafa haslað sér völl í þjóðlífínu. En bókmenntir hafa ver- voru eftir að ráðherrarnir náðu samkomulagi sín á milli, gera ráð fyrir að ríkissjóður láni Þróunar- sjóði fjóra milljarða króna, sem greiddir verða út á árunum 1993- 1995. Þar kemur einnig fram að Atvinnutryggingadeild Byggða- stofnunar á að renna inn í sjóðinn. Þróunarsjóður tekur þar á sig 195 milljóna króna neikvætt eigin fé Atvinnutryggingadeildar. Fjögurra milljarða lánið verður greitt út í skömmtum og ætlun rík- isstjórnarinnar er að það verði gert með skuldabréfum með takmörkuð- um framsalsrétti. Þessi háttur verð- ur hafður á til þess að létta ríkis- sjóði útgjöldin og hafa sem minnst áhrif á lánsfjárþörf ríkisins. Hluti efnahagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar er að lengja lán sjáv- arútvegsfyrirtækja hjá Atvinnu- tryggingardeild. Þetta þýðir að greiðslum fyrirtækja inn í Þróunar- sjóð — sem mun taka deildina yfir — mun seinka og tekjustreymi sjóðsins minnka fyrstu árin. Hann mun því hafa úr minna fé að spila en upphaflega var ætlað til þess að úrelda hús og skip, nema að ákveðið verði að flýta útborgun láns ríkissjóðs. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins leggst Friðrik Sophusson fjármálaráðherra gegn slíku. ið og ættu að verða áfram lykilþátt- ur í endurnýjun og eflingu tungunn- ar. Álagning virðisaukaskatts á bæk- ur mun torvelda mjög alla menning- arlega útgáfustarfsemi. Vegna tak- markaðri sölumöguleika munu færri og færri íslensk skáldverk og metn- aðarfull verk tengd íslenskri náttúru, sögu, tungu og menningu þjóðarinn- ar verða gefín út. Ekki verður betur séð en þessi aðgerð ríkisstjómarinnar gangi þvert gegn stefnu hennar um að efla ís- lenska menningu og getur hún að mati ríthöfunda og útgefenda orðið eitt alvarlegasta menningarlegt slys sem þjóðin hefur orðið fyrir um langt skeið. Bókaskatturinn mun koma illa við alla lesendur íslenskra bóka og þá ekki hvað síst námsmenn og frjöl- skyldur þeirra sem ekki mega við auknum skattbyrðum um þessar mundir. Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla íslands má gera ráð fyrir fimmtungs samdrætti í almennri bóksölu strax á þessu ári með til- komu skattsins og hækkun bóka- verðs. Þvert á yfirlýsta atvinnustefnu Almennt mun skattlagningin auka verulega vanda allra þeirra aðila í landinu sem byggja afkomu sína að einhveiju leyti á framleiðsiu, útgáfu og sölu íslenskra bóka. Þar er um að ræða á þriðja þúsund einstaklinga og fyrirtæki. Samdráttur í bóksölu á síðasta ári hefur valdið því að mörg útgáfufyrir- tæki eiga við verulega rekstrarerfíð- leika að stríða og mega ekki við miklum áföllum vegna minnkandi bóksölu á þessu ári. Atvinnuleysi í bókagerð og prent- iðnaði hefur farið vaxandi undan- fama mánuði og er nú hlutfallslega meira en nemur landsmeðaltali. Með auknum skattbyrðum á útgáfustarf- semi og bókagerðargreinar og fækk- un verkefna í kjölfar minnkandi út- gáfu verður enn frekar grafið undan atvinnu þessa fólks sem nú býr við vaxandi samkeppni frá erlendum prentiðnaði. Þá hefur orðið til lítils sú uppbygging og tæknivæðing sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. Með þessari nýju skattlagningu er ríkisstjómin