Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 19 Doktorsritgerð á sviði ónæmisfræði o g gigtsjúkdóma Sveinn Guðmundsson læknir varði nýverið doktorsritgerð á sviði gigtsjúkdóma og ónæmis- fræði við Uppsalaháskóla. Rit- gerðin sem ber heitið „Pathoge- netic and therapeutic aspects of rheumatoid arthritis, with refer- ence to T cell activation and mode of action of sulphasalzine", fjallar um ónæmisfræðilega áhrifavalda í tilurð og meðferð gigtsjúkdóma, með sérstöku til- liti til iktsýki (rheumatoid arth- ritis). í doktorsritgerðinni er fjallað um virkni T eitilfruma í blóði, liðvökva og liðhimnu sjúklinga með iktsýki, og þá þætti sem liggja að baki og reka áfram ónæmiskerfíð í iktsýki. Skilningur á þessum þáttum er nauðsynlegur svo hægt sé að grípa inn í atburðarásina í meðferð sjúk- dómsins. Ákveðnir undirflokkar T eitilfruma virðast örvast í iktsýki á svipaðan hátt og í öðrum sjálf- ónæmissjúkdómum (autoimmune sjúkdómum). Á síðari árum hafa opnast möguleikar til að grípa inn í ónæmisfræðilega þætti í ýmsum sjálfónæmissjúkdómum, og rann- sóknir doktorsritgerðarinnar leitast við að meta einstaka þætti ónæmis- svarsins, með sértæka (selctive) í fréttatilkynningu frá Heims- klúbbnum segir: „Ítalíuferðin, sem er afurðavinsæl, er uppseld, en ver- ið er að reyna að bæta nokkrum sætum við 13. ágúst vegna mikillar eftirspurnar. Ferðin þræðir helstu listaslóðir Ítalíu frá Milano til Ver- ona, Garda, Padua, Feneyja, Pisa, Florens, Siena, Parma, Perugia, Assisi til Rómar. Búið er á nokkrum bestu hótelum Ítalíu og m.a. boðið upp á óperusýningu í Verona með Kristjáni Jóhannssyni í Aidu eftir Verdi. Önnur styttri Ítalíuferð er í uppsiglingu fyrir gullkorthafa Visa 26. ágúst, og er þegar farið að panta í hana, áður en hún er aug- lýst. Þáttakendur í þeirri ferð verða viðstaddir síðustu sýningu sumars- ins með Kristjáni i Verona. Ferðin stendur í 9 daga.“ Þá segir í fréttatilkynningunni: „Eitt mesta ferðaævintýri ársins er Kínaferð Heimsklúbbsins undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, þ.e. „Kína að hætti keisaranna", þar sem þekktustu staðir landsins fræg- ir fyrir náttúrutöfra og lands- lagsfegurð, eru skoðaðir, ásamt Kínamúrnum og borgunum Kanton, Guilin, Xian, Shanghai, Hangzhou og lýkur í höfuðborginni Peking (Beijing) með dvöl á Grand Hotel, keisarahöllinni fyrrverandi, sem nú er í tölu bestu hótela heimsins, uppgerð með öllum nútímaþægind- ónæmismeðferð sem takmark í meðferð iktsýki. í öðrum hluta doktorsritgerðar- innar hefur Sveinn rannsakað hvaða hætti ónæmiskerfi melting- arvegarins er áhrifavaldur í tilurð og viðhaldi liðhimnubólgu í iktsýki og öðrum gigtsjúkdómum. Ónæmis- kerfi meltingarvegarins er geysi- öflugt en að sama skapi flókið að allri gerð og starfsemi. Það er mikil- vægt í vörnum gegn ýmsum sýking- um á slímhúðum líkamans og virð- ist gegna mikilvægu hlutverki í til- urð og viðhaldi bólgu í gigtsjúkdóm- um. I rannsóknum sínum hefur Sveinn notað aðferð sem mælir mótefnaframleiðslu í einstökum B eitilfrumum og þannig virkni ónæmissvarsins við mismunandi örvun og meðferð. B-eitilfrumur meltingarvegarins eru sérlega hæf- ar til framleiðslu svonefndra IgA- mótefna, þar sem B-eitilfrumur annars staðar í líkamanum nýta sér fyrst og fremst IgG-mótefni í sínu ónæmissvari. í