Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
-f
Sveinbjöm Hafsteinn
Pálsson vélsmíða-
meistari - Minning
Fæddur 20. október 1910
Dáinn 5. júlí 1993
Sumir lifa þrátt fyrir að þeir deyi.
Minningin um afa mun alltaf hfa
með mér um ókomna tíð. Minning
um mann sem mér þótti svo afar
vænt um, göfugan, stoltan og sterk-
an.
Það er erfitt að minnast afa í
_|tuttu máli þar sem hann hefur haft
svo mikil áhrif í mínu lífi. Ég var
beinlínis alin upp í faðmi hans. Hann
var alla tíð minn styrkur, mitt traust
og mín blessun. Afí var alltaf nánast
yfímáttúrulegur fyrir mér, svo mikið
var álit mitt á honum. Það var ekk-
ert sem hann gat ekki gert og aldrei
féll honum verk úr hendi.
Húsið hans afa og hennar ömmu
á Langholtsveginum var besti staður
í heimi. Hús.eru oft sögð hafa sál,
en sálina fá þau frá fólkinu sem býr
í þeim. Afa og ömmu hús hafði góða
sál. Það var ætíð gestkvæmt og öllum
leið vel þar, enda vildi ég hvergi
annars staðar vera. Ef slíta átti mig
frá afa kostaði það ætíð mikinn grát
og gnístran tanna. Það var erfítt
'xyrir litla stúlku að vera tekin úr
faðmi fullum ástúðar og hlýju. Afí
hafði alltaf tíma og las ógrynnin öll
af sögum og ævintýrum fyrir mig.
Uppáhaldssagan var um Heiðu, en
alltaf varð að sleppa kaflanum þegar
Heiða var tekin frá afa. Sá kafli var
allt of sorglegur.
Afí var svo heppinn að kynnast
henni ömmu, Guðríði Guðinundsdótt-
ur úr Vestmannaeyjum, þegar hann
var ungur. Hann beið í tólf ár eftir
að hún giftist honum, en uppskar
-^þó laun erfiðis síns, því að hann fékk
' bestu eiginkonu sem hann hefði get-
að óskað sér. Þau eignuðust þijú
böm, Guðlaugu, Erlu og Kára og sex
barnaböm. Aldrei var nein efasemd
til í mínum huga um þeirra kær-
leika. Afa þótti svo afskaplega vænt
um ömmu og í veikindum sínum
kvartaði hann aldrei eða hafði
áhyggjur af sjálfum sér, aðeins
henni. Hinn 5. júlí sl. kvaddi hann
svo þennan heim á heimili sínu á
sama hátt og hann hafði alltaf borið
sig í lífinu, með virðuleika, ró og
trúfestu í faðmi eiginkonunnar sem
hann elskaði svo. Það hefur án efa
verið besti dauðdagi sem hann gat
kosið sér.
Ymsir sjúkdómar höfðu heijað á
áfa í gegnum hans daga. Honum
tókst að vinna bug á þeim öllum með
sínu baráttuþreki og viljastyrk. Hans
síðasti sjúkdómur var þó ósigrandi,
enda líkaminn orðinn lúinn. Ef þetta
líf er undirbúningur fyrir eitthvað
æðra og meira er afi vel undirbúinn.
Hann var góður, heiðarlegur og rétt-
sýnn. Hann var traustur og reyndist
öllum þeim sem til hans þekktu,
bæði fjölskyldu og vinum, vel.
Mikill missir er að afa fyrir okkur
fjölskylduna, en mestur þó fyrir
ömmu, sem kynntist honum aðeins
átján ára gömul. Þó lifir stór hluti
afa_ ennþá í henni, akkerinu mínu.
Ég kveð afa með eftirfarandi ljóði;
Ó, hve heitt ég unni þér!
Allt hið bezta í hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf, sem mér
aldrei
brást.
Eitt ég hræðist, ef svo fer,
að ég kunni að gleyma þér,
þér, sem gafst mér lífsins týndu trú.
Allt hið bezta, er á ég geymt,
allt, sem mig hefur ljúfast dreymt,
það er gleymt og týnt um leið, því það varst
þú.
(Tómas Guðmundsson)
Erla.
