Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 21 Ágreiningur um nýj- ar kosningar í Nígeríu ^Abuja. Reuter. ÓVISSA jókst enn í Nígeríu í gær þegar ljóst varð að flokk- arnir tveir, sem herforingjasljórn Ibrahims Babangidas forseta setti á laggirnar, eru ósammála um framhaldið eftir að stjórnvöld lýstu nýafstaðnar kosningar ógildar. Babangida, sem enn segist reiðubúinn að láta af völdum í lok ágúst, vill að kosningarnar verði endurteknar, segir að svik hafi verið í tafli. Flokkur hægfara jafnaðarmanna, SDP, hafnaði þesu boði enda sigurvegari kosninganna en hinn flokkurinn, NRC, sem er sagður lengra til hægri, vill nýjar kosningar. Nígería er fjölmennasta ríki Afr- íku, íbúar eru taldir vera um 100 milljónir. Kosið var 12. júní sl. og telja erlendir heimildarmenn að allt hafi farið fram með eðlilegum hætti, hvergi kom til ofbeldis á kjör- stöðum. Forsetaframbjóðandi SDP, Moshood Abiola, hafði fengið mun fleiri atkvæði en keppinauturinn, Bashir Tofa, þegar hætt var að telja. Báðir eru mennirnir múslimar og milljónamæringar. Til óeirða kom í stærstu borg landsins, La- gos, er herforingjastjórnin lýsti úr- slitin ógild og féllu a.m.k. 100 manns. Herforingjar hafa stjórnað Níg- eríu í áratug og margir efast um að Babangida og menn hans séu allir einlægir í lýðræðisást sinni. NRC segist nú vilja fá nánari upp- lýsingar um tilboð stjórnvalda, seg- ist vilja nýjar kosningar en jafn- framt að haldið verði fast við að herforingjamir afsali sér völdum á tilsettum tíma, 27. ágúst. Talsmaður SDP sagði að mark- mið herforingjanna væri að þæfa málið. Þeir vonuðu að flokkarnir tveir sættust á að seinka lýðræðis- tökunni þar sem tíminn væri of naumur til að halda nýjar kosning- ar. Stjórnvöld hafa þegar hafnað boði flokkanna um að þeir myndi samsteypustjórn til bráðabirgða meðan leitað sé lausna á deilunum. Nýr söngleikur Webbers fær misjafnar viðtökur London. Reuter. . • ivcuuci Gestir a frumsýnmgu BRESKI leikarinn Roger Moore, sem kannski er þekktastur fyrir túlkun sína á James Bond, mætir hér ásamt konu sinni, Louise, til frumsýningar á söngleiknum Sunset Boulevard, eftir Andrew Lloyd Webber. Fræg andlit af leiksviði, breiðtjaldi og sjónvarpsskjánum, flykktust á frumsýninguna, sem var hin glæsilegasta, en gagnrýnend- ur voru ekki alveg sammála um ágæti verksins. GAGNRYNENDUR voru ekki alveg sammála um ágæti nýs söngleiks Sir Andrews Lloyds Webbers, Sunset Boulevard, sem var frumsýndur með mikilli við- höfn í London í fyrrakvöld. Söngleikurinn er byggður á sí- gildri kvikmynd Billys Wilders frá sjötta áratugnum, um tilraun hnignandi stjörnu úr þöglu kvik- myndunum, til að öðlast viðurkenn- ingu á ný. Uppfærslan á söngleikn- um, sem er sá 12. úr smiðju Web- bers, kostaði sem svarar rúmum 300 milljónum íslenskra króna, og þrátt fyrir töfrandi sviðsmynd og búninga voru gagnrýnendur ekki alveg sannfærðir. í dagblaðinu The Times sagði að leikurinn væri „stórkostlegur á að horfa, stundum heillandi á að hlýða, og á framar öðrum verkum [Web- bers] skilið þær aldarlöngu vinsæld- ir sem hann mun ef til vill njóta.“ En gagnrýnandi The Daily Tele- graph var ekki hrifinn af því að bitið sem var í kvikmyndinni hafi verið slævt, með áherslu á tilfinn- ingasemi, og segir tónlistina, sér- staklega í fyrsta þætti, lítt minnis- verða. „Væri þessi söngleikur eftir einhvern annan en Lloyd Webber myndi ég ekki telja möguleikana mikla. Eins og málum er háttað, þá kemst hann að líkindum upp með þetta, en hér er teflt á afskap- lega tæpt vað.