Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 Blómlegt fyrirtæki Nú bjóðum við uppá einstaklega blómlegt fyrir- tæki, blómabúð í stóru íbúðarhverfi. Nýjar hillur, Ijósabúnaður og ný pressa í blómakæliklefa. Og rúsínan í pulsuendanum: Frí húsaleiga í 16 mánuði, ótrúlegt en satt. Þessu fylgir einnig góð meðalvelta og verðið, það kemur þér á óvart. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. {KsmnmmvM SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. BORGAREIGIM fasteignasala - Suðurlandsbraut 14 678221 fax: 678289 Garðabær - einbýli. Gott ca 190 fm einbýli á einni hæð auk ca 48 fm nýlegs bílsk. Húsið hefur verið mikiö endurn. og er í góðu ástandi. Friðsæll staður. Góður garður. Eignaskipti möguleg. Áhv. ca 4,2 millj. Grasarimi — 0Ínb. Ca160fmhúsáeinnihæðmeöinnb. bílskúr. Húsið afh. fullb. að utan, rúmlega fokh. að innan. Til afh. strax. Eignaskipti mögu- leg. Teikningar á skrifstofu. Áhv. húsbréf ca 5,0 millj. Verð 9150 þús. Völvufell - raðh. Gott ca 130 fm raðh. á einni hæð auk ca 25 fm bílsk. 4 svefnh., góðar stofur. Suðurgarður. Áhv. góð lán ca 2750 þús. Verð 10,3 millj. Hlíðarvegur - Kóp. - sérh. Glæsil. ca 146 fm efri sérh. í nýl. tvíbhúsi. Góðar stofur. 3-4 svefnh. Tvennar svalir. Allt fullfrág. og vandað. Gott útsýni. Áhv. ca 2,4 millj. Laus fljótl. Verð 12,9 millj. Sólheimar - sérh. Ca 130 fm neðri sérh. auk ca 25 fm bflsk. Góðar stofur. 4-5 svefnh. Góð eign á vinsælum stað. Getur losnaö fljótl. Verð 11,3 millj. Norðurás. 3ja-4ra herb. glæsil. lúxusíb. ca 120 fm á tveimur hæðum auk ca 30 fm bílsk. Góðar stofur. Arinn. Suðursvalir. Útsýni. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 2,7 millj. Verð 10,3 millj. Krummahólar. 4ra herb. íb. með bílsk. ca 92 fm endaíb. ásamt góð- um ca 25 fm bílsk. Glæsil. útsýni. Blokk og sameign í góðu ástandi. Áhv. góð lán ca 4,1 millj. Verð 7,5 millj. Hraunteigur - 3ja-4ra. Glæsil. ca 125 fm íb. á jarðh. Vandað- ar innr. Parket og flísar. íb. hefur öll verið endurn. og er í toppástandi. Sérinng. Áhv. húsbréf ca 2,9 millj. Hamraborg - 3ja herb. Góð ca 77 fm íb. á 2. hæð. M.a. nýl. eldhús og bað. Suðursvalir. Áhv. hagst. lán ca 3,7 millj. Verð 6,9 millj. Kríuhólar - 3ja. Nýstands. falleg ca 79 fm íb. á góðum kjörum. Laus strax. Áhv. veðd. 2,4 millj. Verð 6,8 millj. Rauðarárstígur - 3ja. Falleg ca 60 fm vel skipul. íb. á 1. hæð. Mikið endurn. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,3 millj. Vallargerði - Kóp. 2ja herb. sérbýli, ca 65 fm á jarðh. Sérinng. íb. er mikið endurn. Fallegur garður. Friðsæll staður. Verð 5,9 millj. Alhliða ráðgjöf - ábyrg þjónusta Karl Gunnarsson, sölustjóri, Kjartan Ragnars hrl. 011 KA 01 07 A LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori (m I I wv'k I W I V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.lóggilturfasteignasali Nýjar á söluskrá - eignir sem vekja athygli: Vinsæll staður - gott verð 4ra herbergja rishæð við Nökkvavog. Samþykkt, sólrík, vel með farin, trjágarður. Verð aðeins 5,8 millj. Glæsileg íbúð - gott lán Með útsýni við Súluhóla 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Parket. Öll sam- eign eins og ný. