Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGLIST 1993
Minning
Sigrún Hansen
" Fædd 8. júlí 1911
Dáin 30. júlí 1993
Mig langar að láta í ljós þakklæti
mitt fyrir hvað þú varst alltaf góð
mér og mínum allt frá okkar fyrstu
kynnum. Sjaldan hef ég kynnst jafn
mannbætandi manneskju og þér.
Öllum vildir þú gott gera, og fengu
böm mín að njóta góðvildar ykkar
Bjössa bróður míns í ríkum mæli,
og vilja þau nú þakka það.
Ég lít í anda liðna tíð, þegar allt
lék í lyndi, og við fórum saman í
_ferðalög, utanlands og innan. Þar
^^arst þú alltaf ómissandi.
Það var ekki hægt annað en að
vera stolt af þér. Þú varst sannkölluð
hefðarmær. Það er sannarlega mikill
sjónvarsviptir af þér.
Við vomm alla tíð vön að borða
saman á jóladaginn á heimilum okk-
ar til skiptis, og nú munum við sakna
þín frá jólaborðinu. Bn svona er nú
einu sinni lífið. Einn af öðrum hverf-
ur af sjónarsviðinu.
Sigrún mín, þú ferð héðan með
gott veganesti til æðri staða. Þess
vegna veit ég að það verður tekið
vel á móti þér. Guð geymi þig.
Borghildur Þórðardóttir.
<*- - Mig langar að minnast minnar
elskulegu frænku Sigrúnar Hansen
sem lést hinn 30. júlí síðastliðinn.
Sigrún var fædd í Reykjavík 8.
júlí 1911. Hún var dóttir Halldórs
Hansens, yfirlæknis, og Ólafíu Þórð-
ardóttur einginkonu hans. Hún ólst
upp í foreldrahúsum, miklu menning-
arheimili, ásamt þremur systkinum,
þeim Jóni, sjómanni, sem fórst 10.
mars 1943 er bandarískt skip er
hann var á var skotið niður, Re-
bekku, meinatækni, sem lést árið
1968, Halldóri Hansen yngri, barna-
lækni, og fóstursystur þeirra Maríu
Helgadóttur, ekkju Bjarna Jóhannes-
sonar rakarameistara.
Móðir mín, Guðrún Gísladóttir, og
Sigrún voru systradætur og ekki ein-
ungis frænkur, heldur bestu vinkon-
ur alla tíð. Þær voru sem böm í sum-
arbústað í Nethömrum í landi Arnar-
bælis í Ölfusi, þar sem ijölskyldur
þeirra dvöldu sumarlangt um árabil
og margar skemmtilegar sögur hef
ég heyrt frá þeim tíma um prakkara-
strik þeirra krakka, njólastríðið og
margt fleira.
Að loknum bamaskóla sótti Sigrún
Verzlunarskóla íslands, fór síðan í
verslunarskóla í Skotlandi. Á ámnum
1933-1934 fóm þær móðir mín og
hún til Leipzig í Þýskalndi á tungu-
mála- og verslunarskóla, sem starf-
ræktur var þar af íslenskri konu,
Salóme Þorleifsdóttur Nagel, systur
Jóns Leifs tónskálds, og eiginmanni
hennar Dr. Nagel.
Eftir heimkomu _hóf Sigrún störf
hjá Eimskipafélagi íslands en lengst-
an starfsferil átti hún í Landsbanka
íslands þar sem hún vann í 40 ár í
bókhaldi og deildinni Erlend við-
skipti. Hún eignaðist marga trygga
og góða vini á sínum langa starfs-
ferli.
Árið 1959 giftist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Sigbirni Þórðar-
syni, sem er fædur á Stöðvarfirði
27. júni 1915. Hann starfaði lengst
af hjá Eimskipafélagi íslands, báts-
maður á hinum ýmsu skipum þess
og var eftirsóttur að hafa í áhöfn.
Sigbimi og Sigrúnu varð ekki
barna auðið, en þrátt fyrir það eign-
uðust þau heilan hóp af bömum ef
svo mætti að orði komast, því bæði
tvö voru með eindæmum bamgóð
og mikill samgangur við fjölskyldu
Sigbjöms, systkinabörn hans og síð-
ar þeirra börn. Mín böm fóru ekki
varhluta af því, sérstaklega á meðan
við Sigrún vorum báðar sjómanns-
konur og hittumst flest alla sunnu-
daga í eftirmiðdagskaffi heima hjá
móður minni.