doktorsritgerðinni er lýst nýjum aðferðum til að greina milli hins slímhúðartengda ónæmis- svars og hins almenna (systemiska) ónæmissvars, og með hvaða hætti meðferð með gigtarlyfinu sulpha- salzine hefur áhrif á þessa mismun- um en fjölda muna og yfirbragði frá keisaratímanum. Dvalist er í 4 daga í Hong Kong og að lokum er 5 daga hvíldardvöl við bestu að- stæður í Thailandi. Ferðin er upp- pöntuð, en verið er að reyna að bæta við 5 sætum 9. september í þijár vikur. Suðaustur-Asía hefur náð óhemju vinsældum hjá ferðamönn- um alls staðar úr heiminum. Eftir- sóttustu staðirnir eru Singapore, Kuala Lumpur og eyjan Penang í Malasíu, en í Thailandi Bankok og Chiang Mai, ásamt „Gullna þríhyrn- ingnum" í Norður-Thailandi. Hótel- menning ber af í þessum löndum og verðlag er lágt. Aðeins örfá sæti eru enn laus í ferð Heims- klúbbsins í þennan heimshluta, sem hefst 7. október og stendur í 3-4 vikur. Hnattreisa Heimsklúbbsins, sem hefst 2. nóvember nk. og stendur í rúman mánuð er íjölbreyttasta og litríkasta hópferð, sem boðist hefur frá íslandi til þessa. Helstu við- komustaðir eru Bankok, Bali, Melbourne, Sydney og Cairns í Ástralíu, Aukland og Rotorua á Nýja Sjálandi, Fiji og Hawaii á suður og norður Kyrrahafi, Los Angeles og New York. Ferðin seld- ist strax upp, en nöfn eru tekin á biðlista.11, segir í fréttatilkynning- unni frá Heimsklúbbi Ingólfs. Dr. Sveinn Guðmundsson andi þætti ónæmissvarsins. Sulpha- salazine er lyf sem upphaflega var byijað að nota kringum 1940 við meðferð iktsýki, féll í ónáð aftur, en hefur í vaxandi mæli verið notað síðastliðin 15-20 ár hjá ákveðnum sjúklingahópum sem ekki svara venjulegri gigtarmeðferð. Hefur það sýnt sig hafa mjög jákvæð áhrif hjá ákveðnum hluta sjúklinga. Með hvaða hætti sulphasalzine hefur sín jákvæðu áhrif í meðferð gigtsjúkdóma er að miklu leyti óþekkt, en ýmislegt hefur bent til sértækra áhrifa á þessa þætti í meltingarveginum. Niðurstöður doktorsritgerðarinnar benda hins vegar til þess að lyfið hafi víðtæk- ari áhrif en svo og hafi ennfremur áhrif á almenna ónæmiskerfið (sy- stemiskt ónæmissvar). Þessar nið- urstöður geta haft mikil áhrif á víðtækari notkun lyfsins í fleiri sjál- fónæmissjúkdómum og er höfund- urinn þátttakandi í rannsóknum til að meta þá tilgátu. Ennfremur verður haldið áfram rannsóknum með því að bera saman áhrif sulpha- salazine og annarra gigtarlyfja og fara þær rannsóknir meðal annars fram hjá íslenskum gigtarsjúkling- um. Rannsóknir doktorsritgerðarinn- ar fóru fram við Háskólasjúkrahús- ið í Uppsölum (Uppsala Akadem- iska sjukhus), undir leiðsögn pró- fessors Lars Klareskog, sem er pró- fessor í gigtarsjúkdómum við Karol- inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Andmælandi við doktorsvörnina var prófessor Auli Toivanen, frá Lyf- lækningadeild háskólasjúkrahúss- ins í Ábo (Turkuj í Finnlandi. Sveinn hefur starfað við Há- skólasjúkrahúsið í Uppsölum frá árinu 1986 og er sérfræðingur í klínískri ónæmisfræði, auk þess að vera sérfræðingur í blóðgjafa- og blóðónæmisfræði (Transfusion medicine, blóðbankafræði). Við þessa deild er sinnt allri þjónustu af ónæmisfræðilegum toga hvað varðar líffæraígræðslur og bein- mergsígræðslur, auk greiningar og meðferðar sjálfónæmissjúkdóma. I blóðbanka deildarinnar er sinnt allri