“ Hver svo sem hinn endanlegi dómur verður, þá hefur Sunset Boulevard nú þegar slegið met hvað varðar forsölu aðgöngumiða. Þegar eru seldir miðar fyrir sem svarar rúmlega 40 milljónum íslenskra króna. Sex óháðir meiin taka sæti í stjórn Gonzalez Madrid. Reuter. FELIPE Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, kynnti í gær nýja stjórn, skipaða 18 ráðherrum, þar af sex óháðum mönnum. Þar sem Gonzalez tókst ekki að fá helstu flokka Baska og Katalóna til að mynda samsteypustjóm verð- ur forsætisráðherrann aðallega að reiða sig á félaga sína í Sósíalista- flokknum og þá sem eru í nánum tengslum við flokkinn. Hann efndi kosningaloforð sitt um að skipa óháða menn og þijár konur í ráð- herraembætti. Þrír valdamiklir ráð- herrar í gömlu stjórninni, aðstoðar- forsætisráðherrann, innanríkisráð- herrann og utanríkisráðherrann, héldu hins vegar embættum sínum. í nýju stjórninni er enginn full- trúi vinstriarmsins innan Sósíalista- flokksins. Varaformaður flokksins, Alfonso Guerra, sem vill náin tengsl við verkalýðshreyfinguna, virðist því ekki hafa þar neinn málsvara. „Hér er engin af þeim breyting- um sem Gonzalez lofaði okkur og þetta sýnir að hann hefur ekki getu til að endurlífga spænska þjóðfélag- Fjögurra ára dómur yfir Jean- Pierre Allain, _ fyrrum yfirmanni blóðgjafarannsókna, var einnig staðfestur. Dómstóllinn tók einnig afstöðu til dóma í málum tveggja embættis- manna til viðbótar. Robert Netter, fyrrum yfirmaður opinberrar rann- ið,“ sagði Javier Arenas, fram- kvæmdastjóri stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, Þjóðarflokksins. sóknarstofu á sviði heilbrigðismála, var dæmdur í árs skilorðsbundið fangelsi en hann hafði verið sýknað- ur á lægra dómsstigi. Þá var fjög- urra ára fangelsisdómur yfir Jacqu- es Roux fyrrum yfirmanni heil- brigðisþjónustunnar styttur í þijú ár skilorðsbundið. Blóðbankahneykslið í Frakklandi Dómar staðfestir París. Reuter. FRANSKUR áfrýjunardómstóll staðfesti í gær fjögurra ára fangelsis- dóm yfir Michel Garretta, fyrrum yfirmanni franska blóðbankans. Garretta var á sínum tima dæmdur fyrir að hafa vísvitandi látið gefa dreyrasjúklingum blóð sem smitað var af alnæmisveirunni. Blaðamaður slapp naumlega í Mogadishu ■■w^t;v.w.v^v.v^v.v.v.w.v.v.v.^.>- . Slapp lifandi Mohamed Shaffi sem er sjónvarpsmyndatökumaður fyrir Reuters er nú á batavegi eftir að hafa orðið fyrir miklum barsmíðum og byssuskoti af æstum múg í Mogadishu á mánudag. Fjórir frétta- menn voru barðir til bana. SÞ gangast undir hefð blóðhefnda Mogadishu. The Daily Telegraph. „FORÐAÐU þér, það er of hættulegt að vera hérna,“ öskraði bandaríski liðsforinginn, augu hans voru blóðsprengd af hræðslu og fyrir ofan þrumuðu bandarískar árásarþyrlur. Á bak við steig reykurinn upp úr nýjasta skotmarki „friðar- gæslu“ Sameinuðu þjóðanna, einni af stjórnstöðvum stríðs- herrans Mohameds Farahs Aideeds. í þetta skipti hafði árás- in verið gerð um hábjartan dag innan um fjölda fólks. Þann- ig var aðkoman er Scott Peterson, blaðamann The Daily Telegraph, bar að garði. Hann var einn þeirra sem tókst að flýja frá æstum múgnum er leitaði hefnda og lýsir hér því sem gerðist, en fjórir fréttamenn voru myrtir skömmu seinna. Bandarísku hermennirnir flýttu sér í burtu um leið og þeir höfðu varað mig við og ég gekk einn upp að brennandi byggingunni. Þá sló þögn á allt. Slík kyrrð er nánast óþekkt fyrirbæri i þessu landi og ég fylltist þegar í stað miklum ótta. Skyndilega hlupu Sómalarnir að mér niður malarveginn. Þeir voru greinilega æflr af reiði eftir að hafa horft upp á enn eina ofbeldis- aðgerðina gegn landi þeirra, gerða með leyfí SÞ og framkvæmda af bandarískum hermönnum. Hefnd þeirra átti að bitna á mér sem út- lendingi. Múgurinn umkringdi