Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
Vinna leyfð
um helgar
ÞÝSKA stjómin samþykkti í
gær fjárlög næsta árs. Gripið
verður til ýmissa ráðstafana til
að hleypa krafti í efnahaginn,
m.a. verður nú snúið við blaðinu
og fólki leyft að vinna á sunnu-
dögum í Þýskalandi.
Díana og
Raine perlu-
vinir?
FRANSKUR greifi, Jean-
Francois de Chambrun, vísaði
í gær harðlega á bug orðrómi
þess efnis að Díana prinsessa
af Wales hefði afneitað stjúp-
móður sinni. Stjúpan, Raine
Spencer, giftist nýlega de
Chambrun en faðir Díönu,
Spencer jarl, lést í fyrra.
Vopnahlé í
augsýn
STRÍÐANDI aðilar í Líberíu
hafa náð samkomulagi um drög
að vopnahléi og er vonast til
að það verði undirritað í næstu
viku. Samningaumleitanir hafa
staðið í fjóra daga í Genf.
Njósnari
ákærður
YFIRVÖLD í Þýskalandi hafa
borið fram ákæru um njósnir á
hendur 46 ára gömlum karl-
manni sem starfaði fýrir banda-
ríska setuliðið og stjómarerind-
reka í Berlín. Maðurinn er sagð-
ur hafa verið erindreki Stasi,
a-þýsku öryggislögreglunnar,
frá 1978 til 1989.
Kúbverjar
flýja
KÚBVERSKUR hafnabolta-
maður, sem tók þátt í heims-
leikum stúdenta i Bandaríkjun-
um, hefur yfirgefið landsliðið
og hyggst ekki snúa heim á
ný. Aður höfðu tveir úr liðinu
gert slíkt hið sama.
Sjálfstæður
seðlabanki
SAMÞYKKT vom endanlega í
gær ný lög í Frakklandi þar sem
kveðið er á um stóraukið sjálf-
stæði seðlabankans. Öldunga-
deild þingsins samþykkti lögin
með 223 atkvæðum gegn 89,
í neðri deildinni vom samsvar-
andi tölur 466 gegn 95.
Abkhözum
settir úrslita-
kostir
STJÓRN Georgíu hótaði alls-
herjarstríði gegn aðskilnaðar-
sinnum í Abkhazíu drægju þeir
ekki sveitir sínar frá tveimur
þorpum og hættu skotárásum
á höfuðstaðinn Súkhumi fyrir
miðnætti í kvöld. Hingað til
hefur aðeins litlum hluta stjórn-
arhersins verið beitt í átökun-
um í Abkhazíu.
Málsbætur í
nauðgnnar-
máli?
ÁSTRALSKUR dómari kvað
nýlega upp umdeildan úrskurð
í nauðgunarmáli. Hann áleit að
16 ára piltur, sem nauðgaði 12
ára gamalli stúlku í borginni
Darwin, skyldi hljóta vægari
refsingu en ella þar sem hann
hefði ekki fengið fullnægingu
og stúlkan, sem var sofandi,
ekki orðið vör við nauðgunina.
Eldar í kjölfar landskjálfta
SNARPIR landslqálftar sem riðu yfir norðurhluta Japans á mánudag ollu miklum eldsvoða í bænum Aonae á eyjunni Okushiri, þar sem
þessi mynd var tekin. 340 af 600 húsum bæjarins eyðilögðust.
Öflugasti jarðskjálfti í
Japan í aldarfjórðung
Sutsu í Japan. Reuter.
FYRRI landskjálftinn sem reið yfir Japan í fyrradag var
sá öflugasti í landinu í aldarfjórðung og sá mannskæðasti
í áratug. Tugir manna fórust í eldsvoðum og flóðbylgjum
sem fylgdu í kjölfarið og ollu miklu eignatjóni. Fyrri
skjálftinn mældist 7,8 stig á Richters-kvarða og skjálfta-
miðjan var undir hafinu norðvestur af eyjunni Ilokkaido.
Hinn skjálftinn var 5,4 stig.