sérhæfðri þjónustu hvað varðar blóðhlutameðferð, sérlega tengt flókinni krabbameinsmeðferð og beinmergsígræðslum, auk lifrar- og hjartaígræðslna. I rannsóknum sínum hefur Sveinn hlotið margvíslega styrki frá Uppsalaháskóla og öðrum norræn- um aðilum. Hann hefur nýverið fengið styrk úr Vísindaráði til áframhaldandi rannsókna hér á landi á sviði ónæmisfræði gigtsjúk- dóma. Sveinn hefur fengi aðstöðu til þessara rannsókna á ónæmis- fræðideild Landspítalans frá og með október 1993. Sveinn Guðmundsson er fæddur 1957 á Siglufirði, sonur hjónanna Guðmundar Sveinssonar og Elísa- betar Kristinsdóttur. Hann útskrif- aðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976, lauk læknanámi frá Háskóla íslands 1982, fékk al- mennt íslenskt lækningaleyfi árið 1984. Sveinn er kvæntur Hjördísi Ásberg, forstöðumanni hjá Eim- skip, og eiga þau 2 börn, Guðmund Gauta og Elísu Björgu. Bílar til sölu Mazda 323 Lx 1300, árg. '90, sjálfsk., 3 d., grár, ek. 38 þús. Verð 710 þús. Lada Lux 1600, árg. '91, 5 g., 4 d., rauður, ek. 30 þús. Verð 380 þús. Lada Safir 1200, árg. ’92, 4 g„ 4 d„ hvítur, ek. 10 þús. Verð 390 þús. Lada Samara 1500, árg. '92, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 7 þús. Verð 580 þús. VW Golf CL 1600, árg. '91, 5 g„ 5 d„ grár, ek. 46 þús. Verð 870 þús. MMC Lancer 1500, árg. ’89, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 40 þús. Verð 730 þús. MMC Pajero, árg. '88, grár, ek. 106 þús. Verð 1.100 þús. Renault Clio RT, árg. 93, 5 g„ 5 d„ Kvítur, ek. 3 þús. Verð 1.000 þús. BIFREIÐAR & LAHDBÚNAOARVÉLAR HF. Suðurlandsbraut 14, s. 681200, beinns. 814060. Suzuki JLX árg. '91,4ra dyra, svartur, sjálfsk., ek- inn 52 þ. km. ABS bremsur, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Sem nýr. Verð 1.690 þús. BÍLAMARKAÐURINN v/REYKJANESBRAUT -SMIÐJUVEGI 46 E, KÓPAVOGI- ^ 67 18 00 Hlaut trjágróður í verðlaun ÁRLEG áskriftarverðlaun tímaritsins Arkitektúr verktækni og skipulag voru veitt síðastliðinn föstudag. Áskriftarverðlaunin, sem skilvís áskrif- andi hlýtur, voru að þessu sinni tijágróður að verðmæti 100.000 kr. frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Formaður Tæknifræðingafélags íslands, Gunnar Sæmundsson, dró úr nöfnum skilvísra áskrifenda nafn Runólfs K. Maack verkfræðings, sem er til hægri á myndinni ásamt konu sinni Stefaníu Kjartansdóttur. Með þeim á myndinni er Vilhjálmur Sigtryggs- son, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem veitti viður- kenningu. Styrkir til ms verkfræúi og raunvísinilm Stjóm Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, aug- lýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verk- fræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir þeim, sem lagt hafa ' stund á framhaldsnám í þessum greinum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sam- skiptasviðs Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. og er fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir lok mánaðarins. V I Góð aðsókn að ferðum Heimsklúbbs Ingólfs UNDIRTEKTIR hafa verið góðar við ferðir Heimsklúbbs Ingólfs og er nú nánast uppselt í haustferðirnar, að sögn Ingólfs Guðbrandsson- ar forstjóra. Ferðirnar eru gerðar út undir vörumerkinu „Það besta, sem heimurinn hefur að bjóða“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.