Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 SUND Ragnheiður þjálf ar Aftureldingu RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, margfaldur íslandsmeistari í sundi, hefur verið ráðin sundþjálfari hjá Aftureldingu í Mos- fellsbæ. Gengið var frá ráðningu hennar ígærkvöldi. Hún starfaði áður sem þjálfari á Akranesi, en sagði að samstarfið þar hefði ekki gengið nægilega vel og þvihefði hún ákveðið að breyta til. Ragnheiður ætlar að rífa upp sundið í Mosfellsbæ. Ragnheiður hefur einnig verið ráðin forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar í Mosfellsbæ, sem er nýtt starf. „Starfið er mjög spennandi og eins verður gaman að takast á við þjálfun hér í Mosfellsbæ. Sundið hefur verið í lægð í Mosfellsbæ í nokkur ár en það verður mitt hlutverk að rífa það upp. Það er nægur efni- viður til þess,“ sagði Ragnheiður, sem er flutt í Mosfellsbæ. Hún sagðist reikna með að æfa sjálf áfram og keppa í næstu bik- arkeppni SSI og þá fyrir nýja fé- lagið, Aftureldingu. „Annars veit ég ekki hvort einhver tími verður aflögu til æfinga hjá mér, en það verður bara að koma í ljós.“ HANDKNATTLEIKUR / NM U-21 ARS Ætlum okkur stóra hluti - segirÞorbergurAðalsteinsson, þjálfari ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur valið 15 leikmenn til þátttöku í Norðurlandamóti U-21 s árs landsliða sem hefst í Arendal í Noregi á morgun. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti. Það kemur ekkert annað til greina en gull eða silfur. Ég held að baráttan um titilinn standi á milli íslands og Svíþjóðar, en við mætum Svíum einmitt ífyrsta leik á föstudag," sagði Þorbergur. Þetta er í fýrsta sinn sem Norð- urlandamót í þessum aldurs- flokki er haldið. Mótið verður loka- hrinan í undirbúningi íslenska liðs- ins fyrir úrslitakeppni HM sem fram fer í Egyptalandi í byrjun septem- ber. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir: Markverðir: Ingvar Ragnarsson, Stjömunni Reynir Reynisson, Víkingi Þórarinn Olafsson, Val. Aðrir leikmenn: Björgvin Björgvinsson, UBK Páll Þórólfsson, Fram Sigfús Sigurðsson, Val Róbert Sighvatsson, Aftureldingu Valgarð Thoroddsen, Val Jón Freyr Egilsson, Haukum Jason Ólafsson, Fram Ólafur Stefánsson, Val Dagur Sigurðsson, Val Aron Kristjánsson, Haukum Rúnar Sigtryggsson, Val Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni. ísland leikur gegn Svíum og Finnum á föstudag, Dönum á laug- ardag og Norðmönnum á sunnudag. Liðið heldur til Noregs í dag. S.R. opið golfmót Opna S.R. mótið verður haldið laugardaginn 14. ágúst nk. kl. 10.00. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Verðlaun: 1., 2. og 3. verðlaun m/án forgjafar í báðum flokkum og fyrir að vera næst holu á par 3 holum. Skráning ísíma 93-12711 á föstudag kl. 17-19 og i síma 93-14100 kl. 19-22. Golfklúbburinn Leynir, Akranesi. • • OLD UNGAMOT OPIÐ GOLFMÓT verður haldið hjá Golfklúbbi Selfoss sunnudaginn 15. ágúst. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun! Aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 4./13. og 7./16. braut. Ræst verður út frá kl. 10.00. Rástíma er hægt að panta frá kl. 16.00 laugardaginn 14. ágúst í golfskálanum eða í síma 98-23335. Munið forgjafar- og félagsskírteinin. Golfklúbbur Selfoss, Svarfhóli Patrekur Jóhannesson verður í sviðsljósinu í Noregi. KNATTSPYRNA / EVROPUMOTIN íslenskir dómar- ar á faraldsfæti remur íslenskum dómurum hef- ur verið raðað niður á leiki í Evrópukeppni félagsliða. Gylfí Orrason dæmir leik Cwmbran og Cork City í Wales í forkeppni Evr- ópukeppni meistaraliða 18. ágúst. Línverðir verða Pjétur Sigurðsson og Kári Gunnlaugsson og varadóm- ari Þorvarður Björnsson. Eyjólfur Ólafsson dæmir leik Standard Liege og Cardiff í 1. umferð Evrópu- keppni bikarhafa í Belgíu 15. sept- ember. Línverðir verða Ólafur Ragnarsson og Ari Þórðarson og varadómari Bragi Bergmann. Guð- mundur Stefán Maríasson dæmir leik Crusader og Servette á Norður- írlandi í 1. umferð UEFA-keppninn- ar 