Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
38
*
þó Scufiir mér henQjA- myndinci of
mo&ur þínnC L Por&’bo-fL(jyini."
... varalestur
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1993 Los Angefes Times Syndicate
Heyrðu, hefurðu engan
áhuga á að heyra álit mitt
á spergilkáli með niðursoðn-
um baunum og gijónagraut?
Þetta ER mjólk. Hér eru
allir með magasár
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Um hundahald
Frá Guðbjörgu Helgadóttur
íslendingar eru fljótir að tileinka
sér nýjungar á hvaða sviði sem er.
Framfarir og breytingar eru sem
betur fer til góðs og stuðla oftast
að bættara þjóðfélagi. Eitt er það
mál sem situr þó aftarlega á merinni
hér á landi og virðist ekki eiga sér
neina jákvæða þróun, það er ástæðan
fyrir að ég skrifa þessa grein.
Málefni hunda og hundahalds
finnst mér vera svo forneskjuleg að
ég get ekki orða bundist lengur og
hvet hundaeigendur að láta í sér
heyra á opinberum vettvangi um leið
og ég het stjórnvöld til að fara úr
sauðskinnsskónum og vaðmálstreyj-
unni og horfst í augu við þá stað-
reynd að hundurinn hér á landi er
kominn til að vera.
Nú er innflutningur orðinn frjáls
og á síðastliðinum 2 árum hafa verið
fluttir inn um 100 hundar til landsins
í gegnum einangrunarstöðina í Hrís-
ey og enn er langur biðlisti eftir
plássi. Má reikna með að um 7-8
þúsund hundar séu til á landinu öllu
og á Stór-Reykjavíkursvæðinu einu
skipa þeir nokkrum þúsundum og fer
þeim sífellt ijölgandi. Landinn er
nefnilega að uppgötva að þessi yndis-
legi vinur á vel heima á íslenskum
heimilum eins og erlendum þar sem
hann hefur fylgt mannskepnunni í
aldanna rás. Sem betur fer er sá
hugsunarháttur að víkja að hundin-
um líði best í fijálsræði sveitarinnar
þar sem hann hleypur um fjöll og
firnindi. Staðreyndin er sú að hund-
urinn er í eðli sínu hópdýr og í okk-
ar nútíma samfélagi telst hópurinn
við sjálf, fjölskyldan sem eigum
hundinn. Þannig lærir hann að líta
á eiganda sinn sem foringjann í hópn-
um og er tilbúinn í allri sinni gleði
að vinna fyrir hann. Og að sjá vel
agaðan hund er stórkostleg sjón.
Hundar hafa verið notaðir í vinnu
í aldanna rás, íslenski hundurinn,
okkar þjóðargersemi sem framúr-
skarandi fjárhundur, aðrar tegundir
sem leitar- og blindrahundar fyrir
utan venjulega heimilishundinn sem
gegnir heilmiklu öryggishlutverki.
Hundurinn bítur ekki gras með
sauðkindinni upp á fjöllum, honum
er eðlilegt að vera hjá manninum.
Með aukinni fræðslu um hundinn
og eðli hans er að skapast vísir að
hundamenningu hér á landi. Hunda-
ræktarfélag Islands, sem er félag
allra hundaeigenda, stendur fyrir
mikilli fræðslu til hundaeigenda og
þeirra sem hugleiða að fá sér slíkan
vin. Því segi ég er ekki kominn tími
til að viðurkenna hundinn sem eðli-
legan þátt í okkar þjóðfélagi?
