Morgunblaðið - 01.07.1993, Qupperneq 44
MOKCUNBLAÐID. KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SlMI 691WO, slMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
VERÐ f LAUSASÖLU 110 KR.
Dr. Jóhannes Nordal formaður
íslensku álviðræðunefndarinnar
JSkki ný stóriðja
á næstu 2-4 árum
Morgunblaðið/Bjami
Varahlutum varpað í hafið
GRÉTAR Guðni Guðmundsson og Hákon Helgason
undirbúa að kasta út öðrum kassanum með vara-
hlutum í norska togarann Langvin sem sést á inn-
felldu myndinni, en hann var vélarvana á reki um
612 mílur suðvestur af Islandi.
Norskur togari vélarvana 612 mílur SV af landinu
6 Vi tíma flug með
varahluti á haf út
ÖNNUR Domier-vél íslandsflugs flaug í gær með
varahluti í norska togarann Langvin, sem var
vélarvana um 612 mílur suðvestur af Islandi, en
beiðni um aðstoð barst frá togaranum í fyrradag.
Sækja þurfti varahlutina til Noregs og annaðist
íslandsflug það, en lagt var af stað með þá á haf
út kl. 11.30 í gærmorgun. Komið var að togaran-
um um kl. 15 og var varahlutunum varpað úr
flugvélinni í hafið skammt frá togaranum, en
vélin lenti síðan á Reykjavíkurflugvelli kl. 18.
Að sögn Sigfúsar Sigfússonar, markaðsstjóra Is-
landsflugs, var Beechcraft-vél íslandsflugs send eftir
varahlutunum til Bergen í Noregi kl. 17 í fyrradag.
Flugvöllurinn þar reyndist vera lokaður þegar þangað
var komið og þurfti vélin að bíða í Stavangri til kl. 5
í gærmorgun þegar flugvöllurinn í Bergen var opnað-
ur á ný. Eftir að hafa sótt varahlutina þangað var
haldið til íslands og lenti vélin í Reykjavík kl. 11.
Domier-vélin fór síðan í loftið kl. 11.30 og var hún
komin að togaranum um kl. 15.
Kössunum varpað í sjóinn
„Tveimur kössum, með 27 kílóum í hvorum, var
hent í sjóinn við hliðina á togaranum. í vélinni voru
tveir flugmenn og tveir aðstoðarmenn við að henda
þessu út og gekk þetta vonum framar. Það er ánægju-
legt að geta veitt aðstoð af þessu tagi, því talið er
að það hefði jafnvel kostað milljónatugi ef þurft hefði
að fá skip til að draga togarann í land,“ sagði Sigfús.
JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri lætur af störfum í dag, 1.
júlí, eftir 32ja ára starf og við stöðu hans tekur Jón Sigurðsson,
fyrrverandi viðskiptaráðherra. Jóhannes, sem er formaður ís-
lensku álviðræðunefndarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið
í dag, að hann telji að tvö til fjögur ár muni líða áður en upp komi
á nýjan leik verulegur áhugi erlendra fyrirtækja á að fjárfesta
í stóriðju á íslandi. Hann telur að það hafi verið mikil óheppni
að samningar íslendinga og Atlantsál-hópsins um álver á Keilis-
nesi skuli ekki hafa verið gerðir fyrr.
Breskir rækju-
'kaupendur
Krafa um
lækkuní
kjölfar
gengis-
fellingar
RÆKJUKAUPENDUR í Bret-
landi hafa sent sölusamtökum
og Félagi rælqu- og hörpu-
diskframleiðenda skeyti þar
sem krafist er 7% lækkunar á
afurðum héðan í kjölfar geng-
isfellingarinnar. Halldór Jóns-
son formaður félagsins skorar
á menn að standa saman og
lækka ekki. Arnar Kristinsson
framkvæmdastjóri Básafells á
ísafirði segir að ef þetta gangi
eftir muni þeir ekkert hagnast
á gengisfellingunni heldur
þveröfugt, þeir silji bara eftir
» með hækkunina á erlendum
lánum sínum.
Breskir rækjukaupendur eru
ráðandi um verð á rækjuafurð-
um frá íslandi þar sem um
65-70% af framleiðslunni fer á
markað í Bretlandi. Amar segir
að kaupendur geti gert þessa
kröfu nú í skjóli þess að sala sé
treg vegna mikils framboðs af
rækju.
Óviturlegt að Iækka
Halldór Jónsson segir að þessi
krafa um lækkun komi félaginu
á óvart en þama séu Bretamir
að spila á hve margir annist
sölumálin frá íslandi. „Ég hef
ekki trú á að menn fallist á þessa
kröfu enda væri slíkt óviturlegt."
„Það var mikil óheppni, að þeir
samningar skyldu ekki geta verið
aðeins fyrr á ferðinni, svona hálfu
öðru eða tveimur árum fyrr. Því
ef það hefði orðið hefði nýtt álver
á Keilisnesi getað orðið að veru-
leika,“ segir Jóhannes.
Keilisnes enn til umræðu
Jóhannes kveðst að vísu enn
hafa vonir um að nýtt álver á
Keilisnesi geti orðið að veruleika.
