Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
17
Lögbann ekkí lagt
á sumarskólann
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur staðfesti í gær synjun sýslumannsins
í Reykjavík um að leggja lögbann á kröfu Hins íslenska kennarafé-
lags við starfrækslu Sumarskóla framhaldsskólanna i húsakynnum
Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Sumarskólinn mun að líkindum höfða
skaðabótamál á hendur HÍK vegna þessa máls.
Sumarskóli framhaldsskólanna
hefur verið starfræktur undanfarin
sumar á vegum Fjölbrautarskólans
í Breiðholti en menntamálaráðuneyt-
ið hafnaði umsókn um rekstur skól-
ans á þessu sumri vegna almenns
niðurskurðar. Ráðuneytið gerði þó
ekki athugasemd við að skólanefnd
gerði samning við einkaaðila um
leigu á aðstöðu í skólanum og að
þar yrði starfræktur sumarskóli með
svipuðu sniði og verið hefur undan-
farin ár.
Námið metið inn í skóla
Ólafur Johnson rekstraðili skólans
sagði að staðhæfingar HÍK um kja-
rasamningar hefðu verið brotnir
standist ekki né heldur fullyrðingar
um að námið yrði ekki metið inn í
framhaldsskóla. „Það liggja fyrir
staðfestingar á því frá ráðherra að
námið verður metið inn í skóla,"
sagði Ólafur. Hann sagði að í fyrra
hefðu kennarar við sumarskólann
fengið greidda yfirvinnu ofan á yfir-
vinnu vegna þess að þeir störfuðu
áfram fyrir ríkið á sumarleyfistíma.
Fyrir tveggja klukkustunda kennslu
þrisvar í viku í einn mánuð fengu
kennarar 150 þúsund kr. og rúmlega
300 þúsund kr. ef þeir kenndu fjórar
klukkustundir þrisvar í viku. „Við
borguðum töluvert minna en þetta
en samt langt yfír því sem kjara-
samningar segja til um.“
Síðasta prófið
SUMÁRSKÓLA framhaldsskóla lauk í gær með því að nemendur
þreyttu síðasta prófið í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Breiðholti.
Verulegt tjón
Skólinn hefur verið rekinn með
skólagjöldum, 15.900 kr. fyrir hvern
nemanda, en hann stendur í einn
mánuð og nemendur geta lokið þar
tveimur áföngum eða mest sex ein-
ingum. Skólagjöld voru 14.000 kr.
þegar ríkið rak skólann, að sögn
Ólafs.
„Ég á von á því að við munum
reyna að sækja bætur á hendur
HIK. Það er alveg ljóst að það hefur
hópur nemenda flæmst frá námi
vegna þessa máls. Einnig höfum við
orðið fyrir verulegu tjóni því tölu-
vert margir hættu við að koma í
skólann. Auk þess hefur þetta haft
truflandi áhrif á skólastarfið," sagði
Ólafur.
Neytendasamtökín hafa fengið ábendingar um verðhækkanir
Telja óeðlilegt að gengislækkun-
in komi að fullu fram í verðlagi
NEYTENDASAMTÖKIN hafa fengið nokkrar ábendingar um verð-
hækkanir eftir gengislækkun og sagði Jóhannes Gunnarsson formaður
samtakanna að nokkur dæmi væru um að seljendur hækkuðu vörur
sínar um 7,5% líkt og gengisfellingin væri. „Það vekur athygli þegar
innflutningsfyrirtæki eru að hækka sem nemur gengisfellingunni. Við
hljótum þá að gera ráð fyrir að þau ætli að hækka laun starfsmanna
og annað sem er hluti af verðmyndum vörunnar. Innkaupsverðið er
einungis hluti vöruverðsins og ef menn hækka sem nemur gengisfell-
ingunni þá eru þeir um leið að hækka álagninguna ef þeir halda öllum
öðrum kostnaðarliðum óbreyttum. Menn verða að hugsa til enda hvort
7,5% gengifelling gefi tilefni til að hækka vöruna um 7,5%.“
Jóhannes sagði að Neytendasam- gengisfellinguna út í verðlagið líkt
tökin gætu sjálf ekki 'mikið fylgst
með verðbreytingum í verslunum en
til samtakanna hefðu borist ábend-
ingar frá fólki sem hefði orðið vart
við verðhækkanir. „Samkvæmt því
sýnist okkur menn ætla að setja
og við bjuggumst við. Þó geri ég
mér vonir um að markaðurinn sé
þannig að menn treysti sér ekki til
verðhækkana vegna samkeppni og
minnkandi kaupmáttar heimilanna.
