Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 12. ÁGÚST 1993 39 VELVAKANDI ÁRÍÐANDI SKILABOÐ SÁ SEM skildi eftir skilaboð á símsvara Sambands dýrvernd- arfélaga íslands um helgina varðandi fugla á Pickup-bifreið er beðinn að hringja aftur. Sím- inn er 673265. GÓÐ GREIN UM HEIÐMÖRK BJÖRN Bergsson hringdi og vildi þakka Sveini Ólafssyni fýrir góða grein um Heiðmörk og um leið koma þeirri tillögu á framfæri hvort ekki væri hægt að rykbinda veginn í hvelli. Það getur varla verið gott fýrir lággróður að fá þetta ryk yfir sig. TAPAÐ/FUNDIÐ Vindjakki og reiðhjólahjálraur GULUR Benetton vindjakki og blár Atlas hjólahjálmur töpuð- ust á svæðinu Rekagrandi - Eiðismýri - Eiðistorg - Aust- urströnd, 7.-8. ágúst. Hvort tveggja er merkt „Márus Brynj- ar s. 12144“. Finnandi vinsam- lega hafi samband í sama sima. Jakkihvarf á Fjörukránni BRÚNN mittisrúskinnsjakki var tekinn í misgripum af stól- baki í Fjörukránni í Hafnarfirði sl. laugardagskvöld. Þetta var nýr karlmannsjakki og mjög auðþekkjanlegur, einnig var hann merktur með nafni og símanúmeri. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 98-12332. Kvenreiðhjól fannst RAUTT kvenreiðhjól var hirt upp af Hringbrautinni fyrir nokkru en þar hafði það legið í óskilum í nokkurn tíma. Þetta er ekki íjallahjól. Sá sem telur sig sakna svona hjóls má hafa samband í síma 12528. Veiðitaska tapaðist LJÓSBRÚN veiðitaska tapaðist í Berlín um miðjan júlí. Finnandi vinsamlegast hringi í síma'42406. Kvenúr fannst GYLLT kvenmannsúr fannst í Brautarholti fyrir ca. þremur vikum. Eigandi getur vitjað þess í síma 38489. Jakki tapaðist GRÁR Vertigo-jakki með gyllt- um rennilás og kínakraga tap- aðist í Austurstrætinu eða inni á veitingastaðnum Berlín sl. laugardagskvöld 7. ágúst. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 77501. Fundarlaun. Gullarmband tapaðist UM verslunarmannahelgina tapaðist gullarmband trúlega á landsmóti skáta í Kjarnaskógi á Akureyri. Vegleg fundarlaun í boði. Uppl. í símum 657535 eða 691323. Les- og sólgleraugu töpuðust Karlmannagleraugu, ný falleg lesgleraugu með gylltri spöng, og Polaroid-sólgleraugu töpuð- ust við göngugötuna í Rafveitu- skóginum í Elliðaárdalnum 1. ágúst sl. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í sima 677856. GÆLUDÝR Týndur páfagaukur BLÁR páfagaukur tapaðist frá Álfheimum sl. sunnudag. Hafí einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 679361. Týndur köttur SVÖRT lítil læóa, þriggja ára gömul, fór að heiman frá sér frá Suðurstekk í Breiðholti, fyr- ir viku. Hún er eyrnamerkt og einnig er rifa ofan í vinstra eyrað eftir bit. