Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1993
39
111 umgengni við Hítarvatn
Frá Jóni Meyvantssyni:
Þann 26. júní síðastliðinn fórum
við feðgar inn að Hítarvatni til
veiða, en þangað höfum við farið
á hverju sumri síðastliðinn áratug
og haft mikla ánægju af að dvelj-
ast í þessari náttúruperlu afrétt-
anna.
Er við komum á okkar hefð-
bundnu veiðistaði, sem við höfum
ávallt komið til, blasti við okkur
dapurleg sjón, tómar plastumbúðir
VELVAKANDI
SIÐLAUSIR
STARFSHÆTTIR
TÍVOLÍSINS
VALGERÐUR hringdi og sagði
frá því að dóttir hennar hefði
farið í tívolíið á hafnarbakkanum
fyrir nokkru. Þegar hún mætti,
um kl. 20.30, keypti hún nokkra
miða i tækin og kostaði hver
miði 100 krónur. I eitt tækið sem
hún fór í þurfti hún að borga
þijá miða, eða þijú hundruð
krónur. U.þ.b. klukkustundu síð-
ar fer systir hennar í sama tæk-
ið, en þá brá svo við að hún þurfti
að láta fjóra miða af hendi. Fyrri
systirin ætlaði svo aftur í þetta
ákveðna tæki en var þá rukkuð
um fimm miða. Þar með kostuðu
þessar tvær til þijár mínútur sem
tækið gengur fimm hundruð
krónur. Það jafngildir einum
bíóníiða á fullu verði. Ekki þýddi
neitt að spyija hvernig á þessum
verðbreytingum stæði því það eru
eingöngu útlendingar, sem tala
ekki neina íslensku, sem inn-
heimta miðana við tækin.
Er virkilega enginn sem hefur
eftirlit með þessari starfsemi?
INNBROTí
SUMARBÚSTAÐI
ÆVAREIÐ kona hringdi til Vel-
vakanda og sagði frá því að fjöl-
skylda he'nnar ætti sumarbústað
í Reynisvatnslandi sem virtist
vera mjög girnilegur til innbrota.
Á stuttum tíma hefur tvisvar
verið brotist inn í bústaðinn og
hirt allt sem hönd á festi og virt-
ust það aðallega vera munir sem
auðvelt er að selja, svo sem gas-
ísskápur, sjónvarp, vatnsdæla og
fleira. Ijónið úr fyrra innbrotinu
eru þau búin að fá greitt frá
tryggingum en ekki hið síðara.
Þetta hefur valdið því að þau
hafa ekkert getað notað sumar-
bústaðinn þetta árið. Hún vildi
vara aðra sumarbústaðaeigendur
við þessum ófögnuði.
ÞAKKIRTIL
STARFSFÓLKS
RÁÐHÚSSINS
ÁSDÍS Gunnarsdóttir hringdi og
bað Velvakanda að koma á fram-
færi þökkum til starfsfólks í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún er
búin að vera með myndlistarsýn-
ingu í Tjarnarsalnum í rúma viku
og hefur að mestu haldið til í
ráðhúsinu þann tíma. Hún segir
að allt starfsfólkið hafi sýnt
henni sérstakan velvilja og það
bæri að þakka.
ÞAKKIR
ESTER Snæbjörnsdóttir og Sús-
anna Kristjánsdóttir vilja koma
á framfæri bestu þökkum til
Gísla Sigurbjörnssonar, forstjóra
Grundar, og til Mæðrastyrks-
nefndar fyrir gott boð sem þær
þáðu í júní. Þær dvöldu í húsinu
Áshóli, Hveragerði, á vegum
þessara aðila í tíu daga. Þetta
var ánægjuleg dvöl og viður-
gjörningur allur hinn besti. Stað-
urinn friðsæll og fallegur. Þama
leið þeim eins og blóma í eggi.
Kærar þakkir.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Úr, gleraugu og veski
KARLMANNSÚR með stálkeðju,
sólgleraugu og kvenveski fund-
ust á Mánagötu sl. mánudags-
morgun. Upplýsingar í síma
27214.
Myndavél
MYNDAVÉL tapaðist sl. sunnu-
dag, sennilega við Kaplaskjóls-
veg gegnt Hagamel, eða í nám-
unda við Þjóðminjasafnið, Suður-
götu. Finnandi vinsamlega hringi
í síma 677536 eða 36057. Fund-
arlaun.
Sundtaska hvarf úr bíl
SVÖRT íþróttataska (Champion
Sport) með sunddóti o.fl. var tek-
in úr bíl við Skólatröð í Kópavogi
aðfararnótt sl. föstudags. Hafí
einhver orðið hennar var er hann
vinsamlega beðinn að hafa sam-
band í síma 642483.
Hjólbörudekk
HJÓL af hjólbörum tapaðist á
Stíflisdalsvegi (leiðin frá Þing-
vallavegi í átt að Hvalfirði) um
hádegisleytið sl. sunnudag. Hafi
einhver orðið hjólsins var er hann
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 14486. Magnús.
undan kóladrykkjum og bjórdósir
og annað rusl bæði við vatnið og
eins í hrauninu við það.