Mjög sérstakur mannkostamaður
er genginn að afloknu miklu og giftu-
dijúgu dagsverki.
Það var mikið lán fyrir ungan
mann, nýkominn úr námi, sem var
að fara að takast á við nýtt og krefj-
andi starf, að kynnast og starfa með
manni eins og Sveinbimi Hafsteini
Pálssyni.
Okkar kynni hófust í janúar 1979
er ég réðst til Fasteignamats ríkisins
sem umdæmistæknifræðingur fyrir
Vesturlandsumdæmi sem þá spann-
aði bæði Vesturland og stóran hluta
Vestfjarða. Fyrstu daga mína í mats-
störfum í Reykjavík var ég undir
handleiðslu Sveinbjöms eins og flest-
ir samstarfsmenn mínir höfðu verið,
þar sem Sveinbjörn var, manna
reyndastur í matsúttektum á stofn-
uninni. Síðan var mér boðið af Gutt-
ormi, forstjóra FMR, að njóta starfs-
krafta Sveinbjöms áfram við þau
umfangsmiklu endurmatsverkefni
sem fyrir lágu í Vesturlandsum-
dæmi, meðal annars endurmat allra
húsa í Stykkishólmi og Grundarfírði.
Þetta varð til þess að við vorum vik-
um og mánuðum saman við mats-
störf næstu tvö árin og oft eftir það.
Það voru forréttindi að eiga Svein-
bjöm að vinnufélaga og vini. Hann
var bæði traustur og heiðvirður, og
vinnusamari manni hef ég ekki
kynnst. Hann byijaði jafnan vinnu-
t
STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR (TONA),
Fellsmúla 4,
lést á Droplaugarstöðum þann 12. júlí sl.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. júlí
kl. 13.30.
Systkini og aðrir vandamenn.
Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma,
JÓHANNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Meistaravöllum 21,
lést í Landakotsspítala að morgni 13. júlí.
Hafsteinn Þorsteinsson,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi,
JÓHANN S. JÓHANNSSON,
Eyrargötu 28,
Siglufirði,
andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar að morgni 13. júlí.
Páll Þorsteinn Jóhannsson, Guðrún María Ingvarsdóttir,
Helgi Jóhannsson, Svandís Óskarsdóttir,
Már Jóhannsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir,
Oddur Guðmundur Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
dag sinn fyrr en flestir gera og lauk
honum einnig seinna en flestir án
þess nokkum tíma að hugsa um
nokkuð annað en að sinna starfi sínu
sem best hann mátti. Hann var aufú-
sugestur á heimili mínu og ég og
fjölskylda mín nutum ailtaf frábærr-
ar gestrisni á heimili hans.
Þar sem við störfuðum mikið sam-
an og deildum saman aðstæðum í
starfi og utan þess vikum og mánuð-
um saman kynntumst við mjög náið
og aldrei bar skugga á samskipti
okkar. Þrátt fyrir áföll, slys og oft
mikla vanheilsu barðist hann til
hinstu stundar af sömu reisn og ein-
kenndi allt hans líf.
Hann var mikill gæfumaður í
einkalífí sínu, kvæntur einstakri
sómakonu, Guðríði Guðmundsdóttur
frá Vestmannaeyjum, og áttu þau
saman mikil mannkostaböm, þau
Guðlaugu, Erlu og Kára Hafstein.
Einnig var Erla dóttir Guðlaugar
löngum stundum hjá afa sínum og
ömmu. Sveinbimi var fjölskyldan
afar kær, maki, böm, tengdabörn
og barnabörnin, og hann minntist
þeirra oft með mikilli hlýju.
Sveinbjöm var alltaf stór af sjálf-
um sér hvar sem hann fór, hann var
greindur, hógvær og háttvís í besta
lagi og gjörsamlega laus við alla yfír-
borðsmennsku, og allir jafnt háir sem
lágir voru jafnir fyrir honum og gátu
treyst því að fá sama viðmót þegar
á reyndi.
Ég kveð þig, Sveinbjörn, sem varst
mér og öðrum samferðamönnum þín-
um til eftirbreytni í lífi og starfí.
