Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 15

Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1993 15 Á Tryggingastofnun endalaust að borga? innlögn annaðhvort tímabundið eða á lokastigi. Sem dæmi um þessa starfsemi má taka sjúkrahústengda heimaþjónustu í Linköping í Sví- þjóð, borg á stærð við Reykjavík. Þar er einna lengst reynsla komin á þessa starfsemi eða um 30 ár. Til að sinna þessu hefur öldrunar- lækningadeildin þar í borg á að skipa 2 læknum, 8 hjúkrunarfræð- ingum 10-12 smábílum og yfrráð yfir 2-3 sjúkrarúmum á deildinni (sem þó venjulega standa auð vegna þess að fólk kýs heldur að vera heima þar sem þjónusta er á boðstólum). Þessi starfsemi hefur einnig undir höndum heimaað- hlynningu krabbameinssjúklinga og eru um 100 sjúklingar að meðal- tali aðnjótandi þessarar þjónustu. Náin samvinna er við aðra þætti öldrunarþjónustunnar. Víðast hvar er reynslan sú, þar sem þessari starfsemi hefur verið komið á, að hún hefur ekki annað eftirspum. Þetta undirstrikar þá staðreynd að eldra fólk vill helst búa á heimilum sínum, jafnvel þótt um mikil veik- indi sé að ræða sé á annað borð gefínn kostur á slíkri þjónustu. Lokaörð Heilbrigðisþjónusta við aldraða er stór þáttur í heilbrigðisþjón- ustunni og í mörgu ólík heilbrigðis- þjónustu við yngri aldurshópa. Því ber ekki að neita að hún hefur nokkuð fallið í skuggann af ýmsum öðrum þáttum heilbrigðisþjón- ustunnar sem fær meiri umfjöllun hjá almenningi og þykja meira „spennandi“ bæði fyrir starfsfólk og heilbrigðisyfirvöld. Reynslan er þó sú að þeir sem fara út í sérhæf- ingu í heilbrigðisþjónustu við aldr- aða taka það hlutverk sitt mjög alvarlega. Þótt heilbrigðisþjónust- an við aldraða sé sérhæfð ber ávallt að varast að líta á aldraða sem einhveija heild. Einstaklingsvit- undin breytist lítið þótt árin færist yfir og sama rétt á góðri heilbrigð- isþjónustu eiga allir að hafa, á hvaða aldri sem er. Höfundur er yfirlæknir á. Öldrunarlækningadeild Landspítalans. því hin sömu og áður en fullorðnir farþegar borga nú með miðum, staðgreiðslu eða grænu korti. Til að áætla heildarfjölda ferða fullorðinna farþega sem nota grænt kort notuðum við upplýsingar sem fram komu í grein Sveins Andra Sveinssonar (Morgun- blaðið 21. janúar 1993). Þar kemur fram að í könnun í október notuðu 43% farþega græna kortið og að meðalferðafjöldi á grænt kort var 52 ferðir á mánuði. Við margföld- uðum síðan hlutfall farþega sem nota græna kortið með ferðaijölda fullorðinna farþega sem gefur ferðafjölda fullorðinna á grænu korti (búast má við að eingöngu fullorðnir noti grænt kort). Það dregið frá ferðafjölda fullorðinna gefur ferðafjölda fullorðinna með staðgreiðslu og afsláttarmiðum. Stærð þessara hópa margfaldaður með meðalfar- gjöldum þeirra (2.900 kr. /52 ferðir = 55,77 kr. meðalfargjald með grænu korti; 90-100 kr. meðalfargjald hóps sem borgar með staðgreiðslu og miðum þar sem við vitum ekki skiptingu á borgunarhópa þar) gefur áætlaðar fargjaldatekjur SVR frá þessum hópum. Þær upphæðir lagðar við heildarfar- gjöld bama og aldraðra og deilt í með heild- arfarþegafjölda gefur meðalfargjald eftir breytingu. Meðalfargjald éftir breytingu áætluðum við 59,31-62,66 kr. og heildar- tekjur SVR af fagjöldum 404-427 milljónir kr. en breytileikinn í niðurstöðunum stafar af óvissunni í skiptingu fullorðinna farþega í staðgreiðslu- og afsláttarmiðafarþega. Athugasemd: Þegar sagt er að meðal- ferðaflöldi á grænt kort sé 52 ferðir á mánuði er ekki alveg ljóst hvort inni í þeirri tölu sé það hlutfall farþega sem er að stíga á milli strætisvagna og hefði komið fram sem skiptimiðafarþegar hefðu þeir borgað með miðum eða staðgreiðslu (20-25% far- þega skv. Árbók Reykjavíkurborgar 1992, bls. 111). Hér er gert ráð fyrir að búið sé að draga það hlutfall frá og þvi hafi raun- verulegur meðalferðafjöldi með grænu