Morgunblaðið - 01.07.1993, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.07.1993, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JULI 1993 félk f fréttum MANNFAGNAÐUR Gengið í lögreglu- fylgd um götur Lundúna Islendingar í Lundúnum héldu þjóðhátíðarfagnað sunnudag- inn 20. júní sl. Mannfjöldinn safn- aðist saman fyrir framan sendiráð- ið þar sem fyrsti hluti dagskrár var fluttur. Hafði lögreglan séð um að loka nærliggjandi götum fyrir bflaumferð á meðan dagskrá- in ^stóð yfir. íslenski kórinn í London flutti Land míns föður, því næst ávarp- aði Helgi Ágústsson sendiherra gesti. Að tölu hans lokinni flutti Sigríður Ella Mganúsdóttir ávarp fjallkonunnar og íslenski kórinn söng þjóðsönginn. Síðan hófst skrúðganga með lúðrablæstri og bumbuslætti. Gengið var að hinum þekkta lystigarði Chelsea Physic Garden, þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og veitingar á borð við pylsur, Prins Póló, Kók, kaffi og kökur. Skrúðgangan vakti mikla athygli vegfarenda. Veltu menn greinilega fyrir sér hvaða baráttuhópur færi þar og fyrir hverju væri barist með ábúðamikinn fánabera og glæsilega fjallkonu (Sigriði Ellu Magn- úsdóttur) í broddi fylkingar. Hátíðarjgestir í góðu veðri í Chelsea Physic Garden. Aftast má greina Helga Agústsson sendiherra og Guðrúnu Nordal, íslenska lektorinn. Tvíburadrengirnir áður en aðgerðin var framkvæmd. Reuter STJORNUR Flókin ástarmál komin Lítið hefur farið fyrir leikkon- unni Júlíu Roberts undanfar- in 1-2 ár og hafa fjölmiðlar erlend- is velt ástæðunni fyrir sér í nokk- um tíma. Sumir segja að hún hafi bara viljað fá frið fyrir umfjöllun, aðrir að hún hafí orðið þunglynd og einhveijir halda því fram að hún hafi ekki kunnað við frægðina og látið lítið fyrir sér fara af þeim sökum. Ekki eru heldur allir sam- mála með hverjum hún sé helst að slá sér upp með í það og það skipt- ið. Hafa ýmsir verið nefndir eins og Kiefer Sutherland, Jason Patric, í höfn Sean Penn og Liam Neeson. Kom því fregnin um að hún hefði gifst söngvaranum Lyle Lovett um helgina mjög á óvart. Hvorugt þeirra hefur verið gift áður og má segja að það teljíst til tíðinda með- ai kvikmyndastjama í Hollywood. Júlía er 25 ára, en Lyle 35 ára. Menn rekur kannski minni til þess að Júlía afboðaði brúðkaup sitt með Kiefer Sutherland árið 1991 rétt áður en það átti að fara fram. Þau Júlía og Lyle hittust fyrst við upp- tökur á kvikmyndinni „The Player“ árið 1992. LÆKNAVÍSINDI Síamstvíbur- ar aðskildir Chíleanskir læknar fram- kvæmdu nú í vikunni aðgerð á níu mánaða gömlum síömsku tví- burum, sem voru samvaxnir frá bringu og niður kviðinn. Ákveðið var að framkæma aðgerðina þegar uppgötvaðist að drengir hefðu hvor sín líffæri, þrátt fyrir að hjörtu þeirra væru samvaxin. Ríkissjónvarpið í Chile hafði einkarétt á upptökum frá aðgerð- inni og var sýnt frá aðgerðinni. Það tók læknana heilan dag að fram- kvæma aðgerðina. Haft er eftir talsmanni spítalans, að aðgerðin hefði tekist vonum framar, en næstu dagar skæru úr um hvort drengirnir lifðu. Júlía Roberts er farin að brosa aftur enda giftist hún söngvar- anum Lyly Lovett um helgina. Það er helst að frétta af leik- ferli Júlíu um þessar mundir, að hún er nú við upptökur á kvikmynd- inni „The Pelican Brief“ í Washing- ton ásamt Denzel Washington og Sam Shepard. WIMBLEDON Þrír tenniskappar sektaðir Patrick McEnroe, yngri bróðir fyrrum Wimbledon-meistara Johns McEnroe, virðist eiga álíka erfitt með að stilla skap sitt og bróðir hans. Þrátt fyrir að menn séu sammála um að hann slái John ekki út, hikar hann ekki við að senda dómurum og öðrum tóninn þegar hann er að keppa í tennis. Er hann einn þriggja tenniskappa sem var sektaður í síðustu viku í Wimbledon-keppninni meðal ann- ars fyrir slæman munnsöfnuð. Patrick McEnroe var sektaður um 1.000 pund eftir að hafa æpt ókvæðisorð að dómurum í leik sín- um á móti Chris Bailey. Hollend- ingurinn Paul Haarhuis fékk 1.500 punda sekt eftir svipaðan munn- söfnuð, auk þess sem hann neitaði að þakka dómurum fyrir leikinn með handabandi. Þá fékk Þjóðverj- inn Patrik Kuehnen 500 punda sekt fyrir að blóta í eyru dómara og línuvarða. Fyrir tveimur árum var þáver- andi Wimbledon-meistari, John McEnroe, þrívegis dæmdur til að greiða sektir fyrir orðbragð, sem tekin voru upp á myndband af dómurum. Reuter John McEnroe sem aðstoðar við lýsingar á Wimbledon-keppninni þjá sjónvarpsstöðinni NBC vildi ekki segja neitt um framkomu bróður síns, Patricks. Morgunblaðið/Vigfús Hallgrímsson Listaverk 8. bekkinga prýða skólalóð Hjallaskóla í Kópavogi. SKÓLAR Listaverk nemenda g'leðja vegfarendur AHjallaskólahátíð í Kópavogi, sem haldin var í vor, voru afhjúpuð listaverk sem nemendur í 8. bekkjum unnu að í vetur und- ir handleiðslu Sigríðar Sigurðar- dóttur myndmenntakennara. Voru þau hengd upp á girðingu á skólalóðinni og munu í framtíð- inni vera andlit skólans fyrir veg- farendur, sem leið eiga hjá. Eldri nemendur stóðu fyrir veitinga-, bóka- og minjagripasölu á hátíð- inni. Þá unnu nemendur einnig margvísleg þemaverkefni sem tengdust Kópavogi á einn eða annan hátt og voru stofnanir og fyrirtæki heimsótt. Einnig má geta þess, að handavinna nem- enda frá því í vetur var til sýnis á hátíðinni. | - f; [ |j í Níu ára nemendur sýndu leikþátt um Kópavaogsfundinn árið 1662. Á myndinni eru f.v. Elín Osk Reynisdóttir, Halla Þórarins- dóttir, Valgeir Þ. Ólason og Sævar Már Reynisson í hlutverkum sínum. Fyrir aftan standa aðstoðarmenn leikaranna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.