Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 7 Elito Sumartilboð á sturtuklef um, bað- innréttingum og hreinlætistækjum DUSAR sturtuklefar og baökarshurðir. 50 geröir við allra hæfi.'Y —m "^anrwTI f£~ Malibu 120 og 166 cm. Verð frá kr. 16.462 AZUR ur oryggisgleri Verö frá kr. 26.948 Ibizza. Verö frá kr. 15.864 Borðhandlaugar, vegghandlaugar, baö- kör og salerni. IFÖ og ROYAL Sphinx. 15% afsl. Baöherbergisinnrettingar frá Fackelmann. Verð og gæði við allra hæfi. Standard 215 cm á aðeins kr. 49.500 ▲ Harmony, rómantíska línan í baðherbergisáhöldum, á ótrúlegu veröi. Mikið úrval af sturtusettum, handsturtuhausum og baðkarssettum. 5 Verö frá o * 2.953 Verð frá 2.965 Blöndunartæki í miklu úrvali í gömlum og nýjum stíl. Frábært verö. Aquabella baðherbergisáhöld úr messing, krómi, króm/hvftt og króm/messing. Glæsilegt úrval á kjaraverði. ◄ Raðgreiöslur allt upp í 18 mánuði Innihuröahandföng fyrir Assa og þýskar Breytt búð Skrár. Formfögur lína frá Eurobrass. með fjölbreyttu vöruvali og betra verði Opiö laugardag frá kl. 10-14 BYGGINGAVÖRUR Skeifunni 11 b, Reykjavík, sími 681570 Hass frá Amsterdam TOLLVERÐIR á Keflavíkurnug- velli fundu í gær kíló af hassi í fórum rúmlega tvítugs manns sem var að koma með flugi frá Amsterdam. Maðurinn hefur aldrei áður kom- ið við sögu fíkniefnamála hér á landi, öfugt við félaga hans sem einnig var handtekinn í flugstöðinni og er talinn hafa átt efnið sem hinn tók að sér að bera í gegnum tollinn. Mennirnir voru færðir í yfir- heyrslur en látnir lausir í gærmorg- un enda var málið þá talið upplýst, að sögn fíkniefnalögreglunnar. ---------» ♦ ♦--- Ok um með 15 grömm af hassi ÖKUMAÐUR sem Kópavogslög- reglan hafði afskipti af í fyrra- dag reyndist vera með 15 grömm af hassi í fórum sínum. Almenna lögreglan í Kópavogi hafði afskipti af manninum við Hamraborg og hugðist í fyrstu kanna ökuréttindi hans. Lögreglu- menn þekktu ökumanninn, sem er um fertugt, að því að hafa tengst fíkniefnamálum og gerðu leit sem leiddi til þess að 15 grömm af hassi komu í ljós. Maðurinn aftók þó að ætla að selja efnið. Hann var látinn laus að loknum yfirheyrslum. Ríkisstjórnin 1.250.000 til Sophiu Hansen RÍKISSTJÓRNIN hefur tek- ið ákvörðun um að veita 1.250 þúsund króna aukafj- árveitingu til málareksturs Sophiu Hansen í Tyrklandi. Benedikt Jónsson, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að utanríkisráðuneytið muni hafa ráðstöfun fjárins með höndum. Benedikt segir að ráðuneyt- inu hafí borist óformlegt svar tyrkneskra stjórnvalda við ít- rekuðum tilmælum -íslenskra stjórnvalda í lok júlí. „Við höf- um fengið þau svör að utanrík- is- og dómsmálaráðuneytin í Tyrklandi muni gera það sem hægt er og falli undir verksvið þeirra ráðuneyta," sagði Bene- dikt. Þegar hins vegar bent var á að lítið hefði borið á raunhæf- um aðgerðum á vegum ráðu- neytanna frá því svar barst sagði Benedikt að ekki væri hægt að saka ráðuneytin um að fara með ósannsögli. „Hins vegar kann vel að vera svo að hlutimir taki lengri tíma en við hefðum helst viljað,“ sagði hann. Hvað aðrar aðgerðir á vegum ráðuneytisins varðaði sagðist Benedikt ekki geta upplýst annað en málið færi á hveijum degi upp á borð í ráðuneytinu. Auglýsingar framhaldsskólans í Reykholti bera árangur Ekki fleiri umsóknir í 5 ár 90 UMSÓKNIR eru komnar um skólavist í Framhaldsskólanum í Reykholti og hafa umsóknir ekki verið fleiri í fimm ár að sögn skólastjórans Odds Albertssonar, en nemendafjöldi var kominn niður í 30 nemendur fyrir tveimur árum síðan. Hefur Oddur skólastjóri auglýst Reykholtsskóla sem öðruvísi fram- haldsskóla og viðtökur verið þessar, að þrefalt fleiri hyggja á nám nú í vetur í skólanum en var fyrir tveimur árum. Nemendur geta valið um fleiri áfanga en áður. M.a. eru komnar PC 496 tölvur, myndbandsklippi- tæki, auk myndvers, líkamsræktar- tæki og matreiðslubraut. „Mjúkur skóli Auglýsingar um skólavist hafa höfðað til þess að Reykholtsskóli væri mjúkur skóli. Hinn mjúki menntavegur sem þar væri lagður fælist í nemendalýðræði, þar sem krakkarnir tækju ábyrgð á veru sinni í skólanum. Þótt nemendur væru teknir inn á teppið þá væri það mjög mjúkt teppi, sem nemend- ur og skólastjóri sætu saman á og gætu þannig á jafnréttisgrundvelli tekið á málum án þess að um aga- leysi væri að ræða. Oddur skólastjóri hefur höfðað til þess, sem Reykholt er þekkt fyr- ir í sögunni, að Snorri hafí valið Reykholti og þess vegna séu þenkj- andi nemendur tilbúnir til þess að koma þangað líkt og Snorri gerði á sínum tíma. Fjórir nýir kennarar koma til starfa við Framhaldsskólann í Reykholti nú í haust. Gestakennar- ar koma í heimsókn í Reykholt, sem kenna myndlist, hönnun, ljósmynd- un, leiklist og tungumál. Má þar nefna tvo Dani sem verða matvinn- ungar fyrsta mánuðinn sem skólinn starfar. - - P.Þ. Morgunblaðið/pþ Þeir félagarnir Snorri og Oddur eru sammála um það að þeir hafi valið rétt sem hafa valið Framhaldsskólann í Reykholti sem sitt fræðasetur og enn kom- ast örfáir nemendur að í skólan- um í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.