korti verið 65-69 ferðir en 52 ferðir verið raun- veruleg borgun þegar stigið er upp í byijun ferðar. Ef hlutfall skiptimiðafarþega hefur ekki verið dregið frá reynast raunverulega borgaðar ferðir á grænu korti ekki vera nema 39-42, og hækkun meðalfargjalds meiri sem því nemur. ‘Árbók Reykjavíkurborgar 1992, bis. 108 og 110. ‘Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Skýrsla nr. 9/1992: Mat á þjóðhagslegum ábata almenningsvagna, framhaldskönnun. Skýrsla til: Samgönguráðuneytis, Almenn- ingsvagna bs., SVR og Vegagerðar ríkis- ins. September 1992. Ari Hauksson ernemi ogÁrni Davíðsson er líffræðingur. eftir Elínu Ebbu * Asmund&dóttur Allt frá árinu 1977 hefur Iðju- þjálfafélag íslands reynt að komast að samningum við Tryggingastofn- un ríkisins um þátttöku í kostnaði þeirra sjúklinga sem leita þurfa aðstoðar iðjuþjálfa — en án árang- urs. Þar sem þrautseigja og bjart- sýni eru aðalsmerki stéttarinnar treysti ég því að samningar takist von bráðar. Markmið þessarar greinar er að varpa örlitlu ljósi á það hvað iðjuþjálfun getur verið. Iðjuþjálfar eru aðeins um 70 tals- ins en greinin er ekki kennd við Háskóla íslands. Sjúklingar og að- standendur barna sem þurft hafa á þjónustu iðjuþjálfa að halda vita hve þýðingarmikið starf þetta er. Það er þó skiljanlegt að varkárni sé gætt í samningum við nýjar stéttir, þar sem aðhalds verður að gæta varðandi almannafé, í heilbrigðis- þjónustu sem annars staðar. Iðjuþjálfun á sér langa sögu, en stéttin tók verulegt stökk í þróun eftir seinni heimsstyrjöldina. Pjöld- inn allur af fötluðum hermönnum hafði fengið hefðbundna læknis- meðferð sem ein og sér nægði ekki til þess að þeir gætu fundið sig í - tilverunni. Þörf var fyrir starfsfólk sem gat stutt þessa menn til sjálfs- hjálpar í daglegu lífi; persónulegri umhirðu, vinnu, skóla, tómstundum og samskiptum. Starfsfólkið þurfti því að hafa fagþekkingu í færni og læknis- og sálfræðilegt innsæi. Forsendur þess að við þrífumst vel og séum ánægð eru þær að þörf- um okkar sé fullnægt t.d. þörfinni fyrir að hafa stjórn á umhverfi okk- ar. Við getum fullnægt henni með aðstoð tjáningar eða annarra með- ala. Þá leysast úr læðingi skapandi kraftar, hugvitssemi og nýjar upp- finningar. Þessari þörf taka iðju- þjálfar mið af í vinnu sinni þvi þeir sinna fólki sem hefur skerta færni og þ.a.l. takmarkaða getu til að stjórna umhverfi sínu. Iðjuþjálfar hafa einnig skapað sér sess í vinnu með börnum. Afbrigði- legt jafnvægis-, stöðu- og snerti- skyn, skynúrvinnsla eða félags- þroski getur hindrað bam í að fylgja jafnöldrum í leik, skólastarfí og samskiptum. Iðjuþjálfar vinna ásamt öðrum heilbrigðisstéttum við greiningu, meðferð og ráðgjöf til þeirra sem annast börnin. Iðjuþjálfar eru líka vel metnir á endurhæfingarstöðvum. Þar er fólk sem þarf að hefja tilveruna á nýjan leik — með líkama sem þarf að læra upp á nýtt að takast á við daglegar athafnir. Þetta fólk þarf þjálfun, ekki bara á sjúkrastofnun- um heldur líka heima fyrir, í vinnu og frístundum. Oft þurfa að koma til hjálpartæki og/eða breytingar á umhverfi. Iðjuþjálfar vinna einnig á geð- deildum eins og þeirri sem ég starfa á. Sjúkling getur þurft að meta m.t.t. starfs-, félagslegrar- eða sjálfsbjargarfærni og þá em mis- munandi athafnir notaðar til að meta og þjálfa getu, ýmist einstakl- ingsbundið eða i hópi. Sem dæmi um vinnu með félagslega hæfni geta athafnir s.s. útivist, íþróttir, myndlist eða leikræn tjáning verið leiðir sem færar em. Endurhæfing tekur tíma og hugs- að er í mánuðum en ekki í dögum. Með endurhæfingu er ekki aðeins átt við þjálfun einstaklingsins heldur einnig aðlögun umhverfisins. Ef fötlun er líkamleg skilur almenning- ur betur að breytinga er þörf í vinnu- umhverfi og á heimili; sjúklingi í hjólastól er frekar sýnd tillitsáfemi en geðsjúklingi sem glímir við fötlun sem ekki sést. Starfsvettvangur iðjuþjálfans er því ekki bara inni á stofnunum því ekki er síður mikilvægt að fylgja málum eftir. Þó svo að það breyti „Allir þeir sem átt hafa við sjúkdóma að stríða vita hve mikilvæg góð heilsa er. Á sama hátt er góð sjálfsmynd nauðsynleg til þess að geta tekist á við lífið.