Með þér var gott að vera, ferðast,
starfa og einnig þegja. Ég hefði í
dag viljað óska þess að samveru-
stundir okkar hefðu orðið ennþá
fleiri.
Ég bið Gauju og fjölskyldunni allr-
ar blessunar á þessari erfíðu stund.
Henrý Þór.
Hinn fímmta júlí sl. lést á heimili
sínu Sveinbjöm Hafsteinn Pálsson,
frændi, eins og við kölluðum hann
systkinin. Við fráfall hans koma
margar ljúfar minningar í huga okk-
ar.
Sveinbjörn fæddist í Reykjavík
árið 1910, sonur hjónanna Páls Níels-
sonar og Elínar Þorsteinsdóttur.
Systkinin voru tólf og eru nú þijú á
lífi. Frændi var giftur Guðríði Guð-
mundsdóttur og var það traust og
farsælt hjónaband. Eignuðust þau
þijú yndisleg börn, Guðlaugu, Érlu
og Kára sem eru búin að stofna sín
heimili og bamabörnin orðin sex. "
Faðir okkar og frændi vom bræð-
ur og vom þeir giftir systmm. Tengsl
miili heimilanna voru því mikil og
náin. Á heimili þeima hjóna var afar
gestkvæmt og mikil gestrisni í fyrir-
rúmi.
Heiðarleiki, atorka og einstök
samviskusemi einkenndi frænda okk-
ar. Hann var vélsmíðameistari og við
þá grein vann hann lengst af. Hér á
árum áður sá hann um húsflutninga
og flutti mörg húsin milli bæjar-
hluta. Þótti undravert hvað vel tókst
til og að húsin skyldu komast eins
heil á áfangastað og raun bar vitni
um, jafnvel svo að brotnuðu ekki
einu sinni rúður í þeim. Vomm við
systkinin afar stolt þegar frændi kom
með þessi líka stóm hús inn í Klepps-
holt þar sem við bjuggum í þá daga
og fylgdumst með.
Aldrei sat hann auðum höndum.
Síðustu árin vann hann mikið við
bókband. Barngóður var hann og
hændust böm mjög að honum. Okk-
ur systkinunum var hann afar kær.
Ekki vom fáar ferðirnar sem frændi
kom með sína fjölskyldu og kippti
okkar fjölskyldu með í beijamó eða
í bílferð niður að höfn svo að eitt-
hvað sé nefnt. Móðir okkar og við
þökkum af alhug hvað hann var
okkur góður frændi.
Elsku Gauja, böm, tengdaböm og
barnaböm. Við sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur. Guð veri með
ykkur.
Mitt kærasta yndi,
við kveðjum þig nú
með klökkvandi saknaðar tári,
með þökk fyrir allt,
sem okkur varst þú,
og ennþá skalt okkur verða,
þótt líkaminn ljúfí sé nár.
(Hannes Hafstein)
Pálína, Elín og Þórarinn.
Mig langar til þess að kveðja afa
með uppáhaldsljóðinu mínu sem ég
lærði í leikskólanum.
Snert hörpu mína, himinboma dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég íjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
(Davíð Stefánsson)
Með fáum orðum langar mig að
minnast tengdaföður míns Svein-
bjöms Hafsteins Pálssonar sem lést
hinn 5. júlí síðastliðinn eftir stutta
en harða baráttu við þann sjúkdóm
sem enginn fær ráðið við.
Sveinbjörn fæddist 20. okt. 1910.
Hann var fímmti í röð 12 barna hjón-
anna Elínar Guðrúnar Þorsteinsdótt-
ur og Páls Ingva Níelssonar vél-
stjóra. Hann ólst að mestu leyti upp
í Reykjavík og bjó þar lengst af.
Sveinbjörn gekk í Miðbæjarskól-
ann. Hann lærði síðan vélsmíði í Iðn-
skólanum og Héðni, en fjárhagurinn
leyfði ekkí frekara nám eins og hann
hefði kosið. I þá daga var unninn
fullur vinnudagur og síðan sest á
skólabekk á kvöldin. Þá var ekkert
sem hét „löglegur hvíldartími".