Þó sé ljóst, að líði mörg ár áður
en ákvarðanir verða teknar, verði
einhveijar breytingar gerðar á
samningunum.
Jóhannes kveðst ekki hafa þá
trú að nýleg verðhækkun á heims-
markaðsverði á áli sé það veruleg
að hún breyti þeirri biðstöðu sem
málið er í.
„Til þess að fyrirtæki ráðist í
fjárfestingu álvers upp á einn
milljarð dollara held ég að þau
þurfi, eftir þessa löngu og djúpu
efnahagslægð, að sjá í nokkur ár
gott verð, jafnframt því sem þau
þurfa að fá tækifæri til þess að
bæta eigin efnahag," segir Jó-
hannes. „Þess vegna held ég að
við þurfum að gera ráð fyrir því
að tvö til ijögur ár verði að líða
þangað til upp komi á nýjan leik
verulegur áhugi af sama tagi og
Atlantsál-hópurinn sýndi.“
Sjá viðtal við dr. Jóhannes
Nordal í miðopnu: „Fólk er far-
ið að meta gildi stöðugleikans."
50-60% af vörum mat-
vörubúða munu hækka
Dollarabréf seljast
fyrir 1,5 milljarða
KAUPÞING hf. hefur keypt frá London skuldabréf ríkissjóðs að fjár-
hæð 15 milljónir dollara sem boðin voru þar út nýlega fyrir alþjóða-
markað. Lánasýsla ríkisins hafði áður keypt bréf úr sama skuldabréfa-
útboði að fjárhæð 6,5 miHjónir dollarar og selt á inniendum markaði
þannig að alls hafa selst slík bréf til íslands fyrir 21,5 milljónir doll-
ara eða sem svarar til rúmlega 1,5 miHjörðum króna.
VÖRUVERÐ er nú þegar farið að hækka I matvöruverslunum
og mun hækka frekar á næstu dögum og vikum. Að sögn
Þorsteins Pálssonar framkvæmdastjóra Hagkaups koma verð-
hækkanirnar að mestu fram þegar dregur úr núverandi birgð-
um verslunarinnar eftir 2-3 vikur og verða verðhækkanirnar
Kaupþing hefur þegar selt um
13-14 milljónir dollara af bréfunum
til stofnanafjárfesta en hefur ekki
sett bréf í almenna sölu. Hins vegar
er verið að kanna hjá ríkisskattstjóra
hvort bréfin séu undanþegin eignar-
skatti eins og skuldabréf ríkissjóðs
í íslenskum krónum. Verða þau ekki
boðin almenningi til sölu fyrr en
fengist hefur skrifleg staðfesting á
eignarskattsfrelsi þeirra.
Einnig vinnur Kaupþing að því að
útvega skuldabréf Landsvirkjunar í
dollurum frá Bandaríkjunum sem
gefín voru út árið 1991 og hefur
kaupendur að 1,5-2 milljónum doll-
ara.
Sjá nánar viðskiptablað bls. Bl.
á bdmu 4-7%.
„Mismunurinn á gengi ólíkra
gjaldmiðla er talsvert mikill og er
gengislækkunin allt frá 5%. Hins
vegar má nefna að á einum mán-
uði hefur tollgengi dollars hækkað
um 13% og segja má að vörur hjá
okkur sem eru reiknaðar út frá
gengi dollars hækki um 7%,“ segir
Þorsteinn. Ein vörutegund hjá Hag-
kaup, skyndiréttir frá Noregi, hefur
nú þegar hækkað um 4% en á
næstu dögum og vikum verða frek-
ari verðhækkanir.
„Gengislækkunin mun hafa áhrif
á verð á innfluttum vörum og vegna
gengisbreytingannnar munu
50-60% af vöruúrvali matvöruversl-
ana hækka.“
Heildsalar hækkuðu strax á
mánudag
Hjá Fjarðarkaupum fengust þær
upplýsingar að til verslunarinnar
hefðu þegar á mánudag borist vör-
ur á 7,5% hærra verði frá heildsöl-
um. Þar var staðfest það sem Þor-
steinn hjá Hagkaup sagði að verð
hjá heildsölum hækkaði yfirleitt
fljótt þar sem þeir hefðu flestir
greiðslufrest á tolli og ættu því
sjaldnast lager af vörum sem tekn-
ar væru út á eldra gengi.
Gísli Sigurbergsson hjá Fjarðar-
kaupum sagði álagningu verslun-
arinnar það lága að hún gæti ekki
tekið á sig gengislækkunina með
minni álagningu. Hins vegar væri
til nokkur lager af helstu sam-
keppnisvörum, því kæmi verð
þeirra ekki til með að hækka strax.
Sjá bls. 17 „Telja óeðlilegt..."
--------» ♦ ♦---
Loðnuskipin
lögð af stað
UM TUGUR loðnuskipa er nú á leið
á miðin, eða að undirbúa siglingu,
en veiðar mega hefjast frá og með
deginum í dag. Skipin munu í upp-
hafí leita loðnunnar austur og norður
af Kolbeinsey.