Gamlárskvöld var alla tíð tilhlökk-
unarefni hjá fjölskyldu minni, ekki
síst hjá krökkunum, því þá komu
„Rúna og Bjössi“ til okkar og við
áttum mjög ánægjulegar stundir
saman og alltaf komu þau með glaðn-
ing fyrir smáfólkið og var það ekki
af skornum skammti. Einnig vom
þau hjón höfðingjar heim að sækja
og gestkvæmt mjög á þeirra fallega
og listræna heimili.
Sigrún var svo glöð og jákvæð í
skapi og hafði svo einlægan áhuga
á öllu því sem viðkom bömum. Hún
hlustaði svo vel á þau og hafði svo
næman skilning á öllu því sem var
að hrærast í bamssálinni. Þetta þekki
ég svo vel af eigin raun frá því ég
var telpa því að hún Rúna frænka
mín var sú besta sem hægt var að
eignast.
Árið 1987 veiktist hún alvarlega
og gekkst undir stóra aðgerð og
lyijameðferðir. Hún fékk sæmilega
góða heilsu í nokkur ár eftir það og
áttu þau Sigurbjörn góðan tíma sam-
an, en síðastliðið haust versnaði
henni aftur og stóð Sigurbjörn við
hlið hennar og studdi hana vel og
dyggilega í hennar erfiðu veikindum.
Seinni hluta júlímánaðar virtist
stundaglasið vera að tæmast og hinn
30. júlí hlaut hún hægt andlát.
Sigrún var glæsileg kona, ljúf og
elskuleg, virt og dáð af öllum þeim
sem kynntust henni. Ég kveð hana
með söknuði og bið góðan guð að
styrkja Sigbjörn og eftirlifandi systk-
ini hennar.
Edda Þorvarðardóttir.
Að morgni föstudagsins 30. júlí
lést hún Rúna frænka mín. Hún var
alltaf svo góð við mig og bróður
minn. Hún og Bjössi létu sig aldrei
vanta í afmælin okkar. Hvíli hún í
friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri trega tárin stríð.
(V.Briem)
Erna Sigurðardóttir.
Sigrún Hansen er fallin frá. Þrátt
fyrir aldursmun var hún meðal okkar
allra bestu viná og er okkur ljúft og
skylt að minnast hennaf með fáein-
um orðum.
Rúna hlaut í vöggugjöf það já-
kvæða lífsviðhorf og umburðarlyndi
sem öllum varð tíðrætt um og entist
henni til síðasta dags. Það birtist
meðal annars í því að kunna að njóta
smáatriða hversdagslífsins, gleðjast
yfir blæbrigðum endurtekinna hluta.
Að sitja til borðs með Rúnu var svo-
lítil athöfn, hvort sem hún var veit-
andi eða þiggjandi. Meðan Bjössi,
maðurinn hennar, var í siglingum
og vöruúrvalið var fábreyttará hér á
landi, var margt sjaldgæft á borðum
hennar, framandi hunang og kjarnm-
ikið brauð frá Þýskalandi, amerískt
hnetusmjör og sælgætismolar í lokk-
andi umbúðum - fyrir utan eigin
smákökur eftir útlenskum uppskrift-
um og eftirréttinn góða með blábeij-
um, marengskökum, þeyttum ijóma
og fleira góðgæti. Nestiskarfa Rúnu
var orðlögð í ættinni og verður lengi
í minnum höfð; stór og marghólfuð
karfa og upp úr henni voru dregnar
kræsingar og áhöld af ótrúlegustu
gerð og virtist enginn endir á. Veisl-
ur, barnaafmæli og aðrar hátíða-
stundir urðu enn hátíðlegri ef Rúna
var með. í nokkur ár var fastur liður
að Bjössi og Rúna kæmu til okkar
í hangikjöt á annan í jólum. Slíkar
„hefðir" mat hún mikils og jók
ánægjuefnin í tilverunni.
