Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 11 Ljóslíkaminn Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur lítið borið á myndlistar- konunni Margréti Elíasdóttur á undanförnum árum, en myndir hennar á_ sýningunni, að loknu námi MHI og Konstfackskolen í Stokkhólmi, vöktu drjúga athygli í eina tíð. Ástæðan mun vera sú að Mar- grét hefur gert víðreist og önnur áhugamál þrýst á í tvo áratugi og tekið hug hennar allan, en samt hefur hún náð að halda fimm einkasýningar um dagana og tekið þátt í allnokkrum sam- sýningum. Þessi áhugamál munu öðru frekar vera af andlegum toga eins og hugleiðsla og hvernig menn öðlast sjálfsþekkingu, jafn- framt því sem menn virkja lífs- orkuna hið innra með sér. Þessa vikuna er Margrét með sýningu á vinnustofu sinni á Bræðraborgarstíg 7, þriðju hæð, og var sýningin opin á almennum sýningartíma um síðustu helgi, en síðan og til 13. ágúst er hún opin eftir samkomulagi við áhugasama og eiga þeir að hringja í síma 624106. Öll sýningin ber sterkan svip af áhugamáli hennar og ber yfir- skriftina Sólar Isis, sem mun vafalítið segja ýmsum eitthvað. Þetta verður að teljast all sér- stæð sýning og verkin bera með sanni svip af áhugamáli listakon- unnar og hugleiðingum um sólar- orkuna og hina innri hugarorku yfirleitt. Uppbygging þeirra minnir á sólarorkuna og jafn- framt er eitthvða yfirskilvitlegt í þeim og mætti nefna það innri stíganda. Slíkur stígandi er að sjálfsögðu til í málverkum al- mennt, sem hafa þó ekki endilga trúarlegt inntak að leiðarljósi, og er i raun eitt af lögmálum myndflatarins. En í þessum myndum skín hið trúarlega í gegn og á bókstaflega að gera það, enda kemur útfærslan kunn- uglega fyrir sjónir, því að hún er skyld list dulvitundarinnar og hefur komið fram í málverkum að hún er skyld list dulvitundar- innar og hefur komið fram í málverkum fleiri íslenskra mynd- listarmanna, t.d. Einars Jónsson- ar myndhöggvara. Einnig má minna á sýningu Jóns Baldvins- sonar í Portinu nýverið, og sem um þessar mundir sýnir i kaffi- stofu Perlunnar. Þótt þetta séu mjög óiíkir listamenn og gangi út frá ólíkum forsendum og að- hyllist ólíka geira í trúarmálum er þeim það sameiginlegt að þeir mála út frá sérstökum trúarskoð- unum sínum. Margrét Elíasdóttir leggur áherslu á táknrænan, nær óhlut- lægan stígandi i myndverkum sínum og myndir hennar verða að teljast fallegar í sjálfu sér og búa jafnframt yfir litænum, sem innri krafti. í þeim birtist líka ýmislegt, sem maður fínnur og kannast við sem sérstök einkenni listakonunnar frá skólaárunum og fýrri sýningum. Hins vegar þykir mér skurn þeirra full sett- legur og fjarlægur raunveruleik- anum, og boðskapur hugljóm- unarinnar sem þau eiga að opin- bera full yfirgnæfandi, og þannig séð höfða einkum til sérstaks hóps innvígðra. En vel að merkja gera það einnig núlistir dagsins í mörgum tilvikum. Yiðgerð á Korpúlfsstöðum yrði um 1.400 milljónir króna Skoða beri mögn- leika á nýbyggmgu HARALDUR Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna sem sæti á í byggingarnefnd borgarinnar, telur að skoða beri möguleikann á að rífa Korpúlfsstaði og byggja nýtt hús vegna þess hve illa húsið sé farið og viðgerð á því verði dýr. Áætlaður kostnaður við að endurbæta Korpúlfsstaði er um 1.400 miiyónir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að ódýrara yrði að rífa húsið og byggja nýtt, þó muni þar litlu. Hulda Valtýsdótt- ir, formaður Korpúlfsstaðanefndar, segir það vilja nefndarmanna að endurbæta húsið frekar en að byggja nýtt. í bókun sem Gunnar H. Gunn- arsson, fulltrúi Nýs vettvangs í byggingarnefnd borgarinnar, lagði fram á fundi nefndarinnar fyrir skömmu segir að nýtt ytra og innra byrði þurfi í útveggi Korpúlfsstaða, skipta þurfi um gólf í húsinu og þak á því og flest- ir jámgluggar séu ónýtir. Vegna breyttrar notkunar þurfi auk þess að gera ýmsar breytingar á hús- inu. Lækka eigi kjallaragólfið en vegna þess þurfi að slkka sökkla, bréyta þurfi gluggasetningu og dyraopum ásamt innveggjum. „Þetta verður til þess að enn minna nýtist af gamla húsinu en ella,“ segir hann. Betra að byggja nýtt Gunnar segist telja að skynsam- legra væri að rífa húsið til grunna og byggja nýtt. „Húsið yrði tækni- lega séð betra, ódýrara í viðhaldi og traustara í jarðskjálftum. Meira svigrúm myndi skapast