beinlínis að auka at- vinnuleysi í prentiðnaði og bókagerð. Þannig gengur hún þvert á yfirlýsta stefnu sína um að létta álögum af atvinnulífínu með það fyrir augum eftir Svavar Gestsson í dag, þriðjudag, kemur í Morg- unblaðinu, grein eftir Magnús Ósk- arsson borgarlögmann um Jóhönnu Sigurðardóttur. Greinin heitir Heilög Jóhanna. Ekki ætla ég að svara fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur hún sjálf eins og dæmin sanna, en greinilegt er að Morgun- blaðið hefur ákveðið að leggjast í víking gegn henni. Ekki aðeins með þessum skrifum Magnúsar Óskars- sonar. Heldur einnig með sérstök- um leiðara sem beint var gegn fé- lagsmálaráðherra. En í framhaldi af grein borgar- lögmannsins í gær spyr ég: 1. Skrifar Magnús Óskarsson greinina sem borgarlögmaður? 2. Er það við hæfi að embættis- menn borgarinnar ráðist að tilefnis- lausu þannig að einstaklingum sem gegna forystustörfum í stjórnmál- um? 3. Eru embættismenn borgarinn- ar eingöngu embættismenn Sjálf- stæðisflokksins? 4. Reikna embættismenn borgar- innar ekki með þeim möguleika að Ólafur Ragnarsson „Sá dagur mun koma - hvort heldur það verð- ur í tíð núverandi ríkis- stjórnar eða þeirrar næstu - að snúið verð- ur af þeirri óheillabraut sem í dag er stefnt inn á. Augu kjörinna leið- toga þjóðarinnar hljóta að opnast fyrir ótví- ræðu gildi bóklestrar og aukinni þörf á að auðga íslenska menn- ingu með öflugri bók- menntasköpun. “ að stuðla að aukinni atvinnu í land- inu. Þvert gegn áskorun Evrópuráðsins Álagning virðisaukaskatts á ís- lenskar bækur frá og með 1. júlí er ótrúleg tímaskekkja. Vekur furðu að slíkt skuli gerast í kjölfar þess að Evrópuráðið í Strassborg hvetur þjóðþing og ríkisstjórnir í álfunni til þess að afnema virðisaukaskatt af bókum, dagblöðum og tímaritum þar sem hann hefur verið innheimtur og leggja hann ekki á lesefni annars staðar. Hér á landi er gengið í berhögg við áskorun þessa virta ráðs sem við íslendingar erum aðilar að. Hún er til komin vegna stöðugt minnkandi lestrar í ríkum Evrópu og er þróunin hér á landi í sömu átt og annars staðar einkum að því er varðar bók- lestur yngri kynslóðarinnar. Má í því sambandi minna á að samkvæmt könnum menntamálaráðuneytisins fyrir þremur árum reyndist tíundi hver grunnskólanemi eiga við lestr- „Mér finnst líka að greinin um Heilaga Jó- hönnu bendi til þess að borgarlögmaður hafi þegar einkavætt starf- ið. Því sé eðlilegt að stíga skrefið til fulls með formlegri sam- þykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að bjóða út lögfræðiþjón- ustu á vegum borgar- innar.“ aðrir flokkar komist til valda í borg- arstjórn Reykjavíkur? Þannig gæti Jóhanna Sigurðardóttir orðið borg- arstjóri einn góðan veðurdag. Á sömu síðu Morgunblaðsins í dag birtist grein um að einkavæða eigi embætti borgarlögmanns. Það fínnst mér góð hugmynd. Mér finnst líka að greinin um Heilaga Jóhönnu bendi til þess að borgarlögmaður hafi þegar einkavætt starfið. Því sé eðlilegt að stíga skrefið til fulls Lánalenging kemur Þróunarsjóði illa Samþykki Alþiugis þarf til að hækka þróunargjald LENGING lána Atvinnutryggingardeildar Byggðastofnunar mun koma væntanlegum Þróunarsjóði sjávarútvegsins illa og verða