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Sérhæðir - Hvassaleiti - Rauðagerði Glæsil. efri hæðir 6 herbergja á þessum vinsælu stöðum. Góður bil- skúr fylgir hvorri hæð. Eignaskipti til umræðu. Frábært útsýni. í enda - sér þvottahús - bílskúr Mjög góð 5 herbergja endaibúð við Stelkshóla, 116,1 fm á 2. hæð. Sér þvhús. Góður bílskúr. Skipti mögul. á 3ja herb. íbúð í nágrenninu. Safamýri - endaíbúð - bílskúr Sólrík og vel með farin 4ra herbergja íbúð á 1. hæð. Tvennar svalir. Geymsla í kjallara. Mikið endurnýjuð sameign. Vinsæll staður. Háaleitisbraut - suðurendi - bflskúr 5 herbergja íbúð á 4. hæð, 108 fm. Mikið endurnýjuð. Svalir. Mikið endurbætt sameign. Frábært útsýni. í gamla góða Vesturbænum Parhús við Ránargötu með 5-6 herbergja íbúð á tveimur hæðum. Nýtt eldhús. Nýtt bað o.fl. I kjallara m.m. sér eins herbergis íbúð. Glæsilegur blóma og trjágarður. Selfoss - Reykjavik - eignaskipti Leitum að litlu sérbýli á Selfossi með bílskúr, í skiptum fyrir fjögurra herbergja rishæð á vinsælum stað i Vogunum í Reykjavík. • • • Hlíðar - Vesturbær óskast 3ja-4ra herb.íb. Opið á laugardögum. AIMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGÁvÉGn8 SÍMAR 21150 - 21370 Orgeltónleikar _________Tónlist " Jón Ásgeirsson Björn Steinar Sólbergsson or- gelleikari við Akureyrarkirkju lék á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sl. sunnudagskvöld. Á efnis- skránni voru aðallega frönsk org- elverk auk verka eftir Pál ísólfs- son og Þorkel Sigurbjörnsson. Fyrstu þrjú verkefni tónleik- anna eru eftir franska tónskáldið Jean Alain (1911-1940), sem ásamt mörgum hæfileikamönnum féll í síðari heimsstýijöldinni. Ala- in lærði tónsmíði hjá Dukas og bera tónsmíðar hans mörg ein- kenni lærimeistarans. Fyrsta verkið, Tilbrigði um stef eftir Jannequin, er fallegt verk og var það mjög vel flutt af Birni Stein- ari. Númer tvö var Jardin su- spendu (hengigarðar), ákaflega viðburðalítið og langdregið verk og algjör andstæða við þriðja verkið eftir Alain, Litanies (Þula), sem er runa af tónmyndum, er minna meira á undirleiksfígúrur, byggðar á brotnum hljómum en sjálfstæð stef. Þess háttar vinnu- brögð einkenna mikinn hluta af nýrri franskri orgeltónlist og er þetta leiðigjarnt til lengdar og í raun ákaflega viðburðalítið, þó hljómanin sé á köflum rismikil. Bjöm Steinar lék þuluna mjög vel og sama má segja um tvo sálmforleiki og Ostinato og fúg- hetta, eftir Pál ísólfsson. Snertur fyrir Hörð, heitir nýlegt verk (1992) eftir Þorkel Sigurbjörns- son og lék Björn Steinar 1., 2. og 5. snertuna. Síðasta snertan (nr. 5) er skemmtilegt verk og minnir nokkuð á franskar leikað- ferðir og auðheyrt að þar kunni Björn Steinar vel til verka. Hjarðljóð eftir César Franck er fallegt verk og tónleikunum lauk með Prelúdíu og fúgu eftir Maurice Duruflé (1902-1986) en hann lærði tónsmíðar hjá Dukas, eins og Alain og spinnur reyndar fúguna yfir nafn Alains. Prelúdían er ákaflega laus í formi og fúguna skortir kontrapunktísk átök. Hljómbundin vinnubrögð og leit að blæbrigðum vilja oft draga úr þeirri raddferlisspennu, sem fúga getur búið yfir og þá er oft leitað fanga í leik með styrk og hraðar tónmyndir, svo að útkoman verður í raun heldur innihaldslítill og yfir- borðslegur fingraleikur og átökin oft aðeins fólgin í því að nýta sér hljómstyrk orgelsins. Hvað sem þessu líður var leikur Björn Steinar Sólbergsson Björns Steinars Sólbergssonar mjög góður og tækni hans og kunnátta í raddskipan naut sín mjög vel í Þulunni eftir Alain, öllum verkum Páis, 5. snertunni, eftir Þorkel Sigurbjömsson og í síðasta verkinu, eftir Duruflé, þar sem Björn Steinar fór á kostum. Bonner Rundschau Bandamannasögu hrósað ÞÝSKA blaðið Bonner Rundsc- hau segir í nýlegum dómi um leikritið Bandamannasögu, sem sett var upp í tengslum við þá reykvísku menningardaga, sem haldnir voru í Bonn í síðasta