Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1993 5 Tilraun gerð til að hemja lúpínu í þjóðgarðinum í Skaftafelli Tilætlaður árangur FYRSTU helgina í júlí voru 16 sjálfboðaliðar í þjóðgarðinum í Skafta- felli við að klippa lúpínu. Það var framhald af tilraun, sem hófst í fyrra og bar þá tilætlaðan árangur að sögn Stefáns Benediktssonar þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Stefán segir að menn geri því skóna að nauðsynlegt sé að halda aftur af lúpínunni eigi þjóðgarðurinn að öðl- ast evrópska viðurkenningu sem þjóðgarður. Sú viðurkenning gerir strangar kröfur til þess að i garðinum sé einungis náttúrulegur gróð- ur, sem lúpínan er ekki. Þeir sem unnu að heftun út- breiðslu lúpínunnar voru allt Islend- ingar, en í Skaftafelli verða einnig í sumar eins og mörg undanfarin ár enskir sjálfboðaliðar að leggja stíga í þjóðgarðinum. I júní voru í Skafta- felli tveir slíkir tólf manna hópar, sem hvor um sig voru í tvær vikur og gáfu um 120 vinnudaga. Tímasetning mikilvæg Til að drepa lúpínuna verður að klippa hana á ákveðnum tíma rétt áður en hún lætur frá sér fræin því þá hefur hún ekki nægan forða í rótinni til að vaxa aftur næsta sum- ar. Stefán segir að lúpínan sé frek við náttúrulegan gróður í þjóðgarð- inum eins og t.d. eyrarrós og bauna- gras, sem séu fallegar íslenskar plöntur í íslensku umhverfi. Núna sé aðeins reynt að halda aftur af lúpínunni en ekki útrýma henni. Stefán segir að lúpínunni hafi ver- ið sáð á afmörkuðu svæði innan þjóð- garðsins á sjötta áratugnum til að koma í veg fyrir uppblástur. Hún hafi þjónað þeim tilgangi vel og geri enn. Hann segir að lúpínan hafi hald- ist á þessu svæði innan girðingar þangað til beit var létt af garðinum fyrir utan girðinguna á áttunda ára- tugnum. Síðan þá hafi engar hömiur verið á útbreiðslu hennar en lúpína er jurt, sem breiðist mjög hratt út. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandamál með lúpínu í ÞJÓÐGARÐINUM í Skaftafelli stendur nú yfir framhald af til- raun, sem hófst i fyrra, til að halda aftur af útbreiðslu lúpínu. Stakkafell hf. átti lægsta boð STAKKAFELL hf. á Patreksfirði átti lægsta tilboð í vegafram- kvæmdir í Skápadal á Vestfjörð- um en Vegagerð ríkisins bauð þar út lagningu 1,3 km kafla á Órlygshafnarvegi. Tilboð Stakkafells var 6.070.000 krónur eða 90% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun var 6.758.500 kr. Alls buðu sex fyrirtæki í verkið. Næstlægsta tilboð átti Borgar Þór- isson, Patreksfírði, 6.697.349 kr. ♦ ♦ ♦ Nýir full- trúar ráðn- ir til RLR EINAR Baldvin Stefánsson, lög- fræðingur, hefur verið skipaður fulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þá hefur Sigríður Frið- jónsdóttir, lögfræðingur, verið ráðin fulltrúi til næstu áramóta. Einar Baldvin og Sigríður luku bæði námi frá lagadeild Háskóla íslands árið 1986. Einar stundaði framhaldsnám erlendis um tíma að loknu námi hér. Hann hefur síðan starfað hjá Landsbanka íslands og Seðlabanka. Sigríður Friðjónsdóttir hefur lengst af starfað sem fulltrúi hjá sýslumanninum á Sauðárkróki en hefur undanfarið starfað á lög- mannsstofu í Reykjavík. ------♦ ♦ ♦----- Pilturinn allsgáður UMFERÐARSLYS varð hinn 26. júní síðastliðinn rétt sunnan við Straumsvík, er Trabant-bifreið rakst utan í aðra bifreið og valt. Ökumaður Trabantsins slasaðist talsvert, en grunur lá á að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Nú hefur blóðprufa komið úr rann- sókn og sýnir hún að pilturinn var allsgáður. Bjöm Stefáns- son lægstur BJÖRN Stefánsson, Höfn, var með lægsta boð í lagningu 6,6 km kafla á Austurlandsvegi í Lóni, 15.197.700 krónur sem er 61% af kostnaðaráætlun. Sex verktakar buðu í verkið. Kostnaðaráætlun Vegagerðar rík- isins var 24.820.000 kr. Næstlægsta boð áttu Fjarðarnesbræður sf. Síðast voru 46S80.000kr. í ti/öföldum er tvöfaldur aftur! vtte®

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.