til þess að hann hefur minna fé úr að spila, vegna þess að fyrirhugað er að Atvinnutryggingardeildin renni inn í sjóðinn þegar hann verð- ur stofnaður. Greiðslum fyrirtækja í sjóðinn mun því seinka. Sú fjög- urra milljarða lántaka, sem fyrirhuguð er vegna stofnunar sjóðsins, er ekki frágengin og Iánið mun ekki koma allt til útborgunar við stofnun sjóðsins. Karlamagnús arecfiðleika að stríða og var þá jafn- framt vakin athygli á því að lestur fullorðinna hefði minnkað að mun og talið víst að sífellt fleiri úr þeirra hópi væru treglæsir. Margfalt fjölmennari þjóðir en við íslendingar teljum um þessar mundir brýna þörf á að efla þjóðtungur sín- ar. Er í því sambandi gripið til viða- mikilla aðgerða og styrkja af ýmsu tagi til að ýta undir bókakaup og bóklestur þar sem menn gera sér grein fyrir giidi bókmenningar. Þing og ríkisstjóm eins fámenn- asta ríkis álfunnar ákveður þess í stað að skattleggja sérstaklega þá sem vilja lesa bækur á móðurmáli sínu. Þessir leiðtogar virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að bæk- ur á eigin tungu þjóða eru þeim mun þýðingarmeiri sem þjóðirnar eru fá- mennari. Á jafnlitlu málsvæði og því ís- lenska ætti ekki síst að vera ástæða til þess að fara með gát í þessum efnum nú um stundir þegar margs konar efni á erlendum tungumálum flæðir inn í íslenska menningarlög- sögu og menningarleg landamæri Evrópuríkja eru að eyðast með auknu samstarfí og samrunaþróun í álf- unni. Þá má ekki gleyma því að á næstunni mun fjöldi erlendra sjón- varpsrása með óþýddu efni komast beint inn á íslensk heimili. Oft hefur verið þörf á að hlúa að íslenskri tungu en við þessar aðstæður er það brýn og knýjandi nauðsyn. Sá dagfur mun koma... Þessa dagana ríkir nóttlaus vor- aldar veröld í íslenskri náttúru og bjartir sumardagar létta þjóðinni lund, en það syrtir svo sannarlega að í heimi íslenskrar bókmenningar. Voninni um bjartari tíð megum við aftur á móti ekki glata. Þótt skammsýnir stjórnmálamenn hafí haft betur í þeirri orrustu um skattlagningu íslenskrar tungu sem lauk á miðnætti síðastliðinu er stríð- ið ekki tapað. Bókafólk þarf því að halda markvisst áfram baráttu sinni gegn því að byrðum skatta sé hlaðið á íslenskar bækur og lesendur. Og málstaður bókarinnar verður að sigra áður en í algjört óefni er komið. Sá dagur mun koma - hvort held- ur það verður í tíð núverandi ríkis- stjórnar eða þeirrar næstu - að snú- ið verður af þeirri óheillabraut sem í dag er stefnt inn á. Augu kjörinna leiðtoga þjóðarinn- ar hljóta að opnast fyrir ótvíræðu gildi bóklestrar og aukinni þörf á að auðga íslenska menningu með öflugri bókmenntasköpun. Þá geta þeir sýnt skilning sinn í verki með því að létta lestrarskattinum af íslenskum bók- um. Sú aðgerð væri jafnframt stað- festing á því að þeim stæði alls ekki á sama um fjöregg þjóðarinnar, ís- lenska tungu. Höfundur er varaformaður Félags íslenskra bókaútgefenda og fyrrverandi formaður Bókasambands íslands. Svavar Gestsson með formlegri samþykkt borgar- stjórnar Reykjavíkur um að bjóða út lögfræðiþjónustu á vegum borg- arinnar. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykja víkurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.