Sérstakt tilhlökkunarefni litlum
systkinum austur í Vík á árum áður
var að sjá Bjössa og Rúnu birtast á
svara fólksvagninum einhvem sum-
ardaginn með „barnabensínið" marg-
fræga í hanskahólfinu, en það var
brenndur bijóstsykur. Merkilegt hve
margir komust fyrir í Volkswagen-
bjöllunni og hve margt var farið og
gert. Ekki má heldur láta hjá líða
að minnast á stóru innihaldsríku jóla-
pakkana frá frænda og Rúnu með
glaðningi frá útlöndum sem beðið
var með eftirvæntingu.
Ferðalög með Rúnu, með eða án
nestiskörfu, voru jafnan ánægjuefni
sem entist lengi, allt frá tilhlökkun-
inni og undirbúningnum til minning-
anna eftir á. Jafnvel þegar aldurinn
færðist yfir og sporin urðu þyngri
var alltaf jafngaman að vera með:
„Ég tylli mér héma meðan þið farið
að skoða, það fer svo ágætlega um
mig hér,“ sagði hún þegar krafturinn
dvínaði í skoðunarferðum. Minnkandi
þróttur og sjúkdómar vom lögmál
lífsins sem ekki sæmdi að agnúast
út í að hennar mati og ekki vildi hún
verða öðmm til trafala.
Það er komið að öðrum þætti sem
þetta jákvæða lífsviðhorf birtist í.
Það var í ósviknum og hjartanlegum
áhuga á samferðafólkinu, á vinum
og venslafólki og hveijum nýjum sem
bættist við með tengdum eða bams-
fæðingum. Hún spurði frétta af
heilsufari og námi og miðlaði sögum
af viðburðum og skemmtilegum tils-
vörum. Hún fylgdist líka með þjóð-
málum og las margt sér til ánægju.
Gaman var að skiptast á bókum og
tímaritum við hana og ræða efni
þeirra; alltaf kunni hún að meta rétt
valda bók í afmælis- eða jólagjöf.
Þau hjónin höfðu yndi af myndlist
eins og heimili þeirra bar vitni um.
Frændi Rúnu var Brynjólfur Þórðar-
son listmálari sem lést fyrir aldur
fram 1938, en teikningar hans af
Rúnu á bamsaldri voru henni einkar
kærar.
Sigrún Hansen var fríð kona,
virðuleg í fasi og kunni sig í hvívetna
en var þó laus við tepruskap. Hún
bar svip þeirra myndarheimila sem
hún átti rætur í, að Ráðagerði á
Seltjarnarnesi og á Laufásveginum
í Reykjavík. Hún þekkti þá Reykja-
vík sem hafði orðið fastmótað yfir-
bragð í kringum Tjörnina og sagði
marga sögu af fólki og aðstæðum á
fyrri hluta aldarinnar, af læknis-
starfí föður hennar, af glaðlegri
sveitavist í Ölfusinu, frá námsámm
sínum í Þýskalandi fyrir stríð og
löngum starfsferli í Landsbankanum.
Þegar við eignuðumst dóttur fyrir
sjö ámm skírðum við hana í höfuðið
á Sigrúnu, minnug þess fomkveðna
að „ijórðungi bregður til nafns“.
Þeim nöfnum varð vel til vina og
umhyggja var sýnd á báða bóga allt
frá því að „Rúna amma“ kom með
til að sækja þá litlu á fæðingardeild-
ina; sú eldri sá til þess að ekki vant-
aði skó á vaxandi fætur og sú yngri
kom úr tónskólanum að sjúkrabeðin-
um og lék það sem hún kunni á fiðl-
una sína.
Við mælum fýrir munn allra í íjöl-
skyldu Valgerðar og Magnúsar,
mágs Rúnu, þegar við þökkum fyrir
samfýlgdina. Við söknum hennar öll
en minningin um einstaka konu mun
lifa áfram meðal okkar. Bjössa
manninum hennar, systkinum henn-
ar, Maríu og Halldóri, og öðrum að-
standendum vottum við innilega
samúð.
Guðlaug Magnúsdóttir og
Þorsteínn Helgason.
Að morgni föstudagsins 30. júlí
lést Sigrún Hansen eftir löng og
ströng veikindi en fá æðruorð.
Sigrún var eiginkona Sigbjörn
Þórðarsonar, móðurbróður míns,
Bjössa frænda, og hvað var eðlilegra
en hún yrði Sigrún frænka okkar
barnanna?
