Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 4

Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 Óbreytt afstaða hjá Þorsteini Pálssyni sjávarátvegsráðheira Leyfir ekki háhyminga- veiðar fyrir dýragarða ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir sína afstöðu óbreytta gagnvart háhyrningaveiðum til að selja í dýragarða. Hann leyfir ekki slíkar veiðar. Nú liggja fyrir tvær slíkar umsóknir í hans ráðuneyti. í gær sendi Samband dýravemd- arfélaga íslands Þorsteini Pálsyni sjávarútvegsráðherra bréf. í tilskrifi samtakanna er sagt, að það sé orðinn árviss viðburður, að innlendir og er- lendir aðilar sæki um leyfi til háhym- ingaveiða í þeim tilgangi að selja dýrin í erlenda dýragarða. í bréfí Sambands dýravemdarfélaga kemur fram að samkvæmt símtali við Jón B. Jónasson skrifstofustjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu liggi tvær um- sóknir fyrir í ráðuneytinu. Vísað til fordæma Samband dýravemdarfélaga Is- lands kveðst treysta því eindregið að öllum umsóknum til veiða á há- hymingum verði hafnað með þeim sömu rökum og umsókn var hafnað árið 1991. í byijun október 1991 tók Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra þá ákvörðun að hafna umsókn frá félaginu Fánu í Hafnarfirði um leyfi til að veiða fjóra háhyminga til sölu í dýragarða erlendis. Sjávarútvegs- ráðherra tók þá afstöðu að þetta mál væri dýravemdarmál. Sjávarút- vegsráðherra sagði í Morgunblaðinu 5. október 1991: „Við teljum að þetta tiltekna mál lúti ekki hvalveiðimálum sem slíkum, heldur dýravemdarmál- um og sendum því þetta erindi til umhverfisráðuneytis til umsagnar. Umsögn þess ráðuneytis var neikvæð og því var ákveðið að hafna þessari beiðni. Það væri alveg óhætt að taka þessa hvali úr stofninum, en málið snýst bara ekki um það í þessu til- viki.“ Óbreytt afstaða Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðíð í gær að hann hefði fljótlega eftir að hann hefði komið í ráðuneyt- ið tekið þá afstöðu að leyfa ekki veiðar fyrir dýragarða og sú afstaða væri óbreytt. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegráðuneyti staðfesti að tveir aðilar hefðu sótt um leyfi til háhymingaveiða. Jón sagði að leyfí til háhymingaveiða til flutnings í dýragarða erlendis hefðu ekkpverið veitt síðan 1987. Á undanfömum ámm hefðu nokkrar umsóknir borist en þeim jafnan verið hafnað. Rúnar Brynjólfsson stjómarmaður í Fánu sagði Morgunblaðinu að það væri venjan að sækja'um leyfi til veiða á 3-4 háhymingum. Rúnar varð að greina Morgunblaðinu frá því að hann hefði ekki miklar vonir um jákvæðar undirtektir. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að isl. tíma hitl veóur Akureyri 10 léttskýjað Reykjavík 10 skýjað BJörgvin 11 súld Helslnki 19 skýjað Kaupmannahöfn 14 rigning Narssarssuaq 13 léttskýjað Nuuk 7 þoka Ósló 18 akýjað Stokkhólmur 18 rígning Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 27 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Barcelona 22 hálfskýjað Berlín 11 skúr Chicago 26 alskýjað Feneyjar 21 léttskýjað Frankfurt 18 skýjað Glasgow 17 rígning Hamborg 16 léttskýjað London 15 rigning LosAngeles 24 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Madrid 32 . heiðskfrt Malaga 26 heiðskírt Mallorca 24 iéttskýjað Montreal 24 hálfskýjað NewYork 31 léttskýjað Orlando 33 skýjað París 16 rigning Madeira 21 léttskýjað Róm 22 skýjað Vín 15 skýjað Washington 36 mistur Winnipeg 17 skýjað Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Furðuský yfir Mýrdalnum UM SÍÐUSTU helgi hefur verið bjart og gott veður í Vík og nánast logn. Þó hefur verið stutt í vindinn, því beggja vegna Mýrdalsjökuls hefur verið hvasst á norðvestan. Til dæmis vom 7-9 vindstig í Vest- mannaeyjum og Mýrdalssandur hefur lokast öðm hvetju um helgina vegna sandfoks. Getum við þakkað Mýrdalsjökli og þá Kötlu gömlu það skjól sem jökullinn veitir í norðlægum áttum. Við veðurlag eins og verið hefur um helgina myndast oft sérkennileg fjallabylgjuský yfir jöklinum og suður af honum, stundum eins og kyrr- stæðir fljúgandi diskar eða furðuhlutir. Undirritaður var aðeins með polaroid-myndavél nærri þegar þessi risa- stóri fljúgandi hringur hékk yfir Mýrdalnum á föstudagskvöldið. - R.R. Deiliskipulag samþykkt að Fossvogsdal Yfirvöld gera ekki upp á milli tillagna BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða tillögu skipulagsnefndar að deiliskipulagi í Fossvogsdal og getur fyrir sitt leyti bæði fallist á tillögu A og B. í tillögu A er gert ráð fyrir 9 holu golfvelli með stígum og trjágróðri í dalnum en í tillögu B er lögð áhersla á opið svæði með stígum, trjágróðri og Ijörn. Gert er ráð fyrir að áfram verði unnið að deiliskipulagi í dalnum í samráði við sameiginleg skipulags- drög Borgarskipulags og Bæjar- skipulags Kópavogs. Fram kemur að báðar tillögumar samræmast markmiðum um fjölbreytt útivistar- svæði í dalnum en áhersla er lögð á að í skipulagsvinnunni verði tekið fullt tillit til staðfests skipulags sveitarfélaganna varðandi Foss- vogsbraut. Vilja ekki golfvöll í bókun minnihlutans í borgar- ráði segir, að loks hafi náðst sam- komulag milli Kópavogs og Reykja- víkur um skipulag í Fossvogsdal og endanlega fallið frá lagningu Foss- vogsbrautar eftir dalnum. „Hins vegar erum við hlynntari tillögu B en tillögu sem gerir ráð fyrir golf- velli, þar sem tillaga B fellur betur að þörfum almenningsútivistar." Morgunblaðið/Ingvar Þvrlan lent ÞYRLAN lent við Borgarspitalann með slösuðu konuna. Kona slasaðist er hún féll af baki í reiðtúr KONA féll af hestbaki við Hítarvatn í Hítardal eftir hádegi í gær og mjaðmagrindarbrotnaði. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og kom með hana á Borgarspítala um kl. 16.30. Líðan hennar er eftir atvikum. Konan var í reiðtúr ásamt nokkr- um öðrum uiphverfís Hítarvatn. Hún féll af baki og reyndist mjaðmagrindar- og úlnliðsbrotin. Ekki bílfært Einn úr hópnum fór niður að bænum Hítardal og hafði samband við lögregluna í Borgamesi. Ekki er fært að slysstaðnum á bíl og var þyrla Landhelgisgæslunnár þegar kölluð til. Þyrlan var á eftirlitsflugi yfir Breiðafirði tiltölulega skammt frá og sótti konuna. Komið var með hana að Borgarspítalanum um kl. 16.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.