Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 2

Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 Sala á úthafskarfa til Japans hefur margfaldast Forstjóri ÁTVR áætlar um 10% af áfengisneyslu vera brugg Skilar 800 milljónum til ríkisins ef keypt í ÁTVR ^ Morgunblaðið/J6n Stefánsson A slysstað SJÚKRALIÐAR hlúa að drengnum um borð í hraðbátnum Lenti í skrúfu á báti og slasaðist alvarlega NÍU ára gamall drengur slasaðist alvarlega í gær þegar hann féll útbyrðis af hraðbáti við mynni smábátahafnarinnar í Kópavogi og lenti í skrúfu bátsins. Drengurinn náðist fljótt úr sjónum og var flutt- ur á slysadeild Borgarspítala. Slysið varð þegar hraðbátur frá siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi tók krappa beygju við minni smá- bátahafnarinnar þar, laust fyrir hádegi í gær. Alvarlegir áverkar Drengurinn féll þá útbyrðis, fór undir bátinn og lenti í skrúfunni. Hann náðist fljótt úr sjónum og var þegar siglt með hann í land. Lög- regla og sjúkralið var kallað til og drengurinn fluttur á slysadeild Borgarspítala. Hann reyndist hafa hlotið alvarlega áverka á höfði og mjaðmagrind. HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, segist telja að milli 9 og 10% af því áfengi sem neytt sé í land- inu, talið í hreinum vínanda, sé framleitt í bruggverksmiðjum. Hann segir að ef þetta áfengismagn væri keypt í verslunum ÁTVR væru líkur á að tekjur rikisins ykjust um 800 til 900 milljónir króna. Hann segir þó ólíklegt að þessi eftirspurn kæmi öll fram hjá Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins. „Ef öll þessi eftirspum kæmi uninni gæti verið um að ræða fjár- fram hjá Áfengis- og tóbaksversl- hæð upp á 800 til 900 milljónir Afkastamikil brugg’- tæki gerð upptæk Selfossi. AFKASTAMIKIL bruggtæki voru gerð upptæk á bæ í Austur-Eyja- fjallahreppi um hádegisbilið í gær. Tveir menn um þrítugt voru handteknir og játuðu að hafa starfrækt bruggverksmiðju í útihúsi frá áramótum. Auk tækjanna, sem voru fullkomin til brugggerðar, tók lögreglan nokk- uð af bruggefnum og ílátum. Um var að ræða fjórar 200 lítra tunnur og suðutæki. Tækin voru tóm þegar lögreglan tók þau en bruggaramir viðurkenndu að hafa framleitt úr 2.400 lítrum frá áramótum. Það voru lögreglumenn úr Breið- holtslögreglunni sem fóru á staðinn ásamt lögreglumönnum frá Hvols- velli. Mennimir sem voru handteknir voru færðir á lögreglustöðina á Hvolsvelli og yfírheyrðir þar. Sig. Jóns. króna. Það má hins vegar gefa sér að eftirspurnin myndi ekki birtast hjá okkur í þessum mæli," segir Höskuldur. „Þetta áfengi er í fyrsta lagi selt á mun lægra verði en áfengi í ÁTVR og er þar að auki selt til fólks með mjög takmörkuð Qárráð, unglinga og jafnvel bama. .Það em viðskiptavinir sem væntan- lega kæmu ekki til okkar. Reyndar er sú hlið á þessu máli jafnvel alvar- legri en tekjutapið," segir hann. Höskuldur segist ekki vita hvort umrætt áfengi sé selt í veitingahús- um. „Ég hef enga möguleika á að meta það raunhæft hvort svo sé en í ársskýrslu Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins fyrir árið 1992 kemur fram að hlutfall af heildar- sölu áfengis hefur farið lækkandi undanfarin ár þrátt fyrir gríðarlega fjölgun veitingastaða," segir Hös- kuldur. Skoða þarf lögin Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, segist telja að dómar í bmgg- málum séu í samræmi við giidandi lög um þessi efni. Hann segir á hinn bóginn að skoða þurfi hvort breyta beri lögunum séu refsingar taldar of vægar. Morgunblaöið/bigurður Jónsson. Tækin könnuð GOLS Jóhannsson lögreglumaður kannar tækjabúnað bruggaranna. Verðbreytingar v. genglslækkunarinnar ilHHlili íIXííÍíSE Verðtð Verðið hækkar Egils varkr. ernúkr. um malt í flösku 80 85 6,3% Maltöl hækk- ar um 5 kr. MALTÖL í flösku frá Agli Skalla- grímssyni, sem úr verslun kostaði áður 80 krónur, kostar nú 85 krónur og samsvarar það um 6,3% hækkun. Það verð felur ekki í sér flöskuna, en hún kostar 15 krónur. fttgy&iiroMafrifr í dag Jóhanna situr hjá___________ Jóhanna Sigurðardóttir segist styðja tillögu um