Framleiðendur, innflytjendur og selj-
endur hljóta að velta því fyrir sér
hvort þeir hagnast meira á því að
minna sé keypt af vörunni eða eiga
þeir að hagræða enn meira hjá sér,
til að komast hjá verðhækkunum.
þannig að almenningur kaupi meira.“
Jóhannes sagði verðskyn almenn-
ings vera orðið miklu meira en áður
og að besta aðhald að seljendum
væru neytendur sjálfír. „Við hvetjum
fólk eindregið til að láta okkur vita
ef menn eru að nota gengisfellinguna
til að hækka meira en gengisfelling-
in gefur tilefni til.“
TOefni til aukinnar
tekjuöflunar?
Leifur Guðjónsson hjá Verðlags-
eftirliti Verkamannafélagsins Dags-
brúnar sagði að sér sýndist svo sem
gengislækkunin væri farin að hafa
áhrif á verðlag í verslunum en félag-
ið væri nú að afla sér upplýsinga um
verðhækkanimar. „Dagsbrún hvetur
menn til að fara varlega í allar hækk-
anir og helst ekki.“
Leifur nefndi að menn reyndu
hugsanlega að reyna að bæta sér
upp tekjutapið að undanfömu með
auknum verðhækkunum núna. „Við
megum ekki gleyma þvi að aðilar
geta átt inni fjármuni hjá verslunum
sem hafa farið í greiðsluþrot. Þá
getur verið að menn reyni að ná í
auknar tekjur með aukinni álagningu
til að vega á móti tapinu."
Kerfið hvet-
urtilað
smáfískur
séhirtur
ARTHÚR Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda,
segir að könnun eftirlitsmanna
Fiskistofu á hlutfalli smáfisks í
afla smábáta sé ekki marktæk.
Fram hefur komið að allt að 80%
aflans séu undir 55 sentimetra
viðmiðunarmörkum. Arthúr segir
hins vegar fiskveiðistjórnunar-
kerfið hvetja menn til að hirða
smáfisk, vegna þess að þar með
byggi þeir upp meiri veiðireynslu,
sem komi þeim til góða við kvóta-
ákvörðun.
„Vandamálið varðandi smáfísk í
afla er ekki bara bundið við smábáta-
flotann," sagði Arthúr. „Nú hefur
þegar verið skyndilokað 99 sinnum
á miðunum við landið á árinu, sem
er algert met miðað við árstíma.
„Þetta segir í hnotskurn við hvaða
vandamál allur flotinn á við að glíma.
Hins vegar held ég að könnunin sé
algerlega ómarktæk. Þetta eru örfá-
ir bátar af 1.500 smábátum. Könn-
unin er einnig gerð á tímabili, þegar
mest hætta er á að eitthvað sé af
smáfiski í afla. Mér finnst að fréttum
af henni hafí verið slegið upp af litlu
tilefni."
Hækka kvótann með því að
hirða smáfisk
Arthúr sagði að „hlaupagikks-
kerfi“, sem fælist í því að setja ætti
kvóta á smábáta miðað við veiði-
reynslu þeirra, ýtti undir að smáfísk-
ur væri hirtur. „Ef þessir menn
fengju að stunda sjóinn í friði myndi
sóknin færast til eðiilegra horfs.
Menn geta núna hækkað kvótann
hjá sér í framtíðinni með því að hirða
hvern einasta titt,“ sagði Arthúr.