mig, togaði í myndavélarnar mínar og tösku og hóf að lumbra á mér með kylf- um, sveðjum og löngum hnífum. Ég gerði mér grein fyrir að engrar undankomu væri auðið. Allt of oft hafði ég séð hve fúsir Sómalir geta verið að grípa til ofbeldis sé þeim ögrað. Myndavélarnar hurfu og ég var búinn að gefa allt sem hægt var að gefa. Kylfa eða sveðja skall á hnakkanum á mér með miklum krafti og blóðið fór að fossa. Björgun Aðrir Sómalir komu mér til hjálpar, drógu mig burt og báðust afsökunar á framferði þjóðbræðra sinna. „Hvaðan kemurðu?,“ spurðu þeir, líkt og það væri síðasti próf- steinninn á það hvort rétt væ'ri að bjarga mér. „Ég er breskur," svar- aði ég og mér var ýtt inn í bíl. Ég var heppinn. Nokkrir fréttamenn til viðbótar komu á staðinn skömmu eftir að mér hafði verið forðað í burtu. Þeir áttu að vera undir verndarvæng manna úr röð- um Aideeds og fréttamenn eru yfir- leitt ekki lengi að hugsa sig um þegar slík vernd býðst. Sómalir þekkja Sómali og vita hvernig hægt er að halda þeim í skefjum. Þegar blaðamannahópurinn kom að húsinu virtist fólkið vera rólegt, að sögn þeirra tveggja sem sluppu lifandi. Ljósmyndararnir fóru úr bílunum og hlupu að byggingunni en voru skyndilega umkringdir Sómölum. Allt í einu breyttist mannfjöldinn í blóðþyrstan, æstan múg. Skotum var hleypt af og steinum rigndi yfir bílana. Blóðbað- ið sem fylgdi í kjölfarið sýndi álíka djúpstæða reiði og kom i ljós er pakistanskir hermenn voru dregnir inn í mannhaf og rifnir í sundur. Þrír ljósmyndarar og hljóðmaður voru drepnir og myndatökumaður fékk alvarleg skotsár. Það tókst þó að henda honum inn í bíl sem ók með hann á brott. Þegar ég sat á hótelherberginu mínu að kvöldi þess dags sem ör- lögin ákváðu að ég ætti ekki að deyja sagði sómalski túlkurinn minn að maðurinn sem sveiflaði sveðjunni og skar í handlegginn á mér hefði verið sá sami og hálftíma síðar drap vin minn, Reuters-lps,- myndarann. Nýtt skref í ofbeldisátt I hinu litla samfélagi frétta- manna í Mogadishu ríkir sorg. Andlát félaga okkar eru hins vegar enn eitt skrefið á þeirri braut of- beldis sem háð hefur starfsemi Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu allt frá því að einræðisherrann Siad Barre hrökklaðist frá völdum í jan- úarmánuði árið 1991. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Banda- ríkjamönnunum, sem komu til landsins í desember í fyrra, ekki tekist að bijóta á bak aftur vald stríðsherranna. Aideed hershöfðingi fagnaði Bandaríkjamönnunum í fyrstu þar sem hann taldi að koma þeirra myndi styrkja pólitíska stöðu hans. Hann uppgötvaði hins vegar fljót- lega að þeir myndu grafa undan vígi hans í Suður-Sómalíu sem hann hafði náð undir sig með ómældu erfíði. Aideed og menn hans geta nú einvörðungu haldið uppi skyndiárásum á einhveija þeirra 22 þúsund friðargæsluliða, sem er að finna í Sómalíu, og von- að að með því muni þeir sannfæra heiminn um að þessi fyrsta tilraun SÞ til að koma á friði í stað þess að gæta hans einvörðungu, sé dæmd til að mistakast. Fulltrúar SÞ halda því fram að Aideed starfi á sama hátt og hryðjuverkamaður. Hann hefst við á felustöðum í borginni og kemur skipunum áleiðis til ofstækisfullra stuðningsmanna. Blóðhefndir eru ríkur þáttur í hefðum Sómala og þegar tveir deila verða báðir að hefna sín. Sveitir Sameinuðu þjóðanna, með Banda- ríkjamenn í broddi fylkingar, telja sig geta haft betur í þeim leik. Þær munu fylgja lögum Móse: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, og bregðast við árásum með enn harð- ari gagnrárás. Þyrluárás mánu- dagsins var liður í þessu ferli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.