Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Akureyringar borga hálfa
milljón fyrir teygjustökk
TEYGJUSTÖKK hefur átt miklum vinsældum að
fagna á Akureyri síðustu daga, en bæjarbúum hefur
gefist kostur á að fleygja sér úr krana í 30 metra
hæð við Strandgötuna. Um 150 manns hafa stokkið
og má áætla að þeir hafi greitt um hálfa milljón
króna fyrir.
Múgur og margmenni hefur safnast saman við Strand-
götuna síðustu daga til að fylgjast með teygjustökkinu,
en það er fyrirtækið Gott hopp sem að því stendur.
Mjög gaman
Hvert stökk kostar 3.900 krónur, en 2.900 krónur ef
tíu manns eða fleiri skrá sig saman í hóp. Þá er veittur
afsláttur stökkvi menn oftar en einu sjnni. Áætla má að
Akureyringar hafi greitt um hálfa milljón króna fyrir að
stökkva í teygju á síðustu fjórum dögum.
Sigurður Bjarklind, menntaskólakennari, heilbrigðisfull-
trúi og fallhlífastökkvari, prófaði teygjustökkið á þriðju-
dagskvöldið og sagði hann að fagmennska og öryggi væru
í fyrirrúmi og greinilegt að þeir sem að því standa vilji
gott samstarf við alla aðila. Hann sagðist ekki telja að
teygjustökk væru hættuleg, vissulega væru möguleiki á
augnblæðingu fyrir hendi, en óverulegur; höggið sem á
menn kæmi væri ekki mikið. „Þetta var mjög gaman,“
sagði Sigurður.
Hjá embætti héraðslæknis á Norðurlandi eystra er ver-
ið að skoða hvaða áhrif teygjustökk hefur á fólk, en lítið
hefur verið skrifað í læknisfræðitímarit um það. Ábending-
ar hafa borist til embættisins um áverka sem fólk hefur
hlotið, m.a. glóðarauga og þá hefur fólk fengið höfuðverk
og svima eftir stökkið.
Þá bárust Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar kvartan-
ir yfír því að bömum yngri en 16 ára væri leyft að stökkva
og sagði Valgerður Magnúsdóttir hjá Félagsmálastofnun
að athugasemdum vegna þessa yrði komið á framfæri,
en böm yngri en 16 ára væru ósjálfráða og þyrftu leyfi
foreldra sinna til teygjustökksins.
Hálf milljón
Pollamót Þórs efs
Knattspyrnumenn og fjölskyldur! Verið velkomin til Akureyrar
ó „Pollamót" Þórs og Flugfélags Norðurlands 2.-4. júlí.
á Akureyrarvelli í kvöld kl. 20.00.
Nú mæta allir á völlinn!
Morgunblaðið/Benjamin Baldursson
<1
Heyflutningar
ÞESSA dagana er verið að safna
saman ónýtum rúlluböggum í Eyja-
fjarðarsveit og flytja þá austur í
Mývatnssveit, þar sem þeir verða
notaðir til að hefta sandfok. Bene-
dikt Hjaltason er á myndinni að lesta
til Páls Gíslasonar sem flytur tæpar
50 rúllur í ferð austur á bóginn.
BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI
Grillveisla fyrir
manns í einum
poka af lambakjöti.
Fæst í næstu verslun.