“ e.t.v. ekki þróun geðsjúkdóms þá geta viðhorf okkar, aukinn skilning- ur og uppörvandi samskipti haft meiri áhrif en okkur grunar. Á sama hátt geta fordómar og neikvæðni eyðilagt og brotið niður. Dæmi: Jón Jónsson hefur átt við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða og eftirfarandi hefur komið í ljós í iðju- þjálfun: Þarf „ákveðna" ramma og leið- beiningar, þolir ilia breytingar, get- ur ekki yfirfært eina reynslu yfir á aðra svipaða. Hann er einstreng- ingslegur í hugsun, þolir illa áreiti, og alls ekki mörg í einu, og tekur aðeins við einni skipun í einu. Á vinnustað myndi þetta þýða: — Jón verður að vita nákvæmlega hvaða verkefni liggja fyrir og hvern- ig á að framkvæma þau. — Jón þolir illa breytingar og ef þær eru nauðsynlegar verður að undirbúa hann og tala sérstaklega til hans. — Þó svo að Jón sé búinn að læra á eitt verkfæri táknar það ekki endilega að hann geti notað annað svipað. Það þarf að kenna honum sérstaklega á hvert tól eða tæki. — Jóni hættir til að misskilja og ganga þarf úr skugga um að skila- boð séu rétt skilin. Ekki má koma með tvær skipanir í einu. — Ekki er hægt að úthluta Jóni verkefni sem tímatakmörk eru á. — Útvarp eða óvæntur hávaði trufiar Jón við vinnu. — Jón á erfitt með að vinna í stórum hópi. Góður verkstjóri ber bæði hag fyrirtækisins og starfsfólksins fyrir bijósti. Ef hann fengi Jón í vinnu og gæti notfært sér þessar leiðbein- ingar gæti Jón orðið góður starfs- kraftur. Samstarfsfólk Jóns þarf einnig að vera með á nótunum. Þetta gæti svo aftur haft jákvæðar hliðarverkanir í lífi Jóns. Er nauðsynlegt að Trygginga- stofnun taki þátt í kostnaði sjúkl- ings í iðjuþjálfun? Er það samfélag- inu hagstætt að búa þegna sína sem best undir lífið? Við vitum nú að börn hafa verið misskilin; talin erf- ið, löt, illa gefin o.s.frv. Börn hafa orðið fyrir eða jafnvel sjálf stundað einelti. Þetta hefur slæm áhrif á sjálfsímynd þeirra og fylgir þeim alla ævi. Nú eigum við sérhæft fólk sem getur aðstoðað og ef umhverfið skil- ur hvaða þarfir eða erfiðleikar liggja á bak við hegðun barns er það ekki sóun heidur sparnaður fyrir samfé- lagið að veita barninu aðstoð við hæfi eins fjótt og hægt er. Allir þeir sem átt hafa við sjúk- dóma að stríða_ vita hve mikilvæg góð heilsa er. Á sama hátt er góð sjálfsmynd nauðsynleg til þess að geta tekist á við lífið. Iðjuþjálfun er heilbrigðisstétt sem er afar mikilvæg ákveðnum ein- staklingum. Þetta vita yfirmenn Tryggingastofnunar ríkisins og þeir sérfræðingar sem óska eftir iðju- þjálfun fyrir skjólstæðinga sína. Þar sem ríkisvaldið er nú stöðugt Elín Ebba Ásmundsdóttir að endurmeta hagkvæmni stöndum við ekki lengur frammi fyrir þeirri spurningu hvort samið verði við Iðjuþjálfafélag íslands, heldur hve- nær og í hvaða mynd. Höfundur er yfiriðjuþjilfi geðdeildar Landspítalans. í HÁDEGINU ALLA DAGA BORÐAPANTANIR í SÍMA 25700 Fiat Um Arctic fyrir norðlœgar slóóir Aðeins kr. Uno. Fiat Uno býðst nú é frébæru verði. 748.000 á götuna — ryðvarinn og skréður. Ath. Gerið verðsamanburð við aðra bíla! UNO 45 3D er sérbúinn fyrir norðlægar slóðir: Styrkt rafkerfi - Stærri rafall - Sterkari rafgeymir - Oflugri startari - Bein innspýting - Betri gangsetning - Hlífðarpanna undir vél - Öfiugri miðstöð - Aukin hljóðeinangrun - Ný og betri 5 gíra skipting. Komið og reynsluakið Frábær greiðslukjör Urborgun kr. 187.000 eða gamli bíllinn uppí. Ménaðargreiðsla kr. 20.094 í 36 mánuði með vöxtum og kostnaði auk verðtryggingar. ITALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.