Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JULI 1993 „7/a*n. -fxclcttst aruian cg þr/SjCL. apriL." Með morgiuikaffinu Rétt, þetta var „Nú skal syngja um kýrnar“, en gettu hvaða lag þetta er. Ég er ósáttur við þessa hárí- græðslu þína. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Er verðtryggingin gengin sér til húðar? Frá Agii Sigurðssyni: Þetta er vissulega tímabær spurn- ing. En hún var einmitt fyrirsögn greinar í Morgunbalðinu, Við- skipti/atvinnulíf, 17. júní. Höfund- urinn, Kristinn Briem, telur að svo sé. Þegar farið er að lesa greinina kemur hins vegar í ljós, að hann er blendinn í trúnni. Hann setur fram vafasamar og villandi staðhæfingar, sem talsmenn bankakerfisins hafa tíðkað of lengi. Er kominn tími til að þeir hætti áróðri og skrifi af ábyrgð. Hér verða gerðar nokkrar leiðréttingar. (1) Höfundur byrjar með gömlu slagorðunum um „spariféð, sem braiin upp í verðbólgunni". Á 30 ára tímabilinu frá 1940 fram að 1970 var meðaltals-vísitala fram- færslukostnaðar á öllu tímabilinu um 10% á ári. Það er því meira en lítið hæpið að tala um 15-25% neikvæða raunvexti á þessu tímabili. (2) Þá segir höfundur að þeir, sem fengu lán til húsbygginga eða fast- eignakaupa fyrir árið 1979 hafí greitt aðeins hiuta lánsins til baka. því er sleppt, að flestir þessara manna urðu að selja skuldabréf með miklum afföllum til þess að fá pen- inga. Það var skattur til sparifjáreig- enda, sem bætti fjölda þeirra upp verðbólgutapið. íbúðarbyggjendur greiddu því fullt verð fyrir sitt hús- næði. Þeir, sem voru svo heppnir að eiga fé í banka eða sparisjóði, gengu fyrir um lán hjá þessum stofnunum og fengu gjarnan margfalt hærri upphæð en innistæðunni nam. Spari- fjáreigendur stóðu því margir betur að vígi gagnvart verðbólgunni en flestir aðrir. Aðeins fámennur hópur eldri borgara, sem hvorki gat ávaxt- að pund sitt á verðbréfamarkaði né staðið í framkvæmdum, geymdi fé sitt á sparisjóðsbókum sem rýrnaði á löngum tíma. Þeirra fé var að vísu brot heildarinnlána, sem voru flest til skammt tíma, en þeir áttu kröfu á vaxta-auka, eins og erlendir bank- ar greiddu við svipaðar aðstæður, en íslenzka bankakerfið lét það und- ir höfuð leggjast. Það er þess sök og dnskis annars. Ávísanareikningar og almennar bækur voru vissulega á lægir vöxt- um og með þeim hætti greiddu eig- endur þeirra veitta þjónustu. Vinnan við tékkaviðskiptin tekur til sín 90% rekstrarkostnaðar hjá bönkunum. (3) Höfundur telur neikvæða vexti fasteignalána hafa verið við lýði til ársins 1979. Það er rangt. Verð- trygging þeirra hófst að hluta 1955, en spariskírteini rikissjóðs voru að Frá Kristínu Steinsdóttur: Á undanfömum misserum höfum við æ oftar heyrt talað um „sjálf- bæra þróun“ og „sjálfbæran bú- skap“ sem það eina sem geti orðið mannkyni til bjargar. Okkur er sagt að við eigum að viðhalda því sem fyrir er og forðast óþarfa sóun. Á íslandi hefur bókaútgáfa verið blómleg, um það er engum blöðum að fletta. Við erum stolt af því og eigum að vera það. Þessi bókaút- gáfa hefur staðið undir sér, er ekki ríkisrekin eins og menningarstarf- semi hér á landi á borð við atvinnu- leikhús og sinfóníu en gæti líklega látið nærri því að kallast „sjálf- bær“. Á sama tíma og hér situr ríkisstjórn sem vill einkavæða hvað eina og allan ríkisrekstur úr sög- unni ætlar hún að drepa niður þessa sömu bókaútgáfu með 14% virðis- aukaskatti 1. júlí 1993. Hver skilur nú? ív í vetur var lagt allt kapp á að láta böm lesa myrkranna á milli í lestrarkeppni skólanna sem fjöl- miðlar stjórnuðu með því ofurkappi sem þeim er einum lagið. ísköld skelfíng hafði gripið stjómendur menntamála - þjóðin var að verða ólæs! Nú nokkmm mánuðum seinna fullu verðtryggð 1964. Alhliða verðtrygging fjárskuld- bindinga kom í kjölfar Olafslaga 1979. Meðaltals-vísitala framfærslu- kostnaðar næsta áratuginn var sem næst 40% á ári og meðaltals-vaxta- kostnaður var nokkm hærri, þegar raunvöxtum er bætt við verðbólgu- þáttin. Skuldir bæði fyrirtækja og heimila margfjölduðust og gjaldþrot urðu nálega daglegt brauð. Á miðju ári 1983 vom vísitölubætur á laun afnumdar, en lánskjaravísitalan látin haldast. Þá tilfærslu má með sanni kalla „eignaupptöku eða eitt mesta þjóðfélagsóréttlæti síðari ára,“ svo að ég noti orð