Það fyrsta sem við gerðum var
að tína plastumbúðir og dósir sam-
an í plastpoka, sem við höfðum
meðferðis og síðan að urða annað
rusl. Þarna virðist ekki vera neitt
eftirlit né veiðivarsla, sem væri
nauðsynleg vegna aukinnar um-
ferðar þarna inn eftir.
Menn eru alltof kærulausir í
umgengni við íslensku fjallavötnin
og aðrar náttúruperlur í okkar
fagra landi.
Ég vil skora á þá aðila sem
málið varðar að koma eftirlitsmál-
um í lag. Hraunhreppingar, stand-
ið vörð um ykkar náttúruperlu sem
er Hítarvatn og umhverfi þess.
JÓN MEYVÁNTSSON,
Álftamýri 28,
Reykjavík.
Pennavinir
Bandarískur 39 ára karlmaður
hyggur á íslandsferð. Getur ekki
áhugamála en vill eignast penna-
vini, konur sem ekki reykja:
Richard Waldon,
Rt. 10, Box 331-E,
Sarasota,
Florida 34240,
U.S.A.
Sautján ára finnsk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Henriikka Leppaniemi,
Tikka-Mikonmutka 7,
40500 Jyvaskyla,
Finland.
Sautján ára íri með áhuga á hest-
um, tónlist, o.fl.:
Cormac Byrne,
39 Copeland Grove,
Clontarf,
Dublin 3,
Ireland.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á bókalestri og tónlist:
Kaori Muramoto,
674-1 Ushimizu Arao-shi,
Kumamoto,
864 Japan.
Frá Ghana skrifar stúlka á þrítugs-
aldri með áhuga á landi og þjóð:
LEIÐRÉTTING
Snjósleðabrekka
ekki vélsleða-
brekka
í frétt í gær um hóp unglinga í
Vinnuskólanum, sem í sumar hafa
hannað opið leiksvæði í Sunda-
hverfi, sagði að í bígerð væri að
hanna vélsleðabrekku á leiksvæð-
inu. Þetta er rangt en hið rétta er
að einn grashóllinn á svæðinu hefur
verið hannaður þannig að börn geti
rennt sér niður hólinn á snjóþotum
að vetrarlagi. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
HEILRÆÐI
GETUR LÍTH) BARN KANNAÐ
HEIMILIÐ ÞTTT SLYSALAUST?
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Innilegt þakklœti fyrir kveðjur, gjafir og heim-
sóknir til mín ogfjölskyldu minnar afmœlisdag-
inn 5. júlí sl., sem gerðu mér daginn ógleyman-
legan.
Sverrír Sveinsson.
aíimqitak.
s. ÍF OF NORWAY/
. V Uh NUHWAy
W SUMARTILBOÐ
IJULI
Sæng Hollofil 4 140x200 cm jSí4ÖÖ 5.120
Sæng Hollofil 4 100x140 cm &6Ó0 2.880
Sæng Hollofil 4 80x100 cm 2í5Ö0 2.000
Sæng Hollofil 4 65x 80 cm ASÚ0 1.520
Koddi Hollofil 4
Koddi Fiberfill
Koddi Fiberfill
50x 70 cm J2^SÓO 1.840
40x 60 cm 1.250 1.000
35x 40 cm ^-900 720
Síðumúla 22,
sími 812244.
FÁLKINN
Suðurlandsbr. 8, s. 814670
Mjóddinni, sími 670100.
Skólavörðust. 21a,
sími 14050.
I
I
I
AMC Wagoneer, árg. ’86, sjálfsk., brún-
sans. Gullfallegur bíll. Verð 1.180.000,-
NÝJA BÍLAHÖLLIN RUNAHÖFÐA 1 S:6722Y7
VANTAR ALLAR GERDIR NYLEGRA BILA A SKRA OG A STADINN
BÍLATOFtG RUNAH
Toyota Corolla 1.6 Sl, árg. '93, rauöur, ek.
1.800 km. Verð 1.250.000,-
Toyota Corolla 1.3 GL, árg. ’92, hvítur, ek.
15 þ. km. Verð 1.050.000,-
MMC Galant 4x4, árg. ’90, grár, ek. 63 þ.
km. Verð 1.280.000,-
Honda Accord EX, árg. '91, hvítur, ek. 18
þ. km., sjálfsk. Verð 1.520.000,-
Subaru station 4x4, árg. '89, blár, ekinn
82 þ. km. Verð 920.000,-
Subaru 1800 Coupé, árg. ’88, Ijósblár, ek.
39 þ. km. Verð 690.000,-
MMC Lancer 1500 EXE, árg. ’91, blá-
sans, sjálfsk., ek. 24 þ. km. Verð 1.040.000,-
Honda Civic DX, árg. ’89, hvitur, álfelgur,
ek. 74 þ. km. Verð 690.000,-
Suzuki Fox langur, árg. '85, silfurgrár, 2000
Fiat-vól, sjálfsk., 33" dekk, upphækkaður.
Verð 690.000,-