til nýting- ar á rúmmetrum, menn yrðu ekki bundnir af innveggjum og gólfum sem nú eru í húsinu og það gæti legið hærra eða lægra,“ segir Gunnar. „Þessi lausn yrði ódýrari en að endurbyggja húsið,“ segir hann. Viðgerð verður dýr Haraldur Sumarliðason segist ekki hafa verið tilbúinn að styðja bókun Gunnars á fundi nefndar- innar þar sem hann telji þar vera farið út fyrir verksvið nefndarinn- ar. Hann segist á hinn bóginn geta tekið undir margt af því sem komi fram í bókuninni. „Það er mín skoðun að athuga eigi þann möguleika í fullri alvöru að rífa húsið og byggja nýtt samskonar. Húsið er afar illa farið, það hefur ekkert verið gert fyrir það í langan tíma og viðgerð verður mjög dýr,“ segir hann. Endurreist í sömu mynd Magnús Sædal Svavarsson, byggingartæknifræðingur hjá byggingardeild borgarinnar og verkefnisstjóri á Korpúlfsstöðum, segir að tvær aðferðir séu notaðar við endurbyggingu húsa, annars vegar sé sú aðferð að láta gömlu húsin standa en endurbæta þau og og hins vegar rífa húsin en endurreisa þau í sömu mynd. „Það er hægt að reisa hús nákvæmlega stein fyrir stein þannig að aðeins fagmenn sjái að húsið sé nýgert,“ segir Magnús. Hann segir að þetta hafi verið gert víða erlendis. „Ef sú leið verður valin að fjarlægja Korpúlfsstaði vegna þess hve hrör- legt mannvirkið er orðið yrði það gert með þessum hætti og endur- reist í nákvæmlega sömu mynd,“ segir Magnús. Mörg, stutt skref Hulda Valtýsdóttir, formaður Korpúlfsstaðanefndar, segir það vilja nefndarmanna að gera við Korpúlfsstaði í stað þess að rífa húsið og endurbyggja það. „Auð- vitað eru allir möguleikar í athug- un og margs að gætá þegar um er að ræða gamalt og illa farið hús eins og þetta. Það hafa þó ekki komið nein gögn fyrir nefnd- ina sem sýna að ódýrara sé að rífa það og byggja nýtt. Vilji nefndarmanna er miklu frekar í þá átt að gera við húsið en að bijóta það niður,“ segir Hulda. „Það dettur engum í hug að halda því fram að þetta verði ódýrt en nefndarmenn telja það vera sann- ara að endurbæta húsið. Við ætl- um að flýta okkur hægt og taka stutt skref á hveiju ári fram á næstu öld,“ segir hún. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastiori KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiiturfasteignasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: Úrvalsíbúð - bílskúr - frábært útsýni 4ra herb. íb. um 100 fm á 2. hæð við Digranesveg Kóp. Nýtt parket. Rúmgóðar sólsvalir. Sérþvottahús. Góður bílskúr 27,3 fm. Stór ræktuð lóð. Fráb. útsýni. Á vinsælum stað í Garðabæ Nýleg 4ra herb. íb. á 2. hæð, 3 svherb., þvottaaðstaða á baði. Góður bílskúr. Útsýni. Eignaskipti möguleg. Sérhæðir - Hvassaleiti - Rauðagerði Efri hæðir 6 herb. glæsilegar eignir á þessum vinsælu stöðum. Bílskúr- ar fylgja. Eignaskipti til umræðu. Mikið útsýni. Skammt frá Hlemmtorgi Neðri hæð í tvíbýlishúsi. 3ja herb. Ekki stór, vel skipulögð. Nýl. eld- hús. Laus strax. Gott verð. Einbýlishús í Hveragerði Mjög gott timburhús ein hæð 117,4 fm nettó auk bílskúrs og geymslu um 30 fm. 4 svherb. Skipti mögul. á lítilli íb. í borginni eða nágrenni. Stelkshólar - sérþvottahús - bílskúr Endaíbúð á 2. hæð 116,1 fm nettó. 3-4 svherb. Góður bílskúr. Skipti möguleg á 3ja herb. íbúð í nágrenninu. Gott verð. Fyrir fjársterka kaupendur óskast á söluskrá 2ja-3ja herb. íb. sem næst Háskólanum. 3ja-5 herb. íb. í vestur- eða miðborginni með rúmgóðu sérherb. ásamt snyrt- ingu. 2ja-3ja herb. íb. í Þingholtum eða nágrenni. • • • Lítið einbýlishús óskast f Smáíbúðahverfi. Rúmgott einbhús óskast í Hafnarf irði. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150-21370 ’kHeimsins bestu skemmtigarðar 'kÚtsölur árið um kring 'kMaturfrá öllum heimshornum 'kFrábærar strendur 'kGlæsilegur gististaður með öllum hugsanlegum þægindum Enn eru nokkur sæti laus! Saini/iniHilertiir Lanðsjn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 __ _ Ftít 7i ri MB Telex ' ^^,e' v'® hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Halnarfjöröur: Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 E3AJL Keflavík: Hafnargötu 35 *S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 *S. 93 - 1 33 86-Símbrél 93 -1 11 95 EUROCARD. Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 - Simbrét 98 - 1 27 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.