Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
Togarasj ómenn á
knattspyrnumóti
^ Ólafsfírði.
ÁHÖFNIN á togaranum Sigurbjörgu ÓF 1 stendur fyrir knatt-
spyrnumóti, svokölluðu Nikulásarmóti, í 7. flokki drengja og
3. og 4. flokki stúlkna, í Ólafsfirði um næstu helgi. Alls verða
þátttakendur um 300 af svæðinu frá Borgarfirði til Húsavíkur.
í áhöfninni á Sigurbjörgu er
Stuðningsmannafélagið Nikulás,
sem hefur stutt við bak knatt-
spymumanna í Ólafsfírði um
nokkurra ára skeið. Fleiri dæmi
eru um að sjómenn á hafí úti styðji
tryggilega við bakið á íþróttafólki
í Ólafsfírði. Má þar nefna Stuðn-
ingsmannafélagið Ketilás á togar-
anum Mánabergi ÓF 42 og Stuðn-
ingsmannafélag trillubátasjó-
manna.
Einstakt framtak sjómanna
Að sögn Friðriks Einarssonar,
talsmanns knattspyrnudeildar
Leifturs í Ólafsfírði, er stuðningur
sjómannánna afskaplega kærkom-
inn og mikilvægur og kvað hann
einsdæmi í íslenskri íþróttasögu
að áhöfn á togara á hafí úti stæði
að fullu og öllu fyrir eins fjöl-
mennu og miklu íþróttamóti og
Nikulásarmótið væri. Þeir hefðu
byijað að undirbúa mótið um miðj-
an desember og stæðu undir öllum
kostnaði við það. Knarttspyrnu-
deild Leifturs og foreldrafélagið
sæju að vísu um framkvæmdina,
enda alls ekki á vísan að róa að
skipið væri nærri landi þegar mót-
ið fer fram.
Nikulásarmótið í knattspymu
verður í Ólafsfirði dagana 17. og
18. júlí og sagði Friðrik að þá
yrði margt um manninn í bænum
því 300 bama keppnishópi fylgdi
mikill fjöldi foreldra, þjálfara og
aðstoðarmanna.
Nýr eigandi
ÞÓRA Óskarsdóttir hefur tekið við rekstri Heilsuhomsins við Skipagötu
6. Heilsuhomið hefur til sölu heilsuvörur af margvíslegu tagi, náttúrleg
vítamín, baunir, kom hrísgijón í iausu og fjölbreytt kryddúrval. Þá er
hnetubarinn vinsæll og eins hefur verið lögð áhersla á að bjóða ódýrar
austurlenskar vörar í versluninni.
Kvaddur Steingrím-
ur frá Litlu-Strönd
Björk, Mývatnssveit.
NYLÁTINN er hér í sveitinni
Steingrímur Kristjánsson, fyrr-
um bóndi á Litlu-Strönd. Stein-
grímur fæddist 27. nóvember
1917. Foreldrar hans voru Guð-
rún Friðfinnsdóttir og Kristján
Jónsson. Eftirlifandi kona Stein-
gríms er Þóra Ásgeirsdóttir frá
Akureyri. Þau eignuðust fjóra
syni, Birgi, Finn, Kristján og
Egil. Birgir býr nú á Litlu-
Strönd.
Árið 1945 keypti Steingrímur
ásamt foreldram sínum jörðina og
hófu þau þar búskap. Strax var
byijað að byggja íbúðarhús og
rækta. Á síðasta ári keyptu Stein-
grímur og Þóra íbúð á Ákureyri og
fluttu þangað. Þau vora stödd
heima á Litlu-Strönd þegar kallið
kom skyndilega 30. júní.
Steingrímur var vel látinn af öll-
um sem honum kynntust, hann
hafði mikla ánægju af tónlist og
var virkur og góður félagi í mörgum
kóram og hafði ágæta og bjarta
tenórrödd. Hann var drengur hinn
bestl
Útför Steingríms var gerð frá
Skútustöðum laugardaginn 10. júlí
að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra
Öm Friðriksson flutti útfararræðu
og jarðsöng. Blessuð sé minning
Steingríms frá Litlu-Strönd.
Kristján
Niðurstaða nefndar um framtíð skinnaiðnaðar á íslandi væntanleg
Starfsmenn óþreyjufullir
STARFSMENN Rekstrarfélags ÍSI á Akur-
eyri, sem áður var íslenskur skinnaiðnaður
hf., bíða með óþreyju ákvarðana um framtíð
fyrirtækisins. Þeir segja lítil viðbrögð hafa
orðið við erindi þeirra til bæjaryfirvalda á
Akureyri nýlega. I dag vænta þeir niðurstöðu
af fundi nefndar á vegum forsætisráðuneytis-
ins um framtíð skinnaiðnaðar á Islandi, en
óttast afleiðingarnar ef lausn skinnaiðnaðar-
mála dregst á langinn.
Að sögn Aðalsteins Ámasonar, fulltrúa starfs-
manna Rekstrarfélags ÍSI hafa viðbrögð bæjar-
yfirvalda við beiðni starfsmanna um að leita
leiða til að tryggja framtíð fagþekkingar starfs-
manna hér á Akureyri verið þau að bæjarstjórn
muni fylgjast með málinu en engar tímasetning-
ar eða fastir punktar hafí komið þar fram.