Hann benti á að í reglugerð væri
kveðið á um að handfærabátum
væri skylt að skila í sjóinn fiski
undir fimmtíu sentimetrum. „Með
því að framfylgja reglugerðinni er
ofveiði smábáta úr sögunni. Menn
fara bara eftir reglunum og þá
lækka aflatölur smábátanna sjálf-
krafa," sagði Arthúr.
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
Systur
DAGBJÖRT (t.v) og Rúna hafa ekki séð móður sína frá því í
nóvember á síðasta ári. Nú hefur tyrkneskur undirréttur kom-
ist að þeirri niðurstöðu að mæðgurnar skuli vera saman allar
helgar fram til 7. október.
Tyrkneska forræðismálið
Sophia fær umgengnis-
rétt yfir dætrum sínum
SOPHIU Hansen hefur verið úrskurðaður réttur til að vera með
dætrum sínum í Istanbúl allar helgar, til 7. október. Þann dag
verður öðru sinni réttað í forræðismáli Sophiu gegn fyrrum
eiginmanni hennar.
Dómur vegna umgengnisréttar
Sophiu var birtur í gær. Sam-
kvæmt honum á Halim Al, fyrr-
um eiginmaður Sophiu, að koma
með dætur þeirra til dvalarstaðar
Sophiu í Istanbúl kl. 17 á föstu-
dögum og sækja þær aftur kl.
17 á sunnudögum. Komi hann
ekki með telpumar á réttum tíma
skuli þær sóttar af lögreglunni í
Istanbúl en reyni hann með öðr-
um hætti að bijóta. gegn um-
gengnisréttinum skuli hann
handtekinn og settur í fangelsi
hvar og hvenær sem til hans
náist.
Öryggi Sophiu tryggt
Verið er að kanna hvernig
hægt sé að tryggja öryggi Sophiu
meðan hún sinnir umgengnisrétti
sínum. Ef ekki verður hægt að
tryggja öryggi hennar í Istanbúl
verður hún að fara vikulega til
Tyrklands og hefði það í för með
sér verulegan kostnaðarauka.
Kostnaður vegna málareksturs-
ins er nú kominn í 25 milljónir.
SL) j* lj J yy l)
Bleksprautuprentarar
IIP Deskjet 510 prentari
HP Deskjet Portable ferðaprentari
Litaprontarar
HP Deskjet 500 C litaprentari
HP Deskjet 550 litaprentari
III’ Deskjet 1200 C litaprentari
HI’ Deskjet 1200 C/PS litaprentari
HP Paintjet XL300 litaprentari
Macintosh Prentarar
HP DeskWriter prentari
HP DeskWriter C litaprentari
HP DeskWriter 550 litaprentari
Gelslaprentarar
HP Laserjet IlIPprentari
III’ Laserjet IIIDprentari
HP Laserjet IIISi prentari
III’ Laserjet 4L prentari
HI’ Laserjet 4 prentari
III’ Laserjet 4M prentari
HP Laserjet 4Si prentari
HP Laserjet 4Si Mx prentari
Myndlesarar
HP Scanjet III’
HP Scanjet IIC
HP Scanjet HC/Macintosh
44.900,- stgr.
44.900, - stgr.
49.900, - stgr.
99.900, - stgr.
149.900, - stgr.
209.900, - stgr.
289.900, - stgr.
34.900, - stgr.
49.900, - stgr.
99.900, - stgr.
99.900, - stgr.
199.900, - stgr.
295.000,- stgr.
83.900, - stgr.
199.900, - stgr.
289.900, - stgr.
379.900, - stgr.
549.900, - stgr.
94.900,- stgr.
149.900, - stgr.
134.900, - stgr.
Yámmsmwum maqn
Öll vcrð eru staðgreiðsluverð og með 24.5% VSK.
Verð gildir frá 28. júní 1993
Tæknival hf. áskilur sér aiian rétt til verðbreytinga án fyrirvara
Tæknival
SKEIFAN17 - SÍMI: 91 - 6816 61, FAX: 91-6806 64
VIÐURKENNDUR HP SÖLUAÐILI