Kristins Briems í öðru samhengi. Skuldir eru verð- tryggðar en ekki vinnulaun þeirra, sem borga eiga skuldirnar. Egill Sigurðsson, Mávahlíð 29, Reykjavík. er verið að leggja stein í götu þeirra sömu barna sem kannski urðu staurlæs í lestrarkappinu mikla á útmánuðum. Hver skilur nú? Fyrir tveimur ámm var virðis- aukaskattur af bókum afnuminn. Við vomm stolt af framsýni stjórn- enda, sáum fram á betri tíð og blóm- legra menningarlíf. Það hefur líka skilað sér, nýjum fræjum var sáð og þau em að byija að spíra. En nú frá 1. júlí á að opna hliðið og beita búsmala á nýgræðinginn. Búast má við að þá verði ekki mik- ið eftir. Er ekki hætta á að þetta sé byijun á gróðureyðingu og upp- blæstri í íslenskri menningu? Er nú enginn hræddur um ólæsa þjóð? Ég hef alltaf viljað trúa því að allir geri sitt besta hvar í flokki sem þeir standa, menn hafí aðeins mis- munandi skoðanir á því hvað sé best og mismunandi leiðir að mark- inu. Þess vegna hlýt ég að harma að menn fremji slík voðaverk sem framin verða 1. júlí nk. en trúi því jafnframt að þeir sem stjóma séu að gera sitt besta. Þeir geta bara ekki betur! KRISTÍN STEINSDÓTTIR, rithöfundur. Hver skilur nú? Víkveiji skrifar Gripið hefur verið til aðgerða í efnahagsmálum vegna að- steðjandi vanda, sem er fyrst og fremst vegna aflasamdráttar og verðlækkana á mörkuðum okkar. Enginn vafi leikur á því að vandinn er mikill og til aðgerða þarf að grípa. En Víkveiji heyrir á fólki að því fínnst efnahagsúrræðin gamal- þekkt og hvergi örli á nýjum lausn- um. Þá heyrir Víkveiji að mörgum er það vonbrigði að stofnun Þróun- arsjóðsins, sem standa skal undir úreldingu í sjávarútvegi, skuli enn frestað til haustsins. Fjölmiðlar hafa leitað viðbragða hjá ýmsum í þjóðfélaginu við þess- um aðgerðum. Að venju hafa full- trúar stjórnarandstöðunnar fundið þeim flest til foráttu og m.a. sagði formaður Alþýðubandalagsins að þetta væri gamaldags leið gengis- fellingar og sjóðasukks. Hann segir að til þurfí að koma nýjar víðtækar og fjölbreyttar aðgerðirtil að hleypa nýjum krafti í atvinnulífíð. Auðvitað er sannleikskorn í þessu hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, en landsmenn eru ekki búnir að gleyma því að þessi sami maður sat í ríkisstjórn fyrir nokkrum misser- um og gat þá beitt sér fyrir „víðtæk- um og fjölbreyttum“ aðgerðum til eflingar atvinnulífínu. Það gerði hann ekki né aðrir íslenzkir stjóm- málamenn. Því em öll svona orð merkingarlaus þegar þau em mælt til kjósenda. xxx Víkverji hitti á fömum vegi mann, sem hefur verið at- vinnulaus í nokkra mánuði. Maður- inn gegndi áður framkvæmda- stjórastöðu og í marz byijaði hann fyrir alvöm að leita sér að nýrri atvinnu. Skemmst er frá því að segja að leitin hefur engan árangur borið. Þessi maður er þekktur fyrir að vera hress og glaður í bragði en greinilegt var að honum var nú mjög brugðið. Hann lýsti því fyrir Víkveija hversu niðurdrepandi það er að vera atvinnulaus. Hvemig slen hefur lagst yfír hann svo hann kem- ur nánast engu í verk. Hann sagð- ist hafa farið í nokkur skipti í mið- stöð atvinnulausra en þar hefði andrúmsloftið verið svo þrúgandi að hann kæmi þangað ekki oftar. Verstu stundimar væm þegar hann þyrfti að fara reglulega til þess að skrá sig atvinnulausan til þess að fá bætur. Þar hitti hann iðulega niðurbrotið fólk, gjarnan eldra fólk, sem hefði verið atvinnulaust lengi og sæi jafnvel ekki fram á að fá aftur atvinnu. „Sumt af þessu fólki er svo illa farið að ég held að það gæti varla byijað að vinna aftur þótt því byðist vinna,“ sagði þessi kunningi Víkveija. Þetta vom átakanlegar lýsingar og kunningja Víkveija var heitt í hamsi. Hann telur að verkalýðsfor- ystan hafí brugðist atvinnulausum og stjómvöld geri ekki nándar nærri nóg til þess að bæta atvinnuástand- ið. xxx egar gengi krónunnar var fellt sl. haust var gengisfellingunni ekki velt út í verðlagið nema að litlu leyti. Við gengisfellinguna núna virðist annað vera uppi á teningn- um, enda má segja að fyrirtækin hafí ekki sama svigrúm til að taka á sig hækkanirnar núna. Verðskyn almennings hefur stóreflst á undan- förnum missemm og er mikilvægt að fólk verði á varðbergi og fylgist með því að þegar vörur hækka óeðlilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.