Starfsmenn bíði spenntir niðurstöðu fundar í
nefnd á vegum forsætisráðuneytisins, sem hald-
inn var í gær, um framtíð skinnaiðnaðar á ís-
landi. Þeir óttist hins vegar að kerfíð geti reynst
þungt í vöfum og ef ákvarðanir dragist á lang-
inn geti það haft geigvænlegar afleiðingar. Ekki
megi draga öllu lengur að ákveða stefnu í þess-
um málum, þó ekki væri af öðram sökum en
þeim að ákveða verði mjög fljótlega hvort gærur
frá komandi haustslátran verði teknar til vinnslu
innanlands eða seldar á erlendan markað, sem
gera þurfi ef ekki verði séð fram á að unnt
verði að vinna skinn hér á landi.
Dýrt spaug ef skinnaiðnaður leggst niður
Aðalsteinn sagði að ef skinnaiðnaði á íslandi
yrði ekki bjargað nú væri hann búinn að vera.
Gífurleg verkþekking glataðist og hana yrði
ekki auðvelt að byggja upp á ný. Hann sagði
skoðun starfsmannanna að verksmiðja skinniðn-
aðarins á Akureyri hlyti að vera rekstrarhæf ef
henni yrðu skapaðar viðunandi rekstraraðstæð-
ur. Til þess þyrfti utanaðkomandi aðstoð í ein-
hveiju formi.
Að sögn Aðalsteins hefur Landsbankinn á
sínum höndum rekstur verksmiðju ISI á Akur-
eyri til septemberloka, en ekki mun fyrirsjáan-
legt að hann haldi rekstrinum lengur áfram,
annað þurfí að koma til. í dag sé um að ræða
störf 130 manna og meðan allt hafi verið í blóma
hafí um 200 manns haft þama fullt starf. Miðað
við að hvert starf í iðnaði skapi tvö í þjónustu
sé ljóst hver áhrif það hefði ef skinnaiðnaðurinn
leggðist af. Ekki væri á bætandi þá blóðtöku
sem orðið hefði á undanfömum árum í iðnaðar-
bænum Akureyri.
Byggðasamlag stofnað um sorpeyðingu við Eyjafjörð
Morgunblaðið/Golli
*
Ahaugunum
SORP verður enn um sinn urðað á Glerárdal en Sorpeyðing Eyjafjarðar BS vinnur nú að endurbót-
um í sorpförgunarmálum. Á Glerárdal er ekki alltaf fagurt umhorfs og fuglagerið á urðunarstaðn-
um er ekki til þrifa.
Sorphirðingin áfram
hjá sveitarfélögunum
HÉRAÐSNEFND Eyjafjarðar samþykkti um síðustu
mánaðamót samning um að stofna byggðasamlag um sorp-
förgun. Samningurinn hefur þegar verið samþykktur hjá
bæjarstjórn Akureyrar og þess er vænst að önnur sveitarfé-
lög sem að Sorpeyðingu Eyjafjarðar BS standa gangi frá
afgreiðslu málsins á allranæstu dögum. Byggðasamlagið
mun fyrst og fremst fást við sorpförgun en sorphirðing
verður áfram á vegum sveitarfélaganna. í tengslum við
þetta mál verða verulegar breytingar til bóta á sorpförg-
un á Eyjafjarðarsvæðinu.
Að byggðasamlaginu Sorpeyð-
ingu Eyjafjarðar standa l4 sveit-
arfélög sem eiga aðild að Héraðs-
nefnd Eyjafjarðar, þar á meðal
kaupstaðimir Akureyri, Dalvík og
Ólafsfjörður. Að sögn Sigríðar
Stefánsdóttur formanns bæjar-
ráðs Akureyrar hefur starfshópur
unnið að undirbúningi og gerð
stofnsamnings um sorpeyðing-
una. Hún sagði að starfsemi hins
nýja byggðasamlags myndi fram-
an af einskorðast við að taka á
móti sorpi og farga því en sveitar-
félögin myndu sjálf annast sorp-
hirðuna, enda væri hún með ýmsu
móti, ýmist á vegum sveitarfélag-
anna sjálfra eða verktaka.
Verkefni byggðasamlagsins
I stofnsamningi um Sorpeyð-
ingu Eyjafjarðar BS kemur fram
að verkefnin séu í fyrsta lagi að
reka sorpurðunarstað á Glerárdal,
sjá um daglegan rekstur og frá-
gang. í því sambandi sagði Sigríð-
ur að framkvæmdir væra hafnar
á Glerárdal.
í öðru lagi er hlutverk byggða-
samlagsins að reka móttökustaði
fyrir brotamálma, en þar er fyrir-
hugað að semja við Akureyrarbæ
og Ólafsfjarðarbæ um móttöku-
og geymslustaði auk þess sem
samlagið mun sjá um daglegan
rekstur þeirra og semja frekar um
förgun málmanna.
Förgun spilliefna
í þriðja lagi verður starfsemin
í því fólgin að setja upp og reka
móttökustöðvar fyrir spilliefni. í
því sambandi á samlagið að afla
sér spillefnagáma, semja við sveit-
arfélög um móttökustöðvar, sjá
um rekstur þeirra og semja við
Sorpu í Reykjavík um förgun efn-
anna. Sigríður sagði að verið
væri að vinna að þessu máli og
kvaðst vonast til að starfsemin
mætti hefjast að einhveiju leyti á
þessu ári, enda vær hér um knýj-
andi þörf að ræða.
Framtíðin að endumýta og
minnka sorp
Sigríður sagði að framundan
væra miklar breytingar í sorpmál-
um á svæðinu og á stefnuskránni
væri að stuðla sem mest að því,
eins og tíðkast orðið suður um
Evrópu, að minnka sorp og endur-
nýta það. Því hefði undirbúnings-
nefnd um sorpeyðingarmál fylgst
náið með þeirri endurvinnslu sem
Úrvinnslan á Akureyri er að fara
af stað með í endurnýtingu papp-
írs og plasts.