Ekki man ég svo langt aftur að
Sigrún kæmi þar ekki við sögu. Okk-
ur systkinunum fannst hún að ýmsu
leyti ólík þeim konum sem við þekkt-
um. Hún bar með sér tíguleika og
reisn erlendra hefðarkvenna enda
með rætur sínar í fágætu menningar-
heimili foreldra sina, þeirra Ólafíu
Vilborgar Þórðardóttur og Halldórs
Hansen læknis, þar sem fagrar listir'
voru í hávegum hafðar og listamenn
heimagangar.
Augu okkar bamanna sáu Sigrúnu
sem eins konar drottningu, fallega
og virðulega, en um leið fulla hlýju,
visku og góðvildar í allra garð. Þau
Sigrún og Bjössi eignuðust ekki böm,
en við frændsystkinin urðum prinsar
og prinsessur á heimili þeirra.
Bjössi frændi sigldi til dularfullra
landa á skipum Eimskipafélags ís-
lands áratugum saman og færði þá
stundum framandi björg í bú. Þegar
okkur börnunum var boðið í höllina,
t
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
VIGDÍS HÓLMFRÍÐUR INGiMARSDÓTTIR,
Arahólum 2,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. ágúst
kl. 10.30.
Þór Ingimar Þorbjörnsson, Einína Einarsdóttir,
Guðrún Ólöf Þorbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR HJARTARDÓTTIR,
Hringbraut 60,'
S Keflavfk,
sem andaðist í Borgarspítalanum 5. ágúst, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 14.00.
Bormn.
t
Móðursystir mín,
SIGRÍÐUR ERLINGSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Miklubraut 7,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 13. ágúst
kl. 13.30.
Guðrún S. Möller.
Hvítasunnukirkjan
Völvufell
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
*Hjálpræðis-
herinn
y Kirkjudræti 2
( kvöld kl. 20.30: Samkoma.
Kafteinn Erlingur Nielsson talar.
Allir velkomnir.
SÍMnhjólp
( kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum. Mikill almenn-
ur söngur. Samhjálparvinir
vitna um reynslu sína.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
%É>
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir!
UTIVIST
Hallvcigarstig 1 • simi 614330
Kvöldferð fimmtudaginn
12. ágúst
kl. 20.00: Gálgahraun. Gengið
er frá Garöaholti norður yfir
hraunið að Eskinesi, síðan með
ströndinni út að Gálgaklettum.
Verð kr. 500/600.
Dagsferð laugardaginn
14. ágúst
kl. 08.00:- Hekla, 1491 m.y.s,,
eitt virkasta eldfjall fslands.
Áætlaður göngutími 8 timar.
Dagsferðir sunnudaginn
15. ágúst
Þingvallagangan 1. áfangi.
Réttur ferðatími á Leggjabrjót
er kl. 10.30.
Kl. 13.00 Stíflisdalur-Langistígur.
Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bens-
ínsölu, miðar við rútu. Frítt fyrir
börn 15 ára og yngri í fylgd með
fullorðunum.
Helgarferðir helgina
13.-15. ógúst
Þjórsárdalur: Gist í tjöldum við
Klett og gengið um Þjórsárdal.
Hjólreiðaferð í Þjórsárdal: Gist
í tjöldum við Klett og farið í hjól-
reiðatúra um dalinn.
Básar f Þórsmörk. Gist í skála
eða tjaldi. Skipulagöar göngu-
ferðir.
Nánari upplýsingar og miða-
sala á skrifstofu Útivistar.
Ársrit Útivistar 1993 er
komið út.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Laugardagur 14. ágúst
kl. 8.00: Gönguferð á Heklu.
Gengið verður frá Skjóikvíum.
Gangan fram og til baka á fjall-
ið tekur um 8 klst.
Verð kr. 2.100.
Helgarferðir 13.-15. ðgúst:
1) Fimmvörðuháls
(8 klst. ganga). Gist (Þórsmörk.
2) Þórsmörk - gönguferðir -
notaleg gistiaðstaða í Skag-
fjörðsskála og tjöldum.
3) Landmannalaugar - Eldgjá.
Gist í sæluhúsi F.l. í Laugum.
Sunnudaginn 15. ágúst dags-
ferð til Þórsmerkur kl. 8.00.
Ath. hagstætt verð á dvöl f
Þórsmörk milli ferða.
Brottför í ferðirnar er fró Um-
ferðarmiðstöðinni, austan-
megin.
Ferðafélag íslands.