að Alþýðuflokks- konur sitji hjá í varaformannskjör- inu 23 Evrópumótin ________________ / dag verða dregin saman lið í fyrstu umferð Evrópumótanna í knattspymu 43 Skipulag endurskoðað________ Drög að deiliskipulagi fyrir Laug- amesið verða endurskoðuð 23 Leiöari_____________________ Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar 22 Verðið hefur fallið um 22% frá í apríl SALA á úthafskarfa frá íslandi til Japans hefur margfald- ast á þessu ári miðað við árið í fyrra. Sökum þessa, og mikils framboðs frá öðrum þjóðum, hefur verðið á karfan- um fallið um 22% frá því í apríl. Helgi Þórhallsson forstöðu- maður söluskrifstofu SH í Japan segir að birgðir séu farn- ar að safnast upp og hætta á offramboði á markaðinum. Sem dæmi um aukna sölu út- hafskarfans í Japan segir Helgi að allt árið í fyrra hafi skrifstofan selt um 300 tonn af karfanum en það sem af er þessu ári nemi salan um 2.000 tonnum. „Þegar vertíðin á úthafskarfanum hófst í ár var verð hans um 230 jen á kílóið en er nú fallið í 180 jen eða um 22%,“ segir Helgi. „Á móti þessu hefur vegið hagstæð gengisþróun jens- ins gagnvart krónunni. Fyrr í ár gátum við selt allt jafnóðum en nú er svo komið að birgðir eru að byija að safnast og hætta á of- framboði. Ef það gerist eru allar líkur á að verð falli enn frekar.“ Úr verinu ► Mjög góð aflabrögð frá Reykjanesi - Barentshafið fullt af þorski og öðrum fiski - sóknar- færi í sútun fiskroðs sett upp á Þórshöfn Myndosögur ► Drátthagi blýanturinn - Myndir ungra listamanna - Brandarar - Skemmtilegar Flæðilína þrautir - Pennavinir - Leikhorn- ið - Perluhænan - Vatnsúr Markaðurinn I lægð Aðspurður um fiskmarkaðinn í Japan í heild segir Helgi að árið í ár sé erfitt efnahagslega í Japan og verð á afurðum því lækkað frá í fyrra. Hins vegar sé enn hag- stætt fyrir íslendinga að selja þangað þar sem jenið hafí hækkað um 40% á móti krónunni frá í fyrra. „Þetta ástand hefur mikil áhrif á fiskverð því dregið hefur úr neyslu einkum á dýrari tegund- um,“ segir Helgi. „Verð á flestum tegundum hefur lækkað mjög mik- ið og sem dæmi má taka lax sem Japanir borða um 300.000 tonn af á ári. Verð á rauðum bandarísk- um laxi sem er í hæsta verðfiokki og gjaman er tekið mið af við að meta stöðu markaðarins hefur þannig fallið úr 1.100 jenum kílóið niður í 600 jen á einu ári.“ Hvað varðar íslenska fiskinn hefur verð á honum lækkað um 10-11% frá því í fyrra. Þannig hefur meðalstór karfi lækkað úr 480 jenum niður í 430 jen kílóið og grálúðan úr 440 jenum niður í 390 jen. Veður fer hlýnandi HUNDADAGAR byrjuðu í gær, 13. júlí, en sagt hefur verið að jafnan breyti um veður með þeim, þannig að ef þurrt er á undan hundadögum verður votviðri þegar þeir ganga í garð og öfugt. Samkvæmt nútímalegri spám Veðurstofu Islands er gert ráð fyr- ir að nú taki loksins að hlýna fyrir norðan en nokkuð fór hlýnandi í gær. Um næstu helgi er gert ráð fyrir austlægum áttum og þá hlýnar um allt land. Gert er ráð fyrir sólríku veðri á Vestur- landi, Vestfjörðum og inn til landsins á Norðurlandi. Einar Sveinbjömsson veður- fræðingur hjá Veðurstofu íslands sagði að einhverrar úrkomu væri að vænta á fimmtudag, föstudag og laugardag á Suð-austurlandi og við austurströndina, en víðast annars* staðar yrði þurrt. Gert er ráð fyrir skýjuðu á Suðurlandi og að e.t.v. verði einhveijar skúra- leiðingar eða síðdegisskúrir fram á föstudag. „í sumar hefur sáralítið verið af lægðum sem koma upp að Suð-vesturströndinni sem bera með sér hlýtt loft úr suðri með 15-20 stiga hita fyrir norðan og vætutíð fyrir sunnan, en slíkar lægðir eru einmitt nokkuð algeng- ar að sumri til. Ekki óyggjandi hlýindi fyrir norðan „Það sem við erum að fá núna er hlýtt loft austur undan sem berst til okkar með kyrrstæðri lægð sem verður skammt fyrir sunnan Iandið. Það er því ekki kominn sú staðan sem gefur hvað besta veðrið fyrir norðan og engin teikn eru um að lægðimár ætli að taka þá stefnu að vera fyrir vestan land en ekki fyrir sunnan og austan," sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.