Skjálftamir ollu miklum elds-
voða í bænum Aonae á eyjunni
Okushiri og 340 af 600 húsum
bæjarins eyðilögðust. „Við vorum
ekki viðbúin slíkum hamförum,“
sagði bæjarstjórinn Yukio Koshi-
mori. „Okkur skortir matvæli,
vatn og hjálpargögn.“
Gífurleg flóðbylgja
Flóðbylgja sem fylgdi í kjölfarið
varð allt að þriggja metra há og
eyðilagði að minnsta kosti átta
fískibáta og olíuleiðslu. Bátamir
þeyttust eins og leikföng upp á
ströndina. „Ég hef aldrei séð aðra
eins flóðöldu," sagði Koshimori.
„Hún kom og skall á þökum hús-
anna.“
Koshimori kvaðst hafa séð hús
sem virtist fljóta í heilu lagi í sjón-
um. Hann sagði að eyjarskeggj-
amir hefðu verið með mikinn við-
búnað vegna flóðbylgjunnar eftir
skjálftann en það hefði ekki nægt.
Skriða féll á hótel á Okushiri
og fregnir hermdu að um 30
manns hefðu grafíst undir rústun-
um.
Rússneska fréttastofan Inter-
fax skýrði frá því að flóðbylgjan
hefði einnig skollið á Asíuströnd
Rússlands, handan Japanshafs.
Þriggja manna er saknað þar, að
sögn fréttastofunnar.
Fyrri jarðskjálftinn á mánudag
er sá öflugasti í Japan frá árinu
1968, þegar 7,9 stiga skjálfti reið
yfír landið. Jarðskjálftar em mjög
algengir í Japan og sá mannskæð-
asti varð árið 1923, þegar 140.000
manns fórast í Tókýó og Yoko-
hama.
JARÐSKJALFTAR RIÐA YFIR JAPAN
Tveir jarðskjálftar riðu yfir norðurhluta Japans á mánudag
og ollu flóðbylgjum við ströndina
Þannig valda
jarðskjálftar
flóðbylgjum:
Gervihnattaupplýsingar um jarðvegshreyfingar í jarðskjálftum
Gætu bætt spár um
landskjálfta og eldgos
Jarðvegshreyfingar
ÞESSI tölvumynd, sem var birt í breska
dagblaðinu The Independent, er byggð á
upplýsingum frá gervihnetti um jarðvegs-
hreyfingar á 100 ferkm svæði í tveimur
snörpum landskjálftum í Kaliforníu í fyrra.
Myndin er sambærileg við hæðarlínukort;
hver Iína sýnir 28 millimetra jarðvegshreyf-
ingu. Þar sem línurnar eru þéttastar var
hreyfingin mest.
TÍMARITIÐ Nature hefur birt tölvumynd-
ir, byggðar á upplýsingum frá gervihnetti,
sem sýna hreyfíngar jarðvegs á stóru svæði
í tveimur jarðskjálftum í Kaliforníu í fyrra.
Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn
geta notað upplýsingar úr geimnum til að
rannsaka slíkar jarðvegshreyfingar. Vís-
indamenn telja að rannsóknin geti orðið
til þess að hægt verði að gefa út nákvæm-
ari jarðskjálftaspár og þeir beita nú sömu
tækni við rannsóknir á eldgosum og jökl-
um.
Notuð var sérstök Ijósopsratsjá í gervi-
hnetti til að mæla jarðvegshreyfíngar vegna
landskjálfta í suðurhluta Kalifomíu í júní í
fyrra, en hann mældist 7,3 stig á Richters-
kvarða, og vegna minni skjálfta þremur
klukkustundum síðar. Ratsjármyndir sem
teknar voru fyrir og eftir jarðskjálftana sýna
að jarðvegurinn hreyfðist allt að sjö metra frá
misgengislínunni.
Eldfjöll og jöklar kannaðir
Vísindamenn við Geimvísindamiðstöðina í
Toulouse í Frakklandi unnu tölvumyndir sem
byggðar voru á upplýsingunum frá gervihnett-
inum. Yfírmaður þeirra, Didier Massonet,
sagði að rannsóknin gæti orðið til þess að
hægt yrði að gefa út nákvæmari jarðskjálfta-
spár og einnig spár um eldgos og skriðuhlaup
jökla. „Við eram núna að fylgjast með eldfjöll-
um og jöklum með þessari tækni,“ sagði hann.