Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
7
Ágreiningur kom upp í borgarráði um Bústaðaveginn
Fallið frá breikkun
BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum full-
trúa Sjálfstæðisflokksins gegn tveimur atkvæðum minnihlut-
ans að falla frá breikkun Bústaðavegar frá Háaleitisbraut að
Sogavegi.
Fulltrúar minnihlutans, Sigrún dóttir og Ólína Þorvarðardóttir,
Magnúsdóttir, Guðrún Ögmunds- lögðu fram sameiginlega bókun
Nýr leikvöllur við Bogahlíð
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu að leikvelli á auðu svæði við Boga-
hlíð 1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar segir að
íbúar hafi óskað eftir þessum velli og er gert ráð fyrir spark- og körfu-
boltavelli á svæðinu. Framkvæmdir munu hefjast í sumar.
vegaríns
og vísuðu til bókunar Guðrúnar
Jónsdóttur í skipulagsnefnd. Þar
segir m.a. að nauðsynlegt sé að
fyrir liggi úttekt sérfræðinga á
hvaða afleiðingar þessi breyting
hafi á gatnakerfi Reykjavíkur.
Lýst er áhyggjum yfír að bindandi
ákvörðun sé tekin á jafn óljósum
grunni.
í bókun Siguijóns Péturssonar
kemur fram, að hann telji ákaflega
heimskulegt að útiloka um alla
framtíð mögulega breikkun Bú-
staðavegar. Engin knýjandi skipu-
lagsþörf kalli á slíka ákvörðun nú.
Fossvogsbraut í göng
í bókun borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins segir, að ákvörðun
um að falla frá breikkun Bústaða-
vegar milli Háaleitisbrautar og
Sogavegar sé byggð á þeim for-
sendum að gert sé ráð fyrir að
Fossvogsbraut verði í göngum
samkvæmt Aðalskipulagi Reykja-
víkur og Aðalskipulagi Kópavogs.
Nálægð byggðar á báða vegu við
Bústaðaveg og vegna gatnamóta
á götunni, geri það að verkum að
Bústaðavegur sé illa til þess fallinn
að taka við mikilli aukningu um-
ferðar. Auk þess yrði við breikkun
götunnar aukin hætta á hávaða-
og loftmengun fyrir íbúa í næsta
nágrenni. Þá segir að þar til Foss-
vogsbraut verði lögð í göngum sé
gert ráð fyrir að Miklabraut taki
við aukningu á austur-vestur um-
ferð í borginni.
Sunnudagsblaöi Morgunblabsins, 25. júlí nk., fylgir blabauki um Golf.
í þessu blabi veröur fjallab um golfíþróttina sem stöbugt á meiri vinsældum að
fagna hér á landi. Spjallað verður við kylfinga bæði byrjendur og þá sem lengra eru
komnir í íþróttinni. Fjallað verður um golfvelli og öra uppbyggingu þeirra víða um
land, golfkennslu, klæðnað á golfvöllum og fleira.
íslandsmótið í golfi hefst á vegum Golfklúbbs Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru
útgáfudag blaðaukans, 25. júlí, og verður efni um mótið og undirbúning þess.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við
auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 19. júlí.
Nánari upplýsingar veita Dóra Gubný Sigurbardóttir og Petrína Ólafsdóttir,
starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 11 11 eða símbréf 69 11 10.
> kjarni málsins!
Morgunblaðið/Ingvar
Númer gerð upptæk
LÖGREGLUMENN taka númer af bíl sem reyndist vera óskráður.
Yíxluðu númerum
á bifreiðum sínum
TVEIR bíleigendur í Reykjavík
urðu uppvísir að því að víxla núm-
erum milli bíla. Lögregla tók
númerin af bifreiðunum og verða
mennirnir sektaðir fyrir athæfið.
Eigandi sendiferðabíls varð uppvís
að því á laugardag að hafa víxlað
númerum milli tveggja samskonar
bíla sem hann á.
Ótrygg réttarstaða
Að sögn lögreglu er um alvarlegt
brot að ræða þar sem réttarstaða
þess er verður fyrir tjóni, sem bíll á
röngu númeri veldur, er ótrygg.
Númerin voru tekin af bílnum og
verður eigandinn sektaður. Annað
hliðstætt mál kom upp um helgina
og var það afgreitt með sama hætti.
Að sögn lögreglu er númerum
stundum víxlað þar sem bíleigandi
veit að viðkomandi bifreið stæðist
ekki skoðun. Eins getur virst hag-
kvæmt að hafa tvo bíla til skiptana
en greiða aðeins gjöld af öðrum.
fCffiJA
„að hætti keisaranna“
Hvers vegna skyldu nú yfir 30 manns hafa tryggt sér
KÍNAFERÐ í september með HEIMSKLÚBBI INGÓLFS?
Svarið er einfalt:
KfNAFERÐ HEIMSKLÚBBSINS BER AF, er farin á besta
árstíma í Kína, en í lok október/nóvember er kominn vetur í
Norður-Kína og ferðamannatímabilið liðið.
TRAUST ER LYKILORÐ í viðskiptum Heimsklúbbsins,
byggt á langri reynslu Ingólfs Guðbrandssonar, kunnáttu í
öllu sem lýtur að ferðamálum, rómaðri smekkvísi og
gæðatilfinningu. Ferðin er farin undir leiðsögn hans sjálfs.
Til alls er vandað eins og best verður á kosið, hæfileg
blanda af skoðun, fræðslu og skemmtun og dvölin á bestu
hótelum Kína hreinn unaður. Samt er ferðin ódýrari pr. dag
en hversdagsferðir á miðlungshótelum.
Sjálf Kínadvölin stendur í nærri tvær vikur, þar sem
skoðaðir eru allir frægustu staðir landsins og kennileiti.
Henni lýkur í höfuðborginni BEIJING á sjálfu GRAND
HOTEL með „keisaralegum" búnaði og þjónustu.
Aðrir viðkomustaðir eru:
GUANGZHOU, GUILIN, XIAN, SHANGHAI, HANGZHOU,
BEIJING. Auk þess eru 4 dagar í HONG KONG og 5 í
THAILANDI í ferðalok.
Tryggið ykkur sæti núna í þessa einstöku upplifun!
Aðeins 4 sæti laus.
Svona tækifæri kemur aðeins einu sinni!
Perlur
Suðaustur Asfu
Síðustu sætin í glæsilegri ferð um litrík og fögur lönd
Suðaustur-Asíu. Spennandi menningarheimur. Bestu hótel
heimsins með öllum þægindum á ótrúlegu verði og jafnvel
ódýrari en einföld, þægindalaus dreifbýlishótel í Evrópu.
Ódýr matur og listvarningur. „Þessi ferð á skilin
gullverðlaun" sagði faþegi í fyrra.
□valarstaöir:
KUALA LUMPUR - „perlueyjan“ PENANG, SINGAPORE,
BANGKOK, CHIANG MAl, „GULLNI
ÞRÍHYRNINGURINN", JOMTIEN í THAILANDI.
Brottfor 7. október
- 83 dagar
AUSTURSTR&TI 17,4. hæi 101 REYKJAVÍK«SÍMI 620400-FAX 626564