Alltaf er misjafn sauður í mörgu
fé. Því miður eru ekki allir hundaeig-
endur til fyrirmyndar en þeir eru sem
betur fer í miklum minnihluta. En
það er eins og með samfélagið í heild,
lítum á umferðina, hestamenn á veg-
um, skotveiðimenn, jeppaeigendur,
hvar sem er, þarf bara einn til að
skemma fyrir hinum. Á heildina lifið
held ég að við séum flest heiðarlegir
þjóðfélagsþegnar hvaða áhugamál
sem við stundum. Eg ítreka enn og
aftur, viðurkennum hundinn, þar er
ekki réttlætanlegt að hundaeigendur,
einir gæludýraeigenda, þurfi að
borga 8.800 kr á ári vegna undan-
þágu frá banni sem er aftan úr grárri
forneskju bara af því að við höldum
hund. Eg mótmæli þessu óréttlæti
alfarið. Að lokum vil ég segja ykkur
Frá Sveini Ólafssyni
Víða í Reykjavík hefir verið komið
fyrir sterkum bekkjum með setum
úr tré og örmum úr jámi. Þetta var
til dæmis lengi vel við opnu svæðin
í Fossvogshverfinu, þar sem fjöldi
eldri og yngri borgara gengur sér
til hressingar um haganlega gerða
göngustíga. í Kópavogi er byijað á
þessu í smærri stíl og fer greinilega
vaxandi.
Þetta hefir mælst vel fyrir hjá
göngufólki, sem gjarnan þiggur að
geta af og til tyllt sér niður á
göngunni til stuttrar hvíldar.
Svo óskemmtilega vill samt til að
í Fossvogshverfínu hefir þessum vin-
sælu bekkjum farið fækkandi ár frá
ári vegna skemmdarverka, en aðeins
á einum stað hefir komið þar aftur
einn bekkur, rammlega gerður og
þungur, sem skemmdarvargamir
hafa ekki átt við nú síðustu tvö sumr-
in — svo hann virðist ætla að halda.
Sá ljóður er samt á nú, að ekki
virðist vera hugað að því að bæta
aftur við bekkjum þar sem þeir voru
áður. Þörfin er óbreytt og því er
þessara ágætu bekkja saknað af
litla sögu sem lýsir glöggt hugarfar-
inu sem ríkt hefur hér gagnvart
hundum.
Fyrir nokkrum árum var ég á
gangi.með hundinn minn sem oftar.
Mæti ég þá manni sem greinilega
var með bamabarn sitt. Veit ekki
fyrr en maðurinn gargar að mér
„Burtu með hundinn, burtu með
hundinn!" um leið og hann hrifsar
barnið í fang sitt. Voffi minn sperrti
eyrun og horfði með spurn á þennan
mann sem spriklaði eins og hann
hefði séð ljón. Og hvaða afleiðingar
hafði þetta í för með sér? Barnið fór
að orga líka, þótt hundurinn hafi
bara verið á göngu við hæl húsbónda
síns og ég geri ráð fyrir að þetta
barn sé hrætt við hunda síðan. Hefði
ekki verið nær að beygja sig niður
til hundsins, leyfa baminu að heilsa
og klappa og sýna því að hundurinn
er góður og eðlilegur þáttur í lífi
okkar mannanna?
í von um hundavænt ísland í fram-
tíðinni.
GUÐBJÖRG HELGADÓTTIR,
Hæðargarði 19a,
Reykjavík.
þeim sem þarna reika um á hressing-
argöngum.
Ástæða þessara skrifa er að sá
sem ritar er oft á göngu um göngu-
leiðir bæði í því vinsæla Fossvogs-
hverfi sem og Kópavogi, og er einn
þeirra sem saknar bekkjanna í Foss-
vogshverfinu, þó hann eigi nú orðið
heima Kópavogsmegin Udalnum.
Þó þetta sé í raun mál Reykjavík-
ur, þá eru samnot slík á Fossvogs-
dalnum og nágrenni hans, að undir-
rituðum fannst hann skyldugur til
að benda á þetta þar sem aðrir hafa
ekki gert það, og einnig þar eð að
hann sé að vinna í þágu Reykvíkinga
með ábendingunni, — auk þess sem
hann er líka gamall Reykvíkingur
og fæddur þar og uppalinn og telur
sér því málið allnokkuð skylt af þeim
ástæðum.
Er vonandi að þessi ábending geti
orðið til þess að hugað sé að þessu
máli af hálfu velviljaðra fram-
kvæmdaraðila í fegrunar- og um-
hverfísmálum í Fossvogsdalshverfmu
og eru þeim sendar beztu kveðjur.