Sveinbjörn setti á stofn vélsmiðju
sem hann rak í eigin nafni til ársins
1962. Hann var virtur og vel látinn
í starfí og eftirsóttur til verka. Jafn-
framt var hann brautryðjandi í hús-
flutningum og eru húsin mörg, bæði
í Reykjavík og úti á landi, sem hann
hefur flutt, eins og Laugavegur 13,
Lækjargata 10 og bankahúsið á
ísafírði. Áður en Sveinbjöm setti á
stofn sína eigin vélsmiðju í Reykja-
vík hafði hann farið út til Vest-
mannaeyja og tekið við vélsmiðju
Einars Magnússonar ásamt Kára
bróður sínum, en hann fórst í svip-
legu slysi þar. Þá kom Óskar bróðir
hans til hans en þeir bræður vom
alla tíð mjög nánir vinir.
Sveinbjörn var mikill hagleiksmað-
ur sem allt lék í höndunum á hvort
sem það var járn eða tré og em hlut-
ir á heimili þeirra hjóna sem bera
vönduðum vinnubrögðum hans vitni.
Sveinbjörn var mjög vinnusamur
maður sem gat aldrei iðjulaus verið,
árrisull og byijaði að starfa fyrir
allar aldir.
Til Vestmannaeyja sótti Svein-
bjöm konuefni sitt Guðríði Guð-
mundsdóttur frá Viðey í Vestmanna-
eyjum. Guðríður eða Gauja eins og
hún er alltaf kölluð er dóttir Pálínu
Jónsdóttur og Guðmundar Einars-
sonar útvegsbónda í Viðey. Þau
gengu í hjónaband 30. júní 1945 og
eignuðust þijú börn, en þau em:
Guðlaug Steinþóra, gift undirrituð-
um, Guðmunda Eria, gift Gerart
Vautey, og Kári Hafsteinn, kvæntur
írisi Bjömæs Þór. Barnabörnin eru
sex og vom þau afa og ömmu mjög
kær. Erla, elsta bamabarnið, ólst að
miklu leyti upp hjá þeim þegar hún
var barn og voru þau henni alltaf
sem aðrir foreldrar.
Hagur heimilisins, eiginkonu og
barna var alltaf í fyrirrúmi og vildi
hann allt fyrir þau gera. Minnugur
þess að sjálfur hafði hann ekki að-
stæður til að ganga menntaveginn,
hvatti hann bömin sín til náms og
nutu þau góðs atlætis í foreldrahús-
um.
Árið 1962 varð Sveinbjöm fyrir
miklu áfalli. Þá hafði hann staðið í
miklum stórræðum, jafnframt því að
hafa byggt íbúðarhúsnæði að Rauða-
læk 3, hafði hann ásamt Guðmundi
Hjartarsyni vini sínum byggt stórt
atvinnuhúsnæði í Skipholti 35 þar
sem hann ætlaði að hafa vélsmiðju,
en það fór á annan veg. Hann fékk
heilablæðingu og lamaðist alveg öðru
megin og missti málið. Má nærri
geta þvílíkt áfall þetta hefur verið
svo vinnusömum manni. Hann sýndi
þá eins og alltaf síðan ótrúlegan vilja-
styrk. Hann ætlaði sér að komast á
fætur aftur og það gerði hann þótt
hann fengi aldrei fullan mátt. í fjög-
Erlidnkkjur
Glæsileg kaffi-
lilaðborð fídlegir
Síilir og mjög
góð þjónustíL
Upplýsingar
ísíma22322
m
FLUGLEIDIR
HÖTEL LOFTlElím
Tómas Þór.
t
Móðursystir mín,
GUÐRÚN ÁSA ÓLAFSDÓTTIR,
Grænuvöllum 6,
Selfossi,
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 11. júlí sl.
Ástríður Sigurðardóttir.
t
Ástkær eiginkona mín
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR,
Tangagötu 15a,
Isafírði,
lést í Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar föstudaginn 9. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðmundur Halldórsson og synir.
t
Minningarathöfn um móður okkar,
JÓNU VILHJÁLMSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júlí kl. 15.00.
Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn
17. júlí kl. 14.00.
Ásta Vigfúsdóttir,
Lára Vigfúsdóttir.
4
■