mánuði, að það hafi „slegið í gegn“. Blaðið segir hina kímnifullu upp- setningu leikstjórans Sveins Einars- sonar hafa stuðlað að því að sú klukkustund, sem leikritið varði, hafi verið hin besta skemmtun fyrir alla þá sem fylgdust með í leik- skránni. Gagnrýnandi Bonner Rundschau, Felicitas Zink, fer lofsamlegum orð- um um verkið sjálft og segir sögu- þráðinn vera mjög fjölbreyttan. Þá hafi það verið vel til fundið að nota einnig leikbrúður við hlið leikar- anna. Hann segir einnig að hin skýra og góða tjáning íslenska leikhópsins hafi komið verkinu til skila á grein- ÚT ER komin ljóðabókin „Aust- ur“ eftir Valgarð Bragason. Bókin inniheldur prósaljóð, og er þetta önnur ljóðabók höfundar á argóðan hátt þannig að það hafí verið vel skiljanlegt þýskum áhorf- endum þó að það væri flutt á ís- lensku. þéssu ári. „Austur“ er unnt að nálg- ast í Bókavörðunni, Hafnarstræti, og kostar eintakið 1.009 kr. Ein- takafjöldi er takmarkaður. Nýjar bækur Austur eftir Val- garð Bragason Atli Ingólfsson o g Caput-hópurinn ________Tónlist___________ Ragnar Björnsson „Nútímatónlist að Kjarvals- stöðum" var yfirskrift tónleika á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 11. júlí. Aðeins eitt verk, sem tók 30 mínútur að flytja, var á efnisskrá, Rapsódía í fimm þáttum eða „fimm rótarskotum" eins og Atli segir í efnisskrá. Þættirnir eru samdir á nokkurra ára tímabili og líklega ekki hugsaðir sem ein heild í upphafi, enda áður fluttir hver í sínu lagi, utan sá síðasti sem skrifaður var og „settur sam- an af tilefninu", eins og Atli seg- ir. Þrátt fyrir sex eða sjö ára meðgöngu þessara fimm þátta geta þeir vel staðið saman undir heitinu Rapsódía, a.m.k. sam- kvæmt sumum útleggingum þess orðs. I fyrsta þættinum Largo, þeim eina sem var frumfluttur, voru „pólyfónísk" vinnubrögð Atla auðheyrð og eðlileg, Guð- mundur Óli Gunnarsson stjórnaði fyrsta þættinum og þeim síðasta og mér er spurn, þegar svo ágæt- ir tónlistarmenn eiga í hlut sem Caput-hópurinn er, hvort stjórn- andi eigi að koma þar nærri ef annað er hægt. Þetta er sagt með fullri virðingu fyrir stjórnendum, en einnig fyrir ágætum hljóðfæra- leikurum sem geta orðið, og verða, bundnir af slagi stjórnand- ans og verða að hemja sitt eigið hugmyndaflug. A.m.k. fannst mér vanta nokkuð mótun og flug í flutning þessa fyrsta þáttar. Úr fyrsta þætti leiddi beint yfír í annan þátt sem Atli nefnir Bagat- ellu - Vivace - og er skrifuð fyr- ir einleiksklarinett með liggjandi orgelpunkti. Þarna lifnaði yfir Músunum og Iék Guðni Fransson þáttinn sérlega skemmtilega á klarinettið. Þriðja þáttinn nefnir Atli Scherzo - Vink - og mátti vel greina klassískt yfírbragð skersósins. Þeir Kolbeinn Bjama- son og Guðni eru ekki óvanir í samleik, náðu enda vel saman í þættinum. Rapido e vigoroso nefnir Atli fjórða þáttinn og stend- ur sá sannarlega undir nafni. Þátturinn er skrifaður fyrir píanó- ið eitt sér og skilaði Snorri Sigfús Birgisson erfiðum píanóhlut lista- vel, enda virðist Snorri sem fædd- ur fyrir þessa tegund tónlistar. Einleiksfiðla leiðir yfir í síðasta Atli Ingólfsson þáttinn, Allegro e preciso (Les pas, les pentes). Verk Atla em yfirleitt nákvæmt og skilgreini- lega unnin, lífshlaupið ákveður framtíðin. Flytjendur úr Caput- hópnum, aðrir en þeir sem nefnd- ir hafa verið, voru að þessu sinni Auður Hafsteinsdóttir, Hildigunn- ur Halldórsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Bryndís Halla Gylfa- dóttir og Valur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.