SVEINN ÓLAFSSON
Furugrund 70
200 Kópavogur
Eldri borgarar - bekkir til
hvíldar við gönguleiðir
HÖGNI IIHKKKV ÍSI
Víkverji skrifar
Einn ganginn enn hækka nafn-
vextir bankanna og eru nú á
bilinu 16-20%. Forsvarsmenn bank-
anna telja að nauðsynlegt sé að
fylgja toppi verðbólguöldu vegna
gengisfellingarinnar í lok júní til
hins ítrasta, að öðrum kosti sé
rekstrarafkomu bankanna stefnt í
hættu og kveður þar vissulega við
nýjan tón ef Víkveija brestur ekki
minni.
XXX
að er ekki nýtt að vextir sveif-
list á íslandi og allt frá því
þjóðarsátta'samningarnir svo-
nefndu voru gerðir snemma árs
1990 hafa vaxtamál verið í brenni-
depli. Hugmyndafræði þeirra kjara-
samninga gekk út á að ná verðbólg-
unni niður á skömmum tíma og
verulegur þáttur þeirrar viðleitni
var að vextirnir lækkuðu skjótt og
örugglega. Allt frá þessum tíma
hefur það verið viðkvæðið hjá bönk-
unum þegar gengið hefur verið eft-
ir vaxtalækkunum að það væri ekki
rétt eða skynsamlegt að eltast við
einstaka tcppa eða lægðir í verð-
bólgunni heldur sé betra að meta
vaxtaþróunina til lengri tíma, oft
talað um þijá til sex mánuði í því
sambandi, og vextirnir ákveðnir í
samræmi við það. Hægt væri að
tilfæra mörg dæmi þar sem þessu
sjónarmiði er haldið fram úr fjöl-
miðlaumræðu síðari ára.
Að mati Víkveija hafa ekki kom-
ið fram viðhlítandi skýringar á þess-
um sinnaskiptum bankanna. Sjálf-
sagt má færa fram rök fyrir báðum
sjónarmiðum; því að best sé að af-
greiða svona verðbólguöldur með
skjótum hætti, vextirnir lækki hratt
á nýjan leik og hins vegar að affara-
sælast sé að jafna þessu út á lengri
tíma, því þannig sé stöðugleikanum
best þjónað. Úr því sem komið er
hlýtur maður að bíða þess spenntur
að bankarnir lækki nafnvextina
þegar þessi verðbólgualda hefur rið-
ið yfir sem ætti að verða innan
fárra vikna. Því er þó hins vegar
þannig farið að gætt hefur vissrar
tregðu þegar vaxtalækkanir eru
annars vegar, meiri tregðu en þeg-
ar vaxtahækkanir eiga í hlut. Það
er eins og Víkveija reki minni til
þess að þá sé gjarnan rætt um að
verðbólguspár séu óvissar og var-
legt að treysta þeim og betra sé
að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim
efnum. Eða halda menn að við eig-
um eftir að sjá á þessu hausti vaxta-
lækkanir upp á 3-5% í einu lagi?
Aðeins eitt í viðbót. Víkveija
brestur skilning á því af hveiju það
skiptir ekki máli hvort verðbólgu-
hraðinn er 2 eða 12% á ársgrund-
velli þegar vextir svonefndra „veltu-
reikningar" eiga í hlut. Þar er átt
við almennar sparisjóðsbækur og
tékkareikninga, en inn á slíka reikn-
inga leggst meirihluti launa lands-
manna með reglulegu millibili.
Þessir vextir eru nú á bilinu 0,5 til
1,25%, lægstir í íslandsbanka og
hæstir í Landsbanka. Hvað ef verð-
bólguhraðinn verður 30%? Ef hægt
er að borga 0,5% vexti í 2-3% verð-
bólgu á þá ekki að borga hærri
vexti í 10-12% verðbólgu þó svo
„veltureikningar" eigi í hlut? Spyr
sá sem ekki veit.