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 74889. Kettlingur fæst gefins KOLSVARTUR kettlingur fæst gefíns á gott heimili. Uppl. í síma 676028. Síamskettir HREINRÆKTAÐUR síams- köttur og þrír myndarlegir kettlingar blandaðir síams og angóru óska eftir góðu heimili. Síminn 678299. Tóta vantar heimili TÓTI er rúmlega fjögurra mán- aða bráðskemmtilegur og blíð- ur kettlingur sem þarf á góðu heimili að halda sem fyrst. Uppl. í síma 19552. Snúlli týndist SNÚLLI týndist frá heimili sínu Sólvallagötu 28 á föstudags- kvöldið var. Hann er auðkennd- ur, svart/hvítur með kolsvartan nebba og hvítar kinnar. Vin- samlegast hringið í Einar í síma 25149 ef þið verðið hans vör. Snúlli er týndur! Kettlingur í heimilisleit ÞRIGGJA mánaða kolsvartur fress óskar eftir góðu heimili. Er mjög barngóður og þrifinn. Upplýsingar veitir Magnea í síma 651956. Styrkjum Sophiu Hansen Frá Þórönnu Björgvinsdóttur: Öll höfum við fylgst með hetju- legri baráttu Sophiu Hansen til að fá dætur sínar aftur heim. Við munum aldrei geta gert okkur í hugarlund allar þær sál- arkvalir sem öll þau vonbrigði og hjartasorg, sem hún hefur mátt þola í þessari baráttu. En við getum rétt fram hjálpar- hönd, öll þessi barátta kostar mikla peninga. Kæru lesendur um land allt, eigum við ekki fáeinar krónur af- Iögu, sem við gætum gefíð í sjóð til styrktar Sophiu Hansen? Ef allir lögráða Islendingar gæfu 200-250 krónur hver, þá yrði það glæsileg útkoma. Margt smátt gerir eitt stórt. ÞÓRANNA BJÖRGVINSDÓTTIR Leifshúsum, Svalbarðsstrandar- hreppi, S-Þing. I n. Pennavinir Sýrlenskur frímerkjasafnari, 43 ára, vill skiptast á nýjum og ónotuð- um merkjum, aðallega fjórblokkum: M.Z. Moudarres, Box 9884, Aleppo, Syria. Norskur piltur skrifar á ensku en getur ekki um aldur. Hefur það sem helsta áhugamál að safna eig- inhandaráritun stjórnmálamanna, rithöfunda, leikara og íþróttamanna svo eitthvað sé nefnt: Rune Sirnes, P.O. Box 332, N-5501 Haugesund, Norge. Japönsk húsmóðir, 27 ára, með áhuga á tónlist, tímaritalestri, bréfaskriftum, dýrum, matargerð o.fl.: Mayumi Miyamoto, 103 Daini-shugetsuso, 8-19-15 Tamagawagakuen, Machida, Tokyo 194, Japan. BRESKUR frímerkjasafnari, 33 ára, vill stofna til bréfasambands við íslenska safnara: Mick Grimley, 6 Bunburry Close, Middlewich, Cheshire CW 10 OSG, England. Fimmtán ára Ghanapiltur með áhuga á tónlist, íþróttum og bréfa- skriftum: Kassim Salisu, P.O. Box 6, Boadua E/R, Ghana. Bandarískur karlmaður á miðjum aldri sem heimsótti ísland í apríl sl. og safnar frímerkjum: Martin J. Price, 9 Keystone Drive, rochester, New York 14625, U.S.A. SKOUTSALA #ÖO0 Skóverslun Þórðar Laugavegi41, Kirkjustræti 8, sími 13570. sími 14181. FAGOR FAGOR FE54 Magn af þvotti 4,5 kg. Þvottakerti 17 Hitastillir *-90°C Rúmmál tromlu 42 I Sparneytnar • Hraðþvottur • Áfangaþeytivinda • Sjálfvirkt vatnsmagn • Hæg vatnskæling • Barnavernd • GERÐFE-54-STAÐGREITTKR. 39900 K R . 42000 - MEÐ AFBORGUNUM RONNING SUNDABORG 15 ~ SÍMI 68 58 68 & Þegar við segjum að Honda sé óvenju sparneytinn bill, erum við ekki bara að segja að hann sé spar á eldsneyti, heldur einnig á umhverfið. VTEC vélin sem nú prýðir helstu gerðir Honda, er byltingarkennd nýjung sem tryggir hámarksnýtingu á eldsneyti án þess að það komi niður á krafti bílsins. Verndun umhverfisins er ábyrgð allra. Honda er leiðandi í hópi þeirra bílaframleiðenda sem sinna þeirri ábyrgð. VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900 ...spameytni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.