Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 19

Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 19 Aldarminning Krisíján Einars- son forstjóri Grein þessi er skrifuð í tilefni af því að liðin eru 100 ár frá fæðingu Kristjáns Einarssonar, forstjóra, en nafn hans er órjúfanlega tengt sögu saltfisksölu og útflutnings á fyrri- hluta þessarar aldar. Verðlag og sala afurða sjávarút- vegsins hafa löngum ráðið miklu um afkomu þessa atvinnuvegar. Eðli málsins samkvæmt hafa fram- leiðendur verið margir og dreifðir um allar sjávarbyggðir landsins og lengst af voru flestir framleiðend- anna smáir. Þessu fylgdi sá agnúi að staða hinna mörgu smáu framleiðenda gat verið erfið gagnvart hinum eig- inlegu kaupendum afurðanna á er- lendum mörkuðum og möguleikar þeirra til að fylgjast með því sem þar var að gerast og gat ráðið um afkomu fyrirtækja þeirra mjög tak- markaðir. Þetta kom e.t.v. best í ljós þegar erfiðleikar komu upp vegna minnkandi eftirspurnar eða of mikils framboðs. Slíkt ástand skapaðist á þriðja áratugnum hér á landi, sem var undanfari þeirrar viðskiptakreppu, sem á næsta áratug átti eftir að setja mark sitt á öll heimsviðskipti með þeim hrikalegu afleiðingum sem alkunna er. Helsta útflutnings- afurð íslendinga var þá saltfiskur og var nær allur fullverkaður, þ.e. þurrkaður. Hörð samkeppni á salt- fiskmörkuðunum, einkum á Spáni, um miðjan áratuginn, sem leiddi til lækkandi verðs varð til þess að nokkrir stórir útflytjendur mynduðu samtök sín á milli árið 1926 í því skyni að vinna á móti verðlækkun- inni. Þetta hafði þau áhrif að hægja á verðlækkuninni, sem hélt þó áfram þegar kom fram á árið 1927 en næsta ár tókst að ná töluverðri verðhækkun. En samtökin voru aðeins tímabundin og á síðustu ár- unum fyrir heimskreppuna tók verðið aftur að lækka og nú tóku ýmsir upp á því að setja saltfisk í umboðssölu sem flýtti enn fyrir verðlækkuninni. Þessa óheillaþróun tókst að stöðva árið 1931 með sam- komulagi milli útflytjendanna um að hætta umboðssölunni. En nú var heimskreppan komin í algleyming og þurfti meira til að halda velli á mörkuðunum. Þetta er í stuttu máli forsagan að stofnun sölusamtaka saltfisk- framleiðenda, sem hlaut nafnið Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda og hafa staðið fram á þennan dag, þó nú hylli undir breyt- ingar, sem eru viðbrögð við miklum breytingum í milliríkjaviðskiptum. Kristján Einarsson var einn af stofnendum samtakanna og strax í upphafi einn af forstjórum þeirra og um 30 ára skeið var hann mik- ill áhrifavaldur um þróun samtak- anna. Hann var einnig þátttakandi í atvinnurekstri í sjávarútvegi og hafi fengist við útflutning og sölu á saltfiski. Hann hafði því aflað sér mikillar reynslu á þessu sviði og var það mikils virði fyrir samtökin. Það er óhætt að segja að á þess- um þijátíu árum hafi oltið á ýmsu í útflutningsversluninni. Fyrstu árin geysaði heimskreppan með þeim miklu breytingum í viðskiptaháttum sem þá urðu, þar sem öll milliríkja- viðskipti voru reyrð í fjötra hafta og ofstjórnar. Síðan tók við heims- styrjöldin síðari, sem hafði sérstak- lega mikil áhrif á saltfiskútflutning- inn, þar sem markaðslöndin í Suð- ur-Evrópu lokuðust með öllu á með- an styijöldin stóð. Þá tók við uppbygging markað- anna á nýjan leik, að mörgu leyti við gerbreyttar aðstæður frá því, sem áður hafði verið. Það var ekki heiglum hent að stýra í gegnum þær ótal torfærur, sem urðu á vegi saltfiskframleiðenda og sölusam- taka þeirra þá þijá áratugi, sem Kristján stóð við stjórnvölinn, en störf hans voru með þeim hætti að hann ávann sér jafnan traust fé- lagsmanna samtakanna. Hann var einn af þeim forystumönnum, sem hæst bar á miklum umbrotatímum í sölu og útflutningi sjávarafurða og því er hans nú minnst hér fyrir heilladijúg störf á sviði saltfisksöl- unnar. Davíð Ólafsson PLANIIVÍTT BAÐINNRÉTTING EŒ feoöfó BÆJARHRAUNt 8, HAFNARFIRÐI, SlMI 651499 STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI GÓÐ GREIÐSLUKJÖR CL 600 AFBURÐA LASERPRENTARI A3 og A4 pappír 600x600 punkta upplausn (dpi) Intel 80960KB RISC örgjörvi Intel 82961KD grafiskur örgjörvi Hárfínt duft (7 míkrón) Margföld minnisnýting Postscript, PCL5 og HP-GL/2 35 TrueType leturgeröir 13 HP-PCL5 leturgeröir Appletalk-, raö- og hliötengi Getur unnið á öllum tengjum samtímis SCSI tengi fyrir fontadisk Sjálfvirk skynjun á Postscript og PCL5 Tekur viö prentgögnum á meöan prentað er Skaöar ekki Ozon lagiö CQ> ’CafComp A Lockheed Company AUtaf tkrefi i undan KJARVALS-SÝNEVG Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir Boðið var upp á kaffi og meðlæti í Ijaldi sem reist var í tilefni 20 ára afmælis þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum. Afmæli þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum Hraunbrún, Kelduhverfi. í TILEFNI af 20 ára afmæli þjóð- garðsins í Jökulsárgljúfrum var íbúum Kelduneshrepps boðið í af- mælisfagnað laugardaginn 26. júní. Þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum var stofnaður með reglu- gerð 21. júní 1973 og er því 20 ára um þessar mundir. í tilefni af þessu var Keldhverfing- um ásamt fleirum gestum boðið í einskonar afmælisveislu í Vesturdal laugardaginn 26. júní. Landverðir - svefnpokapláss fylgdu gestum í stuttar gönguferðir um nágrennið og á eftir var boðið upp á kaffi og meðlæti í tjaldi sem reist var í tilefni dagsins. Þrátt fyrir heldur mikla úrkomu var þama tölu- verður fjöldi fólks. - Inga. LJ0SRITUNAR PAPPÍR 315 krónur 500 blaða pakki. 10% afsláttur af kassa með 5 pökkum. cm>= HALLARMÚLA 2 AUSTURSTRÆTI18 KRINGLUNNI í DAG OPNUM VIÐ SÖLUSÝNINGU Á KJARVALSVERKUM. BJÓÐUM UPPÁ LÉTTAR VEITINGAR FRÁ KL. 17.00 TIL 19.00. SÝNING Á VERKUM GÖMLU MEISTARANNA í KJALLARANUM. 0PIÐ VIRKA DAGA FRA 12.00 TIL 18.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.