15. september og línverðir verða Egill Már Markússon og Gísli Björg- vinsson og varadómari Gylfi Örra- son. Guðmundur Stefán hefur einn- ig fengið það verkefni að dæma á „Mini-turnering“ í Svíþjóð 19. októ- ber. Skíðamenn 30 ára og eldri Dagana 14. og 15. ágúst verður árlega opna Reykjavíkurmótið haldið í Kerlingarfjöllum. Keppt verður í svigi/stórsvigi. Mótið er opið öllum skíðamönnum 30 ára og eldri. Keppt verður í aldursflokkum 30-34 ára, 35-39 ára o.s.frv. Skráning keppenda er á mótsstað. Keppendur sjái sér sjálfir fyrir gistingu og fæði. Stefnt er að því að fá sem flesta skíða- menn til leiks og góðrar samveru. Nefndin. teámR FOLX ■ SARTORI Alcindo, Brasilíu- maðurinn „hárprúði", sem leikur með Kashima Antlers í japönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið settur í fjögurra leikja bann fyrir að hrinda dómara í leik sl. laug- ardag, og ryðjast síðan inn í búnings- herbergi dómara og línuvarða eftir leik. ■ ALCINDO vildi með þessu mót- mæla áminningu sem félagi hans og landi, Zico, fékk í leiknum. ■ PETER Beardsley mun ekki leika með Newcastle fyrstu sex vik- urnar að minnsta kosti á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann meiddist í leik á Anfield á mánudaginn gegn Liverpool, lenti í samstuði við Neil Ruddock, sem nýkominn er til Li- verpool, og var fluttur á sjúkrahús þar sem í ljós kom að kinnbein var þríbrotið. ■ LIVERPOOL sigraði í þessum ágóðaleik fyrir Ronnie Whelan með einu marki gegn engu, og skoraði Ruddock markið á 21. mínútu. Whelan, sem hefur leikið með Liverpool í 14 ár, fékk liðlega 16 millj. kr. í sinn hlut. ■ LEE Chapman hefur gert tveggja ára samning við Portsmo- uth, sem tryggir honum um 267.000 kr. í vikulaun. ■ CHAPMAN byijaði vel, gerði tvö mörk í 3:0 sigri gegn Real Soci- edad fyrr í vikunni. GOLFUM HELGINA Reykjavik Opna Hewlett Packard móitð verður haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti, laugardaginn 14. ágúst. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Skráning fer fram i Golfverlsun Sigurðar Péturssonar í sima 682215. Mosfellsbær Opna Reykjalundarmótið, sem er háforgjaf- armót, 20 og hærri, fer fram á Bakkakot- svelli í Mosfellsdal á laugardaginn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verðúr út frá kl. 08.00. Skráning í sfma 668480 frá kl. 17 - 22 í dag og á morgun. ísafjörður Opna þjónsbikarmótið fer fram á ísafirði helgina 14. og 15. ágúst. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjafar í einum opnum flokki. Skráning fer fram í Golfskálanum í Tungudal á laugardaginn milli kl. 10.30 og 12. Eskifjörður Opna Visa-mótið verður haldið á Byggðar- holtsvelli við Eskifjörð um næstu helgi. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjaf- ar. Skráning í síma 97-61391 eða 97-61397. Hafnarfjörður Opið kvennamót, J.G. silfurmótið verður haldið sunnudaginn 15. ágúst nk. hjá golf- klúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ræst út frá kl. 10. Skráning í síma 653360. Hafnarfjörður Opið unglingamót, Pin seeker, verður hald- ið laugardaginn 14. ágúst á Keilisvellinum í Hafnarfirði. Keppt verður í flokkum 15-18 ára og 14 ára og yngri. Ræst út frá kl. 9 tií 13. Skráning er í síma 653360. Seltjarnarnes Coco Cola mótið verður haldið hjá Nes- klúbbnum um helgina. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Grindavík Möskvamót Golfklúbbs Grindavíkur verður á laugardaginn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Borgarnes Loftorka og Golfklúbbur Borgamess gang- ast fyrir opnu móti á sunnudaginn. Leiknar verða átján holur með og án forgjafar. Akranes. Golfklúbburinn Leynir á Akranesi gengst fyrir opnu móti á laugardaginn. Leiknar verða átjan holur með og án forgjafar. Húsavfk Norðurlandsmót verður haldið hjá Golf- klúbbi Húsavikur um helgina. Sandgerði Golfklúbbur Sandgerðis heldur opið kvenna- mót á laugardaginn